Morgunblaðið - 06.07.1988, Side 24

Morgunblaðið - 06.07.1988, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988 A morgun verða sjö mánuðir liðnir frá því Palestínumenn hófu upp- reisn gegn yfirráðum ísraela. Myndin sýnir hermenn handtaka ung- an Palestínumanna í Ramallah á Vesturbakkanum. ísrael: Okyrrð o g verkf öll á Vesturbakkanum Jerúsalem, frá Andrési Magnússyni, blaðamanni Morgfunblaðsins. Allsherjarverkföll þau, er Frelsissamtök Palestínu (PLO) boðuðu til í gær voru að mestu virt á hernámssvæði ísraels á Vesturbakkanum, en í sama mund hvöttu leiðtogar Intifada til frekari upjjreisnar Palestínu- manna gegn ísraelum. Intifada nefna arabar uppreisn sína gegn yfirráðum Israels, sem á morgun hefur staðið yfir í sjö mánuði. Einn Palestínumaður særðist í borginni Nablus á Vesturbakkan- um í gær, eftir að hann og hópur annarra unglinga hófu gijótkast á ísraelskan herflokk ofan af hús- þaki. Herflokkurinn leitaði í fyrstu skjóls, en eftir nokkra hríð skutu þeir nokkrum skotum að ungling- unum með ofangreindum afleið- ingum. Aberandi er í óeirðunum að fullorðnir karlmenn halda sig yfírleitt víðsfjarri þeim, en konur og stálpaðir unglingar ganga fram fyrir skjöldu og hika ísraelskir hermenn því frekar við að beita hörku. Undanfarna daga hefur verið nokkur ókyrrð á Vesturbakkanum og ennfremur í hinum arabíska hluta gömlu Jerúsalem. Voru bflar og langferðabifreiðir til dæmis grýttar í gær, þrátt fyrir hertar öryggisráðstafanir hafa ferða- menn haldið sig úarri hinum helgu stöðum á Musterishaed. Via Dolo- rosa hefur einnig verið talin í áhættusamara lagi vegna spennuá svæðinu, en staðbundnar deilur um fomleifagröft þar hafa einnig átt talsverðan þátt í þeim hita, sem hlaupinn er í menn. Til allsherjarverkfallsins í gær var boðað fyrir um tveimur vikum, en leiðtogar Intifada sögðu að um leið skyldi öllum nöfnum á skólum og öðrum opinberum byggingum, sem ekki hafa palestínsk nöfn breytt. Að sögn eins fréttamanna Associated Press hafði hann orðið vitni að a.m.k. einni slíkri breyt- ingu, en þá var nafni skóla breytt í Intifada, til þess að undirstrika hvað lægi að baki. Talsmenn Israelshers sögðu að til þess að koma í veg fyrir frek- ari óeirðir yrðu hinum 800 skólum á hemumdu svæðunum lokað í þijá daga, en óttast var að sam- fara nafnbreytingunum kynnu nemendur að efna til nýrra óeirða. Stutt er síðan skólarnir vom opn- aðir að nýju eftir að hafa verið lokaðir í flóra mánuði. Kosningaundirbúningur hafinn Pólitískar væringar hafa verið í ísrael að undanfömu, en um þessar mundir eru flokkarnir í Likud-bandalaginu, Fijálslyndir og Herút-flokkurinn, að stilla upp mönnum á lista sína fyrir þing- kosningamar næsta haust. Val þetta fer fram í leynilegum kosn- ingum innan fulltrúaráða flokk- anna og em flókin kerfi að baki. Innan Fijálslynda flokksins virðist valið ætla að verða vand- ræðalaust, en hjá harðlínuflokkn- um Herút, sem er bæði stærri og lengra tii hægri en fijálslyndir, hafa málin gengið erfíðara fyrir sig. Þar er barist um efstu sætin og rimar í virðingarstigánum. Talið var að Moshe Arens, sem er ráðherra án ráðuneytis, myndi keppa við David Levy um annað sæti listans. Levy, sem af mörgum flokksbræðmm sínum er talinn í óábyrgara lagi, lýsti því þá yfír að fengi hann ekki annað sætið myndi hann kljúfa sig frá flokkn- um, en við slíku má Likud-banda- lagið síst. Arens kvaðst því í gær- kvöldi láta Levy annað sætið eftir til þess að koma í veg fyrir óein- ingu innan flokksins, en Levy sagðist á hinn bóginn ekki þurfa á neinum „greiðum" að halda frá Arens