Morgunblaðið - 09.08.1988, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988
Varnarræða
fyrir lagadeild
eftirJónatan
Þórmundsson
Stúdentar taka á sig rögg
Hinn 5. ágúst sl. birtist í Morg-
unblaðinu tveggja síðna umfjöllun
um lagadeild Háskóla íslands, með
viðtölum við 5 laganema og form-
ann Lögmannafélags íslands. Ekki
þótti ástæða til að ræða við einn
einasta kennara iagadeildar, enda
algjör óþarfi að vera að flækja
málið með einhveijum leiðrétting-
um á missögnum, misskilningi og
rangfærslum stúdentanna! Það er
því einstaklega þakkarvert að fá
nú eftir á tækifæri til að læða á
blað fátæklegum vamarorðum fyr-
ir lagadeild. Ég er eiginlega mest
hissa á því, að blessaðir stúdentam-
ir og allir þessi fjöldi annarra stúd-
enta skuli streyma hundruðum
saman í lagadeild þrátt fyrir úrelta
námstilhögun, ómannúðlega kenn-
ara sem sjaldan em við, kenna lítið
og illa og nemendur almennt bera
ekkert traust til. Ifyrr má nú vera
lögfræðiáhuginn!
WIKA
Þrýstimælar
Allar stœrölr og gerölr
^aajxrQao(U)SPUxr
VMturgötu 16, sími 13280
Sérkennileg' röð tilviljana
Ég hef aldrei verið mjög trúaður
á einkennilega röð tilviljana. Þar
ræður sennilega eilítil nasasjón mín
af sakamálum og refsirétti. En viti
menn, ég held að ég hafí nú skipt
um skoðun. Svo hagar nefnilega
til, að í smáupphlaupi, sem verið
hefur í kringum lagadeild á annars
friðsælum sumardögum, úir og
grúir af tilviljunum. Eftir að tveir
stúdentar féllu á prófí í júníbyijun
var fyrst allt með kyrrum kjörum
og enginn talaði við starfandi deild-
arforseta. Svo liðu vikumar. Þá
hófst enn eitt bramboltið út af dr.
Hannesi og allt fór í bál og brand
milli Háskólans og menntamála-
ráðuneytis. Loks uppgötvaði ráðu-
neytið sér til skelfíngar, að það var
orðið rökþrota — þegar öll sönnun-
argögn dómnefndar lágu á borðinu.
Nú voru góð ráð dýr. Þrír dagar
liðu. Þá fundu stúdentar það upp
svona rétt hjá sjálfum sér um mitt
sumar, að lagadeild væri bæði óal-
andi og ófeijandi. Svo hófust blaða-
skrifín, meira að segja áður en
lagadeild hafði nokkra ákvörðun
tekið. Á einu dagblaðinu var blaða-
maðurinn laganemi nýfallinn í al-
mennri lögfræði, á öðru blaði var
það stúdent, sem hafði fallið í 1.
hluta laganáms, á þriðja blaðinu
var það enn einn laganeminn. Svo
kom viðtal við tvo laganema í tíma-
riti einu, sem gefíð er út af sama
fyrirtæki og tímarit, sem annar
þessara laganema er ritstjóri fyrir.
Og lái mér svo hver sem vill, þótt
ég trúi orðið á einkennilegar tilvilj-
anir.
Haltu mér, slepptu mér!
Stúdentar segjast vilja halda í
strangar námskröfur í lagadeild,
en sumir vilja jafnframt veita þeim
undanþágu til próftöku, sem búnir
eru að sitja í deildinni nógu lengi,'
til þess að seta þeirra þar teljist
til „sérstakra ástæðna" fyrir und-
anþágu. Ef mér skjátlast ekki er
Hópferðabflar
Ailar stœröir hópferöabila
í lengri og skemmri feröir.
Kjartan Inghnaraaon,
afml 37400 og 32716.
hér annaðhvort um tvískinnung að
ræða varðandi kröfumar eða stúd-
entar hafa fundið upp eins konar
eilífðarvél. Sá, sem ræður ekki við
tiltekið nám eða getur ekki sinnt
því nægilega vel fyrir vinnu annars
staðar, hann hlýtur samkvæmt
þessu að fá undanþágu aftur og
aftur, svo lengi sem hann kýs, en
nær svo ekki prófí, nema slakað
sé á kröfunum! Og hvað mundu
skattborgaramir segja um slíkt
ráðslag? Ef það er ómannúðlegt,
að nemandi falli í 2. tilraun eftir 5
ára nám, er þá ekki líka ómannúð-
legt, að nemandi falli í 3. sinn eft-
ir 6 ára nám eða í 4. sinn eftir 7
ára nám? Svari hver sem betur
getur.
