Morgunblaðið - 09.08.1988, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988
Rust lýsir ferðinni
tfl Rauða torgsins
Lundúnum, Reuter. '■
VESTUR-Þjóðveijinn Mathias
Rust, sem lenti flugvél sinni ná-
lægt Rauða torginu í Moskvu,
segir að sovésk MiG-orrustuþota
hafi komið svo nálægt sér á leið-
inni til Moskvu að hann hafi get-
að séð andlit flugmannanna, að
því er breska dagblaðið Mail
skýrði frá á sunnudag.
I viðtali við dagblaðið lýsir Rust
hvemig orrustuþotan hafi farið tvo
hringi kringum Cessna-vélina innan
sovéskrar lofthelgi. „Þá varð ég
virkilega hræddur. MiG-þotan kom
svo nálægt að ég gat séð andlit flug-
mannanna. Ég gat alveg eins búist
við að næst kæmi stýriflaug," segir
Rust í viðtalinu. „Eg hefði fylgt
þeim ef ég hefði verið beðinn um
það. En þeir skoðuðu vélina aðeins
tvisvar og sneru síðan við.“
Tilgangurinn með flugferðinni til
Moskvu var að færa Sovétmönnum
og leiðtoga þeirra, Míkhaíl Gorb-
atsjov, áætlun um útópískt sam-
félag sem Rust nefnir „Langonia".
„Eg átti mér þann draum að Gorb-
atsjov læsi hana, en ég veit ekki
hvort hann hefur gert það,“ segir
Rust.
Hann segir ennfremur að lög-
fræðingur sinn hafi sagt áður en
hann hafi yfirgefið Moskvu: „Þú
ert alltaf hjartanlega velkominn til
Rússlands. En gerðu það fyrir, mig
að koma næst með Airoflot."
FAO réttir úr kútnum;
Bretar og Japanar
greiða ársgjöld sín
greiddu Bretar og Japanar helm-
inginn af þeirri upphæð sem
hvorri þjóð ber að greiða til
stofnunarinnar á þessu ári; Bret-
ar sjö milljónir Bandarikjadala
og Japanar 14 milljónir. Banda-
rikin, sem neitað hafa að greiða
til stofnunarinnar um hríð vegna
deilna um fjárhagsáætlun henn-
ar, greiddu 25 milljónir dala í lok
júlí.
Ýmis af þeim ríkjum, sem greiða
einna mest til FAO, hafa verið óán-
ægð með fjárhagsáætlanir stofnun-
arinnar og viljað hafa meiri áhrif á
skiptingu Qárins.Áætlunin fyrir
1988 - 1989 nemur tæpum 500
milljónum dala. Á fundi í fjárhags-
og áætlunamefnd FAO í maí síðast-
liðnum náðist samkomulag um að
framkvæmdastjóri stofnunarinnar,
Edouard Saouma, hefði framvegis
meira samráð við fulltrúa aðild-
arrflqanna um fj árhagsáætlunina.
Helsta verkefni FAO er sem
stendur barátta gegn engisprettu-
plágu sem heijar í mörgum ríkjum
Norður-Afríku.
HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ
Fyrsta hraðlestrarnámskeið vetrarins hefst 30. ágúst nk.
Námskeiðið hentar öllum sem vilja auka lestrarhraða sinn, hvort
heldur er við lestur fagurbókmennta eða námsbóka.
Nemendur HRAÐLESTRARSKÓLANS þrefalda að meðaltali
lestrarhraða sinn í öllu lesefni.
Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091.
HRAÐLESTRARSKÓUNN
VFSA
Róm. Reuter.
NOKKUÐ hefur ræst úr fjár-
hagsvanda FAO, Matvælastofn-
unar Sameinuðu þjóðanna. í júlí
Júgóslavía:
Enn óeirðir í
Kosovo-héraði
Belgrað. Reuter.
YFIRVÖLD öryggismála í Júgó-
slavíu segja að ofbeldi Albana i
Kosovo-héraði gegn Serbum,
sem þar búa, auki sífellt á kryt-
inn milli þjóðabrotanna. Serbarn-
ir hóta að efna til nýrra mót-
mæla.
í skýrslu innanríkisráðuneytisins,
sem sagt var frá á sunnudag, var
sagt frá 300 ofbeldisverkum, þ. á
m. tveim morðtilraunum og íjórum
nauðgunum, á síðustu tveim árum.
Serbneskir kommúnistaleiðtogar í
Kosovo hafa krafist þess að emb-
ættismenn sem þeir segja að hindri
lausn á deilunum, verði látnir fjúka.
Maki þinn fær 50%
afslátt til áfangastaða í
Evrópu, að vissum skilyrðum
uppfylltum.
FLUGLEIDIR
-fyrirþíg- 1
Björgunarmenn að störfum í braki jámbrautarlestar á Gare de lEst-
stöðinni í París á laugardag. Einn farþegi fórst og 56 slösuðust er
lestin rann stjórnlaus á málmstoðir við brautarpall. Forstjóri
ríkisjárnbrautanna, Philippe Rouvillois (innfellda myndin), sagði af
sér á laugardag vegna tíðra járnbrautarslysa að undanförnu.
Lestarslys í Frakklandi:
Yfirmaður ríkisjárn-
brautanna segir af sér
EINN maður fórst og 56 slösuðust er járnbrautarlest braust yfir
hindranir á Gare de l’Est-brautarstöðinni í París á laugardaginn og
lenti á voldugum málmstoðum. Þetta er í annað sinn á sex vikum
að fólk týnir lífi í lestarslysi i Frakklandi og forstjóri frönsku
ríkisjárnbrautanna, SNCF, afhenti samgöngumálaráðherra landsins
uppsögn sína þegar á laugardag. Stéttarfélög starfsmanna járn-
brautanna saka yfirvöld um að hafa vanrækt að bæta öryggisvið-
búnað hjá fyrirtækinu.
