Morgunblaðið - 06.07.1988, Page 15

Morgunblaðið - 06.07.1988, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988 15 Morgunblaðið/BAR Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ afhendir dr. Gunnari Þór Jónssyni gjöf- ina fyrir hönd íþróttahreyfingarinnar og Liónsklúbbs Reykjavíkur. ÍSÍ og Lionsklúbbur Reykjavíkur: Borgarspítalanum gefín fullkomin liðsjá Flug'ferðir á Öræfajökul ÚTSÝNISFLUG Tindflugs upp á topp Oræfajökuls mun hefjast á næstu dögum. Nú er unnið er að framkvæmdum til móttöku ferðalanga upp á tindinum og er þeim að verða lokið. I samtali við Morgunblaðið sagði Ingólfur Guðlaugsson hjá Tindflugi, sem nú er á Öræfajökli að ganga frá flugvelli og göngubrautum, er allt að verða klappað og klárt til þess að taka á móti ferðamönnum á toppi jökulsins. Alls hafa þeir Tindflugsmenn lent tíu sinnum á Öræfajökli, en að sögn Ingólfs settu tryggingafélögin það skilyrði að öryggislendingar yrðu að minnsta kosti fimm áður en farið væri að feija fólk upp á tindinn. Ingólfur kvað nú verið að ljúka við að troða og fínvinna 500 metra flugbraut sem staðsett er skammt frá Rótarfellshnjúki. Þaðan er svo verið að leggja göngubrautir upp á Hvannadalshnjúk, hæsta tind landsins. Ferðimar verða' tveggja tíma langar og verður stoppað í hálfan annan tíma á fjallstindinum. Hálftíma verður svo varið í útsýnis- flug um nágrennið. Flogið verður frá flugvellinum í Skaftafelli með Cessna 206 flugvél. Fimm farþegar komast með í hveija ferð og verður fargjaldið innan við 5000 krónur, að sögn Ingólfs. NÝLEGA afhentu íþróttasam- band íslands og Lionsklúbbur Reykjavíkur Slysa- og bæklunar- deild Borgarspítalans fullkomin tæki til notkunar við framkvæmd skurðaðgerða á liðamótum. Það var Sveinn Bjömsson forseti ÍSÍ sem afhenti dr. Gunnari Þór Jóns- syni yfirlækni tækin fyrir hönd gefenda. Sveinn gat þess í ávarpi sem hann flutti við afhendinguna, að tvö ár væru liðin frá því hugmyndir hefðu vaknað um að gefa Slysa- og bækl- unardeild Borgarspítalans skurðað- gerðatæki af þessari tegund. Þar sem um nokkuð dýrt tæki væri að ræða hefði þetta þurft sinn aðdraganda. íþróttahreyfíngin hefði fengið Lions- klúbb Reykjavíkur í lið með sér og væru hann gefandi tækjanna að hluta. Sveinn kvað íþróttahreyfíng- una eiga vaxandi samstarf við lækna á ýmsum sviðum, og væri afhending þessa tækis einn liður í því samstarfí. Dr. Gunnar Þór Jónsson sagði að lækningar á meiðslum íþróttamanna hefðu haft í för með sér örar tækni- framfarir á sviði tækjabúnaðar til lækninga, og væri liðsjárskurðtækið eitt dæmið um það. Sagði hann mögulegt að gera skurðaðgerðir í gegnum liðsjána án þess að opna þyrfti liðinn, og flýtti það mjög fýrir bata sjúklinga. Áður hefði verið al- gengt að sjúklingur væri 4—6 vikur að jafna sig eftir aðgerð af þessu tagi en nú ætti það ekki að taka nema 2—3 vikur eða skemmri tíma. Liðsjárskurðtækið hefur þegar verið tekið í notkun á Borgarspítalan- um, og hafa á fáum dögum verið gerðar margar skurðaðgerðir með því. Sumarbústaður til sölu í nágr. Reykjavíkur. Trjárækt og lóðafrág. að mestu lok- ið. Mögul. á rafmagni. 