Lögskýring eða
flumbrugangur
Það þykir ekki tiltökumál nú til
dags, þótt laganemar komi fram á
ritvöllinn og segi lögskýringar
deildarforseta bull og vitleysu, jafn-
vel þótt hann hafí átt þátt í að
endurskoða viðkomandi ákvæði.
Verst er, þegar það hendir stúd-
enta að koma upp um hvimleiða
fljótfæmi sína og opinbera hana
öllum almenningi. Svo slysalega
tókst til, þegar stúdentar fóra að
skýra ákvæðið um prófmat kennara
og prófdómara (49. gr. háskóla-
reglugerðar), að þeir litu aðeins á
hluta ákvæðisins, en gleymdu að
líta á upphaf þess, þar sem aðal-
reglan um sameiginlega fyrirgjöf
er mörkuð. Auk þess er það skyn-
samleg regla við laganám að lesa
ákvæði í heild og kanna innbyrðis
tengsl einstakra liða þess svo og
að hlusta á útlistun kennara í al-
mennri lögfræði á þvi, hvemig
lagaákvæði beri að skýra, t.d. að
athuga tilgang ákvæðis, forsögu
þess, venjubundna framkvæmd
o.s.frv. En auðvitað er langþægi-
legast að taka bara tvær línur út
úr textanum og segja: Þetta er
reglan og hana nú! Ef hlutaðeig-
endur hefðu aðeins staidrað við og
ekki bara verið að leita að tæki-
færi til að „negla" deildarforset-
ann, hefðu þeir kannski áttað sig
á, að tilfærð orð eiga við, þegar
kennari og prófdómari era ósam-
mála um einkunnagjöf. Engin
heimild felst þó í ákvæðinu til að
gefa upp annað en lokaeinkunnina,
enda styðst sá skilningur nú við
Jónatan Þórmundsson
„Sá, sem ræður ekki við
tiltekið nám eða getur
ekki sinnt því nægilega
vel fyrir vinnu annars
staðar, hann hlýtur
samkvæmt þessu að fá
undanþágu aftur og
aftur, svo lengi sem
hann kýs, en nær svo
ekki prófi, nema slakað
sé á kröfunum! Og hvað
mundu skattborgararn-
ir segja um slíkt ráðs-
lag? Ef það er ómann-
úðlegt, að nemandi falli
í 2. tilraun eftir 5 ára
nám, er þá ekki líka
ómannúðlegt, að nem-
andi falli í 3. sinn eftir
6 ára nám eða í 4. sinn
eftir 7 ára nám? Svari
hver sem betur getur.“
áratuga framkvæmd.
Annað, sem stúdentamir verða
að læra, áður en þeir koma út í
alvöra lífsins, era þau sannindi, að
ekkert þýðir að halda því fram, að
einhveijar sérstakar óvenjulegar
aðstæður séu fyrir hendi, en hafa
þó engin gögn eða sannanir fram
að færa. Skyldi fólkið virkilega
meina, að það eigi að fá aukatæki-
færi hvenær sem illa gengur, bara
með því að segja mörgum vikum
síðar: „Mér leið svo illa, ég var
veikur eða með prófskrekk." Hvar
er þá hinn almenni, málefnalegi
mælikvarði réttaröiyggis, hvað um
jafnræði námsmanna, hvað um
fjármuni. Háskólans og hvað um
skynsamlega nýtingu á vinnu kenn-
ara?
Hinn nýi stíll
Þá er rétt að kynna almenningi
hinn nýja stíl stúdenta í skiptum
við kennara sína. Kennarar era
ekki lengur taldir hæfír til að taka
ákvarðanir um vandamál, sem upp
koma í deildinni. Þeir era orðnir
að „deiluaðila" við stúdenta og era
því meira og minna vanhæfír að
fjalla sjálfír um málin. Nú þarf að
leita álits annarra aðila um ákvarð-
anir hinnar „vanhæfu" lagadeildar.
