Morgunblaðið - 09.08.1988, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.08.1988, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988 ÓLAFUR JÓHANN SIGURÐSSON RITHÖFUNDUR Ungur kvað Jónas Hallgrímsson langan óð sem ber latneskt heiti, Ad amicum (Til vinar). Þar lýsir hann því með táknlegum hætti, hvemig Vináttan kom í þennan heim á árdögum lífsins sem engill, sendur mönnum frá skaparanum, því að þeir voru ekki sjálfum sér nægir án hennar. Svo mikil tíma- skil markaði sá dagur er þetta varð, að skáldið kallar hann fyrsta Sum- ardag mannkyns og þangað eigi sá uppruna sinn að rekja sem vinur sé. Með öðrum orðum: Vinur er guðsgjöf. Þessi hugsun Jónasar vitjar mín nú, þegar ég kveð hinztu kveðju Olaf Jóhann Sigurðsson. Það var mér dýrmæt gjöf að eignast fyrir svo sem aldarfjórðungi vináttu hans, sem aldrei fölskvaðist upp frá því, vináttu sem fól í sér góðhug, ræktarsemi og heilindi — að hafa fengið að njóta, í einu orði sagt, drengskapar hans allan þennan tíma. Sárt er þegar slíkur vinur er kvaddur á braut snögglega. En það huggar að ég sé honum ekki á bak að fullu og öllu, hann verður áfram nálægur í huga mér eins og verið hefur, jafn lengi og auðnan gefur. Þannig hlýtur því einnig að vera háttað um alla sem horfa á eftir tryggðavinum héðan, þeir fara að vísu, en fara þó ekki. Ólafur Jóhann Sigurðsson skip- aði sér ungur maður í röð þeirra höfunda sem fremstir standa hér- lendis á þessari öld. Margháttuð verk hans, í lausu máli og bundnu, varðveita kjamann í honum sjálf- um, hugsjónir hans og viðhorf, skaphöfn og hjartalag, þar er alls þessa að leita milliliðalaust og þó ýmist í ljósi eða leynum, eins og oft vill verða í skáldskap. Ritstörf voru Ólafi Jóhanni ekki föndur, heldur köllun, glíma við sjálfan sig og þann tíma sem fóstraði hann. Ósvikult starfaði hann samkvæmt því á hveiju sem valt. Engin leið er að gera ævistarfí hans, svo um- fangsmikið sem það er, nein skil í vinarkveðju á hraðfleygri stund, slíkt næði alltof skammt, enda rúm- ast það réttilega hvergi annars staðar en í bókmenntasögunni sjálfri. Þar mun því verða svo farið, eins og sannazt hefur um skáld allra tíma, að einn hampar þessu, annar hinu, ýmist eftir geðslagi sínu eða því hvemig vindar blása þá og þá. Enda þótt Ólafur Jóhann Sig- urðsson lýsi sjálfum sér betur 5 verkum sínum en gert verður af nokkmm öðmm með almennum orðum, kemst ég ekki hjá því að staldra hér við, að því leyti sem að mér snýr persónulega. Svo er mál með vexti, að ég samdi liðlega þrítugur bók um ævi og skáldskap Steingríms Thor- steinssonar. Hún kom út 1964. Fram undir þann tíma lagði ég ríkt við að ná tökum á aðferðum í kveð- skap, þó svo mér yrði það á að rita laust mál lítils háttar. Árið 1962 nefndi Snorri skáld Hjartarson við mig að vinur sinn, Ólafur Jóhann Sigurðsson, væri allra manna fremstur í því að líta yfir handrit og prófarkir. Þá þekkti ég Ólaf Jóhann varla nema af lestri bóka hans og góðu orði sem fór af þeim mannkostum sem hann prýddu. Þetta varð til þess að ég gekk fyrir Ólaf og bað hann um að lesa próf- örk af ljóðabókinni Stund og stöð- um. Hann vékst ljúfmannlega undir það. Einn sunnudagsmorgun skömmu seinna, ef mig misminnir ekki, birtist hann allt í einu fyrir