Morgunblaðið - 09.08.1988, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988
41
Að loknum lestri „eintalsu
Bundið mál og laust eftir Gísla á Uppsölum
Líklega gleyma fáirþeirri stund
um jólin 1984 þegar Omar Ragn-
arsson leiddi þjóðina heim á hlað
að bæ einum í Selárdal til manns
sem hét Gísli. Fullt nafn hans var
Gísli Oktanavíus Gíslason og
kenndur við þennan bæ sem heitir
Uppsalir.
Það er áreiðanlegt að þá stund-
ina sem Ómar reyndi að nálgast
þennan einstakling hafi næstum
tvö hundruð og fjörutíu þúsund
skoðanir, hugmyndir, viðhorf og
jafnvel dómum skotið upp í
heilabúum landsmanna.
En líklega hafa þeir samt ekki
verið margir sem hafa nálgast
sannleikann sem að baki því bjó
að þeir sáu þessa sjón á skjánum
og upplifðu þær tilfinningar sem
fylgdu.
Þeir hafa líklega ekki séð aftur
til fyrsta og annars áratugar þess-
arar aldar og upplifað það sem
fátækur drengur mátti þola af
samfélaginu fyrir að vera tötrum
búinn.
Þeir hafa líklega ekki heidur
skynjað þann tilfinningalega kulda
sem þetta sama barn varð að þola
í háðung fyrir að hreinlæti var
áfátt og að lúsin var viðloðandi.
Líklega hafa ekki heldur margir
áttað sig á að í slíku samfélagi
leiðir eitt slíkt atriði af sér annað
og að mannlegur skilningur var á
öðrum nótum þá en nú. Þeir hafa
líklega ekki heldur áttað sig á að
þrátt fyrir þennan tilfinningakulda
og hroka hafi samt verið til við-
kvæmar og næmar sálir sem þráðu
góðmennsku og hjartahlýju sam-
borgara sinna. Líklega hefur það
einnig verið fyrir utan innsæi
margra að átta sig á því að marg-
endurtekið kaldranalegt og óvin-
veitt viðmót við slíkan einstakling
gerði það að verkum að hann
brynjaði sig æ betur með þeirri
einu skel sem kúldalegt viðmót og
skilningsleysi byggir utan um ein-
lægar og hjartahlýjar sálir.
Að öllum líkindum hafa fáir
hugsað út í það að á þeim árum
voru önnur viðhorf ríkjandi. Ein-
staklingshyggja varð að víkja fyrir
ættarhyggju. Börn fengu ekki að
fara að heiman ef enginn annar
var til að taka við búinu. Ættar-
stoltið, að búi yrði viðhaldið, var
mun mikilvægara málefni en óskir
og lífshamingja einstaklingsins.
Orð foreldra voru lög yfir böm-
um langt fram eftir aldri. Líklega
hafa flestir fellt sína dóma í ljósi
nútíma hugsunarháttar og við-
horfa einstaklingshyggjunnar.
Já, það var svo margt sem þjóð-
inni láðist að hugleiða þegar hún
horfði á þennan mann sem hafði
lifað sínu lífi án flestra þeirra hluta
sem við hin veraldarsinnuðu álit-
um lífsnauðsynlega.
En gefur slík mynd okkur ekki
tilefni til að spyija. Hvað er í raun
lífsnauðsyn?
Gefur minningin um þennan
mann og innihald bókarinnar okk-
ur ekki tækifæri til að nema stað-
ar og spyrja okkur sjálf. Erum við
ekki á öllum tímum að reka falleg-
ar sálir í útlegð með skorti á alúð
og einlægni og virðingu fyrir ein-
staklingnum, aðeins vegna þess
að umbúðirnar koma okkur fram-
andlega fyrir sjónir. Hugsum um
það með opnum hug í minningu
Gísla á Uppsölum.
P.S. Þökk sé Ólafi Gíslasyni
fyrir að kynna okkur fyrir hinum
eiginlega Gísla á Uppsölum.
Matthildur Björnsdóttir,
Adelaide, Astralíu.
DELSEY
PARIS
Söngkonurnar Fay Smith og Sigrún Valgerður Gestsdóttir.
Söngtónleikar í
Hveragerðiskirkju
SÖNGTÓNLEIKAR verða
haldnir í Hveragerðiskirkju
miðvikudaginn 10. ágúst kl. 20.
Þar koma fram söngkonurnar
Fay Smith og Sigrún Valgerður
Gestsdóttir ásamt píanóleikar-
anum Þóru Fríðu Sæmunds-
dóttur.
Á efnisskrá tónleikanna eru
sönglög og dúettar, meðal annars
eftir Mozart, Schumann, Sigfús
Einarsson, Pál Isólfsson, Jórunni
Viðar og fleiri.
Söngkonan Fay Smith er frá
Michigan í Bandaríkjunum. Hún
hefur einnig starfað sem leikstjóri
og kennari. Sigrún Valgerður
Gestsdóttir söngkona stundaði
nám í Bandaríkjunum undir hand-
leiðslu Fay Smith og hófst þá sam-
vinna þeirra. Sigrún starfar sem
söngkona og kennari.
(Úr fréttatilkynningu)
Paraguay:
Fjölmennar mót-
mælaaðgerðir
Asuncion, Paraguay. Reuter.
TALIÐ er að um 45.000 manns
hafi komið saman i borginni As-
uncion í Paraguay á laugardag-
inn til að mótmæla ofsóknum sem
fólkið telur að stjóm Alfredo
Strossner, forseta landsins, beiti
meðlimi rómversk-kaþólsku
kirkjunnar í landinu.
Um það bil 5000 lögregluþjónar
fylgdust með mótmælendunum
þegar þeir gengu fylktu liði í gegn-
um borgina og að dómkirkjunni þar
sem háldin var messa undir berum
himni.
Stjórnarandstæðingar segja mót-
mælin á laugardaginn fjölmennustu
mótmæli gegn forseta landsins í
þrjá áratugi. Stroessner, sem er 75
ára gamall, hefur ríkt í Paraguay
síðan 1954.
Kirkjunarmenn og stjórnin í
Paraguay hafa að undanförnu átt
í deilum um ýmis félagsleg málefni
svo sem mannréttindi og stjóm-
málafrelsi. Stjómvöld hafa sakað
kirkjuna um að skipta sér of mikið
af stjómmálum.
Útsölustaðir:
PENNINN, Hallarmúla • PENNINN, Austurstræti • PENNINN, Kringlan •
GEYSIR, Aðalstræti • HAGKAUP, Skeifunni og Kringlunni •MIKLIGARÐUR v/Holta-
veg • BÓKABÚÐ KEFAVÍKUR, Keflavík • BÓKABÚÐIN HLÖÐUM, Egilsstöðum
• Kf. HÉRAÐSBÚA, Egilsstöðum • TÖLVUTÆKI-BÓKVAL, Akureyri •
Kf. HÚNVETNINGA, Blönduósi • Kf. BORGFIRÐINGA, Borgarnesi • BÓKABÚÐ
ANDRÉSAR NÍELSSONAR, Akranesi.