Morgunblaðið - 10.06.1988, Síða 60

Morgunblaðið - 10.06.1988, Síða 60
/ E/NKAfíEIKNINGUfí Þ/NN / LANDSBANKANUM,, ___________________&k tfgtniÞlftfrft fgk A Æfírr^TiTTfjT? JJ y' fígy TRYGGINGAR / * FOSTUDAGUR 10. JUNI 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Ráðamenn þriggja álfyrirtækja: Yænlegt að fram- leiða ál á Islandi (-TALSMENN þriggja álfyrirtækja, sem taka þátt í viðræðum við Alusuisse um stækkun álversins í Straumsvík, telja allir að væn- Iegt sé að huga að íslandi sem framleiðslustað áls. Einn þeirra telur líklegt að ákvörðun í málinu verði tekin innan árs. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu hefjast viðræður fulltrúa Alusuisse við ráðamenn álfyrirtækjanna þriggja í London í næstu viku. Fyrirtækin þijú eru sænsk, hollensk og austurrísk. Per Olof Aronsson, forstjóri fyrirtækis- ins GrÁnges í Svíþjóð, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að fyrirtæki hans þarfnaðist meira af áli. „Ál- bræðsla okkar í Svíþjóð framleiðir 100 þúsund tonn á ári, en við “’Neysluvatn spítalanna yf irhitað til varnar her- mannaveiki * Varúðarráðstafanir gegn her- mannaveiki eru um þessar mund- ir gerðar á íslenskum sjúkrahús- um, en sýkillinn sem veldur veik- inni er útbreiddur í neysluvatni spitala og hefur einnig greinst í loftræstikerfi. Að sögn Sigurðar B. Þorsteins- sonar, læknis á Landspítalanum, hefur verið gripið til þess ráðs á Landakotsspítala að yfírhita kalda vatnið og hið sama á að reyna á Landspítala og Vífílsstaðaspítala. Þá er 80 gráðu heitt vatn látið renna í gegnum vatnskerfíð í hálfa klukkustund. Ætti sú ráðstöfun að halda sýklinum í skefjum í nokkrar ■•fc-vikur, jafnvel mánuði. Þrautalend- inguna sagði Sigurður vera að setja klór í neysluvatn spítalanna. Ekki er hættulegt fyrir fólk með eðlilegt ónæmiskerfí að drekka vatnið á spítölunum. Mesta hættan á sýkingu felst í að anda sýklinum að sér og er því líklegast að smit berist við innöndun agna úr loft- ræstikerfí eða vatnsúða úr sturtu eða krana. Sjá einnig á bls. 13. þörfnumst 140 þúsund tonna og ég býst við að þörfín aukist enn frekar á næstu árum,“ sagði for- stjórinn. Aðstoðarforstjóri hollenska fyr- irtækisins Alumined Beheer, J.G.D. van der Ros, sagði að fyrir- tæki hans skorti meira ál og hefði leitað fanga víða um heiminn. „ís- land er einn möguleikinn," sagði Van der Ros og bætti við að í við- ræðunum í London yrði að skýrast hver framtíð málsins yrði. Pulltrúi austurríska fyrirtækis- ins Austria Metall, Friedrich Stac- hel, sagði að fyrirtæki hans neydd- ist til að loka álveri sínu árið 1992, þar sem það væri orðið úrelt. Því væri nauðsyn að leita nýrra sam- starfsaðila. Sex fyrirtæki kæmu til greina og væri Alusuisse einn athyglisverðasti möguleikinn. Hann kvað erfítt að spá um árang- ur af viðræðunum í London, þar sem ekki lægi ljóst fyrir hvort Alusuisse væri að leita að sam- starfsaðila eða hvort fyrirtækið ætlaði að vera meirihlutaeigandi áfram. Velta sænska fyrirtækisins á þessu ári nemur um 46 milljörðum íslenskra króna, hollenska fyrir- tækið veltir um 57 milljörðum og það austurríska um 36 milljörðum. Sjá frétt á bls. 25. Morgunblaðið/Steinar Garðarsson VERKAÐ VINNA Það kostar líklega ekki blóð, ef til vill svita en örugglega tár verkið hans Finnboga Sumarliðasonar. Hann er að afhýða lauk og það þarf hann að gera daglangt á meðan verið er að marin- era síldina hjá Fiskimjölsverksmiðju Hornafjarðar. Finnbogi er tólf ára og hann hefur brugðið sér út fyrir vegg til að njóta sólargeislanna á meðan hann vinnur verk sitt. Þá rýkur lika laukurinn síður í augun, segir hann. Veðrið var ekki amalegt á Homafirði í gær, þar mældist 24 stiga hiti og sömuleiðis á Vopnafírði. Reyðarfjörður átti þó metið með 25 stiga hita. Spáð er svipuðu veðri næstu daga og rigningu um helgina á suðvesturhominu. Veltir seg- ir upp 40 starfs- mönnum ÖLLUM starfsmönnum Volvo- verkstæðanna, 40 manns, hefur verið sagt upp störfum með þriggja mánaða fyrirvara. Astæða uppsagnanna er, að verk- stæðin verða lögð niður og Veltir hf. mun einungis reka lítið þjón- ustuverkstæði fyrir eftirlit og ábyrgðarviðgerðir á Volvo-bif- reiðum. Á það verkstæði verða endurráðnir fimm menn. Ásgeir Gunnarsson, forstjóri Veltis, sagði í gær að það væri einkum vegna mikils fjármagnskostnaðar og óarðbærs rekstrar, sem verk- stæðunum væri lokað. Veltir hf. rekur tvö verkstæði fyr- ir Volvo-bifreiðar, við Suðurlands- braut og stórt vörubílaverkstæði við Bíldshöfða. Ásgeir sagði, að þegar ákveðið hefði verið fyrir tveimur árum að hefja rekstur vörubílaverk- stæðisins, hafí