Morgunblaðið - 28.07.1988, Síða 49

Morgunblaðið - 28.07.1988, Síða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 Hilmar Th. Theodórs- son - Kveðjuorð Fæddur 22. mars 1912 Dáinn 23. júlí 1988 Nú er hann afi minn, Hilmar Th. Theodórsson, dáinn. í huga mínum er myndin af honum hvað skýrust, þar sem hann situr við eldhúsborðið með normalbrauð og kæfu, því mik- ið lifandi skelfing þótti honum góð kæfa, og þá auðvitað búin til af ömmu. Eða þá þegar ég var lítil að vaska upp með honum og skar mig á hnífi sem ég var að þurrka. Hvað hann var leiður yfir því að þessi hnífur þyrfti endilega að vera í uppvaskinu núna, sagði hann. Hann var mér alveg óskaplega góð- ur. Að vera 11 ára og fá að sofa hjá afa og ömmu um helgar var hápunkturinn á tilverunni. Þegar ég var að byrja að vinna á sumrin sem unglingur fór ég alltaf til ömmu og afa í hádeginu að borða. Hjá þeim var sú regla á, að soðningin var alltaf í hádeginu og kjötið á kvöldin. Síðan eftir matinn lagðist afi endilangur á eldhúsgólfið og hvíldi sig áður en hann fór í vinn- una aftur. Það hef ég aldrei séð neinn annan gera en hann afa min. Ég held að takmark hans hafi alltaf verið að skaffa vel eins og hann sagði einu sinni. Honum fannst nóg að hafa vel fyrir sig og sína, allt annað var óþarfi. Sem unglingur byrjaði afi að stunda sjóinn og þó hann ynni síðar meir mörg ár í landi þá var það alltaf sjórinn sem heillaði hann. Hann var með duglegri mönnum í vinnu og það hafa menn sagt mér að það hafi fáir staðið honum á sporði í beitningu. Ósérhlífinn var hann mjög. Hann hefur ekki vanist öðru á uppvaxtarárum sínum vestur á ísafirði, þar sem hann fæddist 22. mars 1912. Hann var innan við eins árs þegar faðir hans drukknaði á sjónum. Það er víst að ekki hefur framtíðin verið björt hjá móður hans, Björgu Þorsteinsdóttur, ungri ekkju með 3 börn á framfæri. Svo fór að afi var að mestu alinn upp hjá ömmu sinni, Halldóru, því mamma hans varð að vinna úti til að sjá fyrir þeim. Systur afa voru Talaðu við ofefeur um eldhústæfei XI SUNDABORG 1 S. 68 85 88 -68 8589 tvær, önnur þeirra, Evfemía, dó mjög ung. En hin systirin, Ella frænka eins og ég kallaði hana, dó 1974. Sem ungur maður kom afi suður til Keflavíkur á vertíð eins og al- gengt var að menn gerðu. En hans dvöl varð lengri en margra ann- arra, því hann kynntist ömmu minni, Hrefnu Gunnlaugsdóttur (Gunnlaugs Arnoddssonar), hér og hófu þau búskap. Þau eignuðust tvö böm, mömmu mína, Aslaugu og Björgvin frænda minn. Lengst af bjuggu þau á íshússt- ígnum, en síðar á Vesturgötu 11, þar sem ég á mínar minningar um þau. En svo kom reiðarslagið. 26. febrúar 1984 dó hún amma mín. Þá hófst iöng bið hjá afa því hann vildi ekki vera hérna megin án hennar. Lífslöngunin hvarf. Það var allt reynt að gera fyrir hann en það kom ekki að gagni. Heilsu hans hrakaði hægt og bítandi upp frá þeim degi er amma kvaddi þennan heim. En nú er þessu lokið og ég trúi því að þau séu saman á ný. Síðustu árin dvaldi afi á elliheim- ilinu Garðvangi í Garði. Ég vil þakka Sólveigu og hennar samstarfskonum þar innilega fyrir hvað þær voru góðar við gamla manninn og hugsuðu vel um hann. Nú kveð ég afa minn með hans eigin orðum til mín: „Svona er lífið Bían mín,“ því hann kallaði mig alltaf Bíuna sina. Talaðu við obkur um uppþvottavélar SUNDABORG 1 S. 68 85 88 - 68 85 89 Treystirðuannarri filmu fyrir dýrmœtu minningunum þínum? Rannsóknirsýna aö dekkjaslit er helmingi meira á 120 km hraða en 70 km hraða. Auk þess er 120 km hraði stórhættulegur og kolólöglegur. s__ Hægðu á þér! Rannsóknir sýna að 20% minna loft í dekkjum en ætti að vera styttir endingar tímann um 30%. Mældu loftið! r stendur með dekkjavinum Smiðjuvegi 32-34. Simi 43988.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.