Morgunblaðið - 10.06.1988, Síða 47

Morgunblaðið - 10.06.1988, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 47 Það er tómlegt á vinnustaðnum þegar Hödda vantar, og vinna hans í þágu fyrirtækisins verður seint fullþökkuð. Þakklátust erum við þó fyrir að hafa eignast vináttu dreng- skaparmanns. Friður sé með honum. Móður hans, systkinum og öðrum vandamönnum sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Ingibergur og Sveinn Ingibergssynir og fjölskyldur. í dag kveð ég Hörð Jóhannesson, eða Hödda eins og hann var alltaf kallaður, með tárin í augunum því elskulegri mann er vart hægt að finna. Þegar ég frétti að Höddi væri á spítala voru þessi endalok ekki til í mínum huga og það er jafn sérkennilegt að sjúkdómurinn sem hann var með væri í manni eins og honum sem alltaf lifði heil- brigðu lífi. Mínar fyrstu minningar um Hödda ég var smá strákur að þvæl- ast með pabba niðrí Blikksmiðjunni Gretti en þar hefur hann unnið margar vinnustundir bæði fyrir smiðjuna, sig og sína vini. Oft og iðulega var hann eftir í smiðjunni þegar hinir fóru heim. Þá fór hann að gera við bíla fyrir vini sína og marga bíla er hann búinn að gera upp af öllum stærðum og gerðum. Og hann var mjög vandvirkur og það var sama hvað hann gerði, allt lék í höndunum á honum. Oft kom ég niður í smiðju til hans til að fá eitthvað lagað eða bara til að spjalla. Það var ekkert mál hvort það var að degi eða kvöldi, vinnan var hans líf og yndi. Svo var það á veturna, þegar fyrsti snjórinn kom, að ég fór til Hödda og bað hann að koma á skíði eða sjósleðann og frá þeim ferðum á ég margar góðar minningar. Það er líka sárt til þess að hugsa að nú kemur Höddi ekki oftar í heimsókn til pabba og mömmu en þangað kom hann oft og alltaf á gamlárskvöld til að óska okkur gleðilegs nýs árs og það sýndi okk- ur hversu góður drengur Hörður var. Með þessum fátæklegum orð- Fæddur 10. júní 1926 Dáinn 20. apríl 1988 Matti, eins og hann var alltaf kallaður, fæddist í Vestmannaeyj- um, sonur þeirra ágætishjóna Ast- þórs Matthíassonar, lögfræðings og útgerðarmanns, Þórðarsonar, hreppstjóra á Móum á Kjalamesi, og Sísíar (Sigríðar) Matthíasson, dóttur Gísla J. Johnsen. Matti gekk í bamaskólann í Eyj- um, en árið 1937 kom ég undirritað- ur í fóstur hjá foreldrum hans og hafði þar vetursetu og fram á vor 1938. Við vomm í sama bekk hjá Lofti Guðmundssyni, þá kennara en síðar rithöfundi. Við Matti vomm þá sem bræður þar sem aldursmun- ur á okkur var ekki nema 23 dag- ar. Lékum við okkur mikið saman og man ég best eftir því, þegar Matti var að teikna fríhendis landa- kort til að fara í landakortaleiki með því að skrifa nöfn borga, áa o.s.frv. á kortin. Á heimili Matta ríkti góður og glaður andi, en á heimilinu vom Sigríður (Sirrý) syst- ir hans (nú látin), Þór nokkm yngri, Friðrik, stórkaupmaður, föð- urbróðir Matta var í fæði, að ógleymdri Nýju, sem var heimilis- fastur heimilisvinur og hjálp í ára- tugi. Var það kannski helsti ljóður á Nýju, að hún „spillti" okkur krökkunum með kókói og brauði með sultu, sem hún færði okkur í rúmið á sunnudagsmorgnum. Gísli J., bróðir Matta, dvaldi hjá ömmu sinni og afa í Reykjavík á þessum áram og Ásdís, systir Matta, fædd- ist eftir að ég var heimilisfastur í Eyjum á þessu glaðværa heimili, þar sem vammir og skammir heyrð- ust aldrei. Þar gáfu þau Ástþór og um vil ég kveðja góðan og traustan vin. Innilegar samúðarkveðjur til móður hans og fjölskyldu. Ingimar Sigurðsson Mér brá óneitanlega er ég frétti lát vinar míns, Harðar G. Jóhannes- sonar, er lést langt um aldur fram þann fyrsta júní sl. Hörður var