Morgunblaðið - 10.06.1988, Page 48

Morgunblaðið - 10.06.1988, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 fclk í fréttum GAULVERJABÆR: Endurfundir 60 ára fermingarbarna Gaulverjabæ. Það var frísklegur hópur saman- kominn í Gauiverjabæjarkirkju á hvítasunnudag. Flest gátu verið á að giska sextug að aldri en hópur- inn var reyndar samankominn vegna sextíu ára fermingarafmælis. Þannig má bæta fjórtán árum við aldurinn. Þau voru viðstödd fermingu Kristín- ar Úlfarsdóttur, eina fermingar- bamsins þetta vorið. Á eftir fór hópurinn saman út að borða á Sel- fossi og voru rifjuð upp gömul kynni. Sum höfðu ekki sést síðan á fermingardaginn eða í sex áratugi. Alls fermdust tíu böm vorið 1928 og eru átta af þeim enn á lífi. Morgunblaðið/Valdimar Guðjónsson Fremri röð frá vinstri: Séra Úlfar Guðmundsson Eyrarbakka, Margr- ét Elíasdóttir frá Haugi, fermingarbarnið Kristin Úlfarsdóttir, dótt- ir séra Úlfars, og Helga Júníusdóttir frá Rútsstöðum. Aftari röð: Gissur Sigurðsson frá Syðri-Gegnishólum, Guðmundur Elís Guð- mundsson frá Vorsabæjarhjáleigu, Páll Þórðarson, alinn upp i Rúts- staðarnorðurkoti, Sigursteinn Olafsson frá Syðra-Velli og Stefán Jasonarson bóndi og fréttaritari í Vorsabæ. Lætur af störfum eftir 64 ár Syðra-Langholti. SIGURÐUR Ágústsson í Birt- ingaholti lét nýlega af störfum sem organisti við Hrepphólakirkju en hann hefur gegnt því starfi í rétt 64 ár. Sigurður var aðeins þrettán ára gamall þegar hann lék fyrst á orgei við messu og alla tíð hefur hann starfað mikið að tónlistar- málum í Ámssýslu og verið af- kastamikið tónskáld. Við starfmu tekur Heiðmar Jóns- son en hann verður einnig organ- isti við Hrunakirkju. Aðalstarf hans verður tónlistarkennsla við Flúðaskóla en hann mun setjast að á Flúðum. Heiðmar er Hún- vetningur að ætt en hefur starfað að undanfömu hjá söngmálastjóra þjóðkirkjunnar. Sigurði Ágústssyni vom færðar alúðarþakkir fyrir störf hans við Hrepphólakirkju í kaffisamsæti sem haldið var í safnaðarheimilinu á Hrepphólum að lokinni messu á Sigurður Sigmundsaon Séra Halídór Reynisson með þeim Sigurði Ágústssyni og Heiðm- ari Jónssyni í Hrepphólakirkju. hvtasunnudag. Jafnframt var slarfa. Heiðmar boðinn velkominn til - Sig.Sigm. Hér er Fergie með bros á vör þrátt fyrir allar raunir. Eins og sjá má hefur hún blómstrað allvel upp á siðkastið. FERGIE Raunir hertogaynjunnar að á ekki af Söm Ferguson að ganga þessa dagana. Faðir hennar, Ronald Ferguson, hefur valdið gífurlegu hneyksli undanfar- ið vegna óreiðu í kvennamálum sínum og Elísabet drottning sér rautt því Ronald var tíður gestur í höllinni og talinn mikill vinur drottningar. Fergie er sögð taka þetta mjög nærri sér því hún hefur alltaf verið mikil pabbastelpa. Það er fleira sem veldur Fergie áhyggjum m.a. hefur hún þyngst mikið á meðgöngunni eða um 14 kíló á 6 mánuðum og þykir sumum nóg um. Aðrir telja víst að Fergie gangi með tvíbura og gæti það ver- ið skýringin á þessari miklu þyngd- araukningu. Enn eitt vandamálið er að Fergie finnst Andrew prins, eiginmaður sinn eyða of litlum tíma með sér. Hann hefur ýmsum skyldum að gegna sem gerir það að verkum að hann er mikið í burtu. Rætnifullar rægitungur segja að Fergie sitji nú heima í höllinni og borði sér til hugarhægðar. Þessar þijár litlu dugnaðarhnátur komu með hópnum og tóku þátt í framkvæmdunum. Þær heita Ástríður Halldórsdóttir, Guðríður Harðardóttir og Kolbrún Ösp Gestsdóttir. VESTMANNAEYJAFERÐ Vistmenn Sólheima í skemmtiferð Vistmenn og starfsfólk á Sól- heimum í Grímsnesi brugðu sér í skemmtiferð til Vestmannaeyja um mánaðarmótin. Ferðin var farin í samráði við bæjaryfirvöld í Vest- mannaeyjum og voru menn sam- mála um að hún hefði tekist í alla staði mjög vel. Það voru 23 manns sem tóku þátt í ferðinni og gistu þau í Skátaheimilinu á staðnum. Þau fóru í sundlaugina og í skoðun- arferð um bæinn auk þess sem ÍBV bauð þeim á landsleik íslendinga og Svía sem var haldinn um þetta leyti. Þrátt fyrir að ferðin hafi fyrst og fremst verið farin til skemmtun- ar, þá hafði hún einnig sinn tilgang því ferðalangarnir tóku með sér lúpínurætur sem þeir gróðursettu í hlíðar Eldfells og Helgafells eða milli fella eins og það kallast í Vest- mannaeyjum. Þetta stórkostlega framtak vistmanna og starfsfólks á Sólheimum mun hindra að ein- hveiju leyti frekari uppblástur og sandfok á þessum slóðum. Þess ber að geta að Reynir Pétur Ingvarsson var tilnefndur plöntunarstjóri enda er hann nokkuð fróður um plöntur og annan gróður. Hópurinn gróður- setti samtals 13.000 plöntur en þá voru eftir 2.600 plöntur sem Eyja- menn munu sjá um að gróðursetja. Á þessu ári eru liðin 15 ár síðan síðasta gosi lauk og eru þessar framkvæmdir í gangi af því tilefni. s

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.