Morgunblaðið - 06.07.1988, Síða 23

Morgunblaðið - 06.07.1988, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988 23 Útgáfa í ald- arminningu Friðriks A. Brekkan SKÁLDSAGAN „Saga af Bróður Ylfing" eftir Friðrik Asmunds- son Brekkan hefur verið endur- útgefin í 500 eintökum í tilefni af því að 28. júlí næstkomandi eru liðin hundrað ár frá fæðingu rithöfundarins. í frétt frá útgáfustjórn segir að rithöfundarferill Friðriks A. Brekkan skiptist í tvö tímabil. Það fyrra spanni þriðja tug aldarinnar en þá ritaði hann á dönsku, líkt og nokkrir aðrir landar hans á þeim tíma. Síðara tímabilið á ferli Friðriks nær frá fjórða og fram á sjötta áratuginn en þá ritar hann á íslensku. Mörg ritverk Friðriks voru þýdd á íslensku og áttu vinsældum að fagna. Má þar einkum nefna „Sögu af Bróður Ylfing" í eigin þýðingu höfundar. Skáldsagan vakti einnig athygii þegar sr. Bolli Gústafssoh las hana sem framhaldssögu i út- varpi fyrir nokkrum árum. Efniviður skáldsögunnar er feng- inn úr Njálssögu, nánar tiltekið aðdragandanum að Btjánsbardaga á írlandi snemma á 11. öld þar sem áttust við norrænir víkingar og írar. Nafn Friðriks Á. Brekkan tengist einnig sögu bindindismála á íslandi svo og Bandalagi íslenskra lista- manna en hann var einn af stofn- endum þeirra samtaka og í forsvari þeirra um árabil á fjórða tug aldar- innar. Lokaorð Jóns Böðvarssonar í formála útgáfunnar eru á þessa leið: „Einmitt nú - þegar sagnalist á í vök að veijast - er lofsvert að draga fram í sviðsljós höfunda sem lengi hafa leynst að tjaldabaki. Vonandi tekst að draga gleymsku- traf af menningarstjörnum sem skært skinu fyrir hálfri öld.“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Friðrik Ásmundsson Brekkan með bókina sem gefin var út í aldarminningu afa hans og nafna. Nordfoto Nýr skóla- stjóri Tóm- stunda- skólans VILBORG Harðardóttir hefur verið ráðin skólastjóri Tóm- “ stundaskólans og tekur við störf- um af Ingibjörgu Guðmunds- dóttur, hinn 1. ágúst nk. Vilborg hefur undanfarin ár starfað sem útgáfusljóri Iðntæknistofnunar íslands. Reynir Sæmundsson við líkanið af léttbyggingunni fyrir gíraffana í dýragarðinum í Kaupmannahöfn. Islenzkur arkitekt vekur athygli í Kaupmannahöfn: Hannaði léttbyggingu fyrir gíraffana í dýragarðinum Jónshúsi, Kaupmannahöfn. NÝLEGA var í Berlingske Tid- ende grein eftir Poul Skriver Svendsen um nýútskrifaðan islenzkan arkitekt, Reyni Sæ- mundsson. Var farið mjög lof- samlegum orðum um hann og prófverkefni hans á Konunglegu listaakademíunni, en hann gerði léttbyggingu ætlaða fyrir gíraff- ana í dýragarðinum í Kaup- mannahöfn. Reynir Sæmundsson er fæddur í Reykjavík 1956 og lærði þar húsa- smíði og vann við hana 2 ár eftir sveinspróf. Hingað kom hann 1982 og nam þá fyrst við byggingatækni- skóla og lauk þar námi sem iðn- fræðingur. Hann var svo heppinn að komast að á Listaakademíunni, og útskrifaðist Reynir þaðan 17. júní við hátíðlega athöfn. Aðspurður segir Reynir, að það hafi komið sér mjög vel í að náminu að vera vanur húsasmiður og þann- ig hafi margir arkitektar verið menntaðir hér áður. í skólanum var blandaður hópur, þar sem sumir höfðu ekki starfsreynslu, en lang- skólanám að baki, en aðrir höfðu unnið í faginu. Hugmyndina að lokaverkefninu fékk Reynir við heimsókn í dýra- garðinn og sá þar hve margt var hægt að færa til betri vegar, t.d. hjá gíröffunum. Ákvað hann að gera nýtt hús handa þeim, enda mikið rætt um áð flytja gíraffana yfir í Söndermarken, þar sem skóg- urinn er líkari gresjunni, sem er eðlilegt umhverfi dýranna. Reynir fékk góð ráð hjá yfirmönnum dýra- garðsins og teiknaði gíraffahús, sem hentar á nýja staðnum og gerði Leiðrétting ÞAU leiðu mistök urðu í blaðinu í gær, í frásögn af erfiðleikum andamömmu á Lækjartorgi, að nafn mannsins sem tók að sér að vísa öndinni aftur á Tjörnina var rangt. Maðurinn heitir Sigur- jón Jónsson og er stöðuvörður í Kolaporti. svo módelið undir handleiðslu kenn- ara síns, Stig Lykke. 