Morgunblaðið - 09.08.1988, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988
Hvers virði eru íslenzk böm?
eftirSigrúnu
Gísladóttur
Töluverð umræða hefur farið fram
um grunnskólann, þ.e. skyldunáms-
stigið, í fjölmiðlum en þó einkum
manna á meðal. Kemur þar aðallega
tvennt til, óánægja foreldra með
skólatíma bamanna og óánægja
kennara með launakjör og starfsað-
stöðu ? skóiunum.
Síðustu áratugi hefur þjóðfélags-
myndin orðið allt önnur vegna auk-
innar atvinnuþátttöku kvenna á al-
mennum vinnumarkaði og með aukn-
um Qölda einstæðra foreldra. Sú
staðreynd að flestar mæður vinna
nú einnig utan heimilis gjörbreytir
aðstæðum skólabama og um leið
öllu skólastarfi. Fjarvera foreldra frá
heimili og bömum leiðir af sér aukn-
ar og um leið öðmvísi kröfur á skól-
ann.
Breytt hlutverk skólans
Segja má um skólann og skóla-
starfíð á yngri stigum grunnskólans,
6—12 ára, að þar ríki eins konar
kreppuástand. Því þrátt fyrir allar
breytingar á högum fólks hafa engar
breytingar verið gerðar af hálfu hins
opinbera á starfsemi og starfsað-
stöðu skólanna til þess að koma til
móts við hina nýju þjóðfélagsmynd.
Áður fyrr fór hin eiginlega mennt-
un fram á heimilum. Skólinn var
frekar rekinn sem eftirlitsaðili en
þjálfunin fór aðallcga fram á heimil-
unum, þar var bömunum sinnt og
þau vom öguð. Smám saman færist
þetta með auknum þunga inn í skól-
ana og verður hlutverk skólans því
aðstoðarkennarinn, þ.e.a.s. móðirin,
er farin í önnur störf.
Skólinn hefur ekki um neitt að
velja, hann verður að aðlaga starf
sitt breyttum aðstæðum og „breytt-
um bömum“. Skólinn verður í aukn-
um mæli að sjá um uppeldi og ögun
bamanna í samvinnu við heimilin og
gæta þeirra meðan foreldramir
vinna.
Ekkert hefur verið gert af hálfu
stjómvalda til þess að skólinn geti
rækt þetta nýja og breytta hlutverk.
Skólinn stendur þess vegna einn og
sér úr takt við allt umhverfíð og
árangur starfsins verður í samræmi
við það.
Heimilisfræðitími í Flataskóla, sem er mjög vinsæl námsgrein.
Umhverfismálanefnd Garðabæjar veitir bekk í Flataskóla viðurkenningu.
Éinsetinn skóli og lengri skóladag-
ur yngstu bamanna hlýtur að vera
takmark allra foreldra og þeirra sem
skilja að bömin eru framtíð hverrar
þjóðar.
Eru íslenzk börn
minna virði?
Umræðan hefur töluvert beinzt að
óhentugum og sundurslitnum skól-
atíma bamanna. Sérstaklega vegna
þess að þau eru ýmist fyrir eða eftir
hádegi í skólanum (vegna tvísetning-
ar kennslustofanna) og að þau þurfa
oft að fara margar ferðir á dag til
og frá skóla. Viðleitni skólastjóm-
enda til þess að ná samfelldum skól-
atíma fyrir bömin leiðir af sér annað
vandamál sem er óregluleg stunda-
tafla. Væri einhver fullorðinn ánægð-
ur með að fara aldrei á sama tíma
til vinnu alla daga vikunnar og vinna
ýmist 3 eða 6 klst. eftir því hvaða
vikudagur væri?
Nefndir hafa starfað og skilað nið-
urstöðum og lagt áherslu á samfelld-
an skóladag. Gallinn er bara sá að
breytingamar hafa ekkert mátt
kosta ríkissjóð og vandinn en því enn
óleystur.
Sigrún Gísladóttir
„Það að koma á sam-
felldum, einsetnum
skóla og lengdum
skólatíma fyrir yngstu
börnin kostar auðvitað
peninga. Þá er spurn-
ingin sú hvers virði er
upprennandi kynslóð?
Kynslóðin sem mun
erfa landið og er auð-
legð hverrar þjóðar?
Eða metum við íslend-
ingar ekki börn okkar
jafnmikils og aðrar
þjóðir?“
Þegar litið er á skólakerfí annarra
þjóða kemur í ljós að þar eru allir
skólar einsetnir, þ.e. allir nemendur
he§a skóladag að morgni og fara
ekki heim fyrr en skóla lýkur. Yngstu
aldurshópamir eru auk þess mun
lengur í skólanum en þeir eru hér.
Það að koma á samfelldum, ein-
setnum skóla og lengdum skólatíma
fyrir yngstu bömin kostar auðvitað
Ferðamál á Islandi/Einar Þ Guðjohnsen
Vatnsfjörður og Barðaströnd
í Vatnsdal.
Rauðadalsskörð.
Sögumar fræða okkur um að
Flóki Vilgerðarson, Hrafna-Flóki,
hafí komið í Vatnsfjörð og haft þar
vetursetu. Afleiðing af því og fyrir-
hyggjuleysi Flóka varð til þess að
landið heitir síðan ísland.
