Morgunblaðið - 28.07.1988, Page 64

Morgunblaðið - 28.07.1988, Page 64
upplýsingar , u.Tnvörurog W* # m Þjónustu. tfgtniÞljifeife ALLTAF &00S&0010 SÓLARMEGIIV FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. ■Jm ' * 1 mSœS&gíz ■ - .■ -----. Orka vitanna endurnýjuð Morgunblaðið/Ámi Sæberg Starfsmenn Landhelgisgæslunnar fara árlega hringferð um landið og endurnýja orkubirgðir afskekktra vita. Sjálfvirkur ljósa- búnaður er í þessum vitum og er gas ljósgjafinn. Varðskipið Ægir fór í þessa för fyrir nokkru og var þyrlan TF-GRÓ með í för. Hver ferð tekur venjulega um tíu daga og eru gashylki flutt í um 40 vita og kveikt á þeim um leið. A myndinni er verið að flytja tóm gashylki út í Ægi frá Klofningi, skeri sem er skammt vestur af Flatey á Breiðafirði, en á firðinum eru fjórir vitar. Samið um þátttöku Íslendinga í IADS: Hefja þarf kennslu Ada- forrítunar við Háskólann Á milli 20 og 40 íslenskir forritarar vinna við kerfið Hafnarfj örður: 193 sviptir ökuréttindum Rannsóknarlögreglan í Hafn- arfirði hefur, það sem af er ár- inu, svipt 193 ökumenn ökurétt- indum, 142 vegna ölvunaraksturs en 51 vegna hraðaksturs. Af ölvunarakstursmálunum voru 53 sviptingar vegna brota sem framin höfðu verið í öðrum umdæm- um en 89 ökumenn voru staðnir að verki á heimaslóðum. Að sögn Eðvarðs Ólafssonar rannsóknarlög- reglumanns er um að ræða verulega fjölgun frá fyrra ári, einkum ef tek- ið er tillit til þess að hinn 1. mars færðist Seltjamames undir um- dæmi Reykjavíkurlögreglu og Mos- fellsbær einnig hinn 1. maí. ----------- Skiptalok í 46 gjaldþrotum: Engar eign- irtilí44 þrotabúum í NÝJASTA tölublaði Lögbirt- ingarblaðsins er greint frá skiptalokum í 46 gjaldþrotum, þar af hjá 11 fyrirtækjum og 35 einstaklingum. í 44 þrotabúum fundust engar eignir upp í kröf- urnar. Kröfumar í þrotabúin 46 nema samtals um 91.800.000 krónum auk vaxta og kostnaðar. Upp í þær kröfur fékkst greidd rúm ein milljón króna. Kröfumar í þrotabúin voru mjög mismundandi eða allt frá rúm- um 8.000 krónum og upp í 9,4 milljónir. í síðamefnda dæminu var um gjaldþrot Nýsmíða'og viðgerða hf. í Grindavík að ræða. Lægsta krafan var hins vegar í þrotabú Úteyjar hf., rúmar átta þúsund krónur. Af þekktum fyrirtækjum sem finna má meðal þessara gjaldþrota má nefna þrotabú Pöbbsins er áður var til húsa á Hverfísgötunni. Kröf- ur í búið n'ámu tæpum 4,4 milljón- um en engar eignir reyndust til staðar. Þá má einnig nefna S.G. hljómplötur.' Þar vom kröfur 1,6 milljónir króna, en eignir fyrirfund- ust engar. UNDANFARNA daga hafa full- trúar íslands og Bandaríkjanna unnið að samningi um þátttöku íslendinga í IADS-verkefninu svokallaða eða íslenska loftvarn- arkerfinu. Þar sem hugbúnaður- inn í tölvukerfi IADS verður rit- aður á nýtt og fullkomið forrit- unarmál, Ada-forritun, er þörf á því að komið verði á fót kennslu í Ada-forritun við Háskóla ís- lands. Reiknað er með að á milli 20 og 40 íslenskir forritarar muni vinna við kerfið. Banda- rískir sérfræðingar segja að með þátttöku í kerfi þessu skipi ís- lendingar sér í forystusveit á vettvangi tölvumála í heiminum. Þorsteinn Ingólfsson skrifstofu- stjóri Vamarmálaskrifstofunnar sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri enn ljóst hve mikill hlutur íslendinga í IADS yrði en markmiðið væri að hann yrði sem mestur. Þorsteinn segir að koma verði upp kennslu í Ada-forritun við Háskólann í