og skoraði á hann að keppa við sig. í fyrsta sæti situr sem fyrr Yitzhak Shamir forsætisráð- herra. í gær var boðað til sáttafundar með helstu forystumönnum Her- út-flokksins og gera stjómmála- skýrendur hér í Jerúsalem ráð fyr- ir að koist verði að samkomulagi og að listi Herút taki ekki stór- skiptum breytingum frá því sem verið hefur. Kosningamar í full- trúaráði Herút fara fram í dag, miðvikudag. Samkvæmt skoðanakönnunum bendir flest til þess að í kosningun- um til ísraelsþings, Knesset, sem fara fram hinn 18. nóvember næstkomandi, muni fylgi Likud- bandalagsins standa í stað eða aukast lítillega. Á hinn bóginn hefur Verkamannaflokkurinii und- ir stjóm Shimons Peres lítið bætt við sig. Minna má þó á að í ísra- elskum stjómmálum skipast veður skjótt í lofti og varhugavert hefur reynst að setja traust sitt á skoð- anakannanir. Bandaríkjamenn granda íranskri farþegaþotu Tildrög harmleiksins hafa enn ekki verið skýrð Flugsérfræðmgar draga skýr- ingar áhafnar Vincennes í efa Dubai, Bahrain, London. Reuter. Sérfræðingahópur á vegum Bandaríkjaflota kom í gær til Bahrain við Persaflóa til að rannsaka aðdraganda harmleiksins á sunndudag er írönsk farþegaþota af Airbus-gerð með 290 manns innanborðs var skotin niður af bandaríska beitiskipinu Vincennes. Iranir sögð- ust i gær hafa fundið um 200 lík í sjónum og væri leit enn haldið áfram. Flugsérfræðingar á Persaflóasvæðinu draga nú í efa fullyrð- ingar stjórnenda Vincennes þess efnis að þotan hafi verið byijuð að lækka flugið er hún var skotin niður. Talsmenn bandaríska varn- armálaráðuneytisins sögðu í gær að frá þotunni hefðu borist ratsjár- merki sem gáfu til kynnu að um herþotu væri að ræða og hún hefði ekki svarað 12 beiðnum herskipsmanna um að segja til sín. Flugsérfræðingar segja að stað- setning írönsku þotunnar yfír Hormuz-sundi nálægt írönsku eyj- unni Qeshm og sú staðreynd að hún hafði aðeins verið átta mínútur á flugi bentu eindregið til þess að þotan hefði enn verið að hækka flugið er hún var hæfð. „Ég held að hún hafí verið að hækka flugið upp í fyrirhugaða flugleið sína ... það er engin skyn- samleg ástæða fyrir því að hun hafí verið að lækka flugið," sagði embættismaður flugfélags við fló- ann. Iranir segja að þotan hafi ver- ið komin í 7.500 feta hæð. Flugmað- urinn hafi tilkynnt flugturninum í Teheran að hann ætlaði að hækka flugið í 14.000 fet. Þotan var á leið til Dubai í Sameinuðu arabísku fur- stadæmunum frá hafnarborginni Bandar Abbas á írönsku strönd- inni. Heimildarmaður, sem þekkir vel þotur af þessari gerð, taldi sennilegt að þotan hefði náð um- ræddri hæð, 7.500 fetum, eftir átta mínútna flug. „Heildarþyngd þotunnar og elds- neytisbirgðir hennar skipta miklu máli í þessu sambandi. Enda þótt flugleiðin sé stutt myndi flugmaður- inn ekki vera byijaður að lækka flugið eftir átta mínútur... Ef unnt verður að sanna að þotan hafi enn verið að hækka flugið mun Banda- ríkjamönnum reynast jafnvel ennþá erfíðara að útskýra hvers vegna þeir skutu hana niður,“ sagði heim- ildarmaðurinn. Talsmaður Airbus Industrie, franska fyrirtækisins, sem smíðar þotur af téðri gerð, tók undir ofan- greindar athugasemdir í gær í símtali við fréttamenn Reuters. Hann tók þó fram að hann vissi ekki hvaða fyrirskipanir flugmaður þotunnar hefði fengið frá írönskum flugumferðarstjórum. Iranskur flugmaður, Massoud Razevi, sem nú er búsettur í Bret- landi og oft flaug þotunni er skotin var niður á sunnudag, sagðist í gær ávallt hafa látið fyrirspurnir banda- rískra herskipa eins og vind um eyrun þjóta. Hann sagði