Eins og málum er háttað í dag
má skilja það, að Flóki gladdist
með sumrinu og horfði ekki fram
til vetrar. Vatnsfjörður er í dag
útivistarsvæði stangveiðimanna og
sóldýrkenda. Vötn og ár eru fullar
af físki, fuglar elta fiskinn og gera
sér gott af og í skjóli runna má
iðka sólböð. Beijaland er þama
mjög gott og gnægð aðalblábetja,
sem annars er heldur lítið um á
suðvesturhomi landsins.
Inn af firðinum er stórt stöðu-
vatn, þrír og hálfur kílómetri að
lengd og fyllir dalinn hlíða á milli.
Þó má aka inn með vatninu að
vestanverðu og góðan spöl inn fyr-
ir vatn. Á vatninu má oftast sjá
lóma og himbrima. Straumendur
haida sig oft á ánum bæði utan
og innan vatns, og toppendur og
gulendur sjást þar einnig. Mófuglar
og ýmsir smáfuglar láta sig heldur
ekki vanta. Fálkar og smyrlar eiga
sér þar veiðiland, en steypt var
undan fálka í Pennudalnum nú í
sumar. Enginn var sakfelldur en
þó var pokkuð ljóst hver þar var
að verki, sannanir vantaði.
Gönguland er þama ágætt, bæði
um ströndina og með vatninu báð-
um megin. HelluQall er auðvelt
uppgöngu og þar uppi er allstórt
stöðuvatn, Helluvatn. Þá má einnig
sækja aðeins lengra og ganga á
Homatær, sem eru afbragðs útsýn-
isstaðir. Þaðan sést vítt um Vest-
fírði á góðum degi.
Heitt vatn rennur í setpoll undir
lágum sjávarstalli, og þar má láta
göngulúann líða úr sér, hafí menn
lagt í það að ganga um ströndina
eða um fjöllin til þess að sjá lengra.
Mitt í þessum dýrðarhring er
sumarhótelið Flókalundur, að sjálf-
sögðu heitið eftir þeim upprunalega
Flóka er þangað kom. í nágrenninu
em einnig sumarbúðir launþega-
sambanda, og ef að líkum lætur
komast þar færri að en vilja.
Utar með fírðinum að vestan er
Bijánslækur, höfuðból frá fomu
fari. Á átjándu öld sat þar séra
Guðbrandur Sigurðsson, sem Bri-
emsættin er komin af, en ættar-
nafnið er einmitt dregið af nafni
staðarins. Fyrir ofan bæinn er Surt-
arbrandsgil og mikið af steingerv-
ingum. Það er ljóst að þama uxu
stórskógar fyrir milljónum ára og
að loftslag hefír þá verið líkt og
nú gerist við Miðjarðarhaf. Þessar
náttúruminjar em friðaðar, aðeins
til sýnis en ekki til að taka með sér.
Á Bijánslæk er endastöð Breiða-
íjarðarfeijunnar, og hafa þar nú
verið gerðar nokkrar hafnarbætur
til þess að búa í haginn fyrir nýju
feijuna, sem væntanleg er innan
skamms.
Fyrir utan fjallið Blank opnast
útsýni til vesturs, allt vestur til
Sigluneshlíða og Stálfjalls. Þama
emm við komin á hina eiginlegu
Barðaströnd. Fljótt er komið að
Rauðsdalsskörðum (Reiðskörðum),
sérkennilegum klettaröðli sem
stefnir skáhallt út t sjó. Þar var
Sveinn skotti, sonur Axlar-Bjamar,
hengdur árið 1648. Þótti mjög
reimt í Rauðsdalsskörðum eftir það
og var því kennt um er séra Guð-
brandur Sigurðsson drakknaði þar
4. marz árið 1779. Segir þjóðsag-
an, að faðir hans, séra Sigurður
Þórðarson á Bijánslæk, hafi varað
son sinn við að vera nokkm sinni
einn á ferð í Rauðsdalsskörðum.
Utar komum við að vöðlunum,
fyrst Hagavaðli og seinna að
Haukabergsvaðli. Þar fyllist allt
af vatni á flóðinu en verður næstum
þurrt á fjöru. Þama er paradís
fuglaskoðara, enda mikil fugla-
fjöld, einkum á útfallinu. Innan við
Hagavaðal er kominn vísir að þétt-
býli á Krossholti. Þar er félags-
heimili, verzlun, skóli og þar fæst
svefnpokagisting. Jarðhiti er á
staðnum.
Vestan við Hagavaðal er höfuð-
bólið Hagi. Þar bjó forðum vitring-
urinn Gestur Oddleifsson, sem víða
kemur við sögur. Það var hann,
sem réð drauma ólánskonunnar
Guðrúnar Ósvífursdóttur, er hann
leit við hjá föður hennar á Laugum
í Sælingsdal.
Rétt er svo að aka á vegarenda
við Siglunes og ganga spöl út með
Sigluneshlíðum og líta fyrir hom.
Einnig er mjög áhugavert að ganga
á fjöllin og halda allt vestur á Stál-
fjall, 650 metra hátt á brún, og
líta vestur eftir Skorarhlíðum.
Þetta er mikil ganga og veitir ekki
af að hafa heilan dag til stefnu.
Útsýni er frábært suður yfír
Breiðafjörð og út til Látrabjargs.
Á Barðaströndinni er ljós skelja-
sandur, líkt því sem gerist á sólar-
ströndum, en sjórinn er kaldur og
litt fallinn til sundiðkana. Þó má
bregða sér í fótabað þegar sjórinn
flæðir inn yfir heitan sandinn á
góðum sólardegi.
Á þessu svæði er nóg að sjá og
skoða og ljúft að dvelja.