Morgunblaðið - 06.07.1988, Side 52
52
MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR MIÐVTKUDAGIJR 6. JÚLÍ 1988
j*
KNATTSPYRNA / ENGLAND
*
HÉ
Mm
FOLK
■ ALÞJÓÐA knattspyrnusambandið,
FIFA, hefur boðið Guatemala sæti Mex-
íkó í knattspyrnukeppninni á Ólympíu-
leikunum í Seoui. Guatemala varð næst
í röðinni á eftir Mexíkó í riðli þeirra í
undankeppninni. Mexíkanar voru sem
kunnugt er dæmdir í tveggja ára bann frá
alþjóðlegum knattspymumótum vegna
svindls í heimsmeistaramóti unglinga.
H SOVÉSKI landsliðsmaðurinn, Igor
Belanov, mun leika með fyrstu deildar
félaginu Atlanda á Ítalíu á næsta keppn-
istímabili. Samkvæmt því sem fram-
kvæmdastjóri ítalska liðsins, Franco
Landri segir, munu laun Belanovs verða
um 170.000 kr. á mánuði. Auk þess mun
hann fá frían bíl hjá félaginu. Þá mun
sovéska knattspyrnusambandið fá 6,5
milljónir kr. í sinn hlut. Þessar upphæðir
eru vægast sagt lágar miðað við það sem
annars er borgað fyrir sterka erlenda leik-
menn í ítölsku fyrstu deildinni. Til saman-
burðar má geta þess að fyrrum Liverpool
leikmaðurinn Ian Rush, sem lék með Ju-
ventus á síðasta keppnistímabili, kostaði
um 207 milljónir kr. Það hefur heyrst að
sovéska knattspyrnusambandið fengi einn-
ig í sinn hlut 13 milljóna kr. virði í olíu,
en Landri neitaði því alfarið er hann ræddi
við fréttamenn í gær. Belanov mun fara
til Atlanda í næstu viku til þess að hitta
verðandi félaga sína.
■ PAT Nevin, sóknarmaðurinn snjalli
frá Chelsea, skrifaði undir samning við
Everton í gær. Liðin hafa deilt um verðið
og Chelsea vill fá 1.7 millj. punda en
Everton vill hinsvegar aðeins borga
400.000 pund. Dómstóll enska knatt-
spyrnusambandsins mun því ákveða hvað
sé sanngjarnt verð.
I MIROSLA V Okonski er hættur við
að fara til Anderlecht og fer líklega til
AEK Aþenu. Þjálfari Hamburg, Erich
Ribbeck og forseti gríska liðsins hafa kom-
ist að samkomulagi og AEK Aþena mun
borga Hamburg um 25 millj. ísl kr. fyrir
Okonski.
,Gefum ungu
mönnunum
tækifæri"
■ segir Bobby Charlton, sem hefur
leikið 106 landsleiki fyrir England
Bobby
Charlton,
fyrrum
stjórnandi
enska
landsliAs-
ins - í HM
1966 í Eng-
landi og
1970 í
Mexlkó.
„VIÐ verðum að horfast í augu við
það, að það eru ekki margir leikmenn
sem voru eftir heima, sem eru betri
heldur en þeir tuttugu sem fóru til
Vestur-Þýskalands. Það eru þó nokkr-
ir ungir leikmenn, sem eiga að fá tæki-
færi til að spreyta sig fyrir England,"
sagði Bobby Charlton, fyrrum fyrirliði
enska landsliðsins og leikmaður með
Manchester United, sem lék 106
iandsleiki fyrir England.
Bobby bendir á, að fyrirliði
enska liðsins í Evrópukeppn-
inni, Bryan Robson, hafi sagt eftir
keppnina: „Ástæðan fyrir því að við
náðum ekki betri árangri - er að
við lékum mjög illa. Við náðum
okkur aldrei á strik.“
„Þetta er rétt. Enska liðið náði
aldrei að sýna eins góðan leik og
liðið sýndi í undankeppni Evrópu-
keppninnar. Liverpool-leikmennirn-
ir John Barnes og Peter Beardsley
ollu vonbrigðum. Þar getur spilað
þar inn í, að þeir áttu mjög erfitt
keppnistímabil með Liverpool og
voru þreyttir. Pressan var mikil á
þeim. Það er þó ekki hægt að horfa
fram hjá því, að John Barnes hefur
aldrei náð að sýna getu sína-í enska
landsliðsbúningnum. Hvað getum
við leyft okkur að gefa honum
mörg tækifæri til viðbótar?" sagði
Charlton.
„Við verðum að fara að byggja upp
landslið fyrir unadankeppni heims-
meistarakeppninnar á Ítalíu 1990.
Gefa ungum leikmönnum tækifæri
til að spreyta sig og til þess er
tilvalið tækifæri á Wembley í sept-
ember, þegar Englendingar og Dan-
ir leika þar vináttulandsleik.
Bruce besti vamarmaðurinn
Það á að gefa Steve Bruce, mið-
verði Manchester United, tækifæri.
