Morgunblaðið - 06.07.1988, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 06.07.1988, Qupperneq 56
tingiiiiWbKfetfe fíORk} Tork þurrkur. I>oi>iir hrvlnlii'tl cr miuitiiyn. <m asiaco hf ’ Vesturgötu 2 Póstholf 82( 826 121 Reykjavik Simi (91) 26733 MIÐVIKUDAGUR 6. JULI 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Handleggsbrotið í fangageymslunni: Lögreglumaður dæmdur í 20 þús- und króna sekt SAKADÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fyrrverandi lög- reglumann til að greiða 20 þús- und króna sekt til ríkissjóðs vegna gáleysis i starfi þegar tvítugur Eskfirðingur hand- leggsbrotnaði í fangaklefa í lög- reglustöðinni á Hverfisgötu að- faranótt 13. febrúar sl. Dómur- inn sýknaði hins vegar lögreglu- varðstjóra af öllum kröfum kákæruvaldsins í málinu. Engin skaðabótakrafa var lögð fram af hálfu piltsins. Lögreglumanninum fyrrverandi var gefið að sök að hafa gerst of- fari í starfi þegar hann, ásamt tveimur öðrum lögreglumönnum, færði piltinn úr yfirhöfn vegna fyr- irhugaðrar vistunar hans í fanga- klefa. Hann hefði tekið báðum höndum um vinstri handlegg pilts- ins og sveigt hann aftur fyrir bak "með þeim afleiðingum að hann hefði hlotið brot á neðanverðu upphand- leggsbeini. í niðurstöðum dómsins segir m.a. Landbúnaðarvönir; Niður- greiðslur hækka Ríkisstjórnin hefur ákveðið að niðurgreiðslur á hefðbundnum landbúnaðarafurðum hækki til jafns við hækkanir á söluskatti sem urðu við búvöruverðshækk- un í mars og júní. Var þetta sam- þykkt á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku og miðast við 1. sept- ember en þá verður ársfjórð- ungsleg búvöruverðshækkun. Gert er ráð fyrir að hækkun sölu- skatts vegna verðhækkananna nemi um 160 milljónum króna og hækka niðurgreiðslur þá sem því nemur. Framleiðsluráð landbúnaðarins reiknaði út bráðabirgðaverð á land- búnaðarafurðum miðað við að hlut- fall niðurgreiðslna héldist. Stað- festing hefur borist Framleiðsluráði frá viðskiptaráðuneytinu á útreikn- ingum ráðsins varðandi niður- greiðslur á nautakjöti en ekki hefur enn borist staðfesting varðandi út- reikninga um niðurgreiðslur á mjólk og kindakjöti, að sögn Gísla Karls- sonar framkvæmdastjóra ráðsins. Þegar tekinn var upp söluskattur á matvæli um síðustu áramót var ákveðið að endurgreiða söluskatt á hefðbundnum landbúnaðarafurðum í formi niðurgreiðslna. Eftir búvöru- verðshækkanirnar á árinu var deilt um það í ríkisstjórninni hvort greiðslurnar ættu að vera óbreyttar eða hækka í hlutfalli við hækkun búvöruverðs og um leið söluskatts, sem varð síðan niðurstaðan. að pilturinn, sem sé grannur og lágvaxinn, hafi verið í átökum við þrjá lögreglumenn og einn fanga- vörð þegar handleggur hans, sem lögreglumaðurinn fyrrverandi hafi haldið í lögreglutaki, brotnaði. Þrátt fyrir að tak þetta sé kennt öllum verðandi lögreglumönnum verði að leggja þeim þá skyldu á herðar að beita því með þeim hætti að menn slasist ekki alvarlega. Því verði að telja að lögreglumaðurinn hafi ekki sýnt nægilega varkámi þegar hann hélt um handlegg piltsins, enda þótt hann hafi veitt mikla mót- spymu þegar reynt hafi verið að færa hann úr yfirhöfn, eins og skylda sé. Hins vegar beri að sýkna lög- reglumanninn af þeirri ákæru að hafa fyrrgreinda nótt farið fyrir og stjórnað för lögreglumanna að dval- arstað piltsins og handtekið hann þar að nauðsynjalausu vegna kæru sonar lögreglumannsins á hendur