Morgunblaðið - 28.07.1988, Side 28

Morgunblaðið - 28.07.1988, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 Staðinn að verki Der Spiegel Walter Geyer, þingmaður græningja í Austurríki, vakti glæpa- hneigðina hjá samstarfsmönnum sínum á dögunum þegar hann hélt maraþonræðu um skógardauðann í Ölpunum. Eftir átta klukkustunda orðaflaum var gert þinghlé til að menn gætu rétt úr sér og hreinsað hlustirnar. En á meðan var handriti ræðunnar stolið úr púltinu. Auðvelt reyndist þó að finna hina fingralöngu þingmenn. Á myndbandi sem var í gangi þennan dag sást að þar var Heribert Steinbauer, þingmaður hins hægrisinnaða Þjóðar- flokks Austurríkis, á ferð og flokkssystir hans Marilies Flemming umhverfismálaráðherra. Steinbauer sagði að stuldurinn hefði verið „smágrín" en græningjar sjá málið í öðru ljósi. Þeir tala um „Watergate í austurríska þinginu" og krefjast opinberrar afsökunarbeiðni þjófsins og vitorðsmanns hans. 0 Olympíuleikarnir i Seoul: Suður-Kóreumenn hyggj- ast ræða við Norðanmenn Seoul. Reuter. SUÐUR-Kóreumenn hafa ákveðið að ganga til viðræðna við Norð- ur-Kóreumenn um hugsanlega þátttöku Norðanmanna í Ólympíu- leikunum í Seoul, að sögn talsmanns suður-kóreska þingsins. Að sögn talsmannsins urðu helztu leiðtogar suður-kóreska stjómárflokksins og stjómarand- stöðunnar, sem hefur meirihluta á þingi, sammála um það í gær að gera Norðanmönnum næstkom- andi mánudag formleg tilboð um viðræður í landamæraþorpinu Pan- munjon. Verða Norðanmenn beðnir að velja fundartíma um miðjan næsta mánuð. Samkvæmt samkomulaginu verða 15 þingmenn valdir til við- ræðnanna við Norðanmenn og auk þess sem rætt verður sérstaklega um hugsanlega þátttöku Norður- Kóreumanna í Olympíuleikunum, sem verða settir í Seoul 17. sept- ember, verður rætt um ýms mál er snerta sambúð ríkjanna. Norður-Kóreumenn kröfðust þess í fyrra að fá að halda hluta Friðarhorfur ber að þakka samstöðu lýðræðisríkjanna - segir Frank Carlucci, vamarmálaráðherra Bandaríkjanna Washington. Reuter. FRANK Carlucci, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að bættar friðarhorfur á hinum ýmsu átakasvæðum heims bæri að þakka styrk og samstöðu aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins en ekki umbótastefnu Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga. Carlucci, sem heldur í heimsókn til Sovétríkjanna í næstu viku, kvaðst í við- tali við Reuíers-fréttastofuna ekki sjá nein merki þess að Sovétstjórn- in hefði látið af útþenslustefnu sinni, um það bæru gríðarleg fram- lög til varnarmála og samsetning heraflans skýrt vitni. Carlucci kvað stjómvöld í Banda- ríkjunum hafa tekið skýra afstöðu til málefna hinna ýmsu átakasvæða og nefndi einkum Afganistan, An- gólu og Kambódíu. „Bandamenn okkar hafa staðið með okkur og kommúnistaflokkunum í ríkjum þessum hefur orðið ljóst að þeir munu ekki ná markmiðum sínum," sagði ráðherrann og bætti við að þessi stefna lýðræðisríkjanna hefði valdið mestu um þróun mála en ekki stefna Gorbatsjovs Sovétleið- toga. Carlucci kvaðst fagna því mjög að stjómvöld á Kúbu hefðu fallist á að kalla hermenn sína heim frá Angólu og Víetnamar skuld- bundið sig til að draga herlið sitt frá Kambódíu. Þá væri heimkvaðn- ing sovéska innrásarliðsins frá Afg- anistan einnig mikið fagnaðarefni. í máli Carluccis kom fram að Bandaríkjastjórn væri tilbúin til að ræða