Hann var besti miðvörðurinn í Eng-
landi síðast liðið keppnistímabil -
betri heldur en þeir leikmenn, sem
hafa leikið með landsliðinu. Tony
Adams, Dave Watson, Mark Wright
og Terry Butcher. Hann er fram-
tíðarleikmaður í vörninni.
Paul Gascoigne hjá Newcastle er
sterkur miðvallarspilari og skot-
fastur. Hann er hugsanlegur sem
maður framtíðarinnar. Til að finna
það út, verður hann að fá tækifæri.
Einnig á að gefa Arsenal-parinu
David Rocastíe og Paul Davis
tækifæri til að leika. Þeir eru mjög
hugmyndaríkir leikmenn og vinna
vel saman.
Nigel Clough, sóknarleikmaðurinn
ungi hjá Nottingham Forest, er
mjög hættulgur. Hann leikur stórt
hlutverk í hinu unga Forest-liði. Þá
hefur hann skorað mikið af mörkum
fyrir enska 21 árs landsliðið. Gefum
Clough tækifæri til að skjóta okkur
aftur á toppinn," sagði Bobby
Charlton.
DOMARAMAL / GUÐMUNDUR HARALDSSON
„Þú getur ekki sýnt mér gula spjaldið!"
að er ótrúlegt hve margir
knattspyrnumenn eru fáfróð-
ir um reglur í knattspymu. Sem
dæmi um það langanr mig til að
segja frá furðulegu atviki er ég
upplifði í leik milli Skotlands og
ísraels í forkeppni heimsmeistara-
keppninnar sem ég dæmdi.
Það voru liðnar um 10-12 mín.
af ieiknum er Graeme Souness
og ísraelski leíkmaðurinn Avi
Cohen lentu í baráttu um boltann,
en Cohen þessi og Souness léku
saman hjá Liverpool á þessum
tíma. Souness hafði betur í
baráttunni um boltann en þá gerð-
ist það að Cohen greip um Sou-
ness með báðum höndum og hélt
honum föstum.
Ég dæmdi aukaspyrnu á Cohen
og sýndi honum gula spjaldið, en
þá skeði undrið. Cohen varð
„stjörnuvitlaus" er hann sá spjald-
ið og sagði: „Þú getur ekki sýnt
mér gulta spjaldið.“ Ég varð meira
en lítið undrandi við þetta og bar
forvitnin mig ofurliði svo að ég
sagði við hann: „Hvers vegna
ekki?“ Og ekki stóð á svarinu. „Ég
verð fyrst að koma við boltann
til þess að þú getir áminnt mig
með gulu spjaldi en ég hef ekki
ennþá snert boltann.“ Já, það var
atvinnumaður sem þannig mælti.
En maður getur hugsað sér hvem-
ig ástandið yrði á leikvellinum ef
þessi ágæti leikmaður hefði rétt
fyrir sér og leikmenn gætu geng-
ið hamförum áður en þeir snerta
boltann í fyrsta skipið í leiknum.
Og svo er maður að fárast yfir
því hvað áhugamennirnir okkar
eru oft fáfróðir um knattspyrnu-
lögin!
Mótmæli
Oft koma fyrir undarleg atvik í
knattspyrnuleikjum. Ég minnist
þess er ég dæmdi leik í Evrópu-
keppninni á milli Leeds frá Eng-
landi og Valetta frá Möltu.
Möltuliðið spilaði mjög sterkan
vamarleik, eins og lið frá Möltu
gera alltaf, reyndu þeir ekki sókn-
arleik allan leikinn. Þegar langt
var liðið á leikinn, og staðan 3-0
fyrir Leeds, dæmdi ég vítaspyrnu
á Möltuliðið og var sú vítaspyrna
mjög augljós. Einn sóknarmaður
Leeds var kominn í gegnum vörn-
ina hjá andstæðingunum er hon-
um var brugðið illa. En til mikill-
ar furðu mótmæltu Möltuleik-
mennimir mjög kröftuglega sem
endaði með því að einn leikmaður
fékk að sjá gula spjaldið. Þegar
svo leikmennirnir loksins komu
sér út úr vítateignum, sneri einn
Möltuleikmaðurinn sér að mér, og
sagði: Jæja, allt í lagi, en þú verð-
ur þá að „gefa“ okkur vítaspymu.
Við þessi orð leikmannsins lang-
aði mig svo sannarlega að svara
honum, en gerði að sjálfsögðu
ekki. En það var komið fram á
varir mínar að segja: Þið verðið
þá að fara inn í vítateiginn hjá
Leeds, en þangað höfðu þeir aldr-
ei komist.
En að sjálfsögðu, þó skopsky-
nið sé fyrir hendi verður dómarinn
oftast nær að sitja á sér. En um
leið og ég flautaði til leiksloka,
komu tveir Möltuleikmenn sem
höfðu hrópað hvað hæst er ég
dæmdi vítaspyrnuna og báðu mig
afsökunar og sögðu að þeir hefðu
aðeins verið að reyna að fá mig
til þess að skipta um skoðun.
Síðan brostu þeir breitt.
Með dómarakveðju,
Guðmundur Haraldsson.