Morgunblaðið - 28.07.1988, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988
AKUREYRI
Dýraspítali og dýra-
hótel rís í Eyjafirði
Feðginin Ágúst Þorleifsson
héraðsdýralæknir og Eifa
Ágústsdóttir dýralæknir á Ak-
ureyri hafa nýverið fengið leyfi
til byggingar dýraspitala og
dýrahótels í landi Syðri-Vargj-
ár í Ongulstaðahreppi. Þau
hyggjast hefjast handa strax
með haustinu og gera ráð fyrir
að hægt verði að hefja þar fulla
starfsemi að ári liðnu. Þetta
verður þá fyrsti dýraspitalinn,
sem reistur er utan höfuð-
borgarsvæðisins. Áætlaður
kostnaður við bygginguna, sem
telja mun um 100 fermetra, er
i kringum fjórar milljónir og
munu þau Ágúst og Elfa standa
straum af honum sjálf.
Elfa sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að brýn þörf væri
norðanlands bæði á spítala og
ekki síst á hóteli fyrir dýrin ef
eigendur vildu bregða sér bæjar-
leið, en sl. þrjú ár hefur Elfa rek-
ið dýraspítala á neðri hæð heimil-
is síns við Laxagötuna á Akur-
eyri. Hugmyndin af dýraspítala
er orðin tæplega ársgömul og það
var ekki fyrr en nýlega að Skipu-
lagsnefnd ríkisins samþykkti
framkvæmdirnar. Elfa sagði að
innan dyra yrði biðstofa, skurð-
stofa, meðhöndlunarherbergi og
dýrageymsluherbergi.
Elfa sagði að með þjónustunni,
sem hún ræki í kjallaranum hjá
sér, hefði fólk getað komið með
veik dýr. Hinsvegar hefði hún
ekki aðstöðu til að leggja dýrin
inn og geyma þau á meðan á
veikindunum stæði. Fólk hefði
þurft að taka þau aftur heim með
sér. Aðstaðan myndi því gjör-
breytast með tilkomu fullkomins
dýraspítala.
Ágúst sinnir sveitunum í ná-
grenni Akureyrar sem héraðs-
dýralæknir, en hefur haft skrif-
Elfa Ágústsdóttir með einn af
sjúklingunum.
stofu sína heima hjá sér til þessa.
Með tilkomu nýja hússins, mun
hann flytja sig alfarið þangað.
Hann þjónar öllum Eyjafirðinum
og allt austur í Fnjóskadal, en
Elfa er aðstoðarmaður tveggja
dýralæknishéraða, bæði Austur-
Eyjafjarðarumdæmis og Vestur-
Eyjafjarðarumdæmis. Elfa hóf
dýralæknisnám í Ósló árið 1979.
Hún lauk því árið 1985 og flutti
þá heim til Akureyrar og hefur
rekið dýralæknisstofu síðan og er
svo til eini dýralæknirinn á svæð-
inu sem sinnir gæludýrum eitt-
hvað að ráði. Elfa kvað heilsufar
dýra vera all-þokkalegt núorðið.
Dýrin væru eins og mannfólkið,
veiktist annað slagið og næði sér
síðan upp úr því. Elfa sagði algen-
gustu aðgerðimar vera fæðinga-
hjálp, keisaraskurði, sauma og
geldingar. Elfa sagðist venjulega
sinna gæludýrunum seinnihluta
dags þegar hún kæmi heim úr
sveitinni.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Reynir Kárason, settur stöðvarstjóri á Sauðárkróki, Páll Pálsson, tæknifræðingur Pósts og sima, Ár-
sæll Magnússon, umdæmisstjóri á Akureyri, Birgir Sigurjónsson, yfirdeildarstjóri Pósts og síma og
Alexander Pálsson, umdæmistæknifræðingur á Akureyri.