Philippe Rouvillois hafði verið
forstjóri ríkisjámbrautanna síðan í
febrúar. í júní fórust 56 manns er
hemlar biluðu í lest sem ók aftan
á kyrrstæða lest á Gare de Lyon-
stöðinni í París. Michel Delebarre,
samgöngumálaráðherra Frakk-
lands, sagði á blaðamannafundi
nokkrum stundum eftir slysið á
laugardag að hevr sem niðurstaða
rannsókna á orsökum slyssins yrði
þá væri ábyrgðin hjá yfirstjóm
SNCF. „Tilviljun kemur þessu
hörmulega slysi ekkert við,“ sagði
ráðherrann. Eftir slysið í júní hvatti
Francois Mitterand Frakklands-
forseti til þess að öryggisreglur
fyrirtækja, sem önnuðust fólks-
flutninga, yrðu hertar til muna.
Delebarre sagði að SNCF hefði
ekki farið að þessum tilmælum.
Forystumenn starfsmanna rikis-
jámbrautanna sögðu á-sunnudag
að spamaðaraðgerðir yfirstjómar
fyrirtækisins hefðu _ grafið undan
öryggi farþeganna. Árið 1986 nam
tap á rekstri jámbrautanna um 3,9
milljörðum franka (28 milljörðum
ísl. kr.) en búist er við að það lækki
í 1,5 milljarð (tæpa 11 milljarða
ísl.kr.). Fjögurra ára sparnaðará-
ætlun, sem nú er framfylgt, gerir
ráð fyrir að starfsmönnum verði
fækkað um 8000 á ári.
„Fyrir fimmtán árum var ákveðið
í yfirstjóm SNCF að taka áhættu
- þeir töldu að slys myndu kosta
þá minna en fækkun starfsfólks.
Ef nú er svo komið að lestimar
okkar séu orðnar þær hættulegustu
í heimi frá því að vera þær bestu
í heimi þá er orsökina að fínna í
versnandi starfsskilyrðum," sagði
reiður starfsmaður við fréttamenn.
Fulltrúar stéttarfélags hans sögðu
að öryggiseftirliti hefði hrakað og
starfsmönnum þess hefði verið
fækkað. Yfírstjóm ríkisjámbrau-
tanna vísar öllum slíkum ásökunum
á bug.
Hert á baráttu gegn fram-
leiðslu á kjarnavopnum
- segir Olafur Ragnar Grímsson í Washington
Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Washington.
Þingmannasamtök um hnattrænt átak, sem hafa það ofarlega á
stefnuskrá sinni, að gangast fyrir því, að gerður verði alþjóðasamn-
ingur, sem banni með öllu allar frekari tilraunir og rannsóknir til
framleiðslu kjarnavopna hvort heldur er neðanjarðar eða ofan, hef-
ur í hyggju að herða sókn sína og gerir sér vonir um, að það muni
takast.
Ólafur Ragnar Grímsson alþing-
ismaður, sem er forseti þingmanna-
samtakanna, tilkynnti á blaða-
mannafundi, sem haldinn var í
Russel-byggingu Bandaríkjaþings á
föstudag, að fímm þjóðir, sem ekki
framleiða kjarnavopn, Indónesia,
Mexíkó, Perú, Sri Lanka og Júgó-
slavía, hefðu tilkynnt, að þær
myndu fara fram á það við Banda-
ríkin, Sovétríkin og Bretland, að
boðað verði til alþjóðaráðstefnu til
að ræða bann við tilraunum með
kjamavopn neðanjarðar.
„Við gerum ráð fyrir," sagði
Ólafur, „að þegar líður að október
getum við búist. við, að 39 þjóðir
hafi krafist þess, að slík alþjóða-
ráðstefna verði haldin, en þá yrði
það skylt og ekki hægt að komast
hjá, að kjamorkuveldin boði til ráð-
stefnunnar." _
Ólafur Ragnar sat fyrir svörum
á blaðamannafundinum sem hald-
inn var í tilefni af því, að þann 5.
ágúst vom 25 ár liðin frá því, að
samningurinn um takmarkað bann
gegn tilraunum á kjarnavopnafram-
leiðslu var undirritaður í Moskvu.
116 þjóðir hafa ritað undir samn-
inginn, sem bannar allar neðanjarð-
artilraunir með kjamavopn. En frá
því að samningurinn var undirritað-
ur hafa risaveldin samtals gert rúm-
lega 1.000 neðanjarðartilraunir
með kjamavopn og Indland eina
tilraun.
„Það er vissulega kominn tími
til að hefta útbreiðslu lqama-
vopna,“ sagði Ólafur Ragnar, „og
ekki eingöngu meðal risaveldanna
heldur og annarra þjóða, sem gætu
gerst meðlimir í kjamavopnaklúbb-
num á næstunni."
Stuðningoir frá
bandarískum þingmönnum
Nokkrir kunnir öldungadeild-
ar- og fulltrúadeildarþingmenn
Bandaríkjaþings tóku til máls á
blaðamannafundinum. Meðal þeirra
var Paul Simon, öldungadeildar-
þingmaður demókrata frá Illinois,
sá, ^iem vildi gefa kost á sér til
forsetakjörs. Edward Kennedy
sendi skriflegt boð til blaðamanna-
fundarins og harmaði, að hann
gæti ekki komið til fundarins vegna
anna í öldungadeildinni, en lýsti
stuðningi við frumkvæði þing-
mannasamtakanna.