Morgunblaðið - 09.08.1988, Side 34

Morgunblaðið - 09.08.1988, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIPn/AlVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988 Byggingaiðnaður Bygginga,vöruverslaiiir spretta upp - en er það afleiðing þenslunna'r eða eðlileg þróun? GRÓSKA á sviði byggingavöruverslunar undanfarið hefur orðið til að vekja athygli margra, ekki síst á þessum tímum, þegar samdrátt- arskeið virðjst runnið upp og fyrirtæki kippa að sér höndum í fjár- festingum. Á sama tíma og spáð er samdrætti í byggingaiðnaði sem flestum öðrum greinum, spretta upp byggingavöruverslanir sem eru hver annarri stærri. Nýlega opnaði ein slík í Mjódd, við Skútuvog hefur verið opnað 5600 fermetra verslunar- og vörulagershúsnæði á snærum byggingavörufyrirtækis, verið er að hefja byggingu á 5000 fermetra byggingavöruverslun á Ártúnshöfða, og svo mætti lengi telja. Þessi mikla uppbygging vekur þá spurningu hvort þessi gróska sé eðlilegt framhald af því sem hefur verið að gerast á þessum markaði undanfarið, eða hvort þarna sé um að ræða arfleifð frá undanförnum þensluárum, þegar miklar fjárfestingar blöstu hvar- vetna við. Morgunblaðið átti stutt spjall við forsvarsmenn fjögurra byggingavöruverslana, og spurði þá álits á þeirri þróun sem nú á sér stað i þessarri grein. Á ekki von á hruni Jón Snorrason, einn af eigendum Húsasmiðjunnar hf., sagði að sú verslun sem Húsasmiðjan hf. hefði nýverið opnað við Skútuvog væri fyrst og fremst ætluð til þess að breikka vöruúrval fyrirtækisins, auk þess sem henni væri ætlað að bæta úr þeim þrengslum sem versl- unin bjó við á gamla staðnum, en verslunin var áður að hluta til í leiguhúsnæði. „Þessi útvíkkun á verslunarsviðinu er í raun aðeins beint framhald af því sem við höfum verið að gera hér undanfarin ár. Fyrir þremur árum tókum við að selja smávöru í einhverju mæli, og höfum verið að stækka þann geira ávallt síðan. Þetta er ekki síst gert til þess að dreifa áhættunni," sagði Jón. „Ég á ekki von á að það verði neitt hrun á þessum markaði. Það hefur oft áður orðið samdráttur í byggingariðnaði, en þá hefur verk- svið iðnaðarmanna enfaldlega færst yfir í viðhald og endurnýjun. Verk- efnin færast bara til,“ sagði Jón ennfremur. Húsasmiðjan hf. hefur verið í rekstri síðan árið 1953, en það var árið 1960 sem fyrirtækið hóf að versla með timbur. Fram að þeim tíma má segja að það hafi verið hefðbundið trésmíðafyrirtæki. „Því má heldur ekki gleyma," segir Jón, „að sú þróun sem í dag á sér stað er ekki eingöngu fjölgun versl- ana og stækkun verslunarrýmis. Mörg eru fyrirtækin að flytja sig um set, leigja kannski dýrt hús- næði, og margar byggingavöru- verslanir hafa hætt starfsemi. Ég nefni Timburverslun Árna Jónsson- ar, og þá minnkun verslunarrýmis sem varð þegar JL og Völundur sameinuðust,“-sagði Jón að lokum. Treysti á guð o g lukkuna BB byggingavörur hf. er verslun byggð á gömlum merg, nánar til- tekið byggingavöruverslun H. Benediktssonar hf. Birgir Bernhöft þáverandi verslunarstjóri festi kaup á henni ásamt ijölskyldu sinni þeg- ar fyrri eigendur drógu síg út úr rekstrinum, og hefur nú átt verslun- ina og rekið { ellefu ár. Hún er nú á tveimur stöðum í bænum, við Suðurlandsbraut og á Ártúnsholti. Nú á næstunni ætlar fyrirtækið enn að færa út kvíamar, því það hefur nú hafið byggingu á 5000 fermetra húsnæði á Artúnsholti fyrir starf- semina. „Ástæðan er sú að við leigj- um dýrt húsnæði í dag, og erum þess fullviss að það borgar sig að fara út í þessar framkvæmdir, ekki síst með það í huga að við áttum lóðina skuldlausa fyrir," sagði Birg- ir í samtali við Morgunblaðið. „Hitt er svo aftur annað mál að ákvÖrðun- in um bygginguna var ekki tekin í gær, og það er nú ekki ýkja langt síðan hamrað var sem mest á góð- ærinu. Svo eru menn núna að spá því með spekingssvip að árið 1989 verði ár hinna miklu gjaldþrota. Það UTVIKKUN —Húsasmiðjan hf. hefur nú nýlega opnað þessa stóru verslun við Skútuvog, en þar er boðið upp á breiðara vöruúrval en áður var hjá Húsasmiðjunni. fóri sama fyrirtækis. BYKO rekur nú verslanir á Nýbýlavegi í Kópa- vogi, og við Dalshraun í Hafnar- firði, auk timburverslunarinnar við Skemmuveg. Þá rekur fyrirtækið verslunina Byggt og Búið í Kringl- unni. Þeir Jón Þór og Árni sögðu að kosturinn við nýju verslunina, um- fram það að vera svo nærri timbur- verslun fyrirtækisins, væri sá að bílastæði og aðkoma væru engin vandamál. „Það er ekki að vænta annarra breytinga á rekstrarformi fyrirtækisins í kjölfar flutninganna. Við höldum áfram óbreyttri starf- semi í Hafnarfirði og í