Morgunblaðið - 06.07.1988, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988
r POLISARIO OG MAROKKÓ
Marokkó hefur veitt miklu fé til að byggja upp bæi og þorp á hernámssvæði sínu í Vestur-Sahara.
Eyðimerkurstríðið sem eng-
inn getur unnið og flestir
kæra sig kollótta um
„Stríð verða að hafa stæl... o g okkur hefur ekki tekist
að ná áhuga fjölmiðlanna og þar með ekki heimsins“
FYRIR sunnan Marokkó og í suð vesturátt frá Alsír er einhver gróðursnauðasta eyðimörk
í heimi. Samt hefur þetta sandflæmi, sem er um 266 þúsund ferkílómetrar að stærð,
þ.e. rúmlega tvisvar og hálfum sinnum stærra en Island, verið orsök djúpstæðrar deilu
og átaka í tólf ár. Stríðið um Vestur-Sahara hefur valdið því að stjórn í Máritaníu hefur
hrökklast frá völdum og einnig verið ástæða óopinberrar styijaldar milli Marokkó og
Alsírs. Málið snýst um söguleg yfirráð svæðisins og hernaðarátök sem ekki sér fyrir
endan á, fremur en þegar deilan blossaði upp.
Fyrir röskum mánuði tóku
Alsír og Marokkó upp stjórn-
málasamband á nýjan leik. Nauð-
synlegt var að ganga frá því fyrir
fund leiðtoga Arababandalagsins
í Alsír í byijun júní. Enn er óljóst,
hvort þessi viðleitni ráðamanna
Alsírs og Marokkó muni ráða ein-
hveiju um stríðsástandið í eyði-
mörkinni, en það er í sjálfu sér
hugsanlegt.
Stríðið í Vestur-Sahara er ekki
oft fréttaefni og nýtur lítillar hylli
Ú'ölmiðla. „Forsenda þess að mál-
staður okkar fái stuðning er að
fréttamenn gefi okkur gaum. A
þessum síðustu tímum hafa §öl-
miðlar það nánast á valdi sínu,
hver framvindan verður, ekki
síður en baráttuglaðir frelsis-
hermenn," sagði Polisario-maður
sem fréttamaðurinn Alison Perry,
ræddi við í bækistöðvunum í Alsír.
Perry skrifar ítarlega grein í nýj-
asta hefti tímaritsins The Middle
East. Og öldungis er það rétt að
fréttamenn gera sér ekki tíðförult
á þessar slóðir; stríðið er eiginlega
háð í kyrrþey og þykir ekki nógu
spennandi til að halda áhuga
fréttamanna. „Til að fjölmiðlar
geri stríði skil nú um stundir verð-
ur það að hafa yfir sér einhvern
stæl sem fellur í kramið hjá fjöl-
miðlaneytendum,“ sagði Polisari-
o-maðurinn einnnig.
Þó lætur Polisario-hreyfingin
engan bilbug á sér finna. Hvað
sem líður skeytingarleysi um-
heimsins. I flóttamannabúðunum
rétt innan landamæra Alsírs búa
um 170 þúsund Sahrawi-þjóðar-
innar. Þar hefur Abdelaziz forseti
aðsetur sitt og útlagastjórn
Arabíska Sahrawi-lýðveldisins. í
bæjum og þorpum Vestur-Sahara
búa nokkur hundruð þúsund Sa-
hrawiar. Um rétta tölu er ekki
vitað, þar sem Marokkómenn hafa
í verulegum mæli sest að á þessum
slóðum hin síðari ár og þeir kæra
sig vitanlega ekki um að athuga
það. Með því myndu þeir í aðra
röndina viðurkenna tilveru Sa-
hrawi-þjóðarinnar. Sú tilhugsun
er eitur í þeirra beinum. Alison
Perrry, sem áður er nefnd, var
fyrir nokkru á þessu svæði og hér
er stuðst við greinar hennar í júlí-
hefti The Middle East.
Öldum saman voru Sahrawar
hirðingjar og lifðu í mörkinni,
samkvæmt bedúínalögmálum.
