Morgunblaðið - 06.07.1988, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988
Stöðug fjölgun ferðamanna til Seyðisfjarðar
Morgunblaðið/Garðar Rúnar
Menn bjartsýnir á
aukin ferða-
mannaviðskipti
Seyðisfirði.
Undanfarin ár hefur ferða-
mannastraumur til Seyðisfjarðar
aukist jafnt og þétt með hveiju
árinu. Þegar Smyrill byijaði að
sigla til Seyðisfjarðar árið 1975
frá Færeyjum, Noregi og Skot-
landi má segja að þessi þróun
hafi hafist. Þessar siglingar urðu
fljótlega mjög vinsæll ferðamáti
hjá þeim Evrójjubúum sem hugð-
ust heimsækja ísland, sérstaklega
voru þessar siglingar vinsælar hjá
Þjóðveijum og eru þeir ennþá í
miklum meirihluta þeirra útlend-
inga sem koma beint til Seyðis-
fjarðar. Það var þvi snemma ljóst
að gamli Smyrill var alltof lítill
til þessara fólks- og bílaflutninga.
Þess vegna ákváðu forsvarsmenn
Smyril Line, útgerðarfélags skips-
ins, að kaupa annað og stærra
skip árið 1983. Þá má segja að
reynslutímabilinu væri lokið og
alvaran byijuð. Þessi þróun hefur
gerbreytt allri ferðamannaþjón-
ustu á Seyðisfirði, áður var Seyð-
isfjörður endastöð en með tilkomu
beinna farþegasiglinga til og frá
Evrópu er hann nú orðinn annar
stærsti viðkomustaðurinn fyrir
Norröna í Seyðisfjarðarhöfn.
ferðamenn sem koma til og fara
frá landinu.
Þróun ferðamannaiðnaðar á Seyð-
isfirði samfara þessu hefur verið
mikil, fyrsta árið sem Smyrill sigldi
hingað var ekki mikið um að vera
fyrir ferðamenn sem lögðu leið sína
hingað. Þó má segja að þá hafi þró-
un ferðamannaþjónustu hafist því
þá var opnað farfuglaheimili á Seyð-
isfirði sem fljótlega varð eitt af betri
farfuglaheimilum landsins og hefur
verið starfandi öll þessi ár og var
endurbyggt í fyrravor. Og Stál hf.,
umboðsaðili Flugleiða á Seyðisfirði
og sérleyfishafi á leiðinni Seyðis-
fjörður-Egilsstaðir-Seyðisfjörður,
voru með fastar rútuferðir tengdar
afgreiðslu Smyrils á Seyðisfírði og
flugi á Egilsstaðaflugvelli. Árið 1984
byggði Austfar hf., sem er umboðs-
aðili Smyril Line á Seyðisfirði, nýtt
skrifstofuhúsnæði og aðstöðu fyrir
komu- og brottfararfarþega. Þetta
hús reyndist fljótlega vera of lítið
fyrir þessa starfsemi svo að ráðist
var í að byggja nýtt og stærra hús
undir þessa þjónustu og stendur nú
til að byggja við það hús fljótlega.
Og má þá segja að þarna sé komin
IHIHHIHHttlHHUUI
’HiiimuHtmmi inniiíuiivn~
ÖMV-FMt
mjög góð aðstaða bæði fyrir farþega
og vöruafgreiðslu og aðra þjónustu
sem þarf að inna af hendi gagnvart
ferðamönnum sem koma og fara frá
Seyðisfirði. Árið 1983 var hafist
handa við að endurbyggja hótelið á
Seyðisfírði og var gistiaðstaðan í því
tekin í notkun sumarið 1984 og veit-
ingasalur sumarið eftir og nú er ver-
ið að hefjast handa við að bæta við
gistirými þess. Öll aðstaða við tjald-
stæðin var endurbyggð árið 1984 og
1985 og er þar nú öll hreinlætisað-
staða fyrir hendi. Tveir skyndibita-
staðir hafa verið byggðir í tengslum
við bensínafgreiðslur olíufélaganna í
bænum. Svo eru rekin hér þrjú gisti-
heimili í heimahúsum og er eitt þeirra
opið allt árið. Auk þessa hefur verið
rekinn hér útimarkaður á sumrin og
ýmsar uppákomur, skemmtanir og
hljómleikar hafa verið Félagsheimil-
inu Herðubreið og kallast hafa „mið-
vikudagar á Seyðisfírði" og er ætlun-
in að reyna að halda því áfram í
sumar, að vísu í höndum annarra
aðila, því kvennahópurinn „Frú
Lára" ætlar að reka útimarkaðinn í
sumar ásamt verslun með ýmsan
heimilisiðnað og minjagripi fyrir
ferðamenn. Ferðamálafélag Seyðis-
fjarðar og átakshópur um ferðamál
ætla í sumar að bjóða upp á skemmti-
og veiðiferðir út á fjörðinn fyrir
ferðamenn í samvinnu við smábáta-
eigendur. Verslanir eru margar sem
bjóða upp á allskonar vörur fyrir
ferðamenn og svo eru auðvitað mat-
vöruverslanir hér eins og annars
staðar sem bjóða meðal annars upp
á fjölbreytilegan mat tilbúinn á útigr-
Sérblöð
A LAUGARDÖGUM
SSI s=»
Auglýsingar íLesbók með ferðablaði
þurfa aðhafa borist auglýsingadeild fyrir
kl. 16.00á föstudögum, viku fyrir
birtingu og í menningarblaðið fyrir kl. 16.00
á miðvikudögum.
