Morgunblaðið - 10.06.1988, Side 45

Morgunblaðið - 10.06.1988, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 45 Minning: Gunnar J. Möller andi, og komast þannig að rangri niðurstöðu. Gunnar J. Möller setti fljótt puttann á slíkt og lét menn ekki komast upp með moðreyk. En þótt læknar fyndu, að viðsemjand- inn gæti verið harður í hom að taka, lærðu þeir fljótt að meta hann og virða. Þeir gátu fullkomlega treyst orðum hans, meinfysni var ekki til í huga hans og hreinskiptn- in í öndvegi. Auðvitað vildi hann tryggja hag síns umbjóðanda, en það útilokaði ekki sanngimi og samningsvilja. Síðar hefur margur forystumaður lækna haft á því orð að Gunnar hafi verið þeim miklu vinsamlegri og drýgri en þeir áttuðu sig á þegar slagurinn stóð. Í okkar mörgu samtölum kynntist ég vel lífsviðhorfi og gildismati Gunnars J. Möllers og hvort tveggja féll mér vel í geð. Gunnar var einkar heil- steyptur vinnuþjarkur, en um leið ljúfur og viðkvæmur fagurkeri. Sá þáttur persónu hans auk öflugrar trúarvitundar hefur sjálfsagt ráðið því, að hann fór betur með lestur passíusálmanna í útvarpi en flestir, og hefur þó margur lesið vel. Ég er ekki í vafa um, að hugur Gunn- ars var afar sterkt tengdur velferð fjölskyldu sinnar. í þeim efnum var forsjónin honum hliðholl og mild. Kona hans, Agústa, er einkar glæsi- leg og aðlaðandi kona, og voru þau hjón samrýmd og samstíga. í frá- sögnum Gunnars skein í gegn mik- il væntumþykja og virðing, hvenær sem konu hans bar á góma, og hann var vissulega stoltur yfir böm- um sínum eins og efni stóðu vissu- lega til. Svo sem kunnugt er var Gunnar J. Möller æðsti yfirmaður frímúrarareglunnar á íslandi. Sú regla hefur stundum verið á milli tanna á fólki. Ég þekki svo sem ekkert til frímúrarareglunnar, en sú staðreynd, að Gunnar J. Möller var þar mestur virðingarmaður, segir mé allt, sem segja þarf um þá reglu. Félagsskapur, sem hann var í forsvari fyrir og helgaði hluta krafta sinna, getur ekki staðið fyrir neitt neikvætt eða ámælisvert, þvert á móti. Nú, þegar hin miklu kaflaskipti hafa orðið, sendum við Ástríður Ágústu og öðrum aðstandendum hluttekningarkveðjur okkar og þökkum fyrir kynni okkar af Gunn- ari J. Möller, kynni sem ég vil jafna til góðrar vináttu. Hvort sem manni er ætlað að lifa lengur eða skemur mun hin góða minning um Gunnar verða hjart- fólgin. Ef til þess kemur, að ég eigi síðar á ævinni eftir að leiða ein- hvem ungan mann eða konu fyrstu skrefin á eiginlegum vinnuferli, vonast ég til þess að geta gefið þeim jafnmikið og Gunnar gaf mér. Davíð Oddsson Við fráfall Gunnars J. Möllers á Karlakórinn Fóstbræður á bak að sjá einum af sínum mætustu félög- um, sem um rösklega fimmtíu ára skeið kom við sögu félagsins og málefna með margvíslegum og eft- irminnilegum hætti. Honum var rík tónlistargáfa í blóð borin, enda langafí hans enginn annar en Pétur Guðjohnsen, dómorganisti og tíma- mótamaður í íslensku tónlistarlífi á öldinni sem leið. Kona Péturs og langamma Gunnars var Guðrún Knudsen, afkomandi séra Hjalta Þorsteinssonar í Vatnsfírði, ein- hvers íjölgafaðasta og listfengasta íslendings síðari alda. Hafa fræði- menn fært að því gild rök, að í hópi niðja þessara ætta séu „mjög margir þeir, sem nú og á síðustu áratugum hafa borið hæst merki tónlistar, myndlistar og leiklistar í landinu". Víst er um það, að merkir og sterkir stofnar stóðu að Gunnari J. Möller. Hann var ungur settur til mennta, jafnframt tónlistamámi, og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 26 ára að aldri vorið 1937. Ferli hans og margháttuðum ábyrgðarstörfum í opinberu lífi um hálfrar aldar skeið verða ekki gerð skil í þessum örfáu línum, sem helg- aðar eru