dyrum úti þar sem ég átti heima, í Laugameshverfi, með próförkina milli handa, hafði gert sér ferð þangað óumbeðið heiman frá sér í miðbænum. Ég man hvað ég undr- aðist sinnu hans gagnvart mér stráknum, og ekki gleymist mér heldur, með hve mikilli rökvísi og hæversku hann fylgdi eftir þeim athugasemdum sem hann gerði við textann. Af þessu leiddi síðan hitt sem meira var, að ég fékk því svo fyrir komið að útgefandi réð hann til þess að lesa með mér alla fyrstu próförk bókarinnar um Steingrím Thorsteinsson saman við prent- smiðjuhandrit og því næst las hann aðra próförk til viðbótar. Við unnum jafnan saman þann tíma heima hjá honum í Suðurgötu 15. Og er skjót- ast af því að segja, að á þeim mán- uðum varð vinnustofa Ólafs Jó- hanns Sigurðssonar einn af háskól- um mínum, og ekki sá slakasti. Við sátum einbeittir í verkstæði hans dag eftir dag með alls konar gögn á lofti, orðabók Konráðs Gíslason- ar, Sigfúsar Blöndals, Fritzners og fleira og fleira, ef því var að skipta, veltum hlutunum fyrir okkur, skeggræddum og ályktuðum; hverja klausu grandskoðaði Ólafur hvassri sjón. Hann var gagnmennt- aður í íslenzku máli, eins og rit hans bera vitni um, aðgætinn hreintungumaður, og helzt greindi okkur á þegar mér fannst óhætt að veifað væri iausum hala, af ein- hveijum ástæðum. En þetta var smáræði, allt varð samstarfíð mér til mikils þroska, og þessar vinnu- vikur bundumst við Ólafur Jóhann þeim innri böndum sem aldrei slitn- uðu. Þá kynntist ég ekki aðeins verkfærni hans, þjálfun hins sanna atvinnumanns, heldur líka þvi hve mörgum góðum eðliskostum hann var búinn, skarpskyggni, trú- mennsku, fómfýsi, svo ég nefni fátt eitt. Þar eð Ólafur Jóhann var texta- lesandi með yfirburðum og jafn- framt bóngóður fór ótrúlega mikið af starfstíma hans, ævitímanum sem eyðist eins og þar stendur, í lestur ýmiss konar handrita og próf- arka fyrir vináttusakir við menn; hann lagði þekkingu sína af mörk- um langar stundir í annarra þágu án nokkurs endurgjalds (fékk jafn- vel á sig vanþakklæti sumra þeirra sem nutu góðs af). Slíks eru raunar ýmis dæmi í bókaútgáfu hérlendis, þó hygg ég að þeir muni fáir í seinni tíð sem hafí oftar en hann lagfært lesmál, þannig að þeirra sé í engu viðgetið. Ég vil ekki sleppa því úr, fyrst ég minntist á samvinnu okkar Ólafs Jóhanns, að hann var ekki aðeins harðsækinn og glöggur yfirlesari, heldur líka fyndinn maður, svo að við spauguðum margt inni á milli. Þrátt fyrir stefnufasta iðjusemi við skrifborð, alvörubrag og vissa siða- vendni brá Ólafur sér við og við í annað gervi, sagði kímilegar smá- sagnir af hinu og þessu og virtist þá ná rödd úr hvers manns munni, svo mikil var hermigáfan. Þetta lék hann í mín eyru alla tíð síðan. Ekki skal heldur fellt undan að nefna, að á þessum gömlu samstarfs- dögum og býsna lengi þar á eftir var ég að kalla heimagangur í Suð- urgötu 15, ef ekki kostgangari án þess að þurfa að borga fyrir mig, Anna Jónsdóttir, kona Ólafs, gneistaði af atorku og vitsmunum, og hún umvafði mann gestrisni og elskusemi ekki síður en bóndi henn- ar. Synir þeirra tveir, Jón og Ólafur Jóhann yngri, voru að vaxa upp, gáfum gæddir, nú mikilhæfir menn hvor á sínu sviði. Á þessu heimili höfum við kona mín átt með