Morgunblaðið - 06.07.1988, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 06.07.1988, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JULI 1988 45 Minning: Ingibergur Sveins- son vaktformaður Fæddur 21. nóvember 1908 Dáinn 22. maí 1988 Ingibergur Sveinsson, fyrrver- andi vaktformaður hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur, andaðist í Borgarspítalanum í Reykjavík nær áttræður að aldri 22. maí, síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Foss- vogskirkju föstudaginn 3. júní. Andlát hans bar brátt að og kom ættingjum hans og ástvinum á óvart, þar sem hann hafði glaður og reifur unnið störf sín hjá Björg- unarfélaginu Vöku til síðasta dags af þeim dugnaði og trúmennsku sem honum var eiginleg. En dauð- inn spyr hvorki um stað né stund og stoðar ekki að fást um það. Þó nokkuð sé liðið langar mig til þess að minnast þessa góða vinars míns með nokkurm orðum. Ingibergur Sveinsson fæddist í Skaftárdal í Vestur-Skaftafells- sýslu 21. nóvember 1908, sonur hjónanna Sveins Steingrímssonar (1874—1964) frá Heiðarseli á Síðu og Margrétar Einarsdóttur (1878- 1965) frá Svínadal í Skaftártungu. Þau fluttust að Skaftárdal árið 1903, en bjuggu lengst af í Lang- holti í Meðallandi. Ekki kann ég að rekja framættir þeirra svo gagn sé að, en veit með vissu að hér voru kjarnastofnar á ferð, enda báru gömlu hjónin það með sér. Ég sá þau aðeins einu sinni, hana íturvaxna og virðulega en hann beinan og hávaxinn og mikinn á velli. Hann var karlmenni að burð- um og sagt er að hann hafi á gam- als aldri borið þunga heybagga sem ungur væri. Þeim hjónum varð tíú barna auð- ið og eru sex þeirra á lífi: Steingrím- ur, f. 1906, vistmaður á elliheimil- inu á Kirkjubæjarklaustri, Valgerð- ur, f. 1907, vistmaður á Hrafnistu í Reykjavík, Þórunn, f. 1910, hús- freyja á Efri-Fljótum í Meðallandi, Ólafur, f. 1912, bóndi á Botnum í Meðallandi, Guðlaug, f. 1916, vist- maður á elliheimilinu á Kirkjubæj- arklaustri og Sigríður, f. 1014, hús- freyja á Galtalæk í Landsveit. Allt er þetta fólk traust og myndarlegt eins og það á kyn til. Skaftárdalur, vestasti bærinn á Síðu, þykir góð sauðfjárjörð, en er afskekkt og erfið sakir víðáttu og snjóþyngsla. Samgöngur voru áður fyrr ákaflega torsóttar, Skaftá, ólg- andi vatnsflaumurinn, rétt vestan við bæinn, stórárnar á leiðinni til Víkur og Mýrdalssandur voru nærri óyfirstíganlegar vegleysur. Allir aðdrættir voru því miklum erfiðleik- um bundnir, þar sem menn urðu að leita til Víkur í Myrdal og jafn- vel alla leið til Eyrarbakka í kaup- stað. Einatt var þröngt í búi og stundum vantaði jafnvel mjólk. Þegar Ingibergur fæddist stóð illa á að þessu leyti og var hann fluttur tveggja vikna gamall að Skál á Síðu. Þar bjó ekkjan Björg Guð- mundsdóttir (1854—1941). Hún átti fjögur mannvænleg börn og var eitt þeirra fröken Guðrún Jóns- dóttir (1889—1966), sem lengi var kennslukona í Landakotsskóla, dáð og elskuð af nemendum sínum sak- ir prúðmennsku og kennarahæfi- leika. Hún sagði okkur börnunum frá íslendingasögum sem hún kunni margar nærri utanbókar með til- þrifum sem ekki gleymast. Björg var mikil sæmdarkona, trygglynd og góðviljuð. Hún tók ástfóstri við Ingiberg og sleppti ekki hendi af honum síðan. Fluttjst hann með henni að Skaftárdal árið eftir, 1909, og ólst þar upp. Með Björgu var fóstursonur hennar, Guðmundur Þorleifsson (1884—1962), harðdug- legur og trygglyndur maður sem vann fóstru sinni hörðum höndum og var stoð hennar og stytta. Hann kvæntist síðar Sigríði, dóttur Bjarg- ar (1892—1977), en þau eignuðust ekki börn. Ingibergur var hjá þeim til fullorðins aldurs og voru með þeim miklir kærleikar. Búskapurinn í Skaftárdal reyndist þeim erfiður ekki síst