þátttöku hans í félags- starfí Fóstbræðra, en í kórinn gekk hann tvítugur að aldri árið 1932, og starfaði með honum óslitið til 1949 undir stjóm hins mikilhæfa frænda síns, Jóns Halldórssonar. Bræður Gunnars tveir, þeir Þórður læknir og Ingólfur skipstjóri, prýddu og raðir Fóstbræðra á þess- um árum. Allir voru þeir tónvísir í bezta lagi og prýðilegir söngmenn. Gunnari var í byrjun skipað í 2. bassa, en síðar í 1. bassa kórsins. Löngum var það þó svo, að hann söng þá röddina sem meiri þörf var á hveiju sinni, án minnstu erfið- leika, enda söng hann nánast hvað sem var beint af blaði. Þess var áður getið, að Gunnar naut tónlistarmenntunar jafnframt menntaskóla- og háskólanámi. Fyrstu tilsögn í píanóleik fékk hann hjá afasystur sinni, frú Guðrúnu Pétursdóttur f. Guðjohnsen, en eftir það um hríð hjá frú Kristínu Norð- mann, og síðar lengst hjá frú Katrínu Viðar. Aðeins 17 ára gam- all var hann fenginn til að annast undirleik á sýningum Leikfélags Reykjavíkur á „Nýársnóttinni", í forföllum Emils Thoroddsens. Löngu síðar, og þá kominn á miðjan aldur, naut hann leiðsagnar Áma Kristjánssonar píanóleikara. Það gefur augaleið, hver fengur það var áhugamannasöngfélagi eins og Fóstbræðrum, að eiga innan sinna vébanda slíkan hæfíleika- mann, enda annaðist Gunnar undir- leik á samsöngvum kórsins um 11 ára skeið. Seinast lék hann á vegum Fóstbræðra við vígslu hins nýja félagsheimilis kórsins árið 1972, en píanóleik iðkaði hann og æfði reglu- lega nánast alla tíð, þrátt fyrir mik- ið annríki og krefjandi starfsumsvif lengst af ævinni. Gunnar var góður söngfélagi í besta skilningi og manna traustast- ur í öllum félagsstörfum. Hann sat í stjóm kórsins um árabil og kom víða fram sem fulltrúi félagsins út á við, m.a. hjá Sambandi íslenskra karlakóra. Hann var löngum lög- fræðilegur ráðunautur kórsins og gjama til hans leitað, þegar mikið lá við. í því sambandi ber hæst ómetanleg lögfræðileg aðstoð hans til lausnar vandamálum, sem upp komu í tengslum við byggingu fé- lagsheimilis Fóstbræðra við Lang- holtsveg. Er næsta óvíst hvemig þeim málum hefði lyktað, ef ekki hefði notið við skarpskyggni hans, þekkingar og samningareynslu. Gunnar J. Möller var sæmdur gullmerki Karlakórsins Fóstbræðra á 60 ára afmæli kórsins árið 1976 fyrir mikil og giftudijúg störf í fé- lagsins þágu, fyrr og síðar. Þegar félagið Gamlir Fóstbræður var stofnað árið 1959, var Gunnar J. Möller einn stofnenda þess, og starfaði með því alla tíð, eins og tími hans frekast leyfði. Það hefur jafnan verið hinum starfandi kór mikill styrkur og upp- örvun, þegar Gamlir Fóstbræður hafa sameinast hinum yngri í vold- ugum söng á hátíðastundum félag- anna á liðnum ámm, en þar var Gunnar jafnan í hópi. Þá upplifðu menn það máttuga Fóstbræðralag, sem okkur öllum er svo kært og viljum að fylgi okkur til hinsta dags. Á söngpalli með Fóstbræðmm stóð Gunnar J. Möller seinast hinn 13. septeber f.á., á hátíðatónleikum í Þjóðleikhúsinu í tilefni af sjötugs- afmæli Jóns Þórarinssonar tón- skálds. Hér hefur verið stuttlega drepið á fáein atriði úr ferli Gunnars J. Möllers á einum afmörkuðum vett- vangi í lífi hans. Þar var framlag hans vissulega mikilsvert og stórt í sniðum, enda Gunnar frábær elju- og reglumaður, sem lét víða til sín taka. Við vinir hans og söngbræður kveðjum virtan og dáðan félaga, sem stóð framar okkur flestum, ef ekki öllum — í þjónustu við þá list, sem viðleitni okkar er helguð. Ekkju hans, frú Ágústu, bömum þeirra og ástvinum öllum vottum við dýpstu samúð. Þorsteinn R. Helgason Þegar við starfsfélagar Gunnars J. Möllers hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur kveðjurri hann í dag hinstu kveðju er margt sem