Morgunblaðið - 06.07.1988, Síða 19

Morgunblaðið - 06.07.1988, Síða 19
19 Pjármagnseigendur, og nú er ég ekki að tala um almenna sparifjár- eigendur, sem aðeins geta lagt til hliðar nokkur þúsund krónur á mánuði, heldur þá, sem eiga veru- lega fjármuni, — hafa getað ávaxt- að fé sitt sem aldrei fyrr. í landinu er að vaxa úr grasi ný stétt fjár- magnseigenda, raunverulegra auð- manna, og þjóðin er að skiptast í tvær stéttir í efnalegu tilliti. Síðan kemur ijármagnstilfærslan frá landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins, sem ekki þarf að orð- lengja, en er bæði landsbyggð og höfuðborg til tjóns. Hvað er til ráða? Ef núverandi ríkisstjóm tekur ekki af festu á þessari óheillaþróun mun hún á næstunni kalla yfir sig enn meiri reiði og andúð en þegar er fyrir hendi í þjóðfélaginu. Ég tel, að óbreytt þróun ijármagns- markaðarins geti orðið banabiti stjórnarinnar. Ríkisstjómin verður þegar í stað að grípa til ráðstafana, sem tryggja, að hér á landi verði í gildi hóflegir raunvextir, eins og hún boðaði í stjómarsáttmála sínum. Þá er venjulega átt við vexti á bilinu 2,5 til 4 prósent umfram verðbólgu. Hún verður einnig að taka ákvörðun um breytingar á lánskjaravísi- tölunni, sem gera hana að raun- hæfari mælikvarða á verðmæti pen- inganna. — Þegar í stað verður að setja verðbréfamarkaði og kaup- MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988 leigum ákveðnar starfsreglur og binda meira af veltufjármunum verðbréfamarkaðanna. — Úr því sem komið er, er bæði eðlilegt og sjálfsagt, að opna erlendum bönk- um leið inn á íslenskan fjármagns- markað. Það myndi þegar í stað lækka vaxtastig hér á landi, en að undanfömu hafa bankar og fjár- magnsleigur tekið erlend lán á lág- um vöxtum og endurlánað með mun hærri vöxtum. — Þá verður ríkis- stjómin að grípa til margvíslegra ráða til að draga úr kostnaði í rekstri bankakerfisins, sem hefur þanist út umfram öll eðlileg mörk, og sækir síaukið rekstrarfé í útláns- vexti og þjónustugjöld. Þá er ríkisstjórninni skylt að hafa í huga, að það em ekki háir vextir, sem stöðva útstreymi fjár- magns úr peningastofnunum. Þar ráða meiru útlánaaðferðir og kröf- ur, sem peningastofnanir gera til arðsemi fjárfestinga. Nær allar íslenskar peningastofnanir em því marki brenndar, að þær lána fjár- muni á meðan einhver veð em fyr- ir hendi. Hin pólitísku áhrif á hluta lánastofnana valda og hafa valdið því, að flármagni er beinlínis sóað í stómm stíl. Pólitískir gæðingar eða gæluverkefni fá árlega millj- arða króna, án þess að fyrir liggi, að fjármagnið beri arð. Ríkisstjórn- in getur, með áhrifum sínum í ríkis- bönkum og fjárfestingalánasjóðum, haft veruleg áhrif til að stöðva þennan tilgangslausa ijáraustur. Niðurstaða Núverandi þróun vaxta og láns- kjaravísitölu hefur haft í för með sér óheyrilegt misrétti og eignaupp- töku hjá stómm hluta þjóðarinnar, sem berorðir myndu kalla þjófnað. Undan nöglum skuldaranna er kreist það blóð, sem hefur verið aflvaki nýrrar stéttar fjármagnseig- enda og auðmanna. Harðast hefur þetta bitnað á venjulegu launafólki í landinu og mörgum atvinnufyrir- tækjum, sem í raun hafa staðið sig vel. — Þetta misrétti hefur valdið reiði og beiskju íjölmargra lands- manna, sem fyrirlíta og hatast við þá stjórnmálamenn og embættis- menn, sem ábyrgð bera á þróun- inni. Fyrir gildistöku verðtrygging- ar fjárskuldbindinga var sparifénu stolið frá þeim, sem trúðu bönkum fyrir því. Enginn vill fara þá leið aftur. En nú er eignum fólks stolið í stómm stíl, og ekki er það betra. Við höfum ekki reynt að feta hinn gullna meðalveg. Ofgarnir hafa séð til þess. Við emm nefnilega alltaf að reyna að gera við götin á sokkun- um okkar með því að klippa þau af. — Óbreytt þróun á Qármagns- markaði veldur því, að brátt verður farið að tala um þjóðfélagsglæp og engir ábyrgir stjórnmálamenn eiga að taka þátt í slíku athæfi. Höfundur er alþingismaður AI- þýðuflokks fyrir Norðurlands- kjördæmi eystra. Morgunblaðið/Kári Jónsson Helgi Arnason fyrir Núpskirkju, Oddur Jónsson fyrir Mýrakirkju, Gerða Pétursdóttir fyrir Sæbólskirkju, Ragnhildur Jónsdóttir, As- laug Jensdóttir formaður og Jóna B. Kristjánsdóttir. Mýrahreppur: % Kirkjur fá gjafir Núpi. KVENFELAG Mýrahrepps af- henti nýlega sóknarnefndum þeirra þriggja kirkna sem eru í hreppnum peningagjafir í tilefni 40 ára afmælis félagsins. Kirkjurnar í Mýrahreppi em Mýrakirkja, Núpskirkja og Sæbóls- kirkja á Ingjaldssandi. Sóknarnefnd hverrar kirkju voru afhentar 30 þúsund krónur til ráðstöfunar í þágu kirkjunnar. Gjafimar vom nýlega afhentar og vilja sóknamefndarmenn koma á framfæri þökkum til kvenfélags- ins. Þetta er í þriðja sinn sem kven- félagið gefur kirkjunum gjafir í til- efni afmælis síns. — Kári. Oruggar upplýsingar um KASKÓ -ÁVÖXTUN Síðasta vaxtatímabil gaf ársávöxtun sem svarar42,77% Ávöxtun fyrir síðasta vaxtatímabil KASKÓ-reikningsins (apríl-júní) var 9,31%. Það þýðir miðað við sömu verðlagsþróun fyrir heilt ár 42,77% ársávöxtun. KASKÓ - öryggislykill Sparifj áreigenda. VíRZlUNfiRBfiNKINN -viwuci ftén (

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.