ijarskipta- sendingar á svæðinu afar tíðar og oft illskiljanlegar. „Spumingar Bandaríkjamann- anna eru ekki flóknar - aðeins spurt hvort við séum vinir eða fjendur. Ratsjársvaramir (transponders) í þotunum sýna Bandaríkjamönnum að ekki er um herþotur að ræða,“ sagði Razevi. Robin Hogg, fyrrum undirflota- foringi í breska flotanum, skoðaði beitiskipið Vincennes er hann gegndi skyldustörfum í breskum herskipum á Persaflóa. í sjónvarps- viðtali í gær sagði hann að Banda- ríkjamenn notuðu hátalara til að flytja boð milli tæknimanna beiti- Það sem ratsjáin greinir Næstum allar farþegaflugvélarnareru búnar ratsjárvara (transponder) sem auðkennir þær á ratsjám. Hermt er að þessi búnaður hafi ekki verið i gangi í írönsku þotunni, sem Bandaríkjamenn grönduðu á sunnudag. Ratsjármynd flugvólar meö virkan ratsjársvara. Depillinn er stærri og fram koma upplýsingar um gerö, stefnu, hraöa og hæö flugvélarinnar. AEGIS-ratsjárkerfið Tölvustýröa AEGIS- ratsjárkerfiö, sem er um óvinveitt borö f Vincennes, sýmrtákn sem auökenna flugvélar í nágrennínu. Hdmttdlr: AMOdaltd Pr#««, Ntw Yorfc Tirma oq bandaríeka vamarmála- ráftunoytlft. PAUL ÖOUtAR / Knight-fWder Graphics Network skipsins og stjórnklefans þar sem skipherrann hefur aðsetur. Hogg segir hávaðann um borð svo mikinn að hann telji erfítt fyrir skipherrann að skilja með fullri vissu öll þau skilaboð sem honum berist. í bresk- um skipum segir hann að skilaboð- in berist með sérstökum talrásum sem tryggi að þau heyrist greini- lega. Líbanon: Fylgismenn Irana hóta að myrða bandarískan gísl Beirút. Reuter. MAÐUR, sem kvaðst tala í nafni líbönsku öfgasamtakanna „Heilagt stríð (Jihad) tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að myrða Banda- ríkjamann, sem samtökin halda í gíslingu, klukkan 17.00 að íslensk- um tíma. Samtökin hafa tvo Bandaríkjamenn á valdi sínu; Terry Anderson, fréttaritara Associated Press og Thomas Sutherland, deiidarsfjóra við Bandaríska háskólann í Beirút. Maðurinn hringdi í útvarpsstöð í Beirút og sagði að Bandaríkjamað- urinn yrði tekinn af lífí. Lík hans yrði skilið eftir í einu úthverfa Beir- út-borgar. Maðurinn tiltók ekki ástæðu þessarar hótunar en al- mennt er litið svo á að hún sé bein viðbrögð við árás Bandaríkjamanna á íranska farþegaþotu yfír Persa- flóa á sunnudag, sem kostaði 290 AP Á mánudag var haldin minningarathöfn í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um þá sem létu lffið í árás Bandaríkjamanna á írönsku farþegaþotuna. Myndin sýnir ættingja eins fórnarlambsins hrópa vígorð gegn Bandaríkjamönnum. manns lífíð. Eftir því sem næst verður komist hafa öfgamenn hliðhollir írönum 18 Vesturlandabúa á valdi sínu í Líbanon. Talið er að samtökin „Flokkur Guðs“ (Hizbollah) haldi flestum þeirra í g'slingu en samtök þessi starfa í nánum tenglsum við „Heilagt stríð“. Haft var eftir Saye- ed Mohammed Hussein, andlegum leiðtoga „Flokks Guðs“, að gíslarnir yrðu ekki látnir gjalda fyrir árás Bandaríkjamanna. „Þessi tvö mál eru með öllu ótengd," sagði hann í viðtali við líbönsku fréttastofuna as-Sahifat. Um 2.000 liðsmenn samtakanna gengu um götur Beirút í gær og kröfðust þess að árásarinn- ar yrði hefnt. „Segið Bandaríkja- mönnum að Hizbollah hyggist leita hefnda," hrópaði fólkið. Samtökin „Heilagt stríð“ rændu Bandaríkjamönnunum tveimur árið 1985 og hefur enginn gíslanna í Beirút verið lengur á valdi öfga- manna þar en Terry Anderson. Anderson, sem er fertugur að aldri, var rænt 16. mars það ár en Suther- land þremur mánuðum síðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.