Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988
Atök í Hegningarhúsinu:
Fangar handleggs-
brutu fangavörð
TVEIR refsifangar í Hegningar-
húsinu við Skólavörðustíg gerðu
tiiraun til að strjúka úr fanga-
vistinni í fyrrinótt. Tilraunin
misheppnaðist en annar af tveim-
ur fangavörðum, sem voru á vakt
umrædda nótt, handleggsbrotn-
aði i átökum við fangana.
Að sögn Guðmundar Gíslasonar,
forstöðumanns Hegningarhússins,
voru málsatvik þau að hringing
barst úr klefanum laust eftir klukk-
an Qögur um nóttina og fór annar
fangavarðanna inn til að aðgæta
hverju sætti. Þegar hann opnaði
klefadyrnar var hurðin rifín upp og
annar fanganna hljóp á hann, en
hinn kom á eftir með borðfót sem
hann notaði sem barefli á fanga-
vörðinn. Barði hann fangavörðinn
nokkur högg, en hann reyndi að
bera af sér höggin með þeim afleið-
ingum að önnur pípan í handlegg
hans brotnaði við úlnlið. Fangavörð-
urinn náði síðan að grípa með lausu
hendinni í úlnlið fangans og snúa
kylfuna úr höndum hans. Eftir það
mun hafa sljákkað eitthvað í föng-
unum og tókst hinum fangaverðin-
um að hjálpa félaga sínum fram. Í
sameiningu gerðu þeir lögreglunni
aðvart og var hún komin á staðinn
innan nokkurra mínútna. Fangarnir
voru síðan fluttir í Síðumúlafang-
elsið.
Fangamir tveir voru saman í
klefa ásamt þriðja fanganum, sem
svaf þegar átökin hófust. Báðir eru
þeir innan við tvítugt, svokallaðir
síbrotamenn og hafa áður setið inni
fyrir alvarleg afbrot, einkum auðg-
unarbrot. Að sögn Guðmundar var
hér augljóslega um strokutilraun
að ræða og þar sem mennimir hefðu
auk þess gert árás á opinberan
starfsmann og unnið skemmdir á
eigum ríkisins færi málið sjálfkrafa
í lögreglurannsókn hjá RLR. Kvaðst
Guðmundur eiga von á að fangam-
ir tveir fengju viðbótardóm vegna
þessa máls.
Guðmundur sagði að í ljósi þessa
atburðar væri tímabært að fjölga
fangavörðum á næturvakt í Hegn-
ingarhúsinu, og raunar hefði sú
umræða verið uppi í nokkur ár.
Hann sagði að 23 fangar hefðu
verið í húsinu umrædda nótt og
gæfi augaleið að við slíkar aðstæð-
ur væri ekki nóg að hafa aðeins tvo
fangaverði á næturvakt.
Störfum verð-
tryggingar-
nefndar ólokið
NEFND sú, sem viðskiptaráð-
herra skipaði i vor til að skoða
verðtryggingu fjárskuldbind-
inga, hefur ekki enn lokið störf-
um. Formaður nefndarinnar,
Björn Björnsson bankastjóri Al-
þýðubankans, sagði að nefndin
myndi skila af sér fljótlega.
Nefndin, sem skipuð var í apríl,
átti fyrst að skila áliti fyrir 15. júní,
en samhliða efnahagsráðstöfunum
ríkisstjómarinnar í maí sl. var auk-
ið við verkefnin og henni gert að
skila greinargerð fyrir 1. júlí.
Samkvæmt yfírlýsingu ríkis-
stjómarinnar um aðgerðir í efna-
hagsmálum verður ákvörðun um
láglaunabætur og afnám vísitölu-
viðmiðana í kjarasamningum tekin
í tengslum við niðurstöður nefndar-
innar. Nefndinni var falið að und-
irbúa nauðsynlega lagasetningu um
fyrirkomulag verðtryggingar, þar á
meðal hvort vextir af verðtryggðum
Iánum verði fastir en ekki breytileg-
ir, og þeir lækki til samræmis við
það sem gerist í helstu viðskiptal-
öndum okkar.
*
A tannlæknaþingi
Morgunblaðið/Einar Falur
Norrænt tannlæknaþing hófst í Reykjavík á
mánudag og lauk í gær. Þingið sóttu tannlækn-
ar frá öllum Norðurlöndúnum og voru fluttir
fyrirlestrar um ýmislegt sem við kemur tann-
lækningum og tannheilsu. Þessi mynd var tekin
í Gamla bíói f gær, þegar einn fyrirlesturinn
. stóð sem hæst.
