Morgunblaðið - 28.07.1988, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988
59
Þessir hringdu . . .
Útvarpstækin búin
Klara hringdi:
Eg vil kvarta vegna leiks
Vífilfells, Stöðvar 2 og Bylgj-
unnar. Fólk átti að safna flipum
af gosdósum og fyrir hverja 60
flipa var heitið útvarpstæki, ále-
truðum bol og viðurkenningar-
skjali. Ég safnaði 170 flipum
og litla systir mín fór og skilaði
þeim þann 23. júlí, en síðasti
skiladagur var degi seinna. Ég
var búin að lofa henni útvarps-
tæki, en hún kom til baka með
sex boli, sem allir voru ,eins.
Hvað mundu aðstandendur
leiksins segja ef þeir fengju ekki
launin sín á þeim forsendum að
óvart hefðu of margir verið
ráðnir til starfa? Þetta er alveg
sambærilegt þar sem talsverð
vinna fór í það að safna þessum
170 flipum.
Hvar er Berlínarbjörninn?
Jórunn hringdi:
„Mig langar að koma með þá
fyrirspurn til borgaryfirvalda hvar
styttan af Berlínarbirninum sé nú
niðurkomin, en hún hefur alltaf
staðið við tjörnina."
Söluskattinum ekki
öllum skilað
Bjarni Helgason hringdi:
„I Velvakanda á laugardaginn
svarar upplýsingafulltrúi fjár-
málaráðuneytisins einhveijum
manni vegna matarskattsins.
Hann segir þar meðal annars að
söluskatti af landbúnaðarafurðum
sé að fullu skilað. í tengslum við
þessi ummæli vil ég láta vita af
því, að söluskattur er ekki endur-
greiddur af hrossakjöti og gróður-
húsa- og garðrækt. Þarna á sér
stað mismunun, sem ég vildi
benda á.“
Lélegur golfvöllur
Siggi Sig. hringdi:
„Eg er mikill golfáhugamaður
og ég vil kvartá yfir lélegum holu-
skiptingum á golfvellinum á Leir-
um, sem Golfklúbbur Suðumesja
hefur með að gera. Starfsmenn
vallarins mættu vera vandvirkari
með holuskiptingar, það þarf að
raka sandgryfjumar betur og
margt fleira þarf að bæta.“
Ánægjuleg
Mallorcaferð
Herborg Antoníusdóttir
hringdi:
„Eg sit hér heima hjá mér og
er að hugsa um ánægjulega ferð
sem ég fór á vegum ferðaskrif-
stofunnar Atlantik til Mallorca.
Fólkið á ferðaskrifstofunni er til
fyrirmyndar og allt stendur sem
það segir. Og það þarf ekki klíku
eða kunningsskap svo að allt sé
gert ef á þarf að halda, eins og
orðið er áberandi í þessu leiðinlega
þjóðfélagi. Að endingu vil ég
þakka og óska ferðaskrifstofunni
velgengni á komandi árum.“
Minnisvarði um Thor Jensen
Fellitjöld og göngutjöld, m.a. Tjaldborgartjöldin vinsælu, sér-
hönnuð fyrir íslenskar aðstæður.
Sólbekkir.stólar og borð I sumarbústaöinn.tjaldiö ogá svalirnar.
Vandaðir svefnpokar, dýnur, vindsængur og bakpokar i
útileguna. 'Hagstætt verð.
Til Velvakanda.
Það hafa verið sýndar tvær
myndir í sjónvarpinu frá búskapn-
um á Korpúlfsstöðum þegar Thor
Jensen heitinn bjó og breytti þeirri
jörð í stórbýli og byggði þar hina
veglegustu byggingu hér á landi,
sem var sveitinni til sóma.
Thor Jensen hefur verið mikill
framkvæmdamaður á sínum tíma
og útvegaði fleiri hundruð manns
atvinnu, bæði við landbúnað og
sjávarútveg því hann rak víðar bú-
skap en á Korpúlfsstöðum. Þetta
voru frekar hallærisár á þeim tíma
og erfitt með vinnu að hafa. Það
þótti flestum gott að vinna hjá hon-
um hef ég heyrt, nógur matur og
reglubundin vinna. Þegar Spánska
veikin gekk árið 1918 hér í
Reykjavík þa'gaf Thor Jensen fleiri
tUgum manna fæði, eina máltíð á
clag. Það hefur verið æði mikið
góðverk því það áttu margir bágt
á þeim tíma. Mér finndist að þjóðin
ætti að reisa Thor heitnum myndar-
legan minnisvarða, annað hvort á
Korpúlfsstöðum eða við FríkirkjU-
veg 11. Hann ætti það skilið.
