Morgunblaðið - 28.07.1988, Page 23

Morgunblaðið - 28.07.1988, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 23 Breyting á rekstri tilraunabúsins á Reykhólum Fjárstofninn leigður út ÁKVEÐIÐ hefur verið að breyta rekstri tilraunabússins á Reyk- hólum i Austur- Barðarstrandassýslu og leigja út fjárstofn bússins. Að sögn Bjarna Guðmundssonar aðstoðarmanns landbúnaðarráð- herra, eru breytingar á rekstri sauðfjárbússins gerðar til einföldun- ar og sparnaðar fyrir skattgreiðendur en búið mun áfram sinna jarðræktartilraunum. Rekstur tilraunabússins heyrir undir Rannsóknastofnun landbún- aðarins og sagði Bjarni að stofnun- in hefði ákveðnum skildum að gegna gagnvart landbúnaði í þess- um landsfjórðungi samkvæmt lög- um um tilraunastöðina. „Þar er tek- ið fram að þarna skuli fyrst og fremst vera tilraunir í jarðrækt en það sem takmarkar landbúnað á Vestfjörðum er fóðurframleiðsla,“ sagði Bjarni. „Sauðíjárrækt er víðast hvar svipuð hvar í landi, sem hún er stunduð en með þessari breytingu hyggst Rannsóknastofn- un landbúnaðarins, reyna að rækta betur þær skyldur sínar við bændur í fjórðungnum en tekist hefur hing- að til.“ Pjárstofn bússins verður áfram á Reykhólum en leigður út með ákveðnum skilmálum um að haldið verði áfram með þau verkefni, sem unnið hefur verið að síðustu 25 til 30 árin. Hafa staðið yfir samninga- viðræður við þann, sem hefur verið Ú'ármaður um að leigja bústofninn. „Það verður fylgst áfram með fénu því þama liggur fyrir nákvæm skráning á eiginleikum og ætt þessa búfjár í um 30 ár og menn hafa áhuga á, að halda því áfram en það getur venjulegur bóndi gert eins og ríkið," sagði Bjarni. „Þetta er eitt hreinasta sauðfjárhólfið á landinu hvað sjúkdóma varðar og þess vegna má gera ráð fyrir að fé úr þessu hólfi verði mjög eftirsóknar- vert.“ Veldu Steinvara 2000 gegn steypu- skemmdum SYKURLAUÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.