eftir Kötlugosið 1918, en þau komust samt alltaf sæmilega af. Þar kom þó, að þau brugðu búi þar 1920 og fluttust til Hjörleifs- höfða. Hjörleifshöfði stendur á miðjum Mýrdalssandi. Kötlugos var þá ný- afstaðið og sandvatnið rann um- hverfis höfðann og olli miklum erf- iðleikum að því er sambgöngur og aðdrætti varðaði. Höfðinn þótti ekki mikil bújörð. Tún voru á honum vestanverðum auk nokkurra slægna norður af bænum. Þær nægðu tæp- lega þrem nautgripum og nokkrum kindum. Það sem í raun og veru gerði höfðann byggilegan var mikil fýlungatekja, sem gaf sæmilegan arð, sve og rekaviður á fjörunum framunuan. Þegar Guðmundur bjó þarna átti eigandinn mikil ítök sem íþyngdu búskapnum svo mjög að honum varð ekki haldið uppi er til lengdar lét. En Hjörleifshöfði bjó yfir sérkennilegum töfrum sem seint gleymast þeim er þar áttu heima um lengri eða skemmri tíma. Einkennileg fegurð og kyrrð hvíldi yfir öllu og mönnum leið þar vel þrátt fyrir einangrun og óþægindi sem af henni leiddi. Ingibergur var óvenju stæltur og lipur ungur maður. Hann naut frels- isins af lífi og sál og þekkti hveija þúfu og hveija laut. En mesta unun hafði hann þó af hrikalegum og tignarlegum hömrunum. Þar átti hann heima og þar undi hann hag sínum best. Hann varð einn af kunnustu bjargmönnum þar eystra enda gekk hann um syllurnar og einstigin eins og slétta grund. Það var unun að fylgjast með ferðum hans um hamrabeltin en stundum setti að mér beyg þegar ég, ungling- urinn, horfði á fimleika hans í snarbröttum bergflákunum. Ég var í sveit í Höfðanum á árunum 1924—1926 og naut þar lífsins í ríkum mæli. Ég fylgdi Ingibergi eftir hvert sem hann fór og dáðist að atgervi hans og lipurð. Hann lét sér þetta vel lynda og aldrei amað- ist hann við mér. Þegar ég lít til baka tel ég þessi ár eitt fegursta tímabil æskuáranna. Ég varðveiti þessar minningar eins og dýrmætan f]ársjóð sem ég gríp til þegar eitt- hvað bjátar á. Um fýlatímann lifnaði heldur betur yfir tilverunni. Hann hófst venjulega seinni partinn í ágúst og stóð um tvær vikur. Ailt fór á fleygi- ferð, myndarlegir og hraustir sveitakarlarnir komu til þess að „sitja undir“ eins og það var kall- að. Kjartanleifur í Hvammi í Mýr- dal.einn kunnasti sigmaður Vest- ur-Skaftfellinga, var þar að sjálf- sögðu fremstur í flokki. Er mér minnisstæð ótrúleg fimi hans og öryggi hreyfinganna í hættulegustu sigunum. Þarna voru kraftakarl- arnir Bárður og Haraldur í Kerling- adal og Brynjólfur á Klaustri í Alftaverij tröllvaxinn og tígulegur á velli. Ég naut alls þessa af lífi og sál og færist allur í aukana þeg- ar ég sér Ingiberg fyrir hugskots- sjónum. mínum hlaupa um snar- bratta hamrana í eftirleit. En þrátt fyrir elju og dugnað þeirra Guðmundar og Ingibergs reyndust allar aðstæður við búskap- inn þeim ofviða. Þetta fijálsa og fagra mannlíf leið fljótt, of fljótt, og þar kom að Guðmundur varð að bregða búi. Féll þeim Ingibergi þetta afar þungt, en ekki var um annað að ræða eins og ástatt var. Guðmundur tók sig upp og flutt- ist til Reykjavíkur árið 1926 og fluttist Ingibergur þangað með fóstra sínum. Ég var með þeim í þessari ferð og man gjörla þegar við fórum ríðandi alla leið til Garðs- auka. Þetta var löng og ströng ferð og man ég vel þegar ég, unglingur- inn, sofnaði á hestbaki, svo að Guð- mundur varð að teyma undir mér dijúgan hluta ferðarinnar. Þegar til Reykjavíkur kom var Ingibergur um tíma til sjós með föður mínum, sem þá var vélstjóri á togaranum Skúla fógeta. Fór mjög vel á með þeim og hafði faðir minn oft orð á því að Ingibergur væri efni í dugmikinn og góðan sjó- mann. En Ingibergur var ekki lengi til sjós að þessu sinni. Hann fór í land og hóf störf hjá móðurbróður sínum, Einari