Morgunblaðið - 06.07.1988, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 06.07.1988, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988 25 Keuter Ronald Reagan Bandaríkjaforseti svarar spurningum fréttamanna um árásina á mánudag. Reagan sagði árásina á irönsku farþegaþotuna „skiljanlegt siys“. Viðbrögð við árásinni í Bandaríkjunum: Dagblöð fallast á skýr- íngar embættismanna New York, Washinfjton, London. Reuter, Daily Telegraph. FORYSTUGREINAR dagblaða i Bandarikjunum i gær fjölluðu flest- ar um árás beitiskipsins Vincennes á írönsku farþegaþotuna yfir Persaflóa á sunnudag, sem kostaði 290 manns lifið. Flest blöðin sögðu atburðinn „sorglegt slys“ en í flestum gi'einunum virtist fal- list á skýringar þær sem bandariskir embættismenn hafa gefið á átburðarrásinni. Bandariskir stjórnmálamenn hafa flestir hverjir varið þá ákvörðun skipstjóra Vincennes að granda þotunni á þeim forsendum að lífi Bandaríkjamanna hafi verið ógnað en jafnframt lýst yfir hryggð sinni. Rikin austan Járntjaldsins fordæmdu árásina í gær og Pravda, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, sagði hana „ hryðjuverk" og „hroðalegan glæp“. „Þótt þetta sé hryllilegur at- rétt fyrir sér. The Miami Herald tók burður verður ekki séð hvað flotinn gat aðhafst til að koma í veg fyrir hann,“ sagði í forystugrein The New York Times. „Iranir og íranir einir bera siðferðislega ábyrgð á þessum sorglega atburði en ekki áhöfn Vincennes eða ríkisstjórn Bandaríkjanna,“ sagði í leiðara The New York Post. Dagblaðið Chicago Tribune sagði greinilegt að atburð- urinn hefði snortið Ronald Reagan Bandaríkjaforseta djúpt. „Hann varði gjörðir skipstjórans og áhafn- arinnar, sem átti í átökum við íranska varðbáta og hann hafði í sama streng og sagði ekki unnt að áfellast skipstjórann þó svo árás- in hefði vissulega verið „hörmuleg mistök". Skýra stefnu vantar Dagblaðið The Boston Globe gagnrýndi hins vegar stefnu stjórn- ar Reagans forseta og sagði hana hafa brugðist en ekki hátæknibúnað um borð í bandaríska herskipinu. Afskipti Bandaríkjanna af Persa- flóastríðinu væru „ruglingsleg“ og skýra stefnu vantaði. The Wash- ington Post sagði í leiðara á mánu- Staðarákvörðun þotunnar: Italir taka aftur fyrri ummæli sín Róm, Dubai, Reuter. TALSMAÐUR ítalska flotans neitaði því í gær að áhöfn ítölsku freigátunnar Espero á Persaflóa hefði reiknað nákvæmlega út staðsetningu írönsku farþega- þotunnar rétt áður en hún var skotin niður. Hann upplýsti að freigátan hcfði verið í 70 mílna fjarlægð frá svæðinu og hefði „aldrei náð öruggu ratsjársam- bandi við þotuna." í yfírlýsingu talsmannsins sagði að freigátan héfði hvorki getað ákvarðað stöðu eða stefnu þotunnar með vissu. Á mánudag sögðust stjórnendur freigátunnar telja að þotan hefði verið komin lítillega af réttri leið. Hins vegar var aftur staðfest í gær að ítalirnir heyrðu bandaríska herskipið margsinnis biðja þotuflugmanninn að segja til sín en ekkert svar barst frá þotunni. Bandaríska dagblaðið The Wash- ington Post sagði að fullyrðingar áhafnar Vincennes um að þotan hefði verið að lækka flugið væru í mótsögn við athuganir annars bandarísks herskips á flóanum. Samkvæmt skýrslu þess var þotan að hækka flugið. dag að skýra þyrfti nánar tildrög þessa verknaðar. Þörf væri á ítar- legri rannsókn þar sem í ljós hefði komið að búnaður um borð í einu fullkomnasta herskipi flotans megnaði ekki að greina á milli or- ustuþotu og flugvélar í farþega- flugi. Tekið undir ummæli Reagans Blökkumannaleiðtoginn Jesse Jackson hefur gagnrýnt afskipti Bandaríkjamanna af Persafló- astríðinu en flestir þekktustu stjórnmálamenn Bandaríkjanna hafa fallist á skýringar bandarískra embættismanna. Menn hafa harm- að árásina en jafnframt lýst yfir því að ákvörðun skipstjórans hafi verið réttlætanleg þar eð hann hafi talið skipi sínu ógnað. Hafa þeir hinir sömu því tekið undir orð Reag- ans um að árásin hafi verið „skiljan- legt slys“. „Herafli okkar hefur augljóslega rétt til að snúast til varnar,“ sagði Michael Dukakis, forsetaframbjóðandi Demókrata- flokksins í kosningunum í haust. Keppinautur hans um embættið, George Bush, varaforseti og fram- bjóðandi Repúblikanaflokksins, sagði alþýðu manna í Bandaríkjun- um finna til með þeim sem misst hefðu ástvini, ættingja og vini í árásinni. Hins vegar hefði skipstjór- inn gert „skyldu sína til að veija líf bandarískra sjóliða". Stjórnvöld í ríkjum Austur-Evr- ópu fordæmdu árásina harðlega í gær. Neues