þátttöku Sovétmanna í friðar- gæslu á vegum Sameinuðu þjóð- anna við Persaflóa tækist að koma á vopnahléi í stríði írana og íraka. Á hinn bóginn gætu Bandaríkja- menn ekki samþykkt neitt það sem verða myndi til þess að auka áhrif Sovétmanna í þessum heimshluta. Carlucci heldur til Finnlands á fimmtudag og dvelst þar yfir helg- ina. Á mánudag heldur hann í aust- urátt til Moskvu þar sem hann ræðir við Dímítrí Jazov, vamar- málaráðherra Sovétríkjanna, og skoðar m.a. sovéskar herstöðvar. Svíþjóð: Ekki framar minnst á kynhneigðir Carlssons Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. EBBE Carlsson, sænskur bókaút- gefandi, sem sakaður er um smygl og ólöglega einkarann- sókn á morðinu á Olof Palme forsætisráðherra, kom í gær fyr- ir stjórnarskrárnefnd þingsins. Mótmælti hann þar ákaflega vangaveltum og getsökum um, Thailand: Flóttamennirnir ör- vænta um framtíðina Ban^kok. Reuter. ÞRJATÍU víetnamskir flóttamenn í búðum í Thailandi hafa reynt að svipta sig lífi á siðustu mánuðum. Var þetta haft eftir starfsmönn- um hjálparstofnana, sem sögðu, að flóttafólkið örvænti um að fá nokkru sinni hæli í öðru landi. í Phanat Nikom-búðunum í Thai- landi eru 15.000 flóttamenn frá Víetnam en í janúar sl. bönnuðu stjórnvöld fólkinu að sækja um hæli í þriðja landinu. Er ástæðan ekki sú, að þau vilji ekki sjá á bak flóttamönnunum, heldur vill hún með þessu draga úr flóttamanna- straumnum til landsins. Fyrir hálf- um mánuði reyndi 10 manna fjöl- skylda í búðunum að ganga öll í dauðann í einu en sem betur fer tókst að koma í veg fyrir það. Nú hefur hún fengið hæli í Banda- ríkjunum. Þeir, sem reyna að stytta sér aldur, eru einkum þeir, sem hefur verið synjað um hæli á Vest- urlöndum. Talið er, að sumt af fólkinu vilji snúa aftur heim til sín geti það treyst á, að stjómvöld láti það í friði þegar þangað kemur, og Víet- namstjóm hefur raunar lýst yfir í fyrsta sinn, að hún sé reiðubúin að taka aftur við flóttafólkinu. Meira en milljón manns hefur flúið frá Víetnam síðan kommúnistar tóku þar öll völd. leikanna, ellegar myndu þeir snið- ganga þá. Buðust Sunnanmenn til að láta hluta leikanna af hendi. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) reyndi að miðla málum en þótti kröfur Norðanmanna ganga of langt. Juan Antonio Samaranch, forseti IOC, ítrekaði í gær „lokatil- boð“ nefndarinnar frá því í janúar um skiptingu leikanna. Það gerði ráð fyrir að keppt yrði í bogfimi, borðtennis, blaki kvenna, hjólreið- um og knattspymu, ýmist að öllu leyti eða hluta til, í Norður-Kóreu. Fullkominn ' ijandskapur hefur ríkt með kóresku ríkjunum frá því í Kóreustríðinu, sem stóð yfir á ámnum 1950 til 1953. Skipulögð glæpastarf- semi í Sovétríkjunum MAFÍAN lifir góðu lífi í Sovétríkjunum. Starfsemi hennar er í flestu lík því sem þekkist í Bandaríkjunum og á Ítalíu. Guðfeðurn- ir hika ekki við að leggja undir sem svarar 40 miUjónum króna í spilum eða ráða leigumorðingja fyrir aUt að áttahundruðþúsund krónur, vilji þeir losna við keppinauta sína. Mafían teygir anga sína um öll kúga fé út úr samvinnufélögum Sovétríkin en mest er starfsemin syðst í landinu, frá Moldavíu og Úkraínu í vestri til Úzbekístan og Mið-Asíu í austri. Hún tengist inn- brotastarfsemi, eiturlyQa- og vodkasölu og vændi. Sovéska maf- ían fór að blómstra á tímum Brez- hnevs enda þrífst hún best undir höftum og