Morgunblaðið - 28.07.1988, Qupperneq 60
60
MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 28. JÚIÍ 1988
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR / HÁSTÖKK
Hví má ég ekki njóta
IHsins eins og aðrir, þó ég
sébestur
í hástökki
í heimi?
- spyr heimsmethafinn í há-
stökki, Svíinn Patrik Sjöberg,
íviðtali við Morgunblaðið
Heimsmet
Patrik Sjöberg setur heimsmet í Stokkhólmi 2. júlí 1987. Þá stökk
hann 2,42 metra, en það met stendur enn. Á myndinni hér að ofan
svífur Patrik vel yfir rána, og fagnar ógurlega, sem von er, eftir
að ljóst er að ráin hreyfist ekki.
PATRIK Sjöberg hefur um
nokkurra ára skeið verið meðal
bestu hástökkvara heims. En
það var ekki fyrr en á síðasta
ári að hann virkilega sló í gegn,
«t. með því að setja tvisvar sinn-
um heimsmet. Hann stökk 2,41
m innanhúss og 2,42 m utan-
húss. Auk þess sigraði hann á
heimsmeistaramótinu í Róm.
Hann er án efa ein helsta von
Svía á Ólympíuleikunum í Seoul
í haust.
Sagan byrjaði í raun er Patrik,
10 ára gamall stökk 1,30 m í
hástökki á stóru bamamóti heima
í Gautaborg. Það var eimmitt á
þessu móti sem
Erlingur fínnski íþróttakenn-
Jóhannsson arinn Viljo Nousia-
skri,ar inen tók eftir að
strákurinn átti ein-
■staklega auðvelt með að stökkva
hástökk og síðan þá hefur Finnan-
um, sem einnig er fósturfaðir Pat-
riks, tekist að gera hann að besta
hástökkvara heims í dag.
Samhliða því hefur Patrik einnig
verið iðinn við að sýna á sér ýmsar
aðrar hliðar. Hann hefur mjög
ákveðnar skoðanir og fer að sama
skapi sínar eigin leiðir. Hann kærir
sig oft á tíðum kollóttan um hvað
löndum hans þykir um hin ýmsu
uppátæki hans. Þetta hefur haft
það í för með sér að enginn annar
sænskur íþróttamaður hefur verið
jafn oft á síðum slúðurblaðanna og
hann.
Glaumgosi
Fjölmiðlar eru iðnir við að draga
upp þá mynd af Patrik að hann
líkist einna helst „glaumgosa".
Þetta kemur til af því að Patrik
kann vel við að keyra hraðskreiða
bíla. Sem dæmi um það, þá ekur
hann um á „lúxus kerru“, flottasta
og dýrasta Porsche. Ofugt við
marga aðra heimsfræga íþrótta-
menn lifir hann líflegu skemmtana-
lífí, og er tíður gestur á diskótekum
og hefur gaman af. Einnig má geta
þess að í trássi við viðvaranir um
að reykingar og íþróttir fari ekki
saman reykir hann að meðaltali
einn pakka á dag.
Þótt þessi atriði séu mest í sviðs-
ljósinu, þegar minnst er á Patrik,
eru þau ekki á neinn hátt mest ein-
kennandi fyrir þennan 23 ára gamla
Svía. Hann hefur nefnilega náð að
halda þessari þreytandi umfjöllun
fjölmiðla í góðri fjarlægð, þegar
íþróttimar eru annars vegar.
Sem íþróttamaður er hann mjög
metnaðargjam og allt sem hann
innir af hendi, vill hann gera vel.
Hann er að margra áliti atvinnu-
maður í hástökki. Hann þykir frek-
ar hógvær og rólegur og það þarf
varla að taka það fram að hann býr
yfír geysilega miklum hæfileikum
sem íþróttamaður. Þeir sem em
mikið í návist Patriks segja að létt-
leiki og góður andi einkenni hann
hvað mest. Hann er á allan hátt
afar „sjarmerandi“ íþróttamaður.
Fréttaritari Morgunblaðsins kom
að máli við Patrik á Bislett-leikun-
um í Osló á dögunum, en því miður
gat hann ekki verið með á Ieikunum
sökum smávægilegra meiðsla.
Reykir pakka á dag
Það lá beinast við að spyija Patrik
fyrst hvað honum fyndist um öll
þessi blaðaskrif sem ætíð fylgdu
honum?
Á meðan hann velti spurningunni
fyrir sér tók hann upp sígarettu og
kveikti í.
