Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988 43 náttúru. Hjá þjóðinni sló hjarta hans, þar fann hann til, hér tók hann afstöðu. Olafur Jóhann var jafnvígur á skáldsögur. smásögur og ljóðagerð. Á seinni árum varð ljóðið, sem far- vegur ljóðrænnar tjáningar og inni- leiks fyrirferðarmeira, í skáldskap hans. Sumir sakna þess að Olafur Jó- hann skyldi ekki takast meira á við snarpar og hrikalegar andstæður, en sennilega hefur hin ljóðræna fiðla verið of viðkvæm, vefjaþræð- irnir of fínir til að takast á við gróf- leik og hrotta stríðandi tíma. Ég kynntist manninum Ólafi Jó- hanni ekki fyrr en alllöngu eftir að ég. hafði þekkt skáldið Ólaf Jóhann. Þá hafði hann í smíðum skáldsög- una Seið og hélog og ljóðabókin Virki og vötn lét hann aldrei í friði, eins og hann sagði mér. Um langan tíma hafði ekki komið skáldsaga frá hendi Ólafs og biðu lesendur hans fullir eftirvæntingar eftir þessari nýju skáldsögu. Útkoma hennar var stórviðburð- ur á íslenska bókamarkaðinum. Þá var og skollinn á heimur auglýs- ingaprjáls og fjölmiðlar vöktuðu hvert fótspor! Þeir tímar, þegar jákvæð umsögn Kristins E. dugði til að selja bók, voru liðnir. Það var Ólafi heitnum ekki auðvelt að laga sig að þessum breyttu aðstæðum, en útgerðin, eins og hann kallaði það, tókst vel, móttökurnar voru prýðilegar. í framhaldi af þessu árang- ursríka samstarfi var ákveðið að gefa út heildarútgáfu af verkum hans. Á þessum árum áttum við saman marga samræðustund þar sem spjallað var um stjórnmál, útgáfu- mál, skáldskap og annað sem á fjör- ur okkar rak. Einu sinni spurði ég hann, hvert verka hans væri honum kærast. Hann hikaði en svaraði síðan eftir nokkra þögn: „Hreiðrið — það stendur mér næst." Það mun þó vera „Bréf séra Böðvars" sem er hans þekktasta verk innanlands sem utan. Ólafur Jóhann var sósíalisti að lífsskoðun, sem ásamt því vega- nesti, sem kreppan og sérstæðar aðstæður heimsmála gáfu ungum mönnum, mótaði afstöðu og lífsvið- horf hans. Sigurganga nasismans í Þýska- landi hlaut að kalla á menningar- legt endurmat allra hugsandi manna. Háskinn og hyldýpið voru of nálæg til að hægt væri að kom- ast hjá því að taka afstöðu. Þær vonir sem bundnar voru við hin ungu Ráðstjómarríki, sem í senn var eina tilraunin til gera að raun- vemleika síungan draum mannkyns um stéttlaust alþýðuríki, og harð- asta andstaðan við Hitler-Þýska- land hlaut að fylkja mönnum saman til nýrrar liðsskipunar. Hann var félagi í