piltinum fyrir meint spjöll á bifreið. Dómurinn telur að handtakan hafi ekki verið að nauðsynjalausu þar sem pilturinn hafi verið gmnað- ur um refsiverðan verknað og ósannað sé að hann hafi svarað spurningum lögreglumannanna sem að handtöku hans stóðu, um nafn og heimilisfang. Ekki verði heldur slegið föstu að lögreglumað- urinn hafí verið vanhæfur til að handtaka piltinn þrátt fyrir að náið skyldmenni hans hafi átt hagsmuna að gæta. I dóminum segir einnig að sýkna beri varðstjóra af þeirri ákæru að hafa, er komið var með piltinn á lögreglustöðina, ákveðið vistun hans í fangaklefa enda þótt enga nauðsyn hefði borið til slíkrar vist- unar. Ekkert hafi komið fram í málinu sem mæli því í gegn að varðstjórinn hafi einvörðungu ætlað að vista piltinn vegna öryggissjón- armiða til skamms tíma uns af hon- um rynni áfengisvíman. Dómari í málinu var Ingibjörg Benediktsdóttir sakadómari. Rosabaugur um sólu Morgunblaðið/Óláfur K. Magnússon MIKILL baugur umkringdi sólina á mánudag. Að sögn Páls Bergþórssonar, veðurfræðings, er al- gengast að svona baugar séu kailaðir rosabaugar og þykja þeir fyrirboðar roks og rigningar. En af sumum eru þeir nefndir þráviðrisbaugar og þá hafðir til marks um það að veður muni haldast óbreytt. Baugurinn á mánudaginn var sérstakur að því leyti að í honum voru litbrigði efst og neðst. Helsinki: Grænfriðmigar komu í veg fyrir fermingu Urriðafoss SEX grænfriðungar hlekkjuðu sig við tvo stóra hafnarkrana í Helsinki-höfn skömmu fyrir mið- nætti í gær að finnskum tíma til að hindra að hægt yrði að skipa frystigámum með hvalkjöti um borð í Urriðafoss og endursenda þá þar með til Islands. Að sögn Lars Lundstens, fréttaritara Morgunblaðsins í Finnlandi, sem staddur var í höfninni, var fjöldi lögreglumanna mættur á stað- inn, en lögreglan þorði ekki að reyna að ná mönnunum niður af ótta við að slys hlytist af, en þeir voru í um 20-30 metra hæð. Þegar Morgunblaðið hafði síðast spurnir af var Urriðafoss enn í höfninni í Helsinki, en skipið átti að leggja af stað til íslands í nótt. Hafnaryfirvöld höfðu lokað hlið- um að svæðinu þar sem hvalkjötið var geymt, en grænfriðungum tókst að laumast þar inn í skjóli nætur. Lögreglan tók niður borða sem grænfriðunga höfðu hengt upp, þar sem á var letrað: „Ef við getum ekki bjargað hvölunum, hvernig getum við þá bjargað okkur sjálf- um?“ Þá hafði lögreglan afskipti af dráttarbáti sem grænfriðungar höfðu leigt og notuðu til að flytja mat og vistir til mannanna í krönun- um. Eihn talsmanna grænfriðunga sagði í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins að vissulega væru aðgerðir þessar ólöglegar, en sú ákvörðun finnskra stjórnvalda að endursenda kjötið í stað þess að gera það upptækt, stríddi gegn finnskum lögum. Grænfriðungar hygðust hindra fermingu þar til Urriðafoss væri farinn, en þá myndu líða tvær vikur þar til næst kæmi skip á leið til íslands og þann tíma myndu grænfriðungar nota til að reyna að telja stjórnvöldum hug- hvarf. Talsmaðurinn sagði að mennirnir sex gætu þó varla verið í krönunum nema til morgundags- ins, í dag, þar sem þeir myndu þá tefja aðra starfsemi í höfninni. Gámarnir, sem innihalda tæp 200 tonn af frystu hvalkjöti, hafa beðið flutnings í um tvær vikur eftir að finnsk stjórnvöld ákváðu að endur- senda þá þar sem ekki mætti flytja hvalkjöt í gegnum Finnland.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.