1,7 ha eignarland. Verð kr. 1700 þús. Uppl. í síma 686115 frá kl. 9-17 og 666715 e. kl. 17. Verksmiðja Höfum fengið í sölu eina af virtari plasteinangrunarverk- smiðjum landsins. Mikil sjálfvirkni og góð aðstaða. Ej3 Fasteigna- og fyrirtækjasalan, IMS Tryggvagötu 4, sími 623850. ÞÝSK OG ÍTÖLSK BAROKKTÓNLIST Tónlist Jón Ásgeirsson Aðrir tónleikamir á sumartón- leikunum í Skálholti voru að efni til verk eftir Telemann, sem er almennt talinn vera forsprakki rókokkótónlistarinnar í Þýska- landi, svo og barokktónskáldið Vivaldi og Giovanni B. Bonan- cini, en bæði faðir og bróðir þess síðastnefnda voru frægir tón- smiðir. Tónleikarnir hófust á tríósónötu eftir Telemann og lék Camilla Söderberg á blokkflautu og Sverrir á óbó, sem hann sjálf- ur hefur smíðað eftir 18. aldar óbói. Helga Ingólfsdóttir og Ólöf S. Óskarsdóttir sáu um „bassó continue“. Sverrir er liðtækur óbóleikari og stóð sig vel í sam- spili við þá reyndu og skóluðu barokkhljóðfæraleikara, sem hér áttu hlut að máli. Tvær kantötur eftir Telemann voru á efnisskránni en þær flutti hin efnilega söngkona Marta G. Halldórsdóttir mjög glæsilega og var .samleikur Camillu Söderberg og söngkonunnar og þá ekki síður „continue“-leikurinn, frá- bærlega vel samstilltur. Á millli kantötuverkanna var flutt Di- vertimento eftir G.B. Bonancini og tónleikunum lauk svo með Tríósónötu eftir Vivaldi. í heild voru þetta mjög skemmtilegir tónleikar, enda gaf hér að heyra fallega og vel flutta tónlist, auk þess sem fróðlegt er að fýlgjast með þroska söng- konunnar Mörtu G. Halldórs- dóttur, sem nú hyggur á fram- haldsnám erlendis. Það fer ekki á milli mála að þar er á ferðinni efnilegur tónlistarmaður. Sumartónleikar Sumartónleikarnir í Skáiholti hófust um síðustu helgi með gít- arleik Josef Ka-Cheung Fung. Á efnisskránni voru verk eftir Dowland, Praetorius, J.S. Bach, Britten og einleikarann. Fung hefur starfað hér á landi í nokk- ur ár en þetta eru fýrstu eigin- legu einleikstónleikar hans, sem undirritaður hefur hlýtt á. Leikur Fungs var mjög góður, hvort sem hann lék einfaldar tónsmíðar eft- ir Dowland og Praetorius eða flókinn tónvefnað eins og heyra mátti í Prelúdíu, fúgu og allegro í Es-dúr, sem Bach samdi fyrir lútu en var hér leikin tónflutt í D-dúr fyrir gítar. Þá var margt fallega gert í löngu verki eftir Britten, sem nefnist Nocturnal, op. 70. Britten samdi verkið fyr- ir Julian Bream og var það frum- flutt á tónlistarhátíðinni í Alden- burgh árið 1964. Noctumal er byggt á lagi eftir Dowland, Come heavy sleep (1597) og endar verkið á því að lagið er leikið í gerð Dowlands. Moment for Solo Guitar eftir Fung er á margan máta vel gerð tónsmíð og var sem og öll önnur verkin á tónleikunum mjög vel flutt. Með þessum tónleikum hefur Josef Ka-Cheng Fung skipað sér í flokk bestu gítarleik- ara hér á landi, en hann hefur í nokkur ár starfað hér, bæði sem kennari og tónsmiður og tekið þátt í ýmsum samleikstónleikum, þar sem aðallega var flutt nú- tímatónlist. FLUG'BÍLL/SÖMARHÚS í VIKÖ Kaupmannahöfn Verð á mann frá ........................ 19.850,- * 15.955,- Luxembourg Verð á mann frá ........................ 20.750,- * 15.050,- Salzburg Verð á mann frá ........................ 30.605,- *21.805,- Hamborg Verð á mann frá ........................ 21.305,- ♦18.255,- Amsterdam Verð á mann frá .......................... 22.810,- * 17.845,- London Verð á mann frá ......................... 22.595,- ♦19.345,- * Flug og bíll í vlku. Verð er miðað við 2 fullorðna og 2 börn, á gengi 30. júni 1988. Líttu inn og fáðu upplýsingar bjá okkur. Það borgar sig að panta tímanlega! FERÐA.. Ce+itcat MIÐSTOÐIN Tcavd AÐALSTRÆTI 9-REYKJAVlK - S. 2 8 1 3 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.