fæddur 5. maí 1944 að Ósi, Saurbæjarhreppi. í Dölum. Ungur fluttist Hörður með foreldr- um og systkinum sínum til Reykjavíkur, og bjó þar upp frá því, og hélt hann heimili með móð- ur sinni í Skálagerði 13. Þegar ég sest niður til að skrifa eftirmæli um vinn min Hörð, þá er margs að minnast. Það mun hafa verið haustið 1957 að ég kynnist Herði, en þá urðum við bekkjarbræður í Langholts- skóla, og hafa þau kynni haldist síðan. Á okkar unglingsámm, allt fram um tvítugt, vomm við nánast óaðskiljanlegir vinir, og margar ferðir fómm við saman félagamir, Höddi, Giggi og ég, á mótorhjólun- um okkar, upp í Hvalfjörð, austur á Þingvöll og víðar. Svo seinna, er við komumst á bíla, var haldið áfram að ferðast og þá sótt lengra, vestur á æsku- stöðvamar í Dölum, Bjarkalund og víðar. Fyrir tveimur mánuðum heim- sótti ég Hörð á vinnustað hans, í blikksmiðjunni Gretti, til að rabba við hann og skoða hjá honum bíl er hann var að endurbyggja. Ekki gat mig gmnað að þetta yrði okkar síðasta samtal, því Hörð- ur lék á als oddi, kátur og hress, en svo getur sá sjúkdómur er lagði Hörð að velli heltekið hrausta menn, að þeir séu allir á fáum vikum. Áð leiðarlokum vil ég þakka Herði fyrir samfylgdina, og óska honum velfamaðar á Guðs vegum. Móður hans, systkinum og öðmm venslamönnum bið ég Guðs bless- unar og vona að minningin um góðan dreng megi verða þeim hugg- un. Kristinn Gislason Sísí mér líka mín fyrstu jakkaföt, en við Matti fengum þá slfk föt báðir, og vomm aldeilis upp með okkur. Matti var hlédrægur í umgengni og átti ekki marga vini, en var vin- fastur, listhneigður var hann í betra lagi, eins og hann átti kyn til í báðar ættir. Hann fór til náms í málaralist við Listaakademíuna í Kaupmannahöfn 1945 og og var þar í nokkur ár. Lítið mun nú til eftir hann, en hann var að mínum dómi alltof gagnrýninn á eigin verk. Matti giftist Sússý Wandal og áttu þau tvo syni, Ástþór og Örlyg. Leiðir þeirra Sússýar skildu og er það mín meining, að það hafi verið elskulegum frænda mínum þung- bært. Matti var eins og áður segir hlé- drægur og næstum dulur, dálítið stríðinn og hafði græskulausan húmor. Hann safnaði ekki eða sótt- ist eftir auði. Hann var laglegur í andliti, fremur smávaxinn, en sam- svaraði sér vel. Lengst af starfaði Matti sem auglýsingateiknari og Það er erfitt að kveðja kæran og góðan vin, ekki síst þegar kveðjustundin rennur upp allt of fljótt. Þegar Höddi fór til rannsókn- ar á sjúkrahús á sumardaginn fyrsta datt engum í hug að endalok- in væm skammt undan. Hann lést eftir erfiða baráttu 1. júní. Það er margs að minnast eftir 20 ára vináttu og koma þá fyrst upp í hugann árin sem hann starf- aði með Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Þar starfaði hann í bíla- flokknum og lagði á sig ómælda vinnu við bíla sveitarinnar, sem þá vom flestir gamlir og uppgerðir og allt var undir því komið að dugleg- ir og laghentir menn væm til taks við viðgerðir óg viðhald þeirra. Sá vinahópur sem myndaðist á þessum ámm ferðaðist mikið saman vítt og breitt um landið og var Höddi besti ferðafélagi sem hægt var að hugsa sér. Ferðimar með Hödda á bílnum hans sem hann átti á þeim ámm og var nefndur „Blái bössinn" vom ógleymanlegar. Enginn hugsaði betur um bílinn sinn en hann og hann fór ekki heim að sofa eftir ferðalág, þótt langt og strangt hafi verið, fyrr en bílinn var tandurhreinn að utan sem inn- an. Tvisvar fór lítill hópur í vetr- arfrí á skíði til Akureyrar, en þær ferðir vom ógleymanlegar og oft rifjaðar upp. Þótt þeim hafi fækkað skiptunum sem ég hitti Hödda eftir því sem árin liðu, slitnaði sambandið