aðstæður verið aðrar er nú. Nú hefði komið í ljós, að rekst- urinn gæti með engu móti borið sig, fyrst og fremst vegna mikils fjár- magnskostnaðar. Verkstæðin verða seld og starfs- menn ganga fyrir ef þeir vilja og geta keypt. Að öðrum kosti verður samið við önnur verkstæði um við- gerðarþjónustu fyrir Volvo-bíla. Ás- geir Gunnarsson sagði Velti hf. vilja halda starfseminni áfram þar til öll- um starfsmönnum hefði verið tryggð atvinna og yrðu þeir aðstoðaðir við það. Hann sagði að fyrirtækið myndi tryggja, að Volvo-eigendur fengju áfram örugga viðgerðarþjónustu. Guðjón B. Ólafsson, forsljóri, á aðalfundi Sambandsins: Halli verslunar helsta orsök 220 milljóna taps Heildartap kaupfélaganna nam 358 milljónum króna TAP á rekstri Sambandsins árið 1987 nam 49 milljónum króna þrátt fyrir sölu sambandshússins við Sölvhólsveg og fleiri eigna fyrir 167 milljónir króna. Örfá hinna 36 kaupfélaga á landinu „Fömm varlega í allar ályktanir“ Selfossi. •/ BREYTINGAR hafa orðið á bæjarlækjum sem koma upp undan Hekluhraunum. Rennsli þeirra er mun minna og greinilegur munur sjáanlegur við upptök þeirra. Breytingamar hafa verið settar { samband við hugsanlegt Heklugos. Næfurholtslækurinn er ekki heimilisfólk í Næfurholti annars Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sverrir í Sclsundi við upptök Selsundslækjarins þar sem vatnið er greinilega minna. er nema hálfur við upptökin miðað við venjulegt ár. Vatnsborð í Sel- sundslæknum er 10—12 sentimetr- um lægra en vant er og aðrir læk- ir sem koma undan hraunum eru ýmist þurrir eða lítið í þeim. Þeir Geir Ófeigsson og Ófeigur Ófeigsson í Næfurholti kváðust hafa tekið eft.ir þessu með Næfur- holtslækinn síðast í mars. Þeir sögðu að verið gæti að lítilli úrkomu væri um að kenna, en hins bæri að gæta að eftir og um gos í Heklu hefðu lækir þomað. Þeir sögðu ekki hafa orðið vart við neitt sem bent gæti til umbrota. Sverrir Haraldsson bóndi í Sel- sundi kvaðst hafa tekið eftir breyt- ingum á rennsli Selsundslækjarins í apríl. Ýmsir minni lækir sem renna f Selsundslækinn og koma undan hraunum eru þurrir. Hann sagðist setja þessar breytingar í samband við gos því þannig hefði verið 1968 og 1978 fyrir gosin 1970 og 1980. „Við förum þó var- lega í allar ályktanir," sagði Sverr- ir í Selsundi. — Sig. Jóns. voru rekin með hagnaði og nam heildartap þeirra 358 miUjónum króna á árinu á móti 69 milljóna króna hagnaði árið 1986. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambands- ins, sagði í ræðu á aðalfundi Sam- bandsins á Bifröst í gær, að rekstrarhallinn væri fyrst og fremst óhagstæðri afkomu versl- unardeilda að kenna og endur- skipulagning samvinnuverslunar- innar þyldi enga bið. Halli á reglulegri starfsemi Sam- bandsins árið 1987 var 100 milljónir króna á móti 114 milljóna króna hagnaði árið 1986. Sagði Geir Geirs- son, endurskoðandi Sambandsins, að þetta væri í fyrsta sinn sem halli væri á reglulegri starfsemi Sam- bandsins og full ástæða væri til að hafa þungar áhyggjur af rekstri þess. Valur Amþórsson, formaður stjómar sambandsins, sagði í ræðu sinni að stjóm Sambandsins krefðist þess að forstjóri og framkvæmda- stjóm kæmu skjótt fram með áætl- anir til að snúa vöm í sókn. Það yrði að reyna á hvort nýstofnuð Samtök samvinnuverslana gætu megnað að leysa vanda samvinnu- verslunarinnar með því að koma á sterkari tengslum á milli verslunar- deildar Sambandsins og kaupfélag- anna. Af einstökum deildum sambands- ins var langmestur halli á verslunar- deild, eða 219 milljónir. Halli á ullar- iðnaði verður líklega 170 milljónir, halli á búnaðardeild 44 milljónir og halli á skipadeild 9 milljónir. Hagn- aður varð á umboðssöludeildunum tveimur; 27 milljónir af sjávaraf- urðadeild og 38 milljónir af búvöru- deild. Mikill fjármagnskostnaður var nefndur sem ein helsta ástæða halla- rekstrar kaupfélaganna, en Guðjón B. Ólafsson sagði að „svonefnd fast- gengisstefna“ samfara innlendum kostnaðarhækkunum hefði nánast kippt fótunum undan rekstrargrund- velli þeirra greina sem Sambandið og kaupfélögin störfuðu aðallega í. Afkoma Sambandsins og leiðir til úrbóta voru aðalefni umræðna á fundinum í gær, og virtust menn vera sammála um að stokka þyrfti samvinnuverslunarkerfið upp. Menn voru hins vegar ósammála um hvort sameining kaupfélaga myndi leiða til hagkvæmari reksturs. Nokkuð var deilt á launastefnu Sambandsins og margir létu í ljós áhyggjur um að ímynd þess hefði skaðast í hinum mörgu deilumálum sem upp hefðu komið undanfarið. Sjá frásögn á bls.24

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.