Morgunblaðið - 28.07.1988, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988
Heíllandi heimur
í kringnm bjórinn
Rœtt við Robert Thomson bruggmeistara Sana
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Robert Thomson bruggnieistari aðgætir hitastigið i einum af bjór-
geymum Sana. Hér er verið að framleiða sterkari bjórtegundina,
Viking, sem gerjast í fimm vikur og nær 6,5% styrkleika. Thule er
örlítið veikari, 5,5% að styrkleika, en við framleiðslu hans er notað-
ur meiri humall sem gefur beyskt bragð en breytir ekki eiginleikum
bjórsins að öðru leyti. Thule er einnig notaður sem uppistaða í Pilsn-
er, þynntur út með koltsýrðu vatni til þess að lækka áfengishlut-
fallið niður að löglegu marki. Við framleiðslu Lageröls er þriðja
bjórtegundin brugguð og þynnt á sama hátt.
„DAGINN sem ég fékk stúdents-
prófið mætti ég til bruggmeistar-
ans og bað um að fá að hefja nám-
ið. Hann sagði mér að taka hlutun-
um með ró, það væri að koma
helgi en ég mætti byija á mánu-
daginn. Upp frá því hef ég ekki
horft um öxl,“ sagði Robert Thom-
son sérlegur ráðgjafi Sana um
bjórbruggun. Hann stjórnar fram-
leiðslu verksmiðjunnar á bjór til
útflutnings og pilsner fyrir innan-
landsmarkað, en vinnur jafnframt
að þróun nýrra tegunda fyrir
markaðinn sem opnast þegar bjór-
banninu verður aflétt í mars á
næsta ári. „Að minu mati er Vik-
ing ein af tfu bestu bjórtegundum
I heiminum. í reglulegu bragð-
prófi sérfræðinga hjá Alfred
Jörgensen i Kaupmannahöfn
hlaut Viking oftar ágætiseinkunn
á síðasta ári en nokkur önnur teg-
und,“ sagði Thomson.
Thomson hlaut menntun sína í
brugghúsi í Edinborg og á að baki
háskólapróf í greininni; BA-gráðu í
lífefnafræði og meistarapróf í bjór-
bruggun frá Edinborgarháskóla.
Hann réðst á sjötta áratugnum til til
starfa hjá Alfred Jörgensen í Kaup-
mannahöfn, ráðgjafafyrirtæki sem
veitir brugghúsum um alla veröld
aðstoð við framleiðsluna. Thomson
hefur ferðast um allan heim í starfi
sínu og á heiður að uppsetningu verk-
smiðja i öllum heimsálfum, Astralíu,
Indlandi, Vestur-Indíum, Möltu, Kýp-
ur, Nicaraqua, Grenada og Banda-
ríkjunum svo nokkrir staðir séu
nefndir.
„Bjórinn er líf mitt og yndi. Þetta
er heillandi heimur og undantekning-
arlaust er það gott og skemmtilegt
fólk sem fæst við bruggun. Viking-
bjórinn hefur alltaf verið í miklu
uppáhaldi hjá mér, þannig að það var
auðsótt mál þegar ég var beðinn um
að koma hingað til starfa. Formlega
lét ég af störfum hjá Jörgensen í
haust og starfa þvi sem ráðgjafi á
eigin vegum fyrir Sana,“ sagði Thom-
tima á föstudagskvöld.
Að sögn mótshaldara eru hlutimir
að smella saman og sögðust þeir
vera nokkuð ánægðir með frammi-
stöðu veðurfræðinga, sem spá hægri
norðanátt og þurru veðri. Unnið var
að uppsetningu hljómflutningskerfis
Reykjavíkurborgar í gær og haldinn
var fundur með öllu starfsfólkinu,
um 250 manns. Þá var jafnffamt
unnið að uppsetningu ljósake'rfísins
og sölutjalds, þar sem hægt er að
Hjá Sana eru þegar hafnar fram-
kvæmdir við stækkun verksmiðjunar.
Ætlunin er að auka afköst við bmgg-
un um helming fyrir næsta vor. Þá
er unnið að þróun nýrrar bjórtegund-
ar sem svipar meira til bjórs frá
meginlandi Evrópu Thomson kveðst
sjálfur hrifnari af bragðsterkum bjór
og telur það einn af höfuðkostum
íslenska pilsnersins að hann tapi ekki
einkennum sínum þótt útþynntur sé.
„Um þetta eru skiptar skoðanir og
ekki mitt að ákveða hvað er fram-
leitt. Heilsubylgjan virðist hafa leitt
til þess að fólk kjósi léttan bjór og
fremur bragðdaufan. íslensku brugg-
húsin hafa náð góðum árangri við
að framleiða bragðsterkan pilsner.