Staða ríkissjóðs erfið:
Sala nýrra spariskír-
teina minni en innlansn
SALA á spariskírteinum ríkis-
sjóðs hefur ekki gengið eins vel
og áætlað var, það sem af er
árinu. Hefur salan verið um 400
milljónum minni en reiknað var
með og vantar nú um 140 millj-
ónir króna á að selt hafi verið
til jafns við innlausn eldri
skírteina. Samkvæmt fjárlögum
var gert ráð fyrir að sala spari-
skírteina yrði tæpum 900 millj-
ón krónum meiri en innlausn á
SIF:
Tilraunasöltun í Englandí
til að komast hjá tollum
árinu en með sama áframhaldi
er nú talið vafasamt að sala
umfram innlausn náist.
Samkvæmt upplýsingum frá
íjármálaráðuneytinu var sala
spariskírteina fyrstu sex mánuði
ársins nálægt 400 milljónum
króna undir áætlun. Aætlunin
gerði ráð fyrir því að sala umfram
innlausn næmi 260 milljónum í lok
júní og vantar því 140 milljónir
upp á að jöfnuður hafi náðst.
Alls var áætlað að selja spari-
skírteini fyrir 3 milljarða á þessu
ári en að innlausn eldri skírteina
næmi 2,13 milljörihim. Sala spari-
skírteina gekk vel fyrstu mánuði
ársins og nam salan í marslok 1,43
milljörðun eða nær helmingi af
áætlaðri árssölu. Afturkippur kom
f söluna í apríl og maí en síðustu
dagana í júní glæddist salan aftur.
Á sama tíma hefur innlausn
eldri skírteina verið meiri en áætl-
að var auk þess að í ár kom óvenju
stór flokkur til innlausnar. í mars-
lok hafði ríkissjóður innleyst spari-
skírteini fyrir 1,36 milljarða króna
eða um 50 milljónum meira ep
áætlað var.
Fyrirgreiðsla Seðlabankans við
ríkissjóð hefur verið mjög mikil á
þessu ári og í maí var staða ríkis-
sjóðs gagnvart bankanum einum
milljarði króna lakari en áætlun
frá í mars gerð ráð fyrir. Munaði
þar mestu um slakari öflun láns-
fjár utan Seðlabanka en áætlað
hafði verið. Á ríkistjórnarfundi í
gær voru lögð fram gögn frá
Seðlabanka um þróun í peninga-
og lánamálum, og vaxta- og geng-
isþróun það sem af er árinu.
Grindavík.
„HÉR verkum við flök í salt fyrir Ítalíumarkað í samvinnu við Sölu-
samband íslenskra fiskframleiðenda og er tilgangurinn sá að finna
út hvort hægt er að vernda fimm ára sölustarf á saltfiski til Ítalíu
eftir að EBE-tollarnir hafa lagst á þessa vöru,“ sagði Kristleifur
Meldal hjá Brekkes North-Shields, dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna i Newcastle í Englandi. Nokkrir íslenskir aðilar
hafa sýnt aukinn áhuga á að hefja saltfiskverkun í Englandi, af
ótta við að grundvöllur slíkrar verkunar bresti á íslandi þegar
EBE-tollarnir leggjast með fullum þunga á allan saltfisk héðan.
Orkuverð til álvers-
ins nær hámarki í ár
Fer í 18,5 mill á þriðja ársfjórðungi
„Framleiðslan er háð ströngustu
gæðakröfum SÍF,“ hélt Kristleifur
áfram. „Þeir íslendingar sem hafa
áhuga á að framleiða þér í Bret-
landi, en þeir eru margir eftir því
sem mér skilst, eiga eftir að
hrökkva við þegar þeir kynnast
nýtingartölum hjá mér, því þær eru
langt frá því að vera eins háar og
menn halda. Hér er ævintýralegt
verð fyrir misslakt hráefni, enda
mikill munur hvort verið er að vinna
ferskan físk frá íslandi í þessa
framleiðslu, eða 8—12 daga gamlan
físk hér í Englandi. Stærsti kostur-
inn við þessa vinnslu er að við get-
um valið úr ágætis fólki og ef menn
halda að lágt kaup sé aðalkosturinn
vil ég benda þeim á að dýrt hráefni
og ýmsir lúmskir kostnaðarliðir
naga glettilega mikið utanaf. Auð-
vitað eru margir spenntir að prófa
þessa verkun og auðvitað eru til
markaðir sem gera litlar kröfur til
framleiðslunnar og það yrði okkur
til stórskaða ef á að framleiða í
miklu magni á þá. íslendingar yrðu
komnir í innbyrðis átök hér á mörk-
uðunum svo verðið ryki upp úr öllu
valdi. Við íslendingar högum okkur
eins og bananalýðveldi sem dælir
út hráefninu fyrir aðra til að vinna
það, enda eru enskir og skoskir sjó-
menn sárreiðir íslendingum hvemig
þeir ausa fískinum inn á markaðina
og orsaka verðfall. Fiskframleið-
endur hér eru himinlifandi, enda
hefur breskur frystiiðnaður byggt
sig upp eftir hrunið sem varð þegar
þorskastríðin geisuðu,“ sagði Krist-
leifur og bætti við að íslenskur físk-
ur framleiddur á íslandi væri há-
gæðavara.