„Blaðamenn hafa oft á tíðum verið
mér mikill þymir í augum og á
stundum hef ég verið afskaplega
þreyttur á þeim. Það er í raun al-
veg sama hvað ég geri, allt kemur
fram í blöðunum. Það sem fer einna
mest í skapið á mér er að ég fæ
litla samúð þegar illa gengur, en
allir eru þess í stað tilbúnir að vera
vinir mínir þegar vel gengur.
En þetta eru bara eðlilegir hlutir
sem oft fylgja afreksmönnum í
íþróttum. Af þessum sökum veit
sænska þjóðin mjög mikið um mig
og mínir jandar gera miklar kröfur
til mín. Ég verð helst að stökkva
2,38 m eða setja heimsmet á hverju
móti til að sem flestir verði ánægð-
Maðurinn á bak
við Patrik Sjöberg
VILJO Nousiainen heitir mað-
urinn sem bæði hefur alið
Patrik upp og gert hann að
afreksmanni í íþróttum.
Allt frá því Patrik byijaði í
hástökki hefur fósturfaðir
hans, Finninn Viljo, séð um þjálf-
un hans. Þótt Viljo hafi sagt skil-
■■■ ið við móður Pat-
Etlingur riks fyrir sex
Jóhannsson árum, þá hefur
skrifar samband hans og
Patriks orðið betra
og betra með árunum. Hér koma
helstu atriði úr viðtali við Viljo
er birtist í sænsku blaði nýlega.
Virtur þjálfari
Viljo Nousiainen er mjög virtur
þjálfari í Svíþjóð og sem dæmi
um það þá þjálfar hann, fyrir utan
Patrik, marga bestu fijálsíþrótta-
menn Svía. Viljo hefur starfað við
þjálfun í Qölda ára, bæði hjá
sænska frjálsíþróttasambandinu
og félögum í Gautaborg.
Viljo sér algjörlega um þjálfun
Patriks, hann er með honum á
flestum æfingum og lítur eftir að
hann geri eins og ætlast er til. Á
þennan hátt á hann auðveldara
með að fylgjast með breytingum
hjá Patrik.
Þegar Viljo var spurður um hvaða
atriði væru mikilvægust í sam-
bandi við þjálfun hástökkvara
svaraði hann: „Að mínu áliti þá
eru tvö atriði mikilvægust í allri
hástökksþjálfun. í fyrsta lagi að
samræma hin ólíku tækniatriði í
atrennunni og í öðru lagi að ná
sem mestum sprengjukrafti í
sjálft uppstökkið."
Alhllða æfingar
Hvernig æfir Patrik?
„Æfingarnar hjá Patrik eru mjög
alhliða. Ég skipti æfingaárinu
gjarnan niður í margar smærri
lotur. I sérhverri æfíngalotu er
tekið fyrir ákveðið þema eða at-
riði. En svona yfír höfuð þá legg
ég mikla áherslu á alhliða æfing-
ar, mikið af ólíkum hoppum, æf-
ingar með bolta, almenna leikfimi
og geysilega mikið af teygjuæf-
ingum.
Patrik hefur aldrei æft mikið og
þá á ég við margar æfingar í viku.
Hann þolir illa mikið álag í langan
tíma.
Venjulega er Patrik frekar af-
slappaður og rólegur á æfingum.
Stundum er hann meira að segja
latur og þá verð ég að reka á
eftir honum. En hann missir sjald-
an áhugann og hann æfir yfírleitt
mjög vel. Hann er líka mjög metn-
aðargjarn.
Það er að vissu leyti ókostur að
ég skuli mæta á allar æfingar.
Það hefur meðal annars í för með
sér að Patrik er oft og tíðum frek-
ar ósjálfstæður í hugsun hvað
varðar æfingarnar.
Hann á það á hættu að vera fylli-
lega ánægður með þann árangur
sem náðst hefur og sökum þess
hefur hann lítinn áhuga á áfram-
haldandi verkefnum. I þessu sam-
bandi má meðal annars geta þess
að skömmu eftir að hann setti
heimsmet í fyrrasumar var erfitt
að fá hann til að takast á við
önnur verkefni og að setja sér
önnur markmið. Það er alltaf
þannig að þegar stórum áfanga
er náð er erfitt að byija á þeim
næsta. Það getur því orðið frekar
óhagstætt ef Patrik setur heims-
met rétt fyrir ÓL í Seoul { haust,“
sagði Viljo Nousiainen.