Morgunblaðið - 28.07.1988, Page 47

Morgunblaðið - 28.07.1988, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 47 skeið fyrirtækið Rafiðjuna með bræðrum sínum og fleiri. Árið 1981 setti hann á stofn fyrirtækið Hrísnes í Kópavogi ásamt eiginkonu sinni, og hafa þau rekið það síðan. Frændsemi okkar Höskuldar var vissulega sá sterki þráður í kynnum okkar, en vinskapur hans og íjöl- skyldu hans við mig og mína var sannur og nutum við hans í hvívetna. A góðum stundum og í glaðværum orðaskiptum létum við oft hlutina heita sínum réttu nöfn- um, og þeim stundum er mér alltaf ljúft að minnast. Að lokum vil ég þakka elskulegum frænda allt það sem hann hefur gert fyrir mig og mína. Hann var ekki aðeins bóngóð- ur ef til hans var leitað, heldur var hann oftar óboðinn kominn til hjálp- ar ef á þurfti að halda. Öllum ástvinum hans séndi ég innilegar samúðarkveðjur. Hvíli hann í friði. Eirný Sæmundsdóttir Stundum berast svo váleg tíðindi að menn neita að trúa. Af öllum sálarkröftum er hrópað hið innra: „Nei, þetta getur ekki verið.“ Svona varð okkur við er fréttir bárust af hinu hörmulega slysi er leiddi til fráfalls frænda okkar og vinar, Höskuldar R. Stefánssonar, hinn 18. þessa mánaðar. Höskuldur var fæddur á Kirkju- bóli í Korpudal við Önundarfjörð. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Össurardóttir frá Kollsvík og Stefán R. Pálsson á Kirkjubóli. Þar ólst Höskuldur upp með systkinum sínum á fjölmennu heimili sem þekkt var fyrir gestrisni, framsýni og dugnað. Svipmót þessa bar Höskuldur alla tíð. Að loknu grunnnámi fór Hös- kuldur til Reykjavíkur og lærði raf- vélavirkjun hjá Axel Sölvasyni. Hann vann um árabil með bræðrum sínum við Rafiðjuna — Raftorg í Reykjavík en síðan stofnaði hann og starfrækti, ásamt konu sinni, heildsölufyrirtækið Hrísnes í Kópa- vogi. Þeir sem þekktu Höskuld virtu hann og dáðu, hann var drengur góður og tryggur vinum sínum. Ætíð var hann reiðubúinn til að hjálpa, gefa góð ráð, eða láta eitt- hvað af hendi rakna. Allt slíkt var gert af heilum hug og ekki rætt frekar. Þetta var honum eðlislægt. Sérstaklega var hugulsemin gagn- vart þeim sem erfitt áttu einstök og mun þakklæti ofarlega í hjörtum margra er syrgja hann nú. Höskuldur var heill og hreinskil- inn í orðum og öllum samskiptum. Hann hafði fastmótaðar skoðanir og þor til að segja það sem honum bjó í brjósti. í hópi félaga var hann oft fullur gáska og vék þá alvaran fyrir gleði og gamni. Árið 1965 kvæntist Höskuldur Sigurbjörgu Bjömsdóttur frá Fremri-Gufudal á Barðaströnd. Þau hjón voru einkar samhent, bæði heima og á vinnu- stað. Heimilið við Hjallabrekkuna er bæði hlýlegt og fallegt en saman unnu þau við að fegra það og bæta. Þar ríkti góður andi, þar var gott að koma og þess nutu margir. Sigga og Haddi eignuðust þijá syni, mannvænlega og elskulega drengi. Þröstur Þór, 12 ára gamall, og Stef- án Rúnar, 16 ára, eru enn í for- eldrahúsum, en Valbjöm Jón, sem er elstur, hefur stofnað eigið heim- ili með Hrönn Önundardóttur, og eiga þau stúlku á fyrsta ári, Heiðu Björgu. Enn hefur maður í blóma lífsins verið kvaddur á braut. Maður sem var hvers manns hugljúfi og elsku- legur heimilisfaðir. Enn eitt slysið veldur ótímabærri brottför en við ráðum engu um það hvenær kallað er. Guð einn ræður og veit tilgang- inn. Við skiljum ekki hvers vegna og okkur er vafálaust ekki ætlað að skilja. En treginn er sár við frá- fall eins okkar besta vinar og frænda. Við þökkum samfylgd hans og alla velvild. Við þökkum hjálp- semi hans og holl ráð gegnum árin. En sorgin er sárust og söknuðurinn mestur hjá hans nánustu. Við biðj- um góðan guð að styrkja og styðja konuna hans og börnin, móður og systkini. Blessuð sé minning hans. Þórólfur og Kristín

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.