Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988
23
peninga. Þá er spurningin sú hvers
virði er upprennandi kynslóð? Kyn-
slóðin sem mun erfa landið og er
auðlegð hverrar þjóðar? Eða metum
við íslendingar ekki börn okkar jafn-
mikils og aðrar þjóðir?
KÍennarastarfið
Kennaraskorturinn hefur vart far-
ið framhjá neinum. Lág laun hafa
átt stærstan þátt í því hve illa hefur
gengið að fá kennara til starfa í
skólunum. Dugmikill kennari er eft-
irsóttur vinnukraftur og hátt launað-
ur á hinum fijálsa vinnumarkaði.
Hverjir afla sér kennaramenntunar
nú á tímum? Er það dugmikla náms-
fólkið sem ætlar að koma sér áfram
í lífinu? Svarið ætti ekki að vefjast
fyrir neinum en hafa margir hugleitt
hvaða afleiðingar þetta hefur? Þess-
ari þróun verður að snúa við strax
því annars gæti það haft ófyrirsjáan-
legar afleiðingar.
Annað sem á sinn þátt í kennara-
skortinum, en hefur ekki farið eins
hátt, eru aðstæðumar sem skólinn
býr kennurum og nemendum. Kenn-
ari í fullu starfi á bamaskólastiginu
(6—12 ára) hefur umsjón með tveim-
ur bekkjardeildum, annarri fyrir há-
degi og hinni eftir hádegi, samtals
um eða yfir 50 bömum. Bömum sem
em jafn ólík að þroska og getu og
þau em mörg en öll eiga þau að fá
kennslu við sitt hæfi. Kennarinn á
einnig að hafa gott og mikið sam-
starf við foreldra bamanna fimmtíu.
Gmndvöllurinn að farsælu skóla-
starfi er að skólinn og heimilið vinni
saman að velferð einstaklingsins.
Það sem lengi vel hefur bjargað
bamastiginu er að það hefur höfðað
til margra dugmikilla kvenna. Kenn-
arastarfið, sem hlutastarf, hefur
samræmzt því að sjá um heimili og
eigin börn. En hlutimir breytast og
starfsval kvenna er nú allt annað og
fjölbreyttara en það var. Og þrátt
fyrir áhuga kvenna á kennslumálum
hefur þeim skilizt á sama hátt og
körlum að enginn lifir á hugsjóninni
einni saman.
Hvernig verður
núverandi ástand bætt?
— Með því að fjölga skólastofum,
þannig að skólinn verði einsetinn og
hver bekkur hafi sína stofu. Bömin
fái þá eðlilegan og reglulegan vinn-
utíma sem felst í því að allir nemend-
ur byija að morgni og fara ekki heim
fyrr en skóladegi lýkur. Við þetta
leysast einnig aðrir hlutir. Ekki þarf
að gefa nemendum frí vegna kenn-
arafunda eða annarra starfa kennara
í skólanum, svo sem foreldraviðtala,
skipulagsvinnu og námskeiða. Kenn-
arinn getur þá einbeitt sér að sínum
eina bekk þar sem einstaklingamir
hafa mismunandi þarfir og getu. Þá
fyrst getur orðið um raunverulega
samvinnu að ræða milli heimila og
skóla. Samvinna við foreldra yrði
eðlilegur og sjálfsagður þáttur í
starfí kennarans og hluti af dagleg-
um vinnutíma hans yrði til þess ætl-
aður.
— Með því að stórbæta kjör kenn-
arastéttarinnar og skólastjómenda
til þess að starfið verði eftirsóknar-
vert og til þess veljist hið hæfasta
fólk.
— Með því að fækka nemendum
í bekk. Núverandi skipulag miðast
við 28—29 nemendur sem hámark í
bekkjardeild. Augljóst er að ekki
tekst að ná til einstaklingsins í svo
stórum hópi nemenda. Kennarar
leggja því mikla áherzlu á fámennari
bekki, 20 nemendur í yngri deildum
og hámark 24 nemendur í þeim eldri.
