Morgunblaðið - 09.08.1988, Síða 35

Morgunblaðið - 09.08.1988, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, VIDSMPn Kn/INNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988 35 Danmörk Minkar í staðinn fyrir kýr FJÖLDI loðskinnaframleiðenda í Danmörku og þá einkum í minka- rækt hefur vaxið hratt að und- anförnu. Ástæðan er sú, að fleiri og fleiri danskir bændur eru að gefast upp á hefðbundinni kjöt- og mjólkurframleiðslu. Á síðasta ári voru skinnaframleiðendur þar orðnir fleiri en 5.000, en voru ekki nema 4.465 árið þar á undan. Minkaræktin er nú að verða fjórða stærsta grein landbúnaðar í Danmörku og á þessu ári sjást þess augljós merki, að greinin er enn að þenjast út, einkum á Vestur- Bandaríkin Jótlandi. — Minkaræktiri hefur ver- ið mjög arðvænleg, en það hefur dregið úr arðseminni af mörgum ástæðum, sagði Jens 0stergaard, framkvæmdastjóri Félags danskra loðskinnaframleiðenda í blaðaviðtali fyrir skömmu. Kvaðst hann álíta, að mildir vetur víða um heim að undanfömu hefðu átt sinn þátt í að draga úr eftirspurn eftir loð- skinnum, sem svo hefði leitt til vax- andi framboðs. Það að auki væri verð á loðskinnum háð Bandaríkja- dollar og lágt gengi dollarans að undanfömu hefði að sjálfsögðu ekki verið loðskinnaframleiðéndum í hag. Pantanirí iðnaði hafa aukist um 5f5% Mesta aukning milli mánaða í 18 ár Boston, frá óla Birni Kárasyni, fréttaritara Morgnnbladsins. VÍSITALA helstu hagstærða hækkaði um 1,4% í júní og er það mesta hækkun frá þvi í desember 1986. Þá hækkaði vísitalan um 2,2%. Upplýsingar um nokkrar helstu hagstærðir sem birtar voru síðastliðinn þriðjudag benda til að hagvöxt- ur í Bandaríkjunum sé góður og stöðugur. Pantanir í framleiðsluiðnaði jukust um 5,5% í júní, einkum vegna nýrra pantana frá vamar- málaráðuneytinu og meiri eftir- spurnar eftir flugvélum. Þetta er mesta aukning í einum mánuði í 18 ár. Ef undan eru skildar pant- anir frá hemum júkust pantanir í iðnaði um 2,7% í umræddum mán- uði. Sala á einbýlishúsum var 8,4% meiri í júní en í undangengnum mánuði. Aukin sala á einbýlis- húsum er ekki síst vegna þess að almenningur býst við að vextir eigi eftir að hækka síðar á þessu ári og því em hús keypt fyrr en ella. Hækkun vísitölu helstu hag- stærða má einkum rekja til meiri pantana í iðnaði, hækkandi verðs á hlutabréfum og minna atvinnu- leysi. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna í 14 ár, en um 5,3% em án atvinnu. Þjóðarframleiðsla í Banda- ríkjunum jókst um 3,1% á öðmm ársfjórðungi miðað við eitt ár. Hagfræðingar telja almennt að vöxtur efnahagslífsins verði góður og stöðugur það sem eftir er árs- ins og jafnvel fram á mitt næsta ár. Margir hafa hins vegar áhyggj- ur af þvi að mikill vöxtur efna- hagslífsins þrýsti mjög á verðlag og að verðbólga eigi því eftir að aukast. Vegna þess er búist við því að bandaríski seðlabankinn eigi eftir að grípa til aðhaldsað- gerða og hækka vexti. Það ætti að hægja á hagvexti og leiða til stöðugra verðlags. Kaupahéðnar á Wall Street tóku fréttunum á þriðjudag með jafnað- argeði og Dow Jones-hlutabréfa- vísitalan (hlutabréf 30 traustra fyrirtækja) hækkaði aðeins um 0,71 stig og var 2131.22 stig við lokun hlutabréfamarkaðarins. Framan af degi lækkaði vísitalan og það var ekki fyrr en undir lok viðskiptanna á þriðjudag að hluta- bréf tóku að hækka. Bandaríkin á útsölu? Fjárfestingar