Ég kynnti ástralskt brugghús fyrir
þeirri aðferð sem Sana notar við
fá ýmsar veitingar keyptar. Útbúinn
heftir verið fjöldinn allur af samlok-
um, hamborgurum og pizzum, sem
ætlunin er að hafa á boðstólum fyrir
gesti og verður starfsfólk í samloku-
gerð, pizzugerð og hamborgaragerð
á bakvakt alla helgina ef svo fer að
„matarskortur" geri vart við sig á
svæðinu, að sögn Jóns Bjamasonar
hjá Fjöri hf.
framleiðsluna og þegar þeir byrjuðu
að framleiða bjór eftir líkri uppskrift
náði hann 23% markaðshlutdeild á
ijórum mánuðum. Vestanhafs nýtur
„léttur bjór“ vaxandi vinsælda og er
alls ekki loku fyrir það skotið að
hægt væri að flytja íslenskan bjór
út til austurstrandar Bandaríkjanna.
Allar aðstæður hér á íslandi eru
einstaklega góðar til bruggunar. Sér-
staklega er vatnið hreint, án allra
bætiefna og inniheldur rétt steinefni.
Þótt flytja þurfi hráefnið inn er sam-
keppnisstaða íslensku brugghúsanna
góð. Hér hjá Sana er maltið og hum-
allinn undantekningarlaust keypt frá
bestu heildsölunum enda nær engri
átt að spara við hráefniskaup. Hráef-
nið er alls ekki dýrasti hluti vörunn-
ar, kostnaðurinn hleðst fyrst og
fremst upp við pökkun, flutning og
sölu.“
Thomson kvaðst álíta bjórbannið
heimskulegt og ranglátt. „Bjórinn er
fyrir hófdiykkjumenn. Það drekkur
sig enginn dauðadrukkinn af bjór,
maður belgist bara út. Mín reynsla
er sú að danir, sem eru mestu bjór-
drykkjumenn á Norðurlöndum, kunni
best með áfengi að fara af þessum
þjóðum. Þeir sem vanið hafa sig á
sterka drykki, eins og Finnar, eru
verstir. Bönn stuðla aðeins að því að
menn fari í kringum lögin og venjist
á slæma siði. Nýlega hafa kráareig-
endum í Skotlandi verið gefnar fijáls-
ar hendur um opnunartíma, en í
Englandi tíðkast enn að loka ölstofum
klukkan ellefu. Þeir sem lögðust gegn
breytingunni í Skotlandi hafa orðið
að kyngja því að breyttur opnun-
artími Qölgar ekki glæpum né hvetur
fólk til að keyra frekar drukkið. Frel-
sið leiddi ekki af sér nein vandamál."
Thomson dvaldi á Akureyri í þijá
mánuði síðastliðið haust en snéri aft-
ur í mars og býst við að verða hér
fram á næsta vor hið minnsta. Hann
er ekkjumaður og bömin eru öll flog-
in úr hreiðrinu. „Þegar ég var ungur
kom ekkert annað til greina en að
verða bruggmeistari. Eg ólst upp í
Edinborg innan um allar stærstu
viskí-verksmiðjumar. Ég horfði með
aðdáun upp á strákana á hvítu slopp-
unum sem óku um á flottum bílum
og náðu í fallegustu stúlkurnar. Eina
leiðin inn í það fag var í gegnum
klíkuskap, svo ég valdi næstbesta
kostinn. Þá skall stríðið á og meistar-
amir voru báðir kallaðir í herinn.
Óðar en varði stóð ég uppi sem brugg-
meistari með heila bjórverksmiðju á
mínum herðum. Þetta var erfíður
skóli en ég hef aldrei séð eftir þessu,"
sagði Robert Thomson.
Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir
Nýstofnað fyrirtæki, Fjör hf., stendur fyrir útiskemmtun að Melgerð-
ismelum um helgina. Hér eru þrír af eigendum fyrirtækisins, þeir
Pétur Bjarnason, Ómar Pétursson og Jón Bjarnason, á nýbyggðu
sviði, sem þeir hafa reist fyrir þær hljómsveitir er koma til með áð
troða upp í Eyjafirðinum.
Opnað á Melgerð-
ismelum í kvöld
Útihátíðasvæðið að Melgerðismelum verður opnað almenningi klukk-
an 18.00 í kvöld, en formlega hefst skemmtunin ekki fyrr en á sama
37
V
DAGVIST BARIVA
HRAUNBÆR
Árborg v/Hlaðbæ
Forstöðumaður óskast til starfa á leik-
skólann Árborg frá 1. ágúst n.k. eða eftir
samkomulagi.
Upplýsingar gefur Fanný Jónsdóttir
deildarstjóri í síma 27277 daglega
milli kl. 8.30 - 10.00.
Símar 35408 og 83033
AUSTURBÆR
Hverfisgata
63-115
Skúlagata
Laugavegur 101-171
Sólheimar
Háaleitisbraut
117-155
Miðtún
Samtún
Gnoðarvogur
Drekavogur
Álftamýri,
raðhús
Langholtsvegur
1-43
ARBÆR
Rafstöð v/EHiðaár
GRAFARVOGUR
Fannafold
Dverghamrar
Logafold