— Með því að lengja skólatíma
vnsrstu bamanna, 6—8 ára. Gæslu-
vandamálið leysist þá um leið. Kenn-
arar næðu þeim árangri að leggja
grunninn að góðum námsvenjum og
ögun í skólastarfi, sem hveijum nem-
anda er nauðsynleg.
Lokaorð
Af framansögðu mætti e.t.v.
álykta að ástandið í íslenskum skóla-
málum væri alsvart. Svo er þó ekki
en það er uggvænlegt engu að síður.
Enn em í starfi dugmiklir og áhugas-
amir kennarar, sem ná árangri miðað
við slæmar aðstæður. Og enn em til
foreldrar sem skilja mikilvægi þess
að sinna bömunum og gefa þeim af
sínum dýrmæta tíma.
Staðreyndin er samt sú að bömin
koma í skólann mjög misvel undir
skólastarfið búin. Sum hafa góðan
alhliða þroska og málskilning en
önnur hafa ekki fengið þetta vega-
nesti.
Sjónvarpsskjárinn er kannski bezti
vinur bamanna, þar sem mest er
horft á afþreyingarefni á erlendu
tungumáli. Börnin em því oft há-
vaðasöm, eirðarlaus, spennt og
svefnlítil þegar í skólann er komið.
Hvemig má það vera: Er tízku-
vamingur, tölvur og afruglarar, það-
bezta sem við getum veitt bömum
okkar? Hvað með að gefa þeim tíma
til samverustunda, sýna þeim vænt-
umþykju og veita þeim nauðsynlega
ögun? Poreldrar verða að axla þá
ábyrgð að móta og ala upp börn sín.
Á tímum tækninnar er auðvelt að
sleppa bameignum ef fólk hefur ekki
tíma aflögu fyrir þau.
Áriðandi er, að foreldrar geri sér
ljóst, að þótt góður skóli sé nauðsyn-
legur og geti gert góða hluti, þá
kemur hann ekki í staðinn fyrir for-
eldra og þann þátt sem þeir eiga í
uppeldi og mótun bama sinna.
Islenzkt þjóðfélag, bæði ráðamenn
þjóðarinnar og foreldrar, verður að
sýna í verki að börnin eru framtíðin
og dýrmætasta eign þjóðarinnar.
Stærsta skrefið í þá átt er að bæta
skólastarfið. Að gera skólana mann-
eskjulegri stofnanir og síðast en ekki
sízt að gera þá hæfa til þess að tak-
ast á við hlutverk sitt í þjóðfélagi
nútímans.
Höfundur er skólastjóri í Flata-
skóla í Garðabæ.
EITT MERKI
— ÓTAL GERÐIR
Þaö fást yfir 20 geröir af MAZDA
323, ein þeirra hentar þér örugg-
lega. Til dæmis MAZDA 323
SUPER SPECIAL 4 dyra:
• Nóg pláss fyrir fjölskylduna
og farangurinn.
• Ný, glæsileg luxusinnrétting,
niðurfellanlegt aftursæti.
• 1.3 L eöa 1.5 L vélar.
• 5 gíra eöa sjálfskiptur, fæst
meö vökvastýri.
• Belti viö öll sæti og dagljósa-
búnaður.
• Sérlega hagstætt verö.
Athugið sérstaklega:
Ný, hagstæðari greiðslukjör
en áður hafa þekkst!!
Opið laugardaga frá kl. 1-5.
mazDa
BILABORG HF.
FOSSHÁLSI 1, S 68 12 99.
IVAZDA 323...
Jafnvel
atvöndustu kettir finna alltaf
eitthvað við sitt hæfi
Kjúklingur
Nautakjöt
Túnfiskur
Lifur
Lambakjöt
A matseðli Whiskas finna allir kettir eitthvað við sitt
hæfi. Whiskas býður upp á nautakjöt, túnfisk, lifur,
kjúkling og lambakjöt. Whiskas kattamatur er
bragðgóður og næringarríkur og hann inniheldur
öll þau efni, sem kisan þín þarfnast.
Gefðu kisunni þinni Whiskas kattamat. Innflutningur og dreifing
á góðum matvörum
©
VÖRUMIÐSIDÐ