útlendinga hafa margfaldast á undanförnum árum Boston, frá Óla Birni Kárasyni, fréttaritara Morgunbiaðsins ERU útlendingar að kaupa upp Bandaríkin? I skýrslu um fjár- festingar erlendra aðila í Bandaríkjunum, sem birt var í síðustu viku, kemur fram að eignir útlendinga hafa þrefald- ast frá 1980 og nema um 1.500 milljörðum dollara (um 69.000 milljörðum ísl. króna). Þetta jafngildir að hver Bandaríkja- maður ætti eignir fyrir liðlega 6.200 dollara (um 287 þúsund ísl. króna). En eins og ætíð gréinir sérfræðinga á um hvort nauðsynlegt sé að setja hömlur á erlendar fjárfestingar. Skýrslan var unnin af nýrri stofnun, Congressional Economic Leadership Institute, sem 50 þing- menn og 30 athafnamenn standa að. Þar kemur fram að um 3 millj- ónir Bandaríkjamanna vinna hjá erlendum aðilum í Bandaríkjunum. í framleiðsluiðnaði eru 7% vinnu- aflsins á launum hjá erlendum fyrirtækjum. Utlendingar eiga um 1.300 milljarða dollara í ríkis- skuldabréfum, bankabréfum og hlutabréfum. Beinar fjárfestingar þeirra i verksmiðjum og fasteign- um eru 262 milljarðar dollara eða 215% meiri en 1980. Á sama tíma hafa beinar fjárfestingar banda- rískra fyrirtækja erlendis aðeins aukist um 40%. Og á síðasta ári keyptu útlendingar 306 bandarísk fyrirtæki fyrir 25,6 milljarða doll- ara og sérfræðingar búast við allt að 50% aukningu á þessu ári. Um 20% af eignum banka eru í höndum erlendra aðila, sam- kvæmt umræddri skýrslu og út- lendingar eiga 5 milljónir hektara af ræktuðu landi. í frétt bandaríska dagblaðsins USA Today síðastliðinn fimmtu- dag kemur fram að í nýlegri skoð- anakönnun Smick-Medley & Associates ráðgjafarfyrirtækisins, eru um 78% Bandaríkjamanna á því að takmarka eigi fjárfestingar útlendinga. En þrátt fyrir þetta eru að minnsta kosti 40 ríki með skrifstofur erlendis sem hafa það verkefni að fá erlenda aðila til að fjárfesta í viðkomandi ríki. Lágt gengi dollaráns gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum er ein ástæða þess hve útlendingar sækj- ast eftir að festa peninga sína í eignum í Bandaríkjunum. En vax- andi verndarhyggja bandarískra stjórnmálamanna hefur einnig hvatt erlend fyrirtæki til að „bak- tryggja" sig og tryggja sér aðgang að stærsta markaði heims, með því að koma upp verksmiðjum og dótturfyrirtækjum í Bandaríkjun- um. Bretar hafa verið fremstir útlendinga í beinum fjárfestingum, (þ.e. kaup á verksmiðjum, bönk- um, fyrirtækjum og fasteignum). Um síðustu áramót námu fjárfest- ingar þeirra 75 milljörðum dóllara og jukust þær um 431% frá 1980. Hollendingar eru næstir með 47 milljarða dollara og þá Japanir með 33 milljarða dollara í beinar fjárfestingar. Fjárfestingar Jap- ana jukust um 611% milli áranna 1980 og 1987. Liggur þú með fé á lausu? Ertu tryggður gegn verðbólgu? í óðaverðbólgu átta sig ekki allir á því, að jafnvel himinháir vextir geta í raun verið neikvæðir, eða rétt skriðið yfir raungildi. Pá skiptir máli að ávaxta sparifé sitt með fullri verðtryggingu. Við bendum sparifjáreigendum því á, að ÁVÖXTUNARBRÉF og REKSTRARBRÉF - hafa skilað eigendum sínum verulegri ávöxtun umfram verðbólgu. ÁVÖXTUNARBRÉF eru óbundin og hægt að öllu jöfnu, að innleysa hvenær sem er án alls aukakostnaðar. AVOXTUNSf^ Fjármálaráðgjöf - Ávöxtunarþjónusta - Verðbréfamarkaður LAUGAVEGI 97 - SÍMI 621660

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.