aldrei. Oft rétti hann mér hjálparhönd ef ég þurfti á að halda í gegnum árin — og em það margir sem eiga hon- um mikið að þakka fyrir það sama. Síðustu árin kom hann alltaf í heimsókn í byrjun desember og færði mér og bömum mínum jóla- stjömu, um leið og hann óskaði okkur gleðilegra jóla og fékk frétt- ir af því hvernig gengi hjá okkur, og við fengum að fylgjast með því sem hann var að gera. Það mun áfram verða jólastjama hjá okkur á jólunurn, hún verður til minningar um Hödda. Ég þakka honum fyrir vináttuna — hún mun aldrei gleymast. Magga hann lést í starfi á Grandarfirði. Sísí, móðir hans, lifir son sinn, en útför Matta fór fram í kyrrþey að ósk hans. Um leið og ég kveð kæran vin og frænda á afmælisdegi hans og bið hann fyrirgefningar á þessu skrifí, sendi ég öllum, sem hlýtt til hans hugsa, blessun Guðs og leyfí mér að enda með ljóðlínum úr kvæði Tómasar Guðmundssonar: Nú er um heiðar himinbrautir fór þín farin yfir frjóvga jörð. Gísli G. tsleifsson í dag verður jarðsettur vinur okkar, Hörður, sem lést eftir stutta spítalalegu, af völdum skæðs sjúk- dóms, aðeins 44 ára gamall. Við kynntumst honum á unglingsámn- um og hafði góð vinátta haldist síðan. Höddi, eins og hann var oft- ast kallaður, var stakur reglumað- ur, en allra manna hressastur í góðra vina hópi. Það koma margar góðar minningar upp í hugann sem ekki verða skráðar hér. En efst í huga er söknuður vegna fráfalls góðs og trygglynds vinar. Það er skrítin tilhugsun að eiga ekki leng- ur von á Hödda í heimsókn. Hann var mjög bamgóður og var góður vinur bama okkar og gaf þeim oft góð ráð og leiðbeiningar. Höddi var blikksmiður og einstaklega laginn. í frístundum sínum í gegnum árin gerði hann upp marga bfia, sem vom einstaklega vel gerðir og snyrtilegir. Hann var búinn að ferð- ast mikið um landið. Og stuttu áður en hann veiktist kláraði hann að gera upp ferðabíl, sem var mjþg fallegur. En engan gmnaði að hann ætti ekki eftir að ferðast á honum. Það ræður enginn sínum næturstað. Við minnumst Harðar sem trausts og góðs félaga. Innilegar samúðarkveðjur til móður hans og fjölskyldu. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Siggi og EUa t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐA SVEINSDÓTTIR, Hraunbœ 102A, lést hinn 16. mai sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Reynir Jónsson, Hörður Gllsberg, Stefanfa Hávarðsdóttir, Jón Ingimundarson, Lára Ingimundardóttir, Björgvin Hansson, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir minn, ANDRÉSAUÐUNSSON, Efri Hól, V-Eyjafjöllum, verður jarðsunginn frá Ásólfsskálakirkju laugardaginn 11. júni kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Sigriður G. Kærnested. t Þökkum auðsýnda samúö við andlát og jarðarför móður okkar, SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Sólvangi, áður Bröttukinn 6. Bragl Jafetsson, Viktorfa Jafetsdóttir, Halldóra Jafetsdóttir. —<■ t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og jarðarför systur okkar, VILBORGAR GUÐNADÓTTUR, Flrði 7, Seyðisfirði. Fyrir hönd vandamanna, Sigmundur Guðnason, Þórhildur Guðnadóttir, Hjörleifur Guðnason. Lokað Skrifstofur okkar verða lokaðar frá kl. 12.00 í dag vegna jarðarfarar GUNNARS J. MOLLER. ístak hf. Lokað Sjúkrasamlag Reykjavíkur verður lokað frá kl. 13.00 e.h., föstudaginn 10. júní 1988 vegna útfarar fyrrver- andi framkvæmdastjóra GUNNARS J. MÖLLERS, HRL. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- sfjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Matthías Astþórs- son - Kveðjuorð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.