Morgunblaðið - 06.07.1988, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 06.07.1988, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988 17 „UT AN STEFNUR VIU- UM VÉR ENGAR HAFA“ eða hvað vill Alþýðusamband íslands? eftirJón Sigurðsson Frá því segir í íslandssögu, þegar Hákon háleggur Noregskonungur var að tryggja yfirráð sín yfir Is- landi um aldamótin 1300, að hann boðaði tvær tylftir höfðingja og bænda utan til viðræðna og að líkindum til að fá þá til að sverja konungi hollustueiða. Máli þessu lauk á Alþingi 1302 með samningi við konung, endurnýjun Gamia sátt- mála. Lifað hefur með þjóðinni hinn knappi og einarði fyrirvari, sem íslendingar settu konungi í þessari samningsgerð: „Utanstefnur viljum vér engar hafa . . .“ Nú hafa þeir atburðir gerst í við- skiptum forystu Alþýðusambands íslands og stjórnvalda, að vert er að rifja þessa sögu upp. Ósætti stjómar alþýðusambandsins við ný- sett bráðabirgðalög um aðgerðir í efnahagsmálum varð til þess, að Alþýðusamband Íslands hefur kært POTTRÖR OG FITTINGS LEITIÐ FAGLEGRA UPPLÝSINGA HJÁ OKKUR WVATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 - 685966 LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 brothec Prentarar Skipholti 9. Símar 24255 og 622455. FerÖa tryggingar ríkisstjórn íslands fyrir Alþjóða- vinnumálastofnuninni. Nú er það að vísu svo, að bar- átta ASÍ í þessu sambandi sýnist vera í þágu þeirra launþegahópa innan alþýðusambandsins og utan, sem best kjör hafa í þjóðfélaginu. Baráttan virðist vera í þágu þeirra, sem jafnan hafa nýtt aðstöðu sína til að knýja fram sér til handa meiri kjarabætur en láglaunahóp- arnir hafa fengið. ASÍ rekur sitt mál að vísu sem spurningu um meginreglur, — um réttinn til að semja um kjör sín. Það væri í sjálfu sér gott og blessað, ef öðm vísi stæði á, en við skulum líta fram „Það, sem fyrst og fremst er athugavert við aðferð Aiþýðusam- bands Islands í þessu máli, er að það skuli ætla að kalla erlenda menn til að dæma um ágreiningsmál þess og ríkisstjórnar íslands.“ hjá því. Það, sem fyrst og fremst er at- hugavert við aðferð Alþýðusam- Jón Sigurðsson bands íslands í þessu máli, er að það skuli ætla að kalla erlenda menn til að dæma um ágreinings- mál þess og ríkisstjórnar íslands. Alþýðusamband íslands er að kalla eftir utanstefnum til að skera úr um efni, sem em íslensk ágrein- ingsmál og koma engum öðmm við. Tilfinning skrifara þessara orða er, að þetta sé eitt af því, sem menn geta ekki leyft sér og varði sjálfstæði þjóðarinnar. Því biður skrifarinn félaga í verkalýðsfélögum í landinu,-stjórn- armenn þeirra og stjórnendur ASÍ að skoða hug sinn vandlega í þessu máli og sjá svo um, að þessi kæra verði dregin til baka. Það er hluti af sjálfstæði okkar íslendinga, að við setjum sjálfir niður okkar deilur hvemig sem á stendur. Það sjálf- stæði ber samtökum launþega á Islandi að veija. Því að rétt eins og forðum: „Utanstefnur viljum vér engar hafa . ..“ í upphaflegum texta mun hér standa orðið „utanstefningar", en það er hér fært til nútímamáls. Höfundur er framkvæmdastfóri íslenskajárnblendifélagsins hf. S:ll mm Hér renna bifreið og náttúra saman í eina listræna heild. Óendanleg orka sem aldrei bregst. Sígiit útlit. Fullbúinn m. sjáHsk.: Verð kr. 2.638.000.- Fullbúinn m. beinsk.: Verð kr. 2.474.000,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.