Morgunblaðið - 09.08.1988, Page 9

Morgunblaðið - 09.08.1988, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988 9 Pantið skólafötin núna Vetrartískan frá m.a.: Roland Klein - Burberry - YSLo.fl. Búsáhöld - leikföng - sælgæti - jólavörur o.fl. . 190.- (ánburðargjalds) B. M AGNÚSSON HF. HÓLSHRAUNI 2 - SÍMI 52866 Lítill drengur settist í stólinn hjá tann- lækninum og byrjaði um leið að öskra af miklum krafti. „Hvað er að þér drengur, ég hef ekki snert þig ennþá?“ „Þú stendur á tánni á mér.“ KÓKÓmJÓLK FUKIR 6LATT FÓL-K ! [ MJÓLKURSAMSALAN ( REYKjAVÍK | Virtur lérfncðingiir ritar pdn I aovéakt vikurit: Samyrkjubúskapur Stalíns r------- leiddi hörmungar yfír þjóðina^^* [UD sláppte in KGB-chef I Sápo ville stoppa inresan /■ Uppgjörvið Staiín en hvað með Lenín? í Sovétríkjunum eru menn nú farnir ræða brotthvarf frá samyrkjubúskapinum sem komið var á af Stalín árið 1928. Þar með hverfur enn einn hornsteinninn úr þeim hugmyndagrunni sem haldið hefur sov- éska Kommúnistaflokknum við völd síðan 1917. Þetta er ekki í fyrsta skipti á síðustu áratugum sem Stalín er harðlega gagnrýndur en enn hefur enginn þorað að draga grimmdarverk Leníns fram í dagsljósið — enda gæti það haft afdrifa- ríkar afleiðingar. Hörmungar samyrkjubú- skapar Ein mesta hörmung sem nokkur þjóð hefur þurft að ganga í gegnum er líklega innleiðing sam- yrkjubúskapar í Sov- étríkjunum eftir byltingu kommúnista árið 1917. Samyrkjubúskapur þýddi i reynd að bændur fengu ekki lengur að njóta vinnu sinnar heldur svipti ríkið þá jörðum sínum og framleiðslu. Lenin var sá fyrsti til þess að reyna þess leið og afleiðingamar létu ekki á sér standa. Land- búnaður landsins var lagður í rúst á örskömm- um tíma og Lenín þurfti að hverfa frá stefnu sinni þar sem uppreisnar- ástand var faríð að ríkja í hans eigin herbúðum sökum matvælaskorts. En það var þegar um seinan. Rússland, sem hafði örfáum árum áður verið einn helsti mat- vælaútflytjandi veraldar, þurfti að horfa upp á hungursneyð af manna- völdum í fyrsta skipti í sögu landsins árið 1921. Talið er að allt að þijár miUjónir manna hafi dáið hungurdauða veturinn 1921-22 og Sovétríkin neyddust til þess að leita á náðir hins kapftalíska landbúnaðar Banda- rikjanna vegna hrakfara samyrkjutilraunarinnar. Enn hörmulegri voru afleiðingamar þegar Stalin árið 1928 tók upp samyrkjustefnuna á ný. Hatrömm andstaða var gegn áformum Stalíns en bændur sem neituðu að láta uppskeru sina af hendi vom myrtir eða sendir f þrælkunarbúðir svo milljónum sldpti. Bein afleiðing þessarar stjómarstefnu var hung- ursneyðin i Úkrainu á árunum 1932-33 sem tal- ið er að hafi kostað 7 milljónir manna lífið. AJgjör þögn hefur hingað til ríkt f Sovétríkj- unum um þennan kafla i sögu landsins og valda- menn hafa varað sig á þvi að hallmæla ekki samyrkjubúskapniun. Það vekur því verulega athygli að nú virðist sem breyting sé að verða þar á. í frétt i Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag segir frá því að sovéskur landbúnaðarsérfræðing- ur hafi f grein í nýjasta hefti tfmaritsins Literat- úmaja Gazeta sagt „að samyrkjubúskapur, sem Jósef Stalín þröngvaði upp á þjóðina hafi lagt landbúnað í Sovétríkjun- um f rúst og leitt mat- vælaskort yfir þjóðina. 