Baldvin Gísiason hjá Gíslason og
Mar Ltd. í Hull sagðist vera einn
af þeim sem væri tilbúinn til að
he§a framleiðslu á saltfíski í Eng-
landi fyrir Grikklandsmarkað í sam-
vinnu við gríska kaupendur. Hann
ætlaði að nýta smærri fískinn, sem
kemur á markaðinn á Humber-
svæðinu, til að geta haldið verðinu
uppi fyrir íslenska viðskiptavini,
auk þess sem hann ætlaði að flaka
í salt á Ítalíumarkað. „Við seljum
tollfijálsan saltfísk héðan og send-
um hann með kælitrukkum til kaup-
endanna í Grikklandi og á Ítalíu á
36 tímum, sem er mun ódýrari
flutningur en frá íslandi.
Við höfum fengið danska söluað-
ila til að fínna nýja markaði fyrir
okkur, en til eru miklu stærri og
fleiri markaðir en SÍF hefur yfír
að ráða, svo við erum alls óhræddir
við að hefja þessa framleiðslu, enda
óhætt að lyfta einokunarhúfu SÍF
af mörkuðunum," sagði Baldvin, og
bætti við að greinjlegt væri að mik-
ill áhugi væri á íslandi, því sífellt
væri hringt og spurt um upplýsing-
ar, sérstaklega eftir að nýlega var
auglýst í Morgunblaðinu eftir verk-
stjóra í slíka vinnslu. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins eru
nokkrir íslendingar hér heima að
stofna fyrirtæki og hyggjast hefja
framleiðslu á saltfíski í Englandi á
næstunni gagngert til að komast
framhjá EBE-tollunum, enda eiga
framleiðendur hér von á að sífellt
verði þrengt að þeim á helstu salt-
fiskmörkuðum.
Kr. Ben.
LANDSVIRKJUN býst fastlega
við því að orkuverð það sem
ÍSAL greiðir fari í hámarkið á
þriðja ársfjórðungi þessa árs,
verði 18,5 miil. Á fjórða ársfjórð-
ungi er hinsvegar gert ráð fyrir
að verðið lækki i um 17 mill. Nú
er verðið 17,38 mill. Tekjur
Landsvirkjunar af orkusölunni
til ÍSAL i ár verða um 930 millj-
ónir króna. Miðað við að orku-
verðið sé 17 mill eru tekjur
Landsvirkjunar 260 milljónir á
ársfjórðungi eða rúmur milljarð-
ur á heilu ári.
Verðeiningin mill er einn þúsund-
asti úr dollar á kílóvattstund og er
nú um 4,5 aurar. Orkuverðið sem
ÍSAL greiðir er bundið við heims-
markaðsverð á áli hveiju sinni eftir
nokkuð flóknum reglum. Heims-
markaðsverðið hefur aldrei verið
hærra en nú en búist er við að það
lækki er dregur nær áramótum.
Orkuverð það er ÍSAL greiðir
hefur verið á stöðugri uppleið frá
ársbyijun 1987. Á þeim tíma var
verðið 12,51 mill. Á fyrsta ársfjórð-
ungi 1987 fór það í 13,02 mill og
um síðustu áramót var verðið kom-
ið í 15,78 mill.
Staðgreiðsluverð á áli á mark-
aðnum í London hefur á þessum
tíma þróast þannig að á fyrsta árs-
fjórðungi 1987 var það 64.000
krónur tonnið að meðaltali. Á fjórða
ársfjórðungi 1987 var það komið í
81.000 krónur og á fyrsta ársfjórð-
ungi þessa árs fór þetta verð í
96.000 krónur að meðaltali.
Bjarnar Ingimarsson fjármála-
stjóri ÍSAL segir að verðið sem
þeir fái fyrir sína framleiðslu sé
öðruvísi reiknað út en fyrrgreint
staðgreiðsluverð, samið sé til
þriggja mánaða í senn og kemur
það þannig út fyrir ISAL að þegar
staðgreiðsluverðið er á uppleið liggj
þeirra verð undir því en þegar það
er á niðurleið liggi þeirra verð yfír
staðgreiðsluverðinu.