Morgunblaðið - 06.07.1988, Side 21

Morgunblaðið - 06.07.1988, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988 21 Læknis- fræðin sam- einar áhug- ann á raun- greinum og f ólki HRAFNHILDUR S. Guðbjörns- dóttir og Kristján Kárason hafa bæði nýlokið embættisprófi í læknisfræði og náðu þau bestum árangri af þeim 49 sem útskrif- uðust úr læknadeildinni í vor. Þau Kristján og Hrafnhildur eru á förum til Svíþjóðar eftir nokkrar vikur, þar sem þau ætla að dvelja í eitt ár. „Við ætlum að vinna á heilsugæslustöð og á lyflæknisdeild í litlum bæ í Suður-Svíþjóð, sem heitir Várnamo. Síðan komum við heim og klárum kandídatsárið hér heima." Af hverju varð Svíþjóð fyrír val- inu? Stefnið þið á framhaldsnám þar? „Nei, við reiknum nú ekki með því að fara þangað í framhaldsnám. Við höfum meiri áhuga á ensku- mælandi landi. Annað hvort Bret- landi eða Bandaríkjunutn- En okkur langar til að læra sænsku og kynn- ast heilbrigðiskerfinu í Svíþjóð, sem sagt er að sé mjög gott. Nú, ein ástæðan fyrir því að við förum út núna er líka sú að það er bið eftir að komast að sem kandídat hér.“ Er það þá rétt að það sé offram- boð á nýútskrifuðum læknum? Þau líta hvort á annað, ekki viss hverju þau eiga að svara. Síðan segir Hrafnhildur: „Það er enginn skortur á læknum, en hvort það er offramboð, ég veit það ekki. En það vantar lækna úti á landi í Svíþjóð og þess vegna förum við þangað." Blaðamaður þóttist einhverntíma hafa heyrt að menn yrðu að taka kandídatsárið í héraði . „Það var einu sinni svoleiðis, en það eru nokkur ár síðan því var breytt. En við höfum verið í héraði á sumrin, því þar er auðveldara að fá vinnu. Reyndar gerðist það í fyrsta sinn nú í vor að allar stöður í héraði eru mannaðar, en læknanemar geta komist í afleysingar þar á sumrin. Við komum því til með að taka kandídatsárið á sjúkrahúsi í Reykjavík." Fara allir læknar í framhalds- nám? „Já, flestir gera það nú orðið,“ svarar Hrafnhildur. „Það þýðir eig- inlega ekkert annað ef þú ætlar að fá vinnu. Sérfræðingarnir ganga fyrir þeim sem enga sérmenntun hafa.“ Eruð þið búin að gera upp við ykkur hvaða sérgrein þið ætlið að leggja fyrír ykkur? „Ahugi okkar beinist að lyf- lækni,“ svarar Kristján og lítur á Hrafnhildi til að fá staðfestingu hennar. Þegar þau eru síðan innt eftir því hvaða greinar lyflæknis- fræðinnar þau ætli að leggja fyrir sig eru svörin ekki eins skýr. „Það er hægt að velja um svo fjölmargar sérgreinar innan lyflæknisfræðinn- ar,“ svarar Hrafnhildur. „Maður lætur heldur ekki uppi hvað maður ætlar í,“ bætir Kristján við. „Því um leið og þú gerir það er ertu búinn að fá á þig stimpil. En auðvit- að er maður með ákveðnar hug- myndir. Það er þó öruggt að við förum ekki í það sama. Við kynnt- umst á fyrsta ári og erum búin að vera saman í þessu í sex ár, auk þess sem við værum komin í sam- keppni ef við veldum sömu sérgrein- ina.“ Og þau eru alveg sammála um að það væri ekki sniðugt enda óvíst að þau hafi áhuga á því sama. En skipta atvinnumöguleikarnir þegar heim er komið einhverju um valið? Viðtöl: Margrét Elísabet Ólafsdóttir Hrafnhildur og Kristján Morgunbiaðið/KGA „Nei, ég held ekki. Það er enginn skortur á sérfræðingum hér núna svo það er ekki eins og það sé beð- ið eftir því að maður komi heim. Ætli valið fari ekki frekar eftir áhuga. Það er betra að vera ánægð- ur og atvinnulaus," segir Hrafn- hildur. „En af því við ætlum ekki að sérhæfa okkur í því sama verður vandamálið auðvitað að finna stað þar sem við getum bæði hugsað okkur að læra. Ætli við endum ekki á stóru sjúkrahúsi í einhverri stórborg.“ Hvað tekur sérnámið langan tíma? Eru það ekki önnur sex ár? „Jú, það má eiginlega segja að þessi áfangi sé aðeins byijunin. Sérnám tekur ekki skemmri tíma en fjögur ár og oft mikið lengur en það.“ í lokin langaði blaðamann að forvitnast um hvers vegna þau hefðu farið í læknisfræði. Spurning- in kom eiginlega hálf flatt upp á þau bæði og Hrafnhildur sagðist bara alls ekki getað svarað þessu. Kristján sagðist vera hræddur um að verða væminn ef hann kæmi með einhveijar yfirlýsingar. Eftir nokkrar vangaveltur og þegar Kristján var búinn að minna Hrafn- hildi á að einu sinni hefði hana lang- að til að verða blaðamaður varð hún fyrir svörum: „Já, fyrstu' árin í menntaskóla hafði ég mestan áhuga á íslensku, sem síðan færðist yfir á raungreinar. Síðasta árið var ég orðin ákveðin í að fara í læknis- fræði. Sú ákvörðun kemur þó ekki allt í einu, heldur smám saman. Eiginlega notar maður útilokunar- aðferðina. Áhuginn liggur á raun- greinasviðinu og þó maður hafi áhuga á efnafræði og stærðfræði þá vill maður hafa fólk til að vinna með. Læknisfræðin sameinar ágæt- lega þetta tvennt, áhugan á raun- greinum og að vinna með fólki.“ Og á þetta svar féllst Kristján. ÍTALSM .. UTIUF Sími 82922 Nú er komin á markaðinn ný endur- bætt gerð af þessum vinsælu bílum. Þeir fást í fjölmörgum gerðum, sem opnireða lokaðir sendibílar með eða án aftursæta. Hægt er að velja milli bensín- eða dieselvéla og vökvastýri er nú í öllum gerðum. Hafið sam- band við sölumenn okkar, sem veita fúslega allar nánari upplýsingar. Opið laugardaga frá kl.1-5 BÍLABORG H.F. FOSSHÁLSl 1, SÍMI6812 99

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.