15 milljónir manna hafi misst heimili sín, þar af hafi ein milljón verið send í þrælkunarbúðir en 12 milljónir manna hafi verið fluttar til Síberíu." Einnig minnist greinar- höfundur _ á hungurs- neyðina í Úkraínu. Á svipuðum tfma kynnir Gorbatsjov, Sov- étleiðtogi, tillögur á mið- stjórnarfundi Kommún- istaflokksins um að af- henda bændum jarðir til leigu sem þeir geta rækt- að sjálfir og notið af- rakstursins af. Með öðr- um orðiun að hverfa að hluta tíl frá samyrlgubú- skapinum sem Stalín „þröngvaði upp á þjóð- ina“. Þannig fellur eitt vfgið af öðru i hugmyndaheimi sovéskra kommúnista. En þó Stalin sé gagn- rýndur gætir greinar- höfundurinn i Litera- túmaja Gazeta þess vandlega að hrósa Lenin fyrir að hafa afhent smá- bændum aftur rikisjarðir árið 1921. Enginn skuggi má falla á minningu meistarans. En gætí farið svo ef þróunin f Sovétríkj unum heldur áfram að ein- hvern tímann komi að föður byltingarinnar, Lenfn sjálfum? Það var jú Lenín sem kom á flokksræðinu, lögreglu- ríkinu, þrælkunarbúðun- um og áætlunarbúskapn- um. Og hvemig stendur á því að það draumakerfi sem blíðmennið Lenín skapaði gat komið iU- menni á borð við Stalín til valda? Það gætí haft afdrifa- ríkar afleiðingar að horf- ast i augu við þennan sannleika. Kenningar og stefna Leníns eru undir- staða valda Kommúnista- flokksins og Gorbatsjov heldur þvi fram að hann sé hinn fyrstí til þess að framkvæma stefnu Lenfns eftír dauða hans. Ef einhver bendir á að nýju fötin keisarans séu blekking gætí sá hug- myndafræðilegi grunnur brostíð og eftir stæði flokkurinn nakinn og allslaus. Deilt um Igor í frétt í Morgunblað- inu síðastliðinn sunnudag er greint frá því að ágreiningur sé kominn upp í Svfþjóð vegna nýs sóvésks sendiráðunauts þar f landi. Mun sænska leyniþjónustan hafa lagst eindregið gegn þvf að þessi maður, Igor Leonfdovitsj Níkíforov, yrði samþykktur, þar sem hún teldi að hann væri á vegum sovésku leyniþjónustunnar, KGB, og ætti að taka við sem hinn nýi yfirmaður henn- ar f Svíþjóð. Var talið að hann gegndi f það minnsta stöðu ofursta innan KGB. Utanríkis- ráðuneytíð kaus þó að hundsa álit leyniþjón- ustunnar og tók ákvörð- un um að samþykkja ígor siðastliðið haust. Þetta er nú orðið að fjölmiðla- máli f Sviþjóð og hefur komið fram i sænskum fjölmiðlum að ígori hef- ur verið neitað um land- vist f að minnsta kostí einu vestrænu ríki. Sum riki hafa þó tekið á mótí honum athugasemda- laust, þar á meðal ísland en Igor var stjórnarer- indreld við sovéska sendiráðið í Reykjavík á árunum 1979-1984 með það hlutverk „að sjá um tengsl við fjölmiðla“. A vegum sovéska sendiráðsins í Rcykjavík eru nú á milli 70 og 80 Sovétmenn að meðtöld- um fjölskyldumeðlimipn sem er langtum meiri fjöldi en i nokkru öðru sendiráði hér á landi og margfalt fleirí en sam- sldptí þjóðanna ættu að gefa tilefni til. Til saman- burðar má geta þess að í íslenska sendiráðinu f Moskvu starfa nú 3 íslenskir starfsmenn. Þetta vekur óneitanlega upp spurningar um hvemig eftírlití með er- lendum sendiráðsstarfs- mönnum á íslandi sé háttað. Hversu margir KGB-ofurstar ætli starfi við Túngötu? Hvað er best að gera? 101X1 100.000,- 100.000- bono.- „Ég get ávaxtað hundrað þúsund í sex mánuði. “ Örugg ávöxtun á óvissutímum fæst mcð nýjustu skammtímabréfum VIB, Sjóðs- bréfum 3. Verðbólgan rýrir peninga á skömmum tíma og því margborgar sig að ávaxta þá þótt þú þuríir peningana íljót- lega aftur. Innlausn þessara bréfa er ein- íöld og endurgjaldslaus. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavilc. Simi 68 15 30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.