Morgunblaðið - 06.07.1988, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988
t Móðir mín, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Kjós íStrandasýslu, Hátúni 10, Reykjavik, lést þann 3. júlí. Fyrir hönd aöstandenda, Pálmi Pótursson.
t Eiginmaður minn, faöir, tengdafaöir og afi, JÓN BJÖRNSSON, Hringbraut 87, er látinn. Lára Guömundsdóttir, Ólafur Rafn Jónsson, Danielle Somers, Gylfi Jónsson, Guörún Bergsveinsdóttir og sonarbörn.
t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, PÉTUR ÁRNASON, Byggðarenda 23, Reykjavík, lést í gjörgæsludeild Landspítalans 5. júlí. Jaröarförin auglýst síöar. Ragnheiður Erla Sveinbjörnsdóttir, Sveinbjörn Árni Pétursson, Asia Pétursson, Jakob Þór Pétursson, Edda Björnsdóttir, Viðar Pétursson, Lovfsa Árnadóttir, Lilja Pétursdóttir og barnabörn.
t Móöir okkar og tengdamóöir, GRETHELAURSEN, Christiansdals Kloster, Glumsö, Danmörku, lést 4. júlí. Útför hennar fer fram frá Næsby Kirke 9. júlí kl. 14.00. Vatnar Viðarsson, Brynja D. Runólfsdóttir, Örn Viðarsson, Vibeke Viðarsson.
t SÍTA DAL SIGURÐARDÓTTIR veröur jarðsungin frá Garöakirkju, Álftanesi, fimmtudaginn 7. júlí kl. 11.00 f.h. Ingibjörg Jóhannsdóttir og barnabörn hinnar látnu.
t Bróöir minn, WILHELM HOLM, veröur jarösunginn frá Nýju kapellunni í Fossvogi fimmtudaginn 7. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd aöstandenda, Jörgen Holm.
t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdadóttir og amma, GUÐMUNDA GUÐBJÖRNSDÓTTIR, lést 27. júní. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Þökkum auösýnda samúö og hlýhug. Ásgeir Guðbjartsson, Sigurlaug Ásgeirsdóttir, Ali Allan Shwaiki, Guðbjörn Ásgeirsson, Gunnhildur ísleifsdóttir, Bára Ásgeirsdóttir, Árni Gústafsson, Ásmundur Ásgeirsson, Hafdís Ásgeirsdóttir, Herdís Guðmundsdóttir og barnabörn.
t Móöir okkar og tengdamóöir, GUÐRÍÐUR Þ. EINARSDÓTTIR fyrrverandi Ijósmóðir, Austurbrún 4, Reykjavfk, verður jarösungin frá Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 7. júií kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóö Borg- arspítalans eða Grindavíkurkirkju. Ásta Guðjónsdóttir, Guðjóna Jónsdóttir, Guðjón B. Jónsson, Birna Elfasdóttir, Guðmundur Jónsson, Lovfsa Jóhannesdóttir, Gunnar Þór Jónsson, Ragnheiður Júlfusdóttir.
Arný Jóhannes-
dóttir - Minning
Fædd 22. mars 1939
Dáin 27. júní 1988
Það vaknar hjá mér löngun til
að setja á prent nokkrar línur um
mágkonu mína, Öddu, sem kvaddi
okkur aðeins 49 ára gömul. Hún
var fórnfús og hörð við sjálfa sig.
Aldrei kvartaði hún. Ef spurt var
um líðan hennar var svarið ávallt:
Það er ekkert að mér nema aum-
ingjaskapur. Það var ætíð gott að
leita til hennar. Hún vildi öllum
hjálpa. Hún var góð og myndarleg
húsmóðir. Allt lék i höndum hennar
og þær eru ótaldar flíkumar sem
hún saumaði í hjáverkum.
Daginn sem hún kvaddi þennan
heim spurði ég hana hvort ég gæti
gert eitthvað fyrir hana? Nei, það
er allt i lagi með mig. Ég er bara
svo þreytt. Ég á henni margt að
þakka og mun minnast þeirra
ánægjustunda sem við áttum saman
heima og á ferðalögum. Ég fer
nærri um þann missi sem Haukur
og bömin hafa orðið fyrir. Þeim
votta ég dýpstu samúð og bið Guð
að vejta þeim styrk á erfiðum stund-
um. Öddu kveð ég með bæninni:
Ó dauði, taktu vel þeim vini mínum,
sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund.
Oft bar hann þrá til þín í huga sínum
og þú gafst honum traust á banastund.
Nú leggur hann það allt sem var hans auður,
sitt æviböl, sitt hjarta að fótum þér.
Er slíkt ei nóg? Sá einn er ekki snauður
sem einskis hér á jörðu væntir sér.
(T.G.)
.Mágkona
I dag er borin til hmstu hvílu
Ámý Jóhannesdóttir, Álfhólsvegi
125, Kópavogi, er lést í Landakots-
spítala þ. 27. júní sl.
Amý frænka mín var búin að
stríða við erfiðan sjúkdóm síðustu
árin, sem hún bar með frábærri
stillingu. Aldrei heyrðist hún
kvarta, þó engum leyndist að hún
var sárþjáð. Ef maður spurði um
heilsu hennar svaraði hún með brosi
á vör að ekkert væri að og allt væri
í lagi.