Ljósleiðari milli Sauðárkróks og Ákureyrar:
Ljósleiðarar eru bylt-
ing í flutningsgetu
- segir Birgir Sigurjónsson, yfirdeildarsljóri Pósts og síma
HAFNAR eru framkvæmdir við
lagningu ljósleiðara frá Sauðár-
króki til Akureyrar á vegum
Póst- og símamálastofnunarinn-
ar, alls um 113 km leið. Heildar-
kostnaður við verkið er áætlaður
64,4 milljónir króna sem skiptist
þannig að 48,2 milljónir eru áætl-
aðar í strengi og lagnir, en 16,2
milljónir í búnað. Lögnin er hluti
af þeirri áætlun stofnunarinnar
að koma á stafrænu sambandi
milli Akureyrar og Reykjavíkur.
Nú þegar er búið að leggja ljós-
leiðara milli Akraness og Borg-
arness, milli Blönduóss og Sauð-
árkróks, frá Reykjavík til Selfoss
og Hvolsvallar og frá Egilsstöð-
um til Reyðarfjarðar, Eskifjarð-
ar og Neskaupstaðar. Ennfrem-
ur er stafrænt samband milli
Gamli og nýi tíminn mætast. Loftlínur heyra fortíðinni til og ljósleið-
arar eru það sem koma skal. Hér er unnið við að grafa ljósleiðar-
ann niður.
Fasteignamarkaðurinn:
Tregða í sölu eigna
því lánsféð skortir
Fólk streymir til bæjarins, segja fasteignasalar
MIKIL eftirspurn er eftir fasteignum á Akureyri en lítil sala þessa
stundina, að sögn fasteignasala sem blaðið ræddi við. Ástæðuna telja
þeir skort á lánsfé. Þeir fjölmörgu sem leita sér að húsnæði geta
ekki boðið í þær eignir sem til sölu eru, því hægt gengur að af-
greiða umsóknir hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Almennt voru viðmæ-
lendur blaðsins þeirrar skoðunar að margir væru að flytja til bæjar-
ins og bjartsýni ríkjandi í atvinnumálum.
eignir og geta fremur keypt hús-
næði hér á Akureyri en fyrir sunn-
an. Einnig er áberandi hversu
margir brottfluttir norðlendingar
hafa ákveðið að snúa heim,“ sagði
Páll Halldórsson sölumaður hjá
„Það er ánægjulegt að heyra
hversu margir vilja flytjast til Akur-
eyrar. Fólk kemur hvaðanæva að
af landsbyggðinni. Þeir sem vilja
flytjast frá minni stöðunum úti á
landi standa uppi með verðlitlar
Blaðburðarfólk
óskast í eftirtalin hverfí.:
Dalsgerði - Grundargerði.
Uppl. í Hafnarstræti 85, Akureyri - sími 23905.
Eignakjörum.
Lítil raðhús á einni hæð virðast
njóta mestra vinsælda um þessar
mundir. Nokkrir verktakar eru að
byggja slík hús en framboðið svarar
þó ekki eftirspurn að sögn fast-
eignasala. Vegna ástandsins í lána-
málum er mikið leitað eftir eignum
með áhvílandi húsnæðislánum.
„Það spyija flestir fyrst um slíkt
húsnæði og vonast eftir því að geta
þannig brúað bilið þangað til lánin
verða afgreidd. Því miður er lítið
um húsnæði á markaðinum sem
svarar þessum kröfum. Þeir sem
eiga íbúðir með Húsnæðisstjórnar-
lánum eru ekki fúsir að selja vegna
þeirrar óvissu sem tekur við,“ sagði
Sævar Jónatansson sölumaður hjá
Fasteignasölunni í Brekkugötu.
„Það mætti svo sannarlega vera
meiri fjölbreytni á markaðinum, því
flestir eru að leita að minni húsum
og íbúðum en mikið er um stór ein-
býlishús til sölu. Fáir treysta sér út
í byggingarframkvæmdir eða hafa
bolmagn til þess að kaupa af verk-
tökunum eins og stendur.“
Reykjavíkur og Akraness og búið
er að leggja ljósleiðara á milli
allra símstöðva á höfuðborgar-
svæðinu.