Brátt verða sjálf prófin talin deilu-
efni stúdenta og kennara. Þá eygi
ég e.t.v. hina langþráðu stund, þeg-
ar ég get sem „deiluaðili" við stúd-
enta mína vísað prófúrlausnum til
lögskýringanefndar, áfíýjunar-
nefndar, réttindaskrifstofu eða
hvað þetta nú allt heitir. Og það
er ekki svo vel, að hlustað sé á
það, þegar við minni spámennimir,
sem nú kennum við lagadeild,
ómannúðlegir og áhugalausir um
hag stúdenta, reynum að klóra í
bakkann með því að segja, að eins
hafí nú verið litið á málin í tið fyrir-
rennara okkar, sem lengi hafa út-
hlutað alþýðu þessa lands brauði
og réttlæti sem ráðherrar og
hæstaréttardómarar.
Annríkiskenningin
Kennarar era svo uppteknir við
önnur störf, að þeir mega ekki vera
að því að sinna okkur, segja stúd-
entar. Þeir eiga að hafa fastan við-
talstíma, segja þeir líka. Nú fer að
káma gamanið. Hvemig fór með
föstu viðtalstímana? Kennarar hafa
vist flestir gengið í gegnum þá
reynslu. Stúdentar vildu koma á
öllum öðram tímum, m.a. af þvi
að þeir vora svo uppteknir í vinnu
annars staðar. Á meðan beið kenn-
arinn uppfullur af áhuga á hag
nemenda sinna, en fékk í besta
falli stöku upphringingu með beiðni
um annan viðtalstíma.
Stúdentar hafa auðvitað gleymt
því í amstri hjáverkanna, að kenn-
arar hafa fleiri skyldur við Háskól-
ann en að kenna, taka á móti stúd-
entum og spjalla við þá. Það heitir
víst rannsóknarskylda. Þegar hún
er til umræðu hjá stúdentum, er
þess raunar krafíst, að menn hristi
heilu bækumar fram úr erminni á
skömmum tíma. I öðram löndum
þykir ekkert tiltökumál, þótt það
taki heila starfsævi að byggja upp
fræðigrein sína.
Sennilega hefur það ekki hvarfl-
að að gagnrýnendum deildarinnar,
að þjóðfélagið kunni að ætlast til
þess af okkur kennuram, að sér-
þekking okkar nýtist til fleiri rann-
sóknarverkefna en grandvallar-
rannsókna og kennsluritasamning-
ar. Til er nokkuð, sem heitir hag-
nýtar rannsóknir, og era þær
stundaðar meira og minna í öllum
deildum og námsbrautum Háskól-
ans. Geta nemendur kannski sýnt
RITVÉLIN
sem fylgir þér hvert sem er
Ferðarltvél í sérflokki einungis 6,5 kg og meö innbyggðum
spennubreyti, loki og handfangi.
Skólaritvél í sérflokki með lyklaborð aðlagaö að fingrunum sem
auðveldar hraða og villulausa vélritun.
Skrifstofurltvél (sérflokki með ásláttarjafnara, síendurtekningu á
öllum tökkum, leiðróttlngarminni o.m.fl. sem tryggir góðan frágang
án fyrirhafnar.
OLYMPIA CARRERA
er tengjanleg vlð allar töl vur.
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Penninn, Hallarmúla 2, Austurstræti 10, Kringlunni, Rvk.
Tölvuvörur, Skeifunni 17, Rvk.
Bókabúð Brynjars, Sauðárkróki. K.f. Árnesinga, Selfossi.
Bókabúðin Édda, Akureyri. K.f. Borgfirðinga, Borgarnesi.
Bókabúð Jónasar, ísafirði. Prentverk Austurlands, Egilsstöðum.
Bókaskemman, Akranesi. Radíóver, Húsavík.
Fyrirtækjaþjónustan, Hvolsvelli. Sjónver, Vestmannaeyjum.
K.f. A-Skaftfellinga, Höfn. Stapafell, Keflavík.
LÉTTAR FLOTBRYGGJUR
Á SJÓ OG VÖTN
STÆRÐIR: 1,5x6 MTR
2,0x6 MTR
2,4x6 MTR
kf©llii
KRISTJÁN ÓLI HJALTASON
IÐNBUD2. 210 GARÐABÆ
SÍMI46488
ENIMFREMUR FLOT-
TENGIBÚNAÐUR FYRIR
FISKELDISSTÖÐVAR.
UPPLÝSINGAR GEFUR
UMBOÐSAÐILI
SF-GRUPPEN
SVEINSKA. FuTBLOCK AB
MODERFORETAG