Upphafið að frelsisbaráttu þeirra
hófst seint á 19.öld. Spánveijar
höfðu fengið Vestur-Sahara í sinn
hlut á hinum fræga fundi í Berlín
1884, þegar Evrópuþjóðir gerðu
sér lítið fyrir og skiptu Afríku á
milli sín. Það er þó varla fyrr en
eftir lok síðari heimsstyijaldarinn-
ar, að þjóðernishreyfingin fær byr
undir vængi. Þetta átti við um
fleiri lönd Norður-Afríku ekki
hvað síst í Alsír. Þar braust út
blóðug frelsisstyijöld og að lokum
urðu Frakkar að hverfa frá Alsír
og landið varð sjálfstætt 1962.
Smám saman fengu öll lönd
Afríku svo sjálfstæði frá hinum
ýmsu nýlendustjórnum. En í upp-
hafi gilti það sama um gervalla
álfuna; þegar fór að örla á þjóð-
ernishreyfingum svöruðu ný-
lendustjórnirnar alltaf með of-
beldi, og reynt var að beija niður
allar hugmyndir Afríkumanna um
sjájfstæði.
í júní 1970 réðust vopnaðir
spánskir hermenn á friðsama
mótmælagöngu við Zemla sem er
í útjaðri höfuðborgarinnar E1
Ayoun. Grimmd þeirra vakti við-
urstyggð og íjöldamorðin í Zemla
leiddu til þess. að þjóðfrelsishreyf-
ingin ákvað að fylkja liði. Þremur
árum síðar stofnuðu nokkrir Sahr-
war Polisario-hreyfinguna.
Ákveðið var að taka upp vopnaða
baráttu til þess að landið fengi
sjálfstæði, enda lá þá fyrir, að
Spánveijar ætluðu sér ekki að
láta af stjórn. Þó kváðust Spán-
veijar vilja koma til móts við íbú-
ana og fullvissuðu þá um að ósk-
um þeirra um sjálfsákvörðunar-
rétt yrði sinnt.
Þegar hér var komið sögu hafði
Marokkó fengið sjálfstæði frá
Frökkum árið 1956. Fyrstu árin
eftir að Marokkó fékk sjálfstæði
einkenndust af innanlandsólgu og
óstöðugleika. Upp spruttu ógrynni
stjómmálaflokka og þeir klofnuðu
síðan hver um annan þveran og
hver höndin var uppi á móti ann-
arri. Átök voru daglegt brauð. Sú
skoðun er almenn, þótt ekki sé
vitað með vissu hvort hún er rétt,
að upphaf alls þessa megi rekja
til þess að að Marokkókonungur
hafi viljað leiða athyglina frá þess-
um innanlandsvandamálum, sem
stefndu í voða sjálfstæði landsins.
Það gæti hann best gert með því
að setja fram kröftuglega kröfu
til Vestur-Sahara, Máritaníu og
hluta Alsir.
Þessi krafa var rökstudd með
því að Marokkó hafði ráðið þess-
um svæðum á miðöldum. Síðar
dró Marokkó til baka tilkall til
yfirráða í Máritaníu og alsírsku
Sahara. En ráðamenn héldu fast
Hassan Marokkókonungur.
Abdelaziz forseti útlagastjórnar
Sahrawa.
við þá kröfu að Vestur-Sahara
yrði viðurkennd sem hluti konung-
dæmisins Marokkó. Árið 1975
skaut það máli sínu til Alþjóða-
dómstólsins í Haag. Dómstóllinn
komst að þeirri niðurstöðu að
hvorki Marokkó né Máritanía, sem
einnig heimtaði nú yfirráð yfir
Kortið sýnir Vestur-Sahara. Marokkómenn hersitja allt svæðið fyrir norðan og vestan múrinn.
Vestur-Sahara, ætti rétt til lands-
ins. Hvorugt ríkið hefði haft
tengsl við Sahrawi-þjóðina áður
en Spánveijar gerðust þar ný-
lenduherrar. Dómstóllinn úrskurð-
aði að Vestur-Sahara ætti að
verða sjálfstætt ríki.