1. júní fékk Reynir góðan dóm og mikið hrós hjá fjögurra manna dómnefnd. Húsið er 30 metra langt, 12 m breitt og rúmir 7 m á hæð, líkt og skermur (pavillion) yfir 180 m2 svæði, þar sem gíraffarnir geta hreyft sig að vild, stað fyrir fóður og afdrep fyrir karldýrið, er kven- dýr eru með unga sina. G.L.Ásg. „HUGMYNDIR Félags íslenskra iðnrekenda um breytingar á íslenska fjármagnsmarkaðinum eru allrar athygli verðar en ég tel þó að þær séu engin fullnaðar- lausn. Þessar hugmyndir eru áhugaverðar sem hluti af hugsan- legum aðgerðum í efnahagsmál- um en það þarf fyrst og fremst að ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum í heild til að koma lagi á lánamark- aðinn,“ sagði Jón Sigurðsson, við- skiptaráðherra, í samtali við Morgunblaðið. FII vill meðal annars að íslenskum spariQáreigendum og lántakendum verði gefið fullt frelsi til að binda sparnað sinn og lántökur hérlendis við gengi erlendra gjaldmiðla. Er- lendum bönkum verði leyft að stunda bankastarfsemi á íslandi og athugað- ir verði möguleikar á tengingu krón- unnar við myntkerfi eins og ECU. „Ríkisstjórnin skipaði nefnd í vor til að íjalla um verðtryggingu fjár- skuldbindinga og nefndin mun skila áliti síðar í þessum mánuði,“ sagði Jón. „Ég hef sjálfur komið með hug- myndir um að íslendingar fái heimild til a' fjárfesta erlendis og erlendir bankar fái leyfi til starfsemi hérlend- is. Seðlabankinn er langt kominn með að semja reglur fýrir ríkisstjórn- ina um kaup íslendinga á erlendum verðbréfum. Tenging krónunnar við myntkerfi er hugmynd sem hefur Tómstundaskólinn tók til starfa haustið 1985 og hefur Ingibjörg Guðmundsdóttir verið skólastjóri síðan. Það er Menningar- og fræðs- lusamband alþýðu sem á og rekur skólann, sem býður námskeið um ýmis konar efni. I vetur stunduðu um 1100 manns nám í skólanum á samtals 114 námskeiðum. Flest námskeiðanna eru haldin í Iðnskó- lanum í Reykjavík, þar sem skólinn leigir kennsluaðstöðu, en skrifstofa skólans er að Skólavörðustíg 28. I haust hefst skólastarfið í september og verða eins og áður mörg nám- skeið í boði. (Úr fréttatilkynningu) Fjármagnsmarkaðurinn: Hugmyndir FÍI athygli verðar - segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra verið í sérstakri athugun frá því í haust. Tengingin gæti haft gildi til að veita jafnvægi í þjóðarbúskap- inn,“ sagði Jón. Vilborg Harðardóttir Ferðaskrifstofa ríkisins: Yfirtöku hluthafa frestað til 1. september Þriðjungur bréfa í Ferðaskrifstofu Islands hf. eign ríkisins HIÐ opinbera hættir rekstri Ferðaskrifstofu ríkisins 1. sept- ember næstkomandi en heldur þó þriðjungi bréfa í hlutafélagi sem stofnað verður um rekstur nýrrar ferðaskrifstofu. Starfsfólk Ferðaskrifstofu ríkisins hefur forkaupsrétt að hlutabréfunum og á kost á sambærilegum störf- um við nýja fyrirtækið. Sala ferðaskrifstofunnar er að sögn Ragnhildar Hjaltadóttur í sam- gönguráðuneytinu í samræmi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að einkaað- ilar yfirtaki rekstur ríkisfyrirtækja þar sem það er unnt og mun fara fram samkvæmt lögum sem sam- þykkt voru í lok síðasta þings. Yfírtöku hluthafa sem vera átti 1. júlí var frestað um tvo mánuði vegna anna á Ferðaskrifstofu ríkis- ins. Rekstur fyrirtækisins verður alfarið úr höndum hins opinbera 1. september en ekki er enn ljóst hvern- ig stjórn hlutafélags um Ferðaskrif- stofu Islands verður skipuð. Ekki er fjárhæð hlutabréfa heldur ákveðin ennþá. Áskriftarskrár hluthafa liggja nú frammi hjá starfsfólki ferðaskrifstofunnar og í samgöngu- ráðuneytinu sem annast söluna fyrir hönd ríkissjóðs. Það var 26 stiga hiti í fyrsta áœtlunarfluginu til Milanó m Enga útúrsnúninga, það var f borginni sjáifri ekki vélinni. ' ARNARFLUG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.