Deutschland, málgagn austur-þýska kommúnistaflokksins sagði þá sem létust vera „fórn- arlömb þeirrar ástríðu Bandaríkja- manna að gegna löggæsluhlutverki um heim allan“ og bætti við að vera flota Bandaríkjamanna á Persaflóa væri til þess fallin að „verja hagsmuni heimsvaldasinna". Rabotnichesko Delo, málgagn búlg- arska kommúnistaflokksins, sagði Bandaríkjamenn hafa gerst seka um „glæp“ og tóku stjórnvöld í Tékkóslóvakíu í sama streng. Sögulegar þing- og forsetakosn- ingar í Mexikó Forsetakosningar eru í Mexikó í dag, 6. júlí, og þá mun Carlos Salinas de Gortari, fertugur hagfræðingur, bera sigur úr býtum eins og venja er til með frambjóðanda Byltingarflokksins. Samt sem áður hefur ekki verið jafn mikil spenna i neinum kosningum í landinu og þessum allt frá árinu 1940 þegar stjórnarflokkurinn eyðilagði framboð óháðs frambjóðanda, liægrisinnaðs hershöfð- ingja, með kosningasvikum. Að þessu sinni hefur Byltingar- flokkurinn þurft að beijast við öfluga stjórnarandstöðu bæði til hægri og vinstri og ekkert vafa- mál er, að vinni hann stóran sigur mun vakna illur grunur um kosn- ingasvik. Mexikanska þjóðin verð- ur þá klofin í afstöðunni til stjórn- valda og eftirleikurinn getur orðið erfiður Salinas. Verða kosningarnar heiðarlegar Salinas hefur lýst yfír, að hann vilji heiðarlegar kosningar og margir andstæðinga hans segjast leggja trúnað á þær yfirlýsingar hans. Þeir efast hins vegar um, að hann fái ráðið við flokksbrodd- ana, sem eru vanir að sjá til þess, að Byltingarflokkurinn sigri með meirihluta allra manna á kjörskrá. Nú segjast talsmenn hans stefna að því að fá meirihluta greiddra atkvæða og það er víst engin hjetta á, að þeir sætti sig við neitt minna. Það kynduga er, að töluvert fylgistap gæti orðið Salinas til blessunar í starfi. Fái hann 71% greiddra atkvæða eins og Miguel de la Madrid, fráfarandi forseti, fékk í kosningunum 1982, verður því einfaldlega ekki trúað en verði hann kosinn með 50-55% atkvæða getur litið út fyrir, að engin brögð hafi verið í tafli. Ekki er samt víst, að verkalýðsrekendumir og bændahöfðingjarnir geri sér slíkt fylgistap að góðu. Nýtt stjórnmálaafl Sú mikla breyting hefur átt sér stað í mexikönskum stjómmálum, að þar er komið nýtt afl til sögunn- ar, óháðar skoðanakannanir. Sum- ar eru raunar alls ekki óháðar og flestar eitthvað gallaðar en í öllum þeirra kemur fram, að stuðningur við Byltingarflokkinn hefur sjald- an eða aldrei verið minni. í einni könnuninn (sem stuðn- ingsmenn stjómarflokksins stóðu að) fékk Salinas stuðning 61% kjósenda en í könnun bandarisku Gallup-stofnunarinnar í maí fékk hann 56%. í öðrum, nýrri könnun- um hefur hann ekki fengið nema 50% eða minna. í dag, á kjördag, ætla nokkrar fréttastofnanir að taka sig saman um að spyija fólk spjörunum úr þegar það kemur frá að kjósa, ekki til að geta greint frá úrslitunum fyrirfram, heldur til að hafa samanburð við hina opinberu niðurstöðu. Stjórnarandstaðan sigrar ekki að sinni Andstæðingar Salinas í þessum kosningum eru þeir Manuel Clout- hier, frambjóðandi Þjóðlega fram- kvæmdaflokksins, sem er hægri- sinnaður, og Cuauhtemoc Carden- as, frambjóðandi Þjóðlegu lýðræð- isfylkingarinnar, vinstrisinnaðs flokks. Clouthier, sem sækir fylgi sitt aðallega til miðstéttarfólks, er spáð 20% atkvæða en Cardenas um 25%. Líklegt þykir, að Cardenas, sem er sonur eins af stofnendum Bylt- ingarflokksins og fyrrum forseta, og flokkur hans eigi framtíð fyrir sér sem öflugur stjómarandstöðu- flokkur en hann þarf samt ekki að gera sér neinar vonir um for- setaembættið að sinni. Flokkur hans hefur ekki enn á að skipa nægilega þjálfuðu fólki til að fylgj- ast með kosningunum nema á um helmingi kjörstaðanna 55.000 og Byltingarflokksforingjarnir á landsbyggðinni munu því óhræddir láta atkvæði andstæðinganna hverfa. Um síðustu helgi fundust lík Xaviers Ovandos, kosningastjóra Þjóðlegu lýðræðisfylkingarinnar, og aðstoðarmanns hans,.Romans Gils, og höfðu þeir báðir verið skotnir í höfuðið. Leikur að sjálf- sögðu grunur á, að pólitískar ástæður búi að baki en ríkisstjórn- in hefur fyrirskipað rannsókn á þeim. Á kjörskrá í kosningunum í dag eru 38 milljónir manna og verður ekki aðeins kosið um forsetaemb- ættið, heldur einnig um 64 sæti í öldungadeildinni og um 400 af 500 sætum S fulltrúadeildinni. Heimild: The Economist Carlos Salinas, forsetaframbjóðandi Byltingarflokksins, heilsar upp á kjósendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.