< fltottgtusÞfðfrffr
V - bi^é allra landsmanna
Frá afmælishátíð kvenfélaga og búnaðarfélaga í Þórsmörk.
Kvenfélög og búnaðarfélög:
Sameiginleg afmæl-
ishátíð í Þórsmörk
Holti.
SAMEIGINLEG afmælishátíð
kvenfélaga og búnaðarfélaga var
haldin 29. júní í Þórsmörk. Um
800 manns í 17 rútum voru í ferð
sem endaði með mikilli hátíð á
flötunum í Húsadal. Þar voru hát-
íðarræður fluttar, sungið og stað-
Daad-félag-
stofnað
NÝLEGA stofnuðu þeir íslend-
ingar sem þegið hafa styrk frá
þýsku stofnuninni Deutscher
Akandemischer Austauschdi-
entst (DAAD) félag til að efla
innbyrðis tengsl þeirra sem notið
hafa fyrirgreiðslu stofnunarin-
anr svo og tengsl við Sambands-
lýðveldið Þýskaland. Hafa stuðn-
ingsfélög sem þetta verið stofnuð
víða um lönd.
Stofnunin veitir árlega fjóra
styrki til háskólanáms eitt skólaár
í senn auk þess sem hún veitir að
jafnaði einnig skemmri styrki til
færðimanna og nokkra styrki til
þýskunáms. Þá er staða sendikenn-
ara í* þýsku við Háskóla íslands
greidd gf stofnuninni.
Stjórn félagsins er þannig skip-
uð. Formður Þórir Einarsson, próf-
essor, ritari dr. Jónas Bjarnason,
efnaverkfræðingur, gjaldkeri dr.
Jakob Magnússon, fiskifræðingur
og meðstjórnandi Guðmundur S.
Jónsson, eðlisfræðingur.
(Fréttatilkynningf)
ið að mikilli grillveislu.
Á þessu ári er Búnaðarsamband
Suðurlands 80 ára og Samband
sunnlenskra kvenna 60 ára. Þessi
afmæli voru haldin á þann hátt að
búnaðarfélög og kvenfélög á Suður-
landi efndu til Þórsmerkurferðar með
tilheyrandi fagnaði. Farið var í öllum
tiltækum rútum á Suðurlandi og
keyrt sem leið liggur að Jökulsárl-
óni, síðan inn í Bása og þaðan inn
í Langadal. Gengið var inn í Húsad-
al þar sem komið hafði verið upp
hátíðaraðstöðu, palli og tjöldum á
flötunum. Ræður fluttu Drífa Hjart-
ardóttir, formaður SSK, og Lísa
Thomsen, sem flutti kveðjur frá
Kvenfélagasambandi íslands. Enn-
fremur flutti Magnús Sigurðsson,
formaður BS, ræðu og Steinþór
Gestsson á Hæli. Karlakór undir
stjóm Viðars Bjamasonar söng.
Gamanþættir voru sýndir og farið í
leiki en inn á milli var Qöldasöngur.
Þá sagði Þórður Tómasson, safn-
vörður í Skógum, frá byggð og
mannlífi áður fyrr í Þórsmörk.
Að loknum hátíðarhöldum var
gengið inn á svæði Austurleiða hf.
þar sem markaðsnefnd landbúnaðar-
ins með aðstoð „fjallalambskokka"
og aðföngum frá Sláturfélag Suður-
lands og Mjólkurbúi Flóamanna hafði
látið útbúa veizluföng. Vom fjalla-
lambsskrokkar grillaðir og á eftir var
safnaast saman í kring um varðeld
og sungið af miklum krafti.
Þótti þessi sameiginlega afmælis-
hátíð kvenfélaga og búnaðarfélaga
takast með ágætum í góðu veðri og
fágætu umhverfi.
- Fréttaritari
H