húsráð- endum kvöldstundir sem fyrnast ekki. Eftir miðjan aldur gekk Ólafur Jóhann Sigurðsson sjaldnast heill til skógar. Það kemur m.a. fram í þeim hausthug sem víða kennir í ljóðum hans. Hann kveður á einum stað í bók sinni Að lauffeijum, 1972: Nú ber mig án afláts nær óvæðu fljóti. Undarlegan nið þess æ næmar ég heyri. En hann lét ekki deigan síga samt, heldur starfaði þrotlaust eftir föngum, því að líf í iðjuleysi var honum sem dauði. Hann sendi frá sér skáldsöguna Hreiðrið, er geym- ir uppgjör hans við margt og margt; honum tókst að ljúka hinum löngu upprifjunum andhetjunnar Páls blaðamanns Jónssonar; hann gaf út í tveimur bókum, 1972 og ’74, þau ljóð sem færðu honum bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs 1976, og enn annað ljóðasafn kom frá hans hendi sfðar, Virki og vötn. Ólafí Jóhanni auðnaðist allt þetta þrátt fyrir þverrandi heilsuhreysti, og þar túlkar hann allt hið helzta sem leitaði á huga hans hin seinni ár. Ýmislegt af því jók honum skap- raun, einkum fyrirleit hann margs konar uppflosnun sem hann varð áskynja í samtíð sinni. Og því er ekki að leyna að honum þótti minna hafa spunnizt úr morgungjalli hinna rauðu hana fyrr á öldinni en hann vonaðist til. Ólafur Jóhann var þjóðræktar- maður í víðum skilningi orðsins og hugsaði, þegar til stjómmála kom, fyrst og síðast um heill íslendinga, menningararf þeirra og sæmd, um þjóðvemd og landvemd á þeim tímum sem nú eni að líða og hinum sem fara í hönd. í huga hans toguð- ust á uggur og vonir. Mál sitt sótti hann og varði í ritum, ekki á torg- um eða þingum, penninn var sverð hans og skjöldur, honum hugnaðist illa að standa á sviðspöllum marg- mennisins. Nú hefur Ólaf Jóhann Sigurðsson borið að hinu „óvæða fljóti", oft með brekkuna í fang eins og geng- ur, en hann bar þangað vamm- lausan, heiðri krýndan. Og mér virðist hann hafí trúað því að yfir það fljót yrði komizt, þrátt fyrir allt. Þessum línum um Ólaf Jóhann Sigurðsson, vin sem ég á meiri þakkarskuld að gjalda en ég varð nokkru sinni borgunarmaður fyrir, vil ég ljúka á því að færa Önnu konu hans, sonum þeirra og öðrum ástvinum dýpstu samúðarkveðjur mínar og fjölskyldu minnar. Við gerum að okkar eigin orðum það er hann sjálfur kvað eftir einn skáldbræðra sinna og vina: Hann hvarf oss á braut. Og birtunni sé hann falinn sem bjó í sál hans og var honum styrkur í nauðum. Vér hlustum, vér spyijum, og horfum með trega um dalinn sem húmnóttin fyllir að slökktum glóðunum rauðum. Því aldrei framar mun leiftra af ljóðrisi nýju hjá lindum og björkum í augunum skæru og hlýju. Hannes Pétursson Góður vinur er genginn. Einn fremsti rithöfundur Islands skrifar ei meir. Ólafur Jóhann Sigurðsson var fæddur í Hlíð í Garðahverfi 26. september 1918. Þegar hann var fímm ára fluttust foreldrar hans, Sigurður Jónsson og Ingibjörg Þóra Jónsdóttir, að Litla-Hálsi í Grafn- ingi og flórum árum síðar að Torfa- stöðum í sömu sveit. í Grafningnum dvaldist Ólafur Jóhann fram á sex- tánda ár. Hann kvæntist 22. apríl 1943 eftirlifandi konu sinni, Önnu Jóns- dóttur Ámasonar héraðslæknis á Kópaskeri. Þar fékk hann förunaut sem full af æskuþreki þorði að gefa sig bláfátækum rithöfundi sem varla hafði í sig og á. Vonglöð gekk hún við hlið hans fyrsta