Kringlunni. Þetta er sú þróun sem hefur átt sér stað í öðrum löndum, verslanir hafa verið að fjárfesta í stærra húsnæði og byggingavöruverslanir hafa ekki síður en aðrar verslanir þörf á nægu rými fyrir vörur sínar. Að- koma viðskiptavinar að versluninni og vörunni þarf ætíð að vera sem best. Við erum þeirrar skoðunar að í kjölfar samráttar í byggingariðn- aði komi uppsveifla í viðhalds- og endurnýjunarframkvæmdum, þannig að við sjáum ekki fram á að þurfa að draga saman seglin. Allar okkar söluáætlanir standast og vel það,“ sögðu þeir Jón Þór og Árni að lokum. Verslunin Metro í Mjódd er þrátt fyrir ungan aldur orðin vel þekkt, en hún var opnuð í lok júní. Að GAMALGRONIR — BB byggingavörur hf. er verslun byggð á gömlum merg, sem er í startholunum með nýbyggingu. Morgunblaðið/Sverrir HAGRÆÐING —— BYKO er nú að setja upp byggingavöru- verslun við í næsta nágrenni við timburverslun sína á Skemmuvegi, sem sést á þéssari mynd. NYTT — Metró í Mjódd, nýjasta afsprengi íslenskrar bygginga- vöruverslunar. á að sjálfsögðu eftir að gæta sam- dráttar, hér sem annars staðar. En svona er nú ísland einu sinni, það eru annað hvort öldutoppar eða lægðir. Fólk getur ekki annað en veðjað á sinn hest og treyst á guð og lukkuna. Það dugir ekki að sitja kyrr og láta drepa sig niður, og við' ætlum að vera með í baráttu næstu ára,“ sagði Birgir ennfremur. Nú nýlega birti þjóðhagsstofnun tölur yfir veltubreytingu í einstok- um greinum verslunar, sem byggð- ar voru á söluskattstölum. Þar kom fram að á tímabilinu janúar-apríl minnkaði velta í heildsölu bygg- ingavöru um þrjú prósent, ef verð- bólga tímabilsins er tekin með í reikninginn. Nefnt hefur verið að offramboð verslunarhúsnæðis sé á þessum markaði, og talað hefur verið um að fyrirtækin séu of mörg til að þau geti öll borið sig. Einn viðmælandi Morgunblaðsins spáði því að stærstu fyrirtækin i grein- inni myndu halda sínu, þrátt fyrir harðnandi samkeppni. Þessa skoð- un sína rökstuddi hann með því að í framtíðinni muni sérhæfíng í þess- ari verslun minnka, og til marks um það hafi fyrirtæki sem áður einskorðuðu sig við timburverslun víkkað svið sitt og hafið sölu á al- mennri byggingavöru og húsbún- aði, en þar með væri fótunum kippt undan þeim fyrirtækjum sem áður versluðu eingöngu með slíkt. Þetta ætti svo að leiða til þess að minni verslanir færu að dragast aftur úr, nema að því gefnu að þær stækk- uðu við sig. Ef svo færi væri fram- boð á byggingavörum orðið of mik- ið til þess að markaðurinn stæði undir verslununum í greininni. Munu viðskipti dragast saman? Hvort þessi spádómur rætist eður ei verður tíminn að leiða í ljós, en víst er að tilhneigingar í átt til breið- ara vöruúrvals eru fyrir hendi á markaðnum í dag. Um það vithar hin nýja verslun Húsasmiðjunnar, og þá er BYKO að setja upp versl- un á Skemmuvegi, á sama stað og timburverslun þeirra er í dag. „Við höldum ekki út neinni útþenslu- stefnu, við ætlum einfaldlega að koma til móts við okkar viðskipta- vini með því að bjóða nú í fyrsta sinn allt vöruúrval okkar á sama stað, og munum í framhaldi af því breyta núverandi formi verslunar- innar á Nýbýlaveginum," sögðu þeir Jón Þór Hjaltason forstjóri BYKO, og Árni Árnason fjármálast- sögn Sigurðar Björnssonar, versl- unarstjóra Metro er markmið versl- unarinnar að bjóða meira vörufram- boð í hveijum vöruflokki en áður hefur þekkst, og það félli greinilega í góðan jarðveg hjá landanum, þar sem viðskiptin hafi farið fram úr björtustu vonum. „Við bjóðum upp á allan almennan húsbúnað og byggingavöru, í raun allt nema spýtur, skrúfur og nagla. Það er skoðun okkar að verslun af þessari gerð hafi vantað á markaðinn hér- lendis, en slíkar verslanir er að finna víða erlendis. Við kappkostum ,að selja aðeins viðurkennd vörumerki, og fagleg þjónusta við viðskiptavin- inn er okkur mikilvæg. Við munum verða með sérstök mánaðartilboð, auk þess sem iðnaðarmenn munu þegar fram líða stundir njóta sérkj- ara hjá okkur,“ sagði Sigurður. Hann taldi að samkeppnin á bygg- ingavörumarkaðnum væri af hinu góða, svo framarlega sem hún væri í þágu viðskiptavina. Er bjartsýnin of mikil? Það verður fróðlegt að sjá hver framvindán verður á byggingavöru- markaðnum, í ljósi þeirra orða sem hafa fallið hér að framan. Innan skamms hlýtur að koma í ljós hvort útþenslan á þessum markaði fær staðist. Hitt er eins víst að forsvars- menn þeirra fyrirtækja sem hér hafa verið til umfjöllunar eru hvergi bangnir, og fullvissir am bjarta framtíð byggingavöruverslunar í landinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.