samráði við stjóm skólans. „Hinsvegar er ekki farið að ræða það mál að ráði við for- svarsmenn Háskólans, en þeir vita af þessu og hafa sýnt málinu áhuga," segir hann. Dr. Þorgeir Pálsson segir að þróa verði hæfni kerfisins, vélar og bún- að, við Háskólann og að mikill áhugi sé innan tölvu- og verkfræðiskorar skólans á því máli. Bandarískir sérfræðingar frá þeim deildum hersins sem fara með IADS-málið hafa dvalið hérlendis vegna samninganna um þátttöku íslendinga. Þeir segja að Ada-for- ritun sé enn skammt á veg komin í heiminum en þátttaka íslendinga á þessum vettvangi muni leiða til þess að Islendingar skipi sér í for- ystusveit á vettvangi tölvumála í heiminum, enda muni Ada hafa gífurleg áhrif á hinn almenna mark- að á þessu sviði er fram í sækir. Sem kunnugt er af fréttum Morgunblaðsins er það Mannvirkja- sjóður Atlantshafsbandalagsins Atburðurinn átti sér stað við heimili skotmannsins á bæ í Suður- Þingeyjarsýslu. Þangað óku menn- imir honum eftir dansleik. Er heim var komið fór maðurinn inn, sótti riffíl, hlaupvídd .223, og skaut að bílnum, að því er virðist að tilefnis- lausu. Kúlan kom í framrúðuna og fór milli mannanna tveggja, sem í bílnum sátu, án þess að þá sakaði: Þeir óku á brott og rakleiðis til lög- reglunnar á Húsavík þar sem þeir tilkynntu atburðinn. sem stendur straum af kostnaðinum við IADS og áformar að veija til þess sem svarar 13 milljörðum íslenskra króna. íslendingar verða undirverktakar við byggingu kerfís- ins en aðalverktakar við rekstur þess og viðhald er það kemst í gagn- ið árið 1994. Að morgni laugardagsins fóru lögreglumenn heim á bæinn, hand- tóku þann sem kærður var og lögðu hald á vopnið. Maðurinn var síðan færður til yfirheyrslu á Húsavík og að morgni sunnudagsins var kveð- inn upp gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum. Seint að kvöldi þriðju- dagsins þótti málið það vel upplýst að maðurinn var látinn laus en harin mun sæta geðrannsókn. Að sögn Þrastar Brynjólfssonar verður mál- ið sent ríkissaksóknara á næstunr.i. Siglufjörður: Leitin að mönnun- um árangurslaus Báturinn fannst mannlaus í gærmorgun UM 35 félagar í björgunarsveit- inni Strákum á Siglufirði gengu í gær meðfram strönd- inni frá Sauðanesi að Selgili í leii'að tveimur fjölskyldumönn- um á þrítugsaldri, sem fóru á gúmmíbáti frá Siglufirði og saknað hefur verið siðan í fyrrakvöld. Bátur þeirra fannst mannlaus undir" Strákafjalli í gærmorgun. Einnig var leitað af sjó og þyrla Landhelgis- gæslunnar leitaði úr lofti. Hlé var gert á leitinni í gærkvöldi og hafði hún þá engan árangur borið. í gær var norðanátt og 3-4 vindstig. Að sögn Sigurðar Stefánssonar formanns björgunarsveitarinnar Stráka hefst leit aftur árdegis i dag og er þá von á liðsauka frá björgunarsveitunum Skagfírðingi á Sauðárkróki og Gretti á Hofs- ósi. Þá verða einnig gengnar fjör- ur frá Þórðarhöfða að Sauðanesi. Ekki er unnt að greina frá nöfn- um mannanna tveggja að svo stöddu. Sjá grein á bls. 26. Þingeyjarsýsla: Skaut úr riffli að tveimur mönnum ÞINGEYSKUR karlmaður hefur játað að hafa skotið úr riffli á fram- rúðu bifreiðar þar sem í sátu tveir ungir menn aðfararnótt laugar- dagsins. Þeir sluppu ómeiddir. Að sögn Þrastar Brynjólfssonar, yfir- lögregluþjóns á Húsavík, hefur ekki reynst unnt að finna aðrar ástæð- ur fyrir verknaðinum en mikla ölvun mannsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.