kemur upp í huga okkar á löngum starfs- ferli. Allar götur frá því faðir hans, Jakob Möller, var hér framkvæmda- stjóri, var hann meira og minna samvistum með starfsmönnum samlagsins í yfir fimmtíu ár. Gunnar var góður stjómandi, glöggur og ákveðinn en hafði í sínu hugarþeli mannlega kennd sam- starfsmannsins, þó að hann væri hér framkvæmdastjóri og ráðunaut- ur á öllum sviðum og virtur eftir því. Allir sem á þurftu að halda gátu leitað til hans um hin ólíklegustu mál og reyndi hann jafnan að leysa úr þeim eftir bestu getu. Það var gott að vita af Gunnari í kringum sig, traustum, mannleg- um og hjartahlýjum, sem blandaði geði við okkur í amstri daganna, gleði þeirra og mótlæti, og þá jafn- an með hinni stóísku ró húmanist- ans. Með þessum fáu línum sendum við aðstandendum hans okkar inni- legustu samúðarkveðjur og þökkum Gunnari samfylgdina. Samstarfsmenn í Sjúkra- samlagi Reykjavíkur Nú þegar Gunnar J. Möller er kvaddur, er mér bæði ljúft og skylt að minnast hans með fáeinum orð- um, um leið og þökkuð eru lær- dómsrík kynni. Leiðir okkar lágu saman á þrennum vettvangi, og í þeim samskiptum öllum urðu mér æ ljósari hinir miklu mannkostir hans. Það var fyrir nærfellt 30 árum að ég kynntist honum fyrst, er við sátum andspænis hvor öðrum við samningaborðið, þar sem fyrir lá að semja um kjör sérfræðinga í læknastétt, en Gunnar var sem for- stjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur í forsvari fyrir viðsemjendur okkar læknanna. Oft bar mikið í milli við upphaf samningaviðræðna, og þetta urðu stundum langir fundir og strangir, unz fengizt hafði niður- staða, sem báðir aðilar gátu sæmi- lega við unað. Gunnar hélt fast á sínu máli eins og skyldan bauð hon- um, en alltaf af sanngirni. Hann var þeirri gáfu búinn að sjá þegar í stað kjarna hvers máls og geta skýrt sitt sjónarmið í stuttu máli, þar sem rökin voru sett fram á skipulegan hátt. Þessir hæfileikar hans eru það, sem mér verður alltaf minnis- stæðast frá samningafundum þess- um. Næst lágu leiðir okkar saman innan vébanda Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Þar ríkti að sjálfsögðu annað og léttara andrúmsloft! Gunn- ar hafði mikið yndi af laxveiði og stundaði þá íþrótt allt fram á síðasta sumar, þótt eigi gengi hann heill til skógar. Hann var í mörg ár virkur félagi í SVFR og formaður þess á árunum 1949-1952. Einnig átti hann sæti í fyrstu stjóm Landssam- bands stangaveiðifélaga og sat í henni í fjögur ár sem varaformað- ur. Um 20 árum eftir að Gunnar lét af formennsku í SVFR stóð félagið um tíma höllum fæti vegna mikilla fjárhagsskuldbindinga. Kallaður var saman fundur þáverandi og fyrrver- andi frammámanna í félaginu til að ræða hvernig bjarga mætti því út úr þessum erfíðleikum. Eftir að ýmsir höfðu lagt sitthvað til mál- anna, tók Gunnar til máls og flutti gagnorða ræðu, eins og honum var lagið. Er Gunnar hafði lokið máli sínu, tóku fundarmenn gleði sína á ný, því að allt í einu höfðu hlutirnir skýrzt, svo að vart þurfti að ræða þetta öllu frekar. Félagið komst yfír erfiðleikana og hefur síðan stað- ið traustum fótum. Ég veit að það gladdi Gunnar, því að hann bar jafn- an hlýjan hug til gamla félagsins síns. Hann var sæmdur heiðurs- merki SVFR árið 1975 fyrir mikil og heillarík störf í þágu félagsins. Síðar endumýjuðust kynni mín af Gunnari innan Frímúrararegl- unnar, þar sem gáfur hans og mann- kostir gleymast ekki þeim, sem not- ið fengu. Ég sendi frú Ágústu og íjolskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Gunnars J. Möller. Magnús Ólafsson Hlýtt handtak, djúp og karl- mannleg rödd buðu mig velkominn, ég fann strax vinsemdina og ein- lægnina og hlýddi á skýrar og