Einarssyni byggingarmeist- ara frá Svínadal í Skaftártungu (1882—1973). Einar var lengi að- stoðarmaður og verkstjóri hjá Jóni Þorlákssyni landsverkfræðingi, en fluttist síðar til Reykjavíkur og stundaði húsasmíði. Hann var einn af kunnustu byggingarmeisturum borgarinnar á sinni tíð og reisti þar mörg helstu stórhýsin, svo sem Landsbankann nýja, Gamla bíó og Hótel Borg. Einar var mikill stjórn- andi og minntist Ingibergur frænda síns ávallt af miklum hlýhug. Kvað hann Einar hafa reynst sér einstak- lega vel og jafnan hafa notið stuðn- ings hans og fræðslu. En það var strangur skóli, bætti hann við. Þegar Strætisvagnafélag Reykja- víkur hf. var stofnað, seinni hluta árs 1931, gerðust þeir Einar og Ingibergur stofnfélagar. Hóf hann þá akstur hjá félaginu og stundaði það starf í nokkur ár. Þegar halla tók undan fæti sakir kreppu og annarra örðugleika fór hann aftur á sjó á flutningaskipinu Eddu, sem sigldi aðallega til Ítalíu og annarra Miðjarðarhafslanda. Undi hann mjög vel hag sínum á þessu skipi. Einkum hafði hann mikla gleði af að sigla til Ítalíu. Kunni hann margt skemmtilegt að segja frá viðskiptum þeirra skips- félaga við ítali. Hann henti oft gam- an að tiltækjum einræðisherrans Mussolini. Hvað sem annars má segja um „Mússa“, sagði hann, þá hélt hann ávallt uppi aga og reglu- semi og „Mafían“ var lítils megnug í stjórnartíð hans. Það var gaman að heyra Ingiberg segja frá þessum ferðum sínum. Þegar Reykjavíkurborg tók í sínar hendur rekstur Strætisvagna Reykjavíkur, 1944, gekk Ingiberg- ur aftur í þjónustu þeirra. Vegnaði honum þar vel, naut vináttu starfs- félaga sinna og virðingar yfir- manna. Hann var fljótt gerður að vaktformanni, enda stundaði hann öll sín störf af einstakri alúð og samviskusemi. Hjá Strætisvögnum Reykjavíkur vann hann síðan uns hann lét af störfum sakir aldurs, 1. nóvember 1975. En það átti ekki við eljumann á borð við Ingiberg að sitja auðum höndum. Réð hann sig fljótt til starfa hjá Björgunarfélaginu Vöku og vann því fyrirtæki til hinstu stundar. Naut hann þar sem annars staðar virðingar og trausts. Þar vann hann af slíku kappi að vinum hans þótti á stundum nóg um, ótt- uðust að hann kynni að ofgera sér. Árið 1939 gekk Ingibergur að eiga Edith Helenu Soffíu Rasmus, fósturdóttur frú Margrétar Rasmus (1877—1958), sem lengi var skóla- stjóri Málleysingjaskólans í Reykjavík. Edith fæddist 8. des- ember 1916. Hún var ekki heilsu- hraust og andaðst langt um aldur fram 24. apríl 1968. Þau hjón eign- uðust þijú börn, tvo syni og eina dóttur, sem öll eru á lífi. Elstur þeirra er Jóhann Gústaf, f. 12.febr- úar 1942, ókv. Hann hefur stundað sjómennsku, lengst af á ísafirði. Ánnar sonur þeirra er Björgvin Guðmundur, f. ll.júlí 1944, síma- flokksstjóri, kvæntur Sólveigu Guð- mundsdóttur úr Reylcjavík. Yngst er Margrét Theodóra, f. 21.febrúar 1960, sambýliskona Harðar Reynis- sonar kjötiðnaðarmanns. Auk þess- ara barna sinna ólu þau upp Sól- veigu Ólafsdóttur, f. 6.júlí 1956, gift Trausta Hermannssyni starfs- manni hjá Skattstofu Reykjavíkur. Kom hún til þeirra tveggja ára göm- ul. Reyndist Ingibergur henni sem besti faðir, enda þótti henni vænt um fóstra sinn og leit jafnan til hans með ástúð og virðingu. Ingibergur Sveinsson var vel gerður maður bæði tii sálar og líkama. Skaphöfn hans var sterk og einkenndist af rólyndi og hóg- lyndi. Hann var mikill á velli, bein- vaxinn og vel limaður. Hann vakti athygli .hvar sem hann fór sakir prúðmennsku og fágaðrar fram- komu. Hann var varkár í orðum og ahtöfnum og flíkaði lítt tilfinningum sínum. Því miður hlaut hann ekki þá menntun sem efni stóðu til. Á uppvaxtarárum hans var skólahald mjög takmarkað sakir stijálbýlis og fátæktar