spölinn í hjónabandinu þar til hann fór til náms í Bandaríkjunum í desember sama ár, þá nýorðinn faðir. Síðasta spölinn fetuðu þau saman daginn sem hann dó. Hann hafði farið út um morguninn að reka lítilsháttar erindi. Af ýmsu smávægilegu dró hún þá ályktun að ekki væri allt með felldu og hélt á eftir honum. Hún fann hann fárveikan og studdi hann heim. Til að deyja. Studdi hann þann dag rétt eins og alla aðra daga í fjörutíu og fimm ára hjónabandi. Þegar þau giftust hélt hún áfram að vinna utan heimilis þó það væri ekki algengt í þá daga. En þeim veitti ekki af. Þrátt fyrir sleitulausa elju við blaðamennsku, þýðingar, prófarkalestur og eigin skriftir námu tekjur hans sjaldnast verka- mannslaunum. Þá drýgðist vinnu- tími hans ekki við það hvað hann var fús að taka að sér handritaleið- réttingar, oft án endurgjalds. Synirnir urðu tveir: Jón sem er haffræðingur og Ólafur Jóhann, eðlisfræðingur og rithöfundur. Við Ólafur munum hafa kynnst upp úr 1940. Þá var skáldsagan Liggur vegurinn þangað komin út og höfundur óspart tekinn til bæna. Nærri má geta hvílíkur hnekkir það er fyrir ungan mann að fá slíka dembu yfir sig. En hnekkirinn var efnahagslegur, ekki andlegur. Ólaf- ur Jóhann var fjörmikill og lífsglað- ur og lét ekki deigan síga heldur herti sig við prófarkalestur og þýð- ingar. Árásunum svaraði hann 1942 með smásagnasafni þar sem margir bestu kostir hans komu fram. Eng- inn vafi þurfti að leika á því að höfundur með fágæta skáldgáfu hafði kvatt sér hljóðs. Þó hækkaði enginn róminn til að vekja athygli á honum, þó fann enginn gagnrýn- andi sig knúinn til að segja lesend- um af honum. En maður sem hamast frá því árla morguns fram í rauðamyrkur við að lesa og leiðrétta annarra manna bækur, við að hjálpa vinum sínum, við að tileinka sér hið tær- asta tungutak og koma því á blað, hann verður ekki kveðinn niður. Snar þáttur í geðslagi hans var gamansemin. Á yngri árum gat hann verið meinhæðinn og ertinn. í góðkunningjahópi átti hann það til að tala langar stundir í bundnu máli og þá alltaf í gamansömum tón. Við vorum báðir á þeim aldri sem heyrir glaðværðinni til og hvorki lítil efni né heimsstyijöld hafði veruleg áhrif á lífsgleðina. Um þessar mundir var hann að skrifa nokkrar bestu smásögur sínar sem standa öðru óbundnu máli hans fyllilega á sporði. Árið 1944 kom skáldsagan Fjallið og draumurinn og 1945 smásagna- safnið Teningar í tafli þar sem hver sagan er annarri snjallari. í ljóðakveri frá árinu 1952, sem ber hið yfirlætislausa heiti Nokkrar vísur um veðrið og fleira, er kvæði sem heitir Fljótið. Sjálfsagt er þar fjallað um mörg vötn en eitt af þeim er vissulega Sogið. Þar segir á einum stað: Ég er fljótið sem nam þig ungan, bljúgan, hikandi og feiminn að blikandi straumi mínum. Og eilífð bemskunnar þaut í grasi og lyngi eins og mildur nálægur draumur. Þar er sleginn strengur sem átti eftir að hljóma aftur og aftur i þremur Ijóðabókum frá árunum 1972 til 1978. Fyrir tvær þær fyrri, sameinaðar í eina bók, hlaut hann Norðurlandaverðlaunin 1976. Það er ágætt en hitt er þó betra að í þessum bókum dýpkar hljómurinri og verður að máttugum tregaslag. Söknuður og vitneskja um nálægð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.