Við þessa niðurstöðu vildi Hass-
an Marokkókonungur ekki una. í
október 1975 skipulagði konungur
„Grænu gönguna" og fóru þá 350
þúsund manns yfir landamæri
Marokkó og inn í Vestur-Sahara.
Hassan lýsti yfir að ríkið Stór-
Marokkó væri nú raunveruleiki.
Auðvitað var þetta bein innrás
enda tóku hersveitir þátt í Grænu
göngunni. Ráðamenn í Máritaníu
höfðu samið við Hassan og márit-
anskir hermenn gerðu nokkru
síðar innrás úr suðri. Græna gang-
an bar tilætluð áhrif; í stað ókyrrð-
ar og ólgu blossaði nú upp meðal
Marokkómanna metnaður í þá átt
að Vestur-Sahara yrði óijúfanleg-
ur hluti landsins. Töldu Marokkó-
menn að vegur landsins yrði þar
með meiri ef tækist að koma eyði-
merkurlandinu undir þeirra stjórn.
í nóvember 1975, þegar Franco
einvaldur Spánar lá á banabeði,
lýsti spánska stjórnin því skyndi-
lega yfir að hún hygðist láta und-
an kröfum Marokkó. Skrifað var
undir Madrid-samkomulagið þar
sem gert er ráð fyrir að tveir
þriðju hlutar Vestur-Sahara
skyldu renna undir Marokkó, en
einn þriðji landsins kæmi í hlut
Máritaníu. Þýðingarmest var að
Marokkómenn fengu 65% þess
svæðis þar sem auðugar fosfat-
námur eru og rétt til að nýta
þær. Ekki er minnsti vafi á því
að fosfatauðlegðin og gjöful fiski-
mið undan ströndinni eru undirrót
og skýring á þeirri hatrömmu og
löngu baráttu um eyðimerkurl-
andið.
Spánn hvarf með heri sína frá
Vestur-Sahara í febrúar 1976 og
hermenn Marokkó og Máritaníu
komu í staðinn.
Fáeinum dögum eftir að Spán-
veijar fóru með heri sína burt úr
Vestur-Sahara lýstu Sahrawar
yfir stofnun sjálfstæðs ríkis og
sögðu nýlenduherrunum stríð á
hendur. Grimmilegir bardagar
brutust út milli Polisario-manna
og hermanna frá Marokkó og
Máritaníu og beittu þeir síðar-
nefndu napalsprengjum. Skömmu
síðar flýðu 100 þúsund Sahrawar,
einkum konur og börn, inn fyrir
landamæri Alsírs. Stjómin ákvað
að leyfa þeim að setja upp stöðvar
sínar í Tindouf. Sambandið milli
sósíalistastjórnar Alsírs og kon-
ungsstjórnar Marokkó hafði verið
stirt. Deilur urðu um landamæri
eftir að Alsír fékk sjálfstæði. Sam-
bandið versnaði og eftir að Alsír-
menn lýstu nú yfir afdráttarlaus-
um stuðningi við Polisario urðu
Marokkómenn æfir.
Þrátt fyrir að við ofurefli væri
að etja og stuðningur lægi ekki
alls staðar á lausu tókst Polisario
þó um hríð að halda sveitum
Marokkómanna og Máritaníu í
skefjum. Árið 1978 var svo komið
að stríðið hafði valdið stjórn Má-
ritaníu alvarlegum búsifjum. íbú-
ar voru sárreiðir yfir því að stjórn-
in mokaði peningum í stríðsrekst-
urinn, en sinnti ekki bágum kjör-
um manna í Máritaníu. Loks sauð
upp úr og öuld Daddah var hrak-
inn frá völdum. Nýir leiðtogar í
Máritaníu skrifuðu undir friðar-
samninga 1979. Þar féllu þeir frá
öllum landakröfum og fóru síðan
með lið sitt frá Vestur-Sahara.
Marokkó var nú orðið eitt eftir
að stríða við Polisario-menn.
Síðan eru nú senn liðin tíu ár.
Hermenn Marokkó og skæruliðar