skrifræði. Lögreglan er ekki nógu vel búin til að takast á við hana og auk þess eru engin lög sem banna sérstaklega skipu- lagða glæpastarfsemi. Nákvæm lýsing á skipulagðri glæpastarfsemi í Sovétríkjunum birtist nýlega í blaðinu Litera- tumaya Gazeta í viðtali við Alex- ander Gurov, undirofursta, sér- fræðing á þessu sviði. Að hans sögn á sovéska mafían ekki margt ólært af mafíunni á Italíu, Banda- ríkjunum og öðrum löndum. Hún er í Ieynimakki með embættis- mönnum, mútar lögreglunni og kúgar vemdarfé út úr fómarlömb- um sínum. Hún er m.a.s. farin að og að koma nýjum á fót til að „hreinsa" illa fengið fé. Mafían er ekki heildarsamtök heldur er um að ræða marga hópa sem ráða yfir eigin svæði og hver hefur sinn guðföður, en þeir þekkja vitanlega hvom annan og halda jafnvel sín eigin þing. Eitt slíkt var haldið við Svartahafið árið 1985 og efni þess var „Áhrif perestrojku á störf lögreglunnar." Margar aðrar athafnir minna á mafíuna á vesturlöndum. T.d. eru jarðarfarir sovésku mafíunnar íburðarmiklar. Síðasta vetur mættu félagamir til jarðarfarar í Moskvu, á 40 bílum, margir klæddir eins og tíðkaðist í Chicago á þriðja áratugnum. Eftir á dreifðu þeir blómum á veginn frá kirkju- garðinum. Annars staðar mættu tvöþúsund manns, alls staðar að af landinu, í jarðarför mafíufor- ingja og líkfylgdin olli umferða- röngþveiti í bænum. að leita mætti mætti skýringa á málinu í samkynhneigð hans eða einhverra kunningja hans. Við yfirheyrslur stjómarskrár- nefndarinnar sagði Carlsson, að einkarannsókn hans á Palmemorð- inu væri ekki af stjómmálalegum rótum runnin, heldur hefði hann aðeins viljað rétta lögreglunni hjálp- arhönd. I síðasta mánuði neyddist Anna-Greta Leijon dómsmálaráð- herra til að segja af sér þegar upp komst, að hún hafði lagt blessun sína yfír rannsókn Carlssons. Fyrir tæpri viku hvatti kunnur lögfræðingur til, að kannað yrði sérstaklega hvaða áhrif samkyn- hneigð Carlssons og sumra kunn- ingja hans hefði haft á málið en Carlsson fór mjög hörðum orðum um þessar vangaveltur í gær. „Eg er samkynhneigður og er ekki vanur að fara í felur með það. Ég hélt, að hér byggi fijálslynt fólk, sem virti einkalíf þegnanna,“ sagði Carlsson og lagði áherslu á, að kynhneigðir hans skiptu engu máli f þessu sambandi. Olle Svensson, formaður stjóm- arskrámefndarinnar, svaraði og sagði, að ekki yrði minnst framar á kynhneigðir einstakra manna, hveijar sem þær væru. Carlsson-málið tekur á sig nýjar myndir daglega og skyggir alger- lega á baráttuna fyrir þingkosning- amar, sem verða 18. september. Reuter Grosz hittir Shultz Karoly Grosz, forsætisráðherra Ungverjalands, er nú í tíu daga heimsókn í Bandaríkjunum. í gær hitti hann Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og George Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. Grosz sem álitinn er mikill bandamaður umbótastefnu Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga er fyrstur ungverskra kommúnistaleiðtoga til að koma í opinbera heimsókn til Banda- ríkjanna. Um þau tímamót segir dagblaðið Washington Post í leiðara í gær: „Það er ágætur mælikvarði á breytingar í heimin- um að kommúnískur leiðtogi Ungveijalands, lands sem flestir Bandaríkjamenn tengja við hryllinginn þegar Sovétmenn bældu niður uppreisnina árið 1956, skuli líta inn í Hvíta húsinu.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.