þjóðarinnar. Heimilið og skammvjnn farkennsla var því sú undirstaða sem unnt var að byggja á. En lífsbaráttan var hörð á þessum árum, svo að lítill tími var aflögu til lestrar góðra bóka. Ingibergur var vel greindur maður og fann fljótt til þess hvers hann hafði farið á mis í þessum efnum. Hann reyndi að bæta sér þetta upp með sjálfsnámi og bóklestri og varð um það er lauk vel að sér um sögu lands og þjóðar og ágætlega að sér um allt það er að starfi hans laut. Hann fylgdist gjörla með gangi þjóðmála og hafði mjög fastmótað- ar skoðanir á þeim málum, þótt hann væri víðsýnn og kynni manna best að meta álit annarra manna. Ingibergur var einstaklings- hyggjumaður og trúði því að hver maður væri sinnar eigin gæfusmið- ur og að með elju, dugnaði og spar- semi mætti komast langt í lífínu. Þessi hugsjón reyndist honum gott veganesti, enda var hann alla sína starfsævi vel bjargálna. Hann reisti sér snoturt íbúðarhús af eigin rammleik þar sem hann bjó fjöl- skyldu sinni gott heimili. Ingibergur var sjálfum sér sam- kvæmur að þessu leyti. Hann hall- aðist ungur að árum að stefnu Sjálf- stæðisflokks Jóns Þorlákssonar, sem hann dáði mjög. Hann var tryggur fylgismaður Sjálfstæðis- flokksina alla tíð og það var því engin furða þótt hann ætti bágt með að sætta sig við þá upplausn og það los sem einkennt hefur flokkinn á nokkrum undanförnum árum og smám saman er að draga úr honum allan mátt. Hafði hann oft orð á þessu og lét þá einatt svo um mælt, að nú vantaði menn á borð við þá Jón Þorláksson og Bjarna Benediktsson til þess að standa við stjórnvölinn. Ingibergur var hygginn maður og raunsær og sá vel hvert stefndi, þegar einþykk- ir sjálfbirgingar eru í fararbroddi. Ingibergur var vel íþróttum bú- inn. Hann var afburða bjargmaður eins og áður var frá sagt og syndur sem selur. Hann var einn af frum- heijum Sundfélagsins Ægis og var þar fremstur í flokki, tók þátt í Qölda sundmóta. Hafa þeir Jónas Halldórsson sundkappi og Ulfar Þórðarson læknir sagt mér að Ingi- bergur hafi tvímælalaust verið í röð frmstu sundmanna landsins á yngri árum. Einkum var til þess tekið hversu snarpur og traustur hann var í sundknattleik. Og Ulfar lækn- ir bætir við: „Ingibergur Sveinsson var ekki einungis einn af okkar færustu og bestu sundmönnum. Hann var umfram allt tryggur og góður félagi, sem aldrei lét á sér standa þegar mikið var í húfi. Hann sparaði hvorki tíma né fyrirhöfn þegar um velferð félagsins var að ræða. Við munum ávallt minnast hans þegar við heyrum góðs manns getið.“ Þessi frásögn af vini mínum Ingi- bergi Sveinssyni er nú orðin nokkuð lengri en ég ætlaði í upphafi og er mál að linni, enda mun hann ekki kunna mér neinar sérstakir þakkir fýrir að fjölyrða um ágæti hans og manndóm. Hann var ekkert fyrir að hafa hátt um sína hagi. En ég get ekki að þessu gert. Sextíu og fimm ára órofa vinátta leitar á hugann að skilnaði svo að ég fæ ekki orða bundist. Vona ég að Ingi- bergur virði mér þetta á betri veg. Að lokum óska ég öllum ástvin- um hans velfarnaðar. Ég veit að minningin um góðan dreng mun ylja þeim um hjarta á ókomnum árum. Guð geymi sál hans. R.I.P. Haraldur Hannesson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. t Þökkum innilega samúö og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, SIGURÐAR TRYGGVASONAR fyrrv. sparisjóðsstjóra frá Þórshöfn, Bryndis Guðjónsdóttir, Uifhildur Sigurðardóttir, Líney Sigurðardóttir, Guðlaug S. Sigurðardóttir, Guðrún H. Sigurðardóttir, Gylfi Sigurðsson, Birna Sigurðardóttir, Grettir Sigurðsson Karl Ö. Geirsson, Þórður Þórðarson, Haraldur A. Ingþórsson, Júlíus Ólafsson, Aðalbjörg ívarsdóttir, Valur Magnússon, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.