Morgunblaðið - 28.07.1988, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 28.07.1988, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 RAMBO LEMURA RAUÐA HERNUM Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgin/Bíóhöllin: RAMBO III. Leikstjóri Peter MacDonald. Handrit Sylvester Stallone og Sheldon Lettich. Kvikmyndatöku- stjóri John Stanie. Tónlist Jerry Goldsmith. Aðalleikendur Sylvest- er Stallone, Richard Crenna, Kurt- wood Smith, Sasson Gabai, Marc de Jonge, Yosef Shiloah. Bandarísk. Carolco 1988. Stríðsmaskínan Rambó er komin í gang eina ferðina enn, sem verður sjálfsagt ekki hans síðasta. Og aldrei hefur karl verið jafn ábúðamikill, markviss og háleitur; hér er augnatil- litið engu síður banvænt en blýið hans. Og aldrei hafa óvinimir verið jafn ósjálegir og illmannlegir, Sovét- mennirnir hans Stallone eru með þeim fólskulegustu skrattakollum sem sést hafa á tjaldinu, enda mynd- in ekki ætluð á Rússlandsmarkað. Á móti öfgunum vega stórkostleg bardagaatriði og er mér til efs að þau hafi sést betri, enda mun Rambo III vera með dýrustu myndum sem gerðar hafa verið í Vesturálfu. Söguþráðurinn er einfaldur sem í undanförum myndarinnar. I upp- hafsatriðinu er Rambó sestur í helg- NÁMSKEK) Sækið námskeið hjá traustum aðila gegn vægu gjaldi Tölvunotkun: t Grunnnámskeið: Einkatölvur og DOS stýrikerfið..... Ritvinnsla: WordPerfect (Orðsnilld).......... Word IV (frá Microsoft).......... Word IV-framhald (frá Microsoft). Gagnagrunnur: dBaselV.......................... dBaselVforritun................. Töflureiknar: Lotus 1-2-3...................... Multiplan........................ Multiplan-framhald............... Tölvubókhald: Laun - launaforrit............... Ópus-fjárhagsbókhald............ Ópus-viðskiptamannabókhald....... Ópus - birgða- og sölukerfi...... Frá Tölvuháskóla: Forritahönnun.................... Assembly mál á PC tölvur......... Turbo Pascal fyrir byrjendur.27. ág., ....... 8.-11.ágúst .......13.-14. ágúst .......15.-18. ágúst .......22.-25. ágúst ........15.-17. ágúst .......29.-31. ágúst ...tími ekki ákveðinn .......27.-28. ágúst ..........3.- 4. sept. .......... 5.-7. sept. ........10.-11. sept. .........17.-18. sept. ........24.-25. sept. ........ 8.-11.ágúst ........22.-24. ágúst 3.,10.,17., 24. sept. 1., 8.og 15. okt. Turbo Pascal fyrir forritara og þá sem kenna á tölvur.........22., 24., 26., 29., 31 ág. og 2. sept. Tölvusamskipti og tenging við gagnabanka...29. ág.-1. sept. Kerfisgreining fyrirforritara og kerfisfræðinga.26.-30. sept. Stjórnun fyrirtækja og deilda: Verslunarréttur (réttarreglur viðskiptalifsins) Starfsmannahald/þjónusta..... Reksturfyrirtækja........... Samskipti og hvatning í starfi.. Markaðsmál.................. Fjármál fyrirtækja.......... 20.-22. sepf. .27.-29. sept. ... 3.- 4. okt. ... 5.- 6. okt. ...10.-12. okt. ...17.-20. okt. Skrifstofu- og verslunarstörf: Bókfærsla I (einfaldar dagbókarfærslur oguppgjör)............ 9., 11., 13., 14., 16. og 18. ágúst Bókfærsla I (flóknari færslur og uppgjör)...........20., 21., 23., 25., 27. og 28. ágúst Bókfærsla II (Þungar færslur og uppgjör)...........30. ágúst, 1., 3., 4., 6. og 8. sept. Bókfærsla I (Þyngri færslur og uppgjör)...........10., 11., 13.,15., 17.og 18. sept. Vélritun (byrjendanámskeið) ....22.-25., 29.-31. ág. og 1. sept. Þjónustunámskeið (samskipti við viðskiptavini)................................20.-21. sept. Verslunarreikningur (prósentureikningur og verðútreikningar).......................... 3.- 6. okt. Skjalavarsla - virk skjöl.......................10.-12. okt. Árangur í sölu- og afgreiöslustörfum............10.