af- dráttarlausar útskýringar viðfangs- efnisins. Þannig hittumst við fyrir rúmum þijátíu árum og síðan hefi ég lært að á bak við handtakið og röddina bjó sterkur persónuleiki og á mörgum sviðum yfírburða þekk- ing, listrænir hæfileikar og stjóm- semi auk fágætrar málsnilldar. Hann var hreinskiptinn og traustur vinur sem kunni að lofa það sem vel var gert og átti einurð til að áminna og leiðbeina um það sem miður fór í starfi eða flutningi talaðs orðs, og umfram allt þá eig- in yfirvegun og virðingu fyrir ná- unga sínum að hlusta á gagnrök þegar svo bar við. Hann hét Gunnar Jens Möller og var fæddur 30. nóvember 1911, elsti sonur hjónanna Jakobs Möller, alþingismanns og ráðherra og síðar sendiherra, og konu hans, Þóru Guðrúnar Guðjohnsen, en bræður Gunnars em Ingólfur skipstjóri, Baldur ráðuneytisstjóri og Þórður læknir (látinn) og eina hálfsystur áttu þeir bræður, Helgu. Sá sem þetta ritar hefur átt þess kost að kynnast þeim bræðmm öll- um nokkuð og þarf ekki frekari vitna við um mannkosti þess ein- valaliðs sæmdarmanna, en allir hafa þeir orðið þjóðkunnir menn hver á sínu sviði svo sem vom for- eldrar þeirra. Móður sína missti Gunnar aðeins 11 ára gamall og má nær geta hvert áfall það hefur verið skaprík- um og tilfinninganæmum ungum dreng. Gunnar lauk stúdentsprófi frá MR 1931 og varð cand. juris 1937. Hann hóf þá störf á málflutnings- stofu Lámsar Jóhannessonar hrl. og var framkvæmdastjóri Sjúkra- samlags Reykjavíkur 1939—1942 og aftur frá 1945 til 1981, en árin 1970—74 er hann settur forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins. Mál- flutningsstofu rak hann frá árinu 1943 með Lámsi Jóhannessyni hrl., en sjálfstætt frá árinu 1960. Hæstaréttarlögmaður frá 1943 og sat í Tryggingaráði ríkisins frá 1944, þar af formaður frá 1946—53 og aftur frá 1966—78. Rit sem eft- ir Gunnar liggja em um lögfræðileg efni og tryggingafræðileg. Stjórn- arformaður verktakafyrirtækisins Istaks hf. var hann um árabil. Gunnar var vegna yfirgrips- og þýðingarmikilla starfa sinna sæmd- ur heiðursmerkjum íslenskum og erlendum. Gunnar kvæntist 11. júlí 1936 Ágústu S. Johnsen, dóttur Guðna Johnsen kaupmanns og útgerðar- manns í Vestmannaeyjum og konu hans.Jóhönnu Erlendsdóttur.og áttu þau fjögur börn, Jakob Þóri, Jóhönnu Guðnýju, Þóm Guðrúnu og Helgu Ingibjörgu sem öll lifa föður sinn. Svo sem að líkum lætur átti Gunnar fjölmörg áhugamál. Hann stundaði stangveiði, leiklist stóð alla tíð hjarta hans nær og spuming er hvort átti meira í hvom, tónlistin í honum eða hann í tónlistinni. Hann söng með karlakórnum Fóst- bræðmm á annan áratug og var jafnframt undirleikari kórsins, en Gunnari var eins og fleiri bræðmm hans gefín óvenju mikil og fögur söngrödd, og marga stund gladdi hann vini sína og félaga með píanó- leik og undirleik við söng, og samdi enda tónverk sjálfur sem bera fag- urt vitni tónlistargáfu hans og kunnáttu á því sviði. Hann var sannarlega félagsmála- maður og enda þar sem í opinberu lífí trúað fyrir hinum mestu metorð- um, var meðal annars formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur 1949—1952. Virtur félagi var hann í Frímúrarareglunni á íslandi í hart- nær 40 ár og Stórmeistari hennar síðastliðin 5 ár. Við leiðarlok er margs að minn- ast og þakka úr samskiptum liðinna ára, vináttu og traust, leiðsögn og samvinnu. Það er skarð fyrir skildi þess rúms sem hann fyllti, brottför merks manns er mikill missir þjóð hans óg vinum, þótt mestur sé miss- ir fjölskyldu hans og ástvina, en minning þessa mæta manns lifir í verkum hans og afrakstri þeirra. í veikindum sínum síðastliðinn vetur sagði Gunnar r.em svo að hitta mundi hann á vori komandi í friðar- reit þeirra