Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 Steinakrýl er meira en venjuleg málning málning't T-Jöfðar til XX fólks í öllum starfsgreinum! Vísað til vegar Bókmenntir Erlendur Jónsson Einar Þ. Guðjohnsen: GÖNGU- LEIÐIR Á ÍSLANDI. 1. Suðvest- urhornið. 74 bls. Almenna bóka- félagið. Reykjavík, 1988. Einar Þ. Guðjohnsen hefur ára- tugum saman unnið að ferðamál- um. Hann er því flestum hnútum kunnugur á því sviði. í þessari bók bendir hann á gönguleiðir í ná- grenni Reykjavíkur, annars vegar með Vesturlandsvegi allt til Hval- fjarðar, hins vegar með Suður- landsvegi. Lengst staldrar hann við á svæðinu kringum Hengilinn. Þar er líka hvort tveggja, sérkenni- legt landslag og fjöldi gönguleiða. Hveijum kafla fylgja kort. Einnig nokkrar litmyndir. Kortin eru greinileg. Myndirnar eru hins veg- ar of dimmar. Þar hefur eitthvað farið úrskeiðis á einhveiju stigi prentvinnslunnar. Einar minnir á að unnt sé að skreppa með rútu þangað sem ganga skal hefjast. Að öðru leyti gerir hann ráð fyrir að hver og einn skjótist á eigin bíl. »Ekki leggja allir af stað í göngu með sama hugarfari eða af sömu Þýskur kór með tónleika Húsavík. ÞÝSKI kórinn Kantorei an der Pauluskirche, sem er á söngferð um Norðurland, söng í Húsavík- urkirkju sl. mánudagskvöld við góða aðsókn og mikla hrifningu áheyrenda. Stjómandinn, Carola- Bischoff, er ungur og velmenntaður stjóm- andi sem hefur gott vald yfir kóm- um. Einsöngvari var Margrét Bó- asdóttir en hún hefur sungið með kómum í Þýskalandi. Prófessor Heinz Markus Göttsche orgelleik- ari lék einleik og jafnframt lék tríó svo að hljómleikar þessir voru mjög fjölbreyttir. Þetta voru einir af fimm svoköll- uðum sumartónleikum sem áhuga- menn hér norðan heiða stofnuðu til í fyrrasumar og eru sömu verk- efnin flutt í Akureyrarkirkju, Húsavíkurkirkju og Reykjahlíðar- kirkju um hveija helgi í fimm vik- ur og hefur áhugi og aðsókn farið vaxandi fyrir þessu menningará- taki. Kórinn syngur í Hallgrímskirkju á sunnudaginn kl. 17 og er ástæða til að hvetja tónlistarunnendur til þess að hlusta á það sem hér er boðið upp á. - Fréttaritari Einar Þ. Guðjohnsen ástæðu,« segir Einar. »Sumir hafa einkum í huga hreyfinguna og vilja þá gjama ganga hratt og fara lengri leið. Aðrir leggja mesta áherslu á að fara rólega og skoða umhverfi sitt vel, jafnvel leggjast í góða laut og fara í sólbað, ef þannig viðrar. Enn aðrir leggja af stað með einhvers konar land- könnunaráhuga í veganesti.« Al- gengast mun að nokkrir gangi saman í hóp: fjölskylda, félagar, klúbbur — og nýtur fólk þá félags- skapar með hreyfingunni. Einn og einn kýs hins vegar að komast frá erli dagsins og streitu og njóta kyrrðar og einveru við friðsæld óspilltrar náttúru. Hvort tveggja hefur sinn kost með sér. Og öllum göngumönnum mun bók þessi koma að gagni, hvernig sem þeir haga ferð sinni. Tími sá, sem Einar ætlar til göngu á hverri leið, er þó síst sniðinn að þörfum þess sem er staðh'áttum kunnugur og gengur rakleitt og greitt, enda mundi sá vart þurfa á ráðum að halda. Víða bendir Einar á hring- leiðir. Er vert að gefa gaum að þeim möguleikanum svo ekki þurfi að ganga sömu leiðina fram og til baka. Marga auðvelda leið má finna í nágrenni Reykjavíkur. En fjallgangan er að sjálfsögðu með í dæminu, enda nóg af Ijöllum til að klífa innan sjónhrings höfuð- staðarins. Er þá auðvitað nærtæk- ast að horfa til Esjunnar. En þeim, sem sýnist hún