Morgunblaðið - 28.07.1988, Page 35

Morgunblaðið - 28.07.1988, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 35* Hestamót unglinga á Yindheimanielum Morgunblaðið/Páll Dagbjartsson Hópreið á hestamóti unglinga sem haldið var á Vindheimamelum helgina 23. og 24. júlí sl. Varmahlíð. HESTAMÓT var haldið á Vind- heimamelum helgina 23.-24. júlí með nýstárlegu sniði. Var það hestamót fyrir börn og unglinga einvörðungu 16 ára og yngri. Um 80 ungmenni komu á þetta æskulýðsmót með hesta sína og voru þau -úr Skagafirði og Húnavatnssýslum báðum. Komu flest ríðandi að heiman frá sér, sum um langan veg. Stundaðar voru útreiðar í tvo daga, sameiginlegt mötu- neyti á staðnum og gist í tjöld- um. Kolbrún Kristjánsdóttir, ungl- ingafulltrúi Landssambands hestamanna, átti hugmyndina að þessari samkomu og hefur annast undirbúning ásamt þriggja manna undirbúningsnefnd. Dagskrá mótsins var í stórum dráttum þannig, að þátttakendur komu á staðinn á föstudagskvöld og var þá mótið sett. Kl. 9 á laug- ardagsmorgun hófst kennsla í reiðmennsku og var leiðbeint í fimm greinum. Kennt var að ríða til skeiðs og þar leiðbeindi auðvit- að Jóhann Þorsteinsson, lands- frægur á því sviði, kennt að dæma kynbótahross, leiðbeint í hestaí- þróttum, hvemig keppt er í ungl- ingakeppni á hestamótum og svo hindrunarstökk. Hver þátttakandi gat valið sér tvö viðfangsefni. Seinnipart laugardags var svo far- ið í langan útreiðartúr. Um kvöld- ið voru grillaðar pylsur á stóru útigrilli við miklar vinsældir, tendraður varðeldur og diskótek. A sunnudaginn hófst svo dag- skráin með myndarlegri hópreið unglinganna og síðan voru sýning- ar á þeim atriðum sem kennd voru á laugárdeginum. Mótinu var svo slitið um kl. 15.00 á sunnudag og hélt þá hver til síns heima. Kolbrún Kristjánsdóttir sagðist vera mjög ánægð með hve vel þetta hefði gengið allt saman, þátttaka hefði verið góð. Sem dæmi um það sagði hún yngsta knapann hafa verið 5 ára. Ingimar Ingimarsson, formaður undirbún- ingsnefndar og mótsstjóri, tók í sama streng og sagði að svona mót ættu að vera árlegur við- burður alls staðar þar sem hesta- mennska væri stunduð. Kolbrún væri að koma á fleiri svonamótum og myndi hún aðstoða hesta- mannafélögin við slíkt svo sem hún gæti. Umgengni barna og unglinga við íslenska hestinn bætir þau og göfgar, og máltækið segir að lengi búi að fyrstu gerð, því er nauðsyn að leiðbeina hinum ungu í þessum efnum sem öðrum. Leggja þarf áherslu á prúðmannlega fram- komu, snyrtimennsku og aðgæslu í umgengni við hrossin um leið og undirstöðuatriði reiðmennskunnar eru kennd. Hér á árum áður lærðu börn til sveita svona eins og af sjálfu sér að sitja hest. Sem betur fer er svo víða enn í dag, en þó minnkandi. Hestamannafélögin þurfa að sinna unglingastarfinu vel sem þau reyndar gera flest hver í vaxandi mæli. Mótið, sem fram fór á Vindheimamelum um helgina, er gott dæmi um ungl- ingastarf sem er til fyrirmyndar og eftirbreytni. - P.D. ísfisksölur í Bretlandi: Kolbrún Kristjánsdóttir, unglingafulltrúi Landssambands hesta- manna, og Ingimar Ingimarsson, formaður undirbúningsnefndar og mótsstjóri. Verð á þorski og ýsu lækkar MEÐALVERÐ á þorski og ýsu á mörkuðunum í Bretlandi hef- ur lækkað frá því í síðustu viku þegar meðalverð á þorski var 97,67 krónur og meðalverð á ýsu 93,57 krónur. Astæðan fyrir verðlækkuninni gæti t.d. verið meira framboð á mörkuðunum vegna slæms veðurs við Bret- landseyjar í byrjun þessarar viku, að sögn Sveins H. Hjartar- sonar fulltrúa hjá Landssam- bandi íslenskra útvegsmanna. Úr Særúnu ÁR voru seld í Grimsby sl. mánudag 94,5 tonn af þorski fyrir 67,44 króna meðal- verð og 12 tonn af ýsu fyrir 105,85 króna meðalverð. Úr Hugin VE voru seld í Hull sk mánudag 77 tonn af þorski fyrir 76,39 króna meðalverð og 47 tonn af ýsu fyrir 86,67 króna meðalverð. Úr Katrínu VE voru seld í Hull sl. þriðjudag 73 tonn af þorski fyrir 61,09 króna meðalverð og 16 tonn af ýsu fyrir 70,55 króna meðal- verð. I Bretlandi voru seld úr gámum sl. mánudag 193 tonn af þorski fyrir 66,14 króna meðalverð og 16 tonn af ýsu fyrir 70,99 króna meðalverð. Sl. þriðjudag voru seld þar úr gámum 176 tonn af þorski fyrir 63,89 króna meðalverð og 45 tonn af ýsu fyrir 80,65 króna meðalverð. í gær voru seld þar úr gámum 56 tonn af þorski fyrir 85,50 króna meðalverð og 25 tonn af ýsu fyrir 106,88 króna meðal- verð. Leiðrétting í Lesbók I Lesbók 23. júlí var birt ræða Jóns Sigurðssonar ráðherra, sem hann flutti á Hrafnseyri 17. júní sl. Vegna mistaka er fyrsta máls- grein eftir inngang birt aftur. Hún er rétt á þessa leið: „Þetta er ekki lítilsiglt rím. En samt voru það ekki aðeins þessi orð sem hugurinn nam af blaðinu næstum án þess að lesa, heldur ekki síst línurnar í kvæðinu." Beðist er velvirðingar á prent- villu sem raskaði meiningunni. ðuT,\e\VdönQ, ftewa hetb. Kr. 16.900.- \j\* KAUP«MSi „atatnaðui öðut n 2.450.- 1 490 1.990.- 1.895- 1.890.- 2980- 2.270.- 3.130.- 13.980.- 790, ; 990, • 990, • 1.790, ; 1.490, • 1.590, • 2990, . 4.990, • 3.400, ; 2.920, 6.990, Kveníatnaður N óðut Barnatatnaður óðut Sótoolir, siunetmabojr jogg'n99a ar Kvenblússur 590, 795, 1.495, 750, Leðuriakkat Kvenbuxur Kvendress 1.150, 1.795, 2.990- 15700- joggtogbo''r joggtogg°''ar joSg'n9buxut Sumardress telpna Te\pup"s 1.250, 1.760, 1.460, 550, 2.700, 940, nu 375, 440, 890, 330, 1.590, 560, óður Ferðaútv.taeki 5530, m/segu'bandi Heyrnatcekt . ^ 55o, t.vosadiskö Leiktöng óðut Sand'e'kfangasett Bottar 3.900, 990, nu 195, F'ugvé'are"ur Garparn'r Móde' 330, 120, 25, 175, 50- 525, 260, l55' 1.370, 450, 795, 270,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.