hjóna á Þingvöllum vor- boðann sanna og vorsöngvarann fegursta, skógarþröstinn. Þannig var bjartsýni og lífsþrá Gunnars, þessa einlæga trúmanns, og mer er ekki til efs að þeir söngvararnir hittist nú á vordögum í því ljósi eilífðarvissunnar sem vorsólin stað- festir kannski hvergi með fegurri hætti en þar sem horft er úr kjarri- vöxnum hæðunum við Þingvalla- vatn til vesturs undir og mót sólu friðar og kvöldkyrrðar. Frú Ágústu og ástvinum hans öllum sendum við Jóhanna samúð- arkveðjur. E. Bimir Þegar föðurbróðir minn Gunnar J. Möller nú er allur safnast að irtér minningar. í bernsku minni bjuggu bræðumir allir og systir þeirra á sama blettinum. Gunnar og Ágústa í Garðastræti 43 með þremur elstu börnunum, en foreldrar mínir, Ing- ólfur og Brynhildur, og föðursystk- ini Baldur, Þórður og Helga á Hóla- torgi 2, sem er handan við götuna. í raun var þetta ein stór fjölskylda, eins og félagsfræðingar segja nú að þetta heiti. Á milli þeirra bræðra allra voru sterk bönd og það leiddi auðvitað til náinna tengsla á milli fjölskyldnanna. Gunnar og Ágústa og foreldrar mínir byggðu síðan á Ægissíðu 90 um 1950 og þar bjó Gunnar alla tíð síðan, en foreldrar mínir og ég þar til 1983. Mér fínnst því nú, að langmestan hluta ævinn- ar hafí ég búið í sama húsi og Gunnar og samgangur var mikill. Minningar mínar um Gunnar eru auðvitað að langmestu leyti tengdar fjölskyldulífi og samskiptum nábýl- isfólks. Á þetta stórfjölskyldulíf hafði tónlistargáfa Gunnars mikil áhrif. Mér er til efs, að jóla- og barnalög hafi á þessum ámm verið leikin af jafnmikilli leikni og gleði og Gunnar lék þau á flygilinn á Ægissíðunni í áratugi, allt til jól- anna 1984. Meðal annars var Gunn- ar af þessum sökum kjölfesta í fjöl- skyldulífinu. En hann var líka auð- vitað elzti bróðirinn og því þeirra fremstur meðal jafningja. Ég hef vanizt því frá barnæsku, að föður mínum þóttu engin ráð vel ráðin nema Gunnar hefði þar um fjallað. Það var heldur ekki í kot vísað að leita til Gunnars. Góðar gáfur, mik- il veraldarreynsla og menntun, allt var traustvekjandi, en mestu skipti mikið mannvit og stórt og gott hjarta. Gunnar frændi minn var fjöl- menntaður maður, afburðasnjall lögmaður og með yfírgripsmikla þekkingu á margvíslegum sviðum’. Tónlistargáfa hans veitti þó áreið- anlega bæði honum og samferða- mönnum hvað mesta ánægju. Mér er í barnsminni þegar Gunnar var á síðkvöldum að leika á flygilinn, en sem betur fer var mjög hljóð- bært í húsinu. Píanókonsert Griegs kynntist ég fyrst þegar Gunnar var að æfa hann, einnig ýmsum sónöt- um, sem mér fínnst nú að hafi ver- ið Schubert. Tónlistariðkunin fór að sjálfsögðu fram á síðkvöldum, af því að þá fyrst var stund laus frá önn dagsins. Gunnar vann lang- an vinnudag, fyrst á skrifstofunni, en síðan heima á kontór eftir að kvölda tók. Mörg kvöldin man ég að hann sat enn við vinnu, þegar ungviðið f húsinu var að læðast heim um miðnættið. Stundum er sagt um menn, að þeri séu gamansamir alvörumenn. Gunnar naut lífsins, hafði ríka kímnigáfu (gat raunar líka verið skemmtilega neyðarlegur ef hent- aði), en hann var líka mikill alvöru- maður, sem gott var að ræða við hluti sem máli skipta. Hann var íhaldsmaður í allri beztu merkingu þess orðs. Hann vildi halda í gömul verðmæti og trúði því ekki að nýtt væri betra, bara af því að það er nýtt. Með fordæmi sínu hafði hann mikil áhrif á okkur af næstu kyn- slóð á mörgum ólíkum sviðum, hvort sem var í málvöndun eða vali námsferils. Nú þegar sorg miss- isins er hjá okkur er gott að minn- ast þess hversu miklu ríkari við öll erum að hafa átt hann og nú minn- ingarnar. Jakob R. Möller

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.