of brött og há, er meðal annars bent á Lyklafell með Suðurlandsvegi. Þá er minnt á sér- kennilega bletti eins og Maradal og Kattatjarnir svo dæmi séu tek- in. Ennfremur á fomar leiðir eins °g þjóðleiðina gömlu yfir Hellis- heiði. Hana er tilvalið að ganga í rólegheitum og virða fyrir sér hvemig hófar hestanna hafa mark- að slóð í Helluhraunið aldirnar í gegnum. Þar er saga kynslóðanna bókstaflega meitluð í bergið. Einar rifjar gjarnan upp sögur sem tengjast örnefnum. Sum ör- nefni hafa öðrum fremur örvað ímyndunarafl þjóðarinnar. Svo er t.d. um Lyklafell og Jórukleif. Ör- nefnaskrá fylgir sem mjög auð-. veklar notkun bókarinnar. I stuttu máli: Handhæg bók. Og hæfilega ítarleg. • • Oryggis- þjónusta fyrir ferða- menn Reyndir ferðamenn gera ailtaf ráð fyrir því óvænta og þeir láta því alltaf einhvem vita af ferðum sínum. Með því að skilja eftir ferðaáætlun hjá kunnugum tryggja þeir öryggi sitt. Ferðamenn ættu einnig að not- færa sér öryggisþjónustu Lands- sambands hjálparsveita skáta og Landssambands flugbjörgunar- sveita, sem starfrækt hefur verið undanfarin ár í samvinnu við Secur- itas. Þjónustan er ókeypis. Tekið er á móti upplýsingum um ferða- áætlun og áætlaða heimkomu í síma 91-686068 og ef eitthvað ber útaf hefst eftirgrennslan. Öryggisþjón- ustan er á vakt allan sólarhringinn — allan ársins hring. Ferðamenn ættu einnig að hafa á takteinum sameiginlegan neyð- arsíma björgunarsveitanna, en hann er 91-627111. Hentugnr búnaður til gönguferða í óbyggðum Þegar haldið er í fjallaferðir er gott til þess að vita að ekkert hafi gleymst. Landssamband hjálpar- sveita skáta tók saman þennan minnislista fýrir þá ferðamenn sem vilja vera rétt búnir frá toppi til táar: • Lambhúshetta eða pijónahúfa • Stakkur, og í honum: — Landakort — Áttaviti — Flauta — Vettlingar • Ullarpeysa • Bómullarskyrta • Ullarnærföt • Bakpoki — aukafatnaður — regngalli — nesti essi stendur fynr sínu! MAZDA T 3500 er langvinsælasti bíllinn í 3.5 tonna stærðarflokki hérlendis og var liðlega helmingur þeirra bíla sem seldust hér á síðasta ári af þessari gerð og engin furða. Hann ber 3.5 tonn á grind, vélin er 3500 cc 86 DIN hestöfl og gírar eru 5 með háu og lágu drifi. Húsið er stórt og bjart (veltihús) og þægileg sæti eru fyrir 2 farþega auk ökumanns. Fjöðrunin er mýkri og þýðari en gerist í bílum af þessari stærð. Ríkulegur búnaður fylgir MAZDA T 3500, svo sem: • Vökvastýri • Veltistýri • Mótorbremsa • Yfirstærð afdekkjum (700x16) • Yfirstærð af rafgeymi • Bakk- flauta • Útispeglar beggja vegna • Luxusinnrétting • Tauáklæði á sætum • Þaklúgur • Höfuðpúðará sætum • Halogen aðalljós • Litað gler í rúðum • Aflmikil miðstöð • Viðvörunartölva og margt fleira. Við getum afgreitt þessa bíla með vönduðum pöll- um eða vörukössum, sem vakið hafa verðskuldaða athygliog fengiðfrábæradómaatvinnumanna. Enn- fremur léttar álvörulyftur, sturtur og vökvakrana. Tæknimenn okkar veita ráðgjöf við val á búnaði og annast hönnun með þínar sérþarfir í huga. Við leggj- um ríka áherslu á góða þjónustu og er viðhalds- og varahlutaþjónusta okkar rómuð af öllum, sem til þekkja. Þú ert því í góðum höndum hjá okkur! Við eigum örfáa bíla óráðstafaða á gömlu verði. Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita fús- lega allar nánari upplýsingar. Opið laugardaga frá kl. 1-5 BÍLABORG H.F. FOSSHÁLS11, SÍMI68 12 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.