Amý var fædd á Neðri-Fitjum í
Víðidal 22. mars l939, dóttir hjón-
anna Kristínar Ásmundsdóttur og
Jóhannesar Ámasonar. Em þau
bæði látin.
Stuttu eftir fermingu fór Ámý
t
Útför eiginmanns míns og fööur okkar,
HERMANNS AÐALSTEINSSONAR,
f ra m kvœmdastjóra,
Lálandi 9,
fer fram frá Bústaöakirkju föstudaginn 8. júlí kl. 15.00.
Hrönn Helgadóttir,
Helgi Steinar Hermannsson, Heimir Þór Hermannsson.
t
Útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
RÖGNU INGIMUNDARDÓTTUR,
Stórholti 26, Reykjavík,
fer fram frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 7. júlí kl. 13.30.
Ingimundur Helgason, Svava Björgólfs,
Davíö Helgason, Auöur Ragnarsdóttir,
Þóröur Helgason,
Þórunn Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
SVÖVU INGVARSDÓTTUR,
Dalbraut 20,
Reykjavfk.
Kristinn Ólason,
Kristinn Ó. Kristinsson,
EinarÁ. Kristinsson, Rebekka Ingvarsdóttir,
Hrafnhildur Kristinsdóttir, Hjörvar Sœvaldsson.
t
Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför litla
drengsins okkar,
ÁGÚSTS SVERRIS VIKTORSSONAR
frá Bolungarvfk.
Guð blessi ykkur öll.
Ólína, Viktor og börn,
Stfna og Sverrir,
Halldóra og Sigurvin
og aðrir vandamenn.
t
Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns
míns, fööur, sonar og bróður,
KJARTANS EINARSSONAR.
Helen Halldórsdóttlr,
Elsa Björg Kjartansdóttir,
Svanhildur Kjartansdóttir,
Einar Kjartansson,
Pálmey Jakobsdóttir,
Jakob Einarsson,
Sigrún Einarsdóttir,
Guörún Kristín Einarsdóttir.
til Reykjavíkur. Fyrst var hún í vist,
en það var algengt á þeim árum.
Síðar lærði hún fatasaum er hún
stundaði um skeið. Hér syðra
kynntist Ámý eftirlifandi manni
sínum, Hauki Eiríkssyni frá
Vatnshlíð í Austur-Húnavatnssýslu.
Þau gengu í hjónaband, fluttu norð-
ur og hófu búskap í Húnaþingi. Þar
voru þau í nokkur ár, uns þau fluttu
suður á ný, og þá í Kópavoginn og
hafa þau búið þar síðan.
Fjögur böm hafa þau hjón eign-
ast. Þau em öll uppkomin, vél gef-
in og myndarleg.
Ámý vann mikið meðan dagur
entist. Hún saumaði mikið, bæði
fyrir fjölskyldu sína og aðra.
Mikil var gestrisni hjá þeim
Ámýju og Hauki. Þar var sungið,
spilað og gott að koma. Nú er skarð
fyrir skildi. Husmóðirin glaða og
góða er nú horfín með sitt hlýja
viðmót. Ber heimilið henni fagurt
vitni. Haukur vinur minn hefur
misst mikið en minningin um elsku-
lega eiginkonu, ástríka móður og
ömmu mun lengi lifa.
Ég og Qölskylda mín tökum inni-
lega þátt í sorg þessa heimilis sem
hefur misst svo mikið.
Guð styrki þau og láti hið liðna
verða þeim ljós í myrkri.
Hjartanskveðja,
Vilberg Guðmundsson
Minning:
Valur Árdal og Ingvar
Árdal Birgissynir
Valur fæddur 20. júni 1988,
dáinn 23. júní 1988
Ingvar fæddur 20. júní 1988,
dáinn 1. júlí 1988
Hjá Ámýju Sigríði Jóhannes-
dóttur eru lagðir tvfourabræðurnir
Valur Árdal og Ingvar Árdal sem
fæddust 20. júní en Jétust þriggja
og tíu daga gamlir. Ámý var kona
frænda litlu drengjanna.
Foreldrar þeirra eru Fanney Frið-
riksdóttir og Birgir Árdal Hauksson
í Valagerði í Skagafírði.
Við ömmur litlu drengjanna biðj-
um góðan Guð að styrkja foreldrana
ungu í sorg þeirra. Þá viljum við
þakka starfsfólki á Landspítalan-
um, sérstaklega vökudeild, fyrir
góða umönnun og veittan stuðning.
Friður sé með öllum yður.
Öllum sálum veitist friður.
Aldrað jafnt sem aðeins fætt.
Andað eftir draumlíf sætt.
Allt, sem dó frá heimsins hörmum.
Hvíli mtt í friðar örmum.
(Stgr. Thorsteinsson)
Ingibjörg Friðriksdóttir,
Valdís Gissurardóttir.
Blóma- og
skreytingaþjónusta ©
hvert sem tilefnid er.
GLÆSIBLÓMIÐ
GLÆSIBÆ,
Álíhcimum 74. sími 84200