Það var góð hugmynd hjá Áma
Jóhannssyni, sem hann kom með á
aðalfundi Eimskipafélagsins, að fé-
lagið ætti að skipta við Reykjavík-
urbæ og fá Korpúlfsstaði í skiptum
fyrir eignina við Skúlagötu. Korp-
úlfsstaði ætti svo að hafa fyrir sjó-
menn og verkamenn, sem hætta
hjá félaginu vegna aldurs. Þetta var
góð tillaga.
Mér finnst Sjónvarpið sýna of
lítið frá búskaparháttum, réttum,
smölun fénaðar, hestum og kúm.
Einnig mætti sýna myndir af sjó-
mennsku, fiskvinnslu og breiðslu á
fiski, auk fuglalífs. Þá á Sjónvarpið
að sína þessar myndir hægar en
það gerir svo ungdómurinn hafi
gott af. Það væri skemmtilegra að
sýna svona myndir heldur en glæpa-
myndir og manndráp. Það fer illa
með ungar barnssálir og af því
kemur spillingin.
Ég má til með að minnast á for-
setakosningamar því frú Sigrún
Þorsteinsdóttir eignaði sér atkvæði
þeirra sem heima sátu. Ég get full-
vissað hana um það, að hún átti
ekkert af þeim atkvæðum. Frú
Thor Jensen
Vigdís forseti átti þau öll og ég
óska henni allrar blessunar og vona
að hún verði sem lengst forseti. Ég
bið Guð að blessa hana og hennar
störf.
Með þökk fyrir birtinguna,
Ingimundur Sæmundsson.
V erslunarmannahelgin:
Heilræði frá Slysavaraafélagi íslands
1. í sumarbústöðum er sjaldnast
rafmagn. Þess vegna eru þar oftast
gastæki eða olfuofnar til eldunar
og upphitunar. Því fylgir aukin eld-
hætta. Munið að það er nauðsynlegt
að hafa reykskynjara og slökkvi-
tæki í sumarbústaðnum. Það getur
svo sannarlega borgað sig.
\
2. Farið ekki til fjalla án þess að
láta einhveija í byggð vita um
ferðaáætlun ykkar. Segið þeim frá
væntanlegum áfangastöðum og
hvenær þið áætlið að koma heim
aftur. Haldið sem best ferðaáætlun
og reynið að koma boðum til byggða
ef hún breytist.
3- Þeir sem leggja upp í ferð til
fjalla verða að gæta þess að vera
vel klæddir. Klæðist hlýjum fötum
og hafið meðferðis léttan hlífðar-
fatnað í áberandi lit, sem líklegt
er að sjáist langt að. Vandið fóta-
búnaðinn, óhentugir skór geta gert
ykkur erfitt fyrir og beinlínis skap-
að hættu.
4. Þeir sem aka um öræfi landsins
þurfa að kynna sér leiðina vel. Afl-
ið sem nákvæmastra upplýsinga um
þær ár sem þið þurfið að aka yfir.
Leggið aldrei út í á á litlum aflvana
bílum með illa varða vél og raf-
geymi. Kannið vöðin af fyrirhyggju.
Til er hlutur sem kallaður er vað-
stafur og hann getur verið ómetan-
legur þegar kanna þarf ár!
5. Farið ekki einbíla um fáfarnar
öræfaslóðir. Munið að litlar og sak-
leysislegar ár geta á stuttum tíma
breyst í skaðræðisfljót. Treystið
aldrei að óreyndu að hjólför sem
liggja út í ár séu sönnun þess að
þar sé greiðfært.
6. Ferðafólk athugið: Flest slys og
óhöpp eru af völdum fyrirhyggju-
leysis og vanmati á aðstæðum.
Sjálfsagt er að gefa sér góðan tíma
til undirbúnings ferðar, tryggja að
öryggið sé í fyrirrúmi og vera þann-
ig viðbúinn að mæta hinu óvænta.
Þá reynir á hversu menn eru vel
búnir að heiman.
PÖNTUNARLISTINN
Vetrartískan frá Roland Klein - Kit -
Burberrys - Mary Quant - YSL o.fl.
Búsáhöld - leikföng - sælgæti
jólavörur o.fl.
RM B.MAGNUSSONI
■ HÓLSHRAUNI 2 - SÍMI 52866 - P.H. 410 - HAFNARFIRÐI