Morgunblaðið - 06.07.1988, Síða 50

Morgunblaðið - 06.07.1988, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988 tíC&Mdíí „Sinyr&u peesu. á<Allex hlutí /nnaa 15’metra fjarlxgbar -FrcL Músi þ'tna." Reynist þér erfitt að gera grein fyrir sjálfum þér og útliti þínu? Með morgunkaffinu t Nei, hann má ekki koma út að leika fyrr en hann hefur lokið heimalestri. HÖGNI HREKKVÍSI Handknattleikur og hollustuefni Ágæti Velvakandi. Ég hlustaði mánudaginn 4. júlí á hádegisþátt Bjarna Dags Jónsson- ar, fréttamanns á Stjörnunni sem sendur var út frá veitingastaðnum Sprengisandi. í téðum þætti var rætt við lands- liðsmenn okkar í handknattleik og var það hin besta skemmtun og fróðleikur. Eitt kom mér þó á óvart, en það voru orð Páls Ólafssonar landsliðs- manns að landsliðsmenn tækju ekki bætiefni og það væri einstaklings- bundið hvort menn tækju lýsi. Nú er vitað að íþróttamenn um allan heim nota bætiefnabelgi eða pillur sem fæðuuppbót við sitt venjulega fæði til að tryggja líkama sínum gnægð hollustuefna meðan á erflðu æfíngar- og keppnis„pró- grammi" stendur. Marteinn heitinn Skaftfells, einn af frumkvöðlum hollustustefnu hér á landi skrifaði talsvert um rannsóknir vísinda- manna erlendis á þessum þætti þjálfunar. I ljós kom að íþróttamenn { Svíþjóð sem neyttu Pollitabs (of- næmisprófað frjóduft sem fæst hér í flestum matvöru- og heilsubúðum) ásamt Stark próteini juku þol sitt verulega fram yfir viðmiðunarhóp íþróttamanna sem æfðu eftir sama æfínga„prógrammi“ en tóku ekki inn nefnd efni. Mismunur var veru- legur, 23% ef ég man rétt. Einnig hafa erlendar rannsóknir leitt það í ljós að E-vítamín eykur verulega þol íþróttamanna. Leitt er til þess að hugsa að menn eins og okkar ágætu hand- knattleiksmenn og reyndar aðrir íslenskir íþróttamenn sem leggja nær nótt við dag við að æfa íþrótt sína skuli ekki vera tryggð þessi sjálfsögðu hollustuefni. Sá aukakostnaður myndi skila sér í auknu þreki og þoli, sem síðan skilaði sér í bættum árangri. Með von um bjarta framtíð íþrótta á íslandi, handknattleiksunnandi. Þakkir til F élagsmála- stofnunar Hafnarfjarðar Til Velvakanda. Þakkir sendum við Félagsmála- stofnun Hafnarfjarðar fyrir að gefa okkur tækifæri á íjögra daga ferða- lagi og dvöl í Skagafjarðarhéraði. Ferðalagið tókst einstaklega vel og á farastjórinn, Húnbjörg Einars- dóttir eflaust stærstan þátt í því. Hún stjórnaði með röggsemi og festu en þó með hlýju viðmóti. Þá var aðbúnaðurinn og móttökumar á Hótel Áningu á Sauðárkróki frá- bærar. Síst má gleyma að þakka leið- sögumanninum fyrir norðan er fór með okkur um héraðið og sýndi okkur marga sögulega staði. Hann fór með okkur í ferðalag aftur í aldir, útskýrði fyrir okkur atburði úr Sturlungasögu og Grettissögu. Þetta ferðalag verður okkur minnisstætt um ókomna daga. Ifyrir hönd ferðafélaganna, Einn úr hópnum. Víkverji skrifar A IVíkveija á fimmtudaginn í síðustu viku var gert að umtals- efni, að í frétt, sem kom frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morg- unblaðsins í Washington, væri þess getið að stofnun, er kannaði hag kvenna, hefði ekki fengið upplýs- ingar um hvernig stöðu þeirra væri háttað á íslandi. í frétt Ivars (nafn hans sem heimildarmanns féll því miður niður) er meðal annars kom- ist þannig að orði: „Það mun vekja athygli og ef til vill undrun margra, að Island kemst ekki á blað í þess- ari rannsókn.“ ívar (en hann var fyrstur manna til að skrifa dálka hér í blaðinu undir heitinu Víkverji) sneri sér til Sharon L. Camp, sem var í forystu fyrir þeim, er fyrir könnuninni stóðu, og spurði hvers vegna Island hefði ekki verið með. Sagði hún, að ekki hefði tekist að fá nægjanlegar og ábyggilegar upp- lýsingar frá Islandi. Víkveiji kynnti sér málið enn frekar. í Ijós kom, að engin opinber stofnun hér kannaðist við að hafa fengið fyrirspurn um jafnréttismál frá stofnuninni „Population Crisis Council“ í Bandaríkjaríkjunum, þar sem Sharon L. Camp er varafor- seti. Ivar Guðmundsson ræddi nán- ar við hana og kom í ljós, að hún eða stofnun hennar hafði aldrei snúið sér beint til íslenskra stjórn- valda heldur látið sér nægja að rýna 5 opinber, alþjóðleg gögn svo sem frá ILO þ.e. Alþjóðavinnumála- stofnuninni í Genf og Sameinuðu þjóðunum. Þar hefðu aðeins verið ófullburða upplýsingar um ísland. XXX Itilefni af kosningabaráttu þeirra Vigdísar Finnbogadóttur og Sigrúnar Þorsteinsdóttur um for- setaembættið lagði franska blaðið Liberation forsíðuna undir kynn- ingu á því, sem það kallaði „Kvennalýðveldið" ísland. Segjum nú, að einhver Frakki hafi viljað kynna sér hagtölur um stöðu kvenna í okkar ágæta landi eftir lestur Liberation, sem er vinstri- sinnað uppgangsblað í París. Vænt- anlega hefði hinn áhugasami les- andi leitað á sömu mið og viðmæl- endur Ivars Guðmundssonar í Was- hington og líklega með þeim ár- angri, að engar haldbærar upplýs- ingar um stöðu íslenskra kvenna væri að finna ! alþjóðlegum hagtíð- indum. Þetta er óviðunandi ástand. Rétt íslensk stjórnvöld þurfa að sjá til þess, að þeim alþjóðlegu stofnun- um, sem birta hagtölur um stöðu kvenna eða hvaðeina annað, séu sendar nauðsynlegar upplýsingar, þannig að ekki séu eyður í dálkun- um um ísland. XXX Löngum hefur verið sagt, að það sé þjóðarlöstur okkar íslend- inga að svara ekki bréfum eða skrif- legum fyrirspumum. Áhugi okkar á fjarskiptatækni hvers konar, farsímum, fjarritum, póstfaxi og tölvum bendir eindregið til þess að okkur sé mikið í mun að hafa að minnsta kosti tæki til að vera í sambandi hvert við annað og aðrar þjóðir. Öll þessi tækni og sá mann- afli sem við hana starfar er þó til lítils ef kraftamir em ekki nýttir til að sinna viðfangsefnum sem krefjast úrlausnar hveiju sinni. Sagt er að við lifum nú á bylting- artímum upplýsingaaldarinnar, þar sem skjótur aðgangur að haldgóðri vitneskju og upplýsingum sé lykill- inn að réttum ákvörðunum og vel- gengni. Við þurfum að koma slíkum upplýsingum um land okkar og þjóð á framfæri á réttum stöðum í hinu alþjóðlega samstarfskerfi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.