-13. okt. BHM, BSRB, VR og fleiri stéttarfélög styrkja sína félaga til þátttöku. Frekari upplýsingar fást í síma 688400. - Innritun fer fram á skrifstofu skólans - W VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS Á þá bíta engin járn. Trautman og Rambó i þriðju myndinni um þann siðarnefnda. an stein, í orðsins fyllstu merkingu, einhversstaðar í Thailandi. Er hand- verksmaður hjá Búddhamunkum milli þess sem hann önglar inn fyrir þá fé með því að lumbra á slagsmála- hundum uppá veðmál. Á slíkri sam- kundu hefur hans eini vinur, Traut- man ofursti (Crenna), uppá honum, og vill fá hann með sér innfyrir landamæri Afganistans tii að þagga niður í yfirmanni Rauða hersins á svæðinu. En Rambó mælir, af sinni alkunnu speki, að sínum stríðum sé lokið. En kempan verður að láta nir- vana bíða, því besti vinurinn er tek- inn til fanga af andskotum sínum í Afganistan og Rambó, haukur hau- kanna í homi heldur gustmikill til vígstöðvanna. Fólk getur ráðið í endalokin. Framhaldsmyndir verða að skáka forverum sínum, það gerði önnur myndin ekki, en þessi nýjasta slagar hátt uppí First Blood, sem hleypti öllum ósköpunum af stað. En nú eru aðrir tímar en 1982, er hún kom á markaðinn, þá varð þessi þögla Víet- nam-vígvél að hálfgerðri þjóðhetju. Raunsæar stríðsmyndir á borð við Full Metal Jacket, en þó einkum Platoon, hafa gert þessar einsmanns- herdeildir að hálfgerðum bjálfaskap og reyndar var Rambo III stöðvuð í framleiðslu í nokkra mánuði, eftir sigurför Platoon. Sagt er að handri- tið hafí verið tekið til gagngerrar endurskoðunar, einkum reynt að hressa uppá ímynd Rússanna, þökk sé glasnost-stefnunni, og krydda söguþráðinn gamni. Því áhorfendur voru búnir að fá sig fullsadda á þögl- um og ódrepandi hetjum. Ekki er að sjá að þessar andlits- lyftingar hafi gengið upp. Rússamir hinir ferlegustu (Víetnam-stríðið reyndar gagnrýnt), og ekki ryður Rambó af sér bröndurunum, frekar en fyrri daginn. Rambo III er því heldur innantóm, sigurför mannlegr- ar stríðsvélar sem við vitum í upp- hafi að ekkert vinnur á. En hún er einnig dágóð afþreying og tækni- vinnan er stórkostleg. Stríðsátökin^ eru hrikalega vel útfærð, einkum er vandasöm stjómun stríðsdansa bar- dagaatriðanna með því besta sem gert hefur verið í því efni. Hér springa sprengjur mitt í leikhópum og byssukúlum af öllum stærðum og gerðum rignir yfir mannskapinn. Búkar fljúga um loftin blá líkt og blöðrur á sautjánda júnf og springa jafnvel í tætlur. Ofbeldið er yfir- þyrmandi en það þarf engum getum að því að leiða að það eru engir smákarlar í kvikmyndagerð sem stjóma slíkri kóreógrafíu. Gott dæmi um hina nauðsynlegu framþróun brellnanna og andkafaatriða áhorf- enda er að nú særist Rambó svöðus- ári miklu og til vamar ígerð ryður hann í það púðri og kveikir í svo logamir standa fram og aftur úr kauða. í fyrstu myndinni dugði brellumeisturum (sem áhorfendum), að láta garpinn rimpa saman á sér benin með nál og tvinna. Heimur versnandi fer. Þá kemur nokkuð á óvart að finna af jafn dýrri fram- leiðslu B-myndalykt sem þá að láta yngismánninn afganska tala ensku reiprennandi þegar reynt var yfir höfuð aó láta þjóðimar tala eigin tungumál og veriá hefur aðal stór- mynda sem taka sljg alvarlega, allt frá The Longest Day. En Stallone er reyndar enginn Zanuck. Rambo III er því ein heljarmikil skrautsýning afbragðs brellumeistar (varast ber að minnast á leik eða boðskap í myndum sem þessum), furðu rútínuleg samt sem áður, en örugglega ákjósanleg afþreying aðdáendum erarosins. OCCADWAY Passaporte Vegabréf 700,- kr. + 20 ára Ökuskírtelni NEITAKK! Til lukku með helgina verslunarmennl Viö höldum upp á helgina og höfum opiö föstudags- og laugardagskvöld. Við, sem heima sitjum, hittumst um helgina og heigum helginni Helga, he... púff! Að sjálfsögðu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.