Á næsta sumri standa vonir til
að hægt verði að ljúka tengingu á
stafrænum samböndum milli Akur-
eyrar og Reykjavíkur með lagningu
ljósleiðara milli Borgamess og
Blönduóss í gegnum Búðardal.
Vegalengdin nemur alls 169 km.
Tilgangur ljósleiðaralagna er að
Ijölga samböndum milli landshluta
og bæta þau. Lagning ljósleiðar-
anna eykur einnig möguleika á að
senda sjónvarps- og útvarpsefni
milli landshluta, annaðhvort fyrir
almenning eða milli einkaaðila til
dæmis í sambandi við fjarkennslu
og sjónvarpsfiindi.
Leiðin, sem valin var milli Akur-
eyrar og Sauðárkróks, liggur frá
Akureyri í átt að Björgum og þaðan
í norður til Dalvíkur, frá Dalvík
mun strengurinn vera lagður fram
Svarfaðardal og yfir Heljardalsheiði
og Kolbeinsdal, Viðvíkursveit og
Aðeins tólf
vinnustundir
í frétt á Akureyrarsíðu í gær var
sagt frá því að löndun úr Akur-
eyrinni EÁ hefði tekið þijá daga.
Gunnar Jónsson verkstjóri hjá Eim-
skip sagði að hið rétta væri að lönd-
unin hefði aðeins tekið 12 vinnu-
stundir. Byijað hefði verið kl. 8.00
á mánudagsmorgun og unnið til
18.00. Síðan hefði verkinu verið
lokið um hádegi á þriðjudag. Morg-
unblaðið biður löndunarmenn hjá
Eimskip á Akureyri velvirðingar á
þessu.
yfir Hegranes til Sauðárkróks. Við
leiðaval og útstikun hefur verið
haft samráð við þá aðila, sem mál-
ið varðar, landeigendur, bæjaryfir-
völd og Náttúruvemdarráð og hefur
Póstur og sími hvarvetna. mætt
skilningi. Sú stefna var tekin að
lögnin skyldi vera sem mest utan
þeirra svæða, þar sem ætla megi
að framkæmdir verði í framtíðinni,
að sögn Ársæls Magnússonar um-
dæmisstjóra á Akureyri.
Aðalverktaki við framkvæmdina
er Grafan hf. í Reykjavík. Ýtan sf.
á Dalvík mun sjá um að vinna Helj-
ardalsheiðina undir plægingu. Inn-
anbæjar verða lögð rör, sem streng-
imir em dregnir í. Niðurlagningu á
rörum sjá um: Pálmi Gestsson á
Sauðárkróki, Garðverk hf. á Dalvík
og Vör hf. á Akureyri.
Ljósið, sem sent er inn á leiðar-
ann, er á stafrænu formi, það er
röð af ljóspúlsum og er fjöldi púlsa
á sekúndu 140 milljónir. Val á
bylgjulengd fer síðan eftir fjarlægð
á milli símstöðva. Flutningsgeta
hvers þráðar er tæplega 2.000 sím-
rásir. Einnig er hægt að senda 1
til 4 sjónvarpsrásir eftir hveijum
glerþræði. Með aukabúnaði er
flutningsgeta Ijósleiðaranna marg-
falt meiri. Ljósleiðarar em nú hugs-
aðir sem meginflutningsæð fyrir
síma, telex, fax, tölvusambönd, út-
varp og sjónvarp um landið allt, að
sögn Páls Pálssonar, tæknifræðings
hjá Pósti og síma.
Birgir Siguijónsson yfirdeildar-
stjóri Pósts og síma sagði stafræna
símkerfið mikla byltingu, svipað og
þegar skipt hefði verið úr loftlínu-
kerfinu yfir. í örbylgjukerfið fyrir
um 12 ámm. Loftlínan hefði borið
16 rásir, örbylgjulínan um 900 rás-
ir og nú með tilkomu ljósleiðara
væri verið að tala um allt frá 2.000
rásum og upp í 15.000 á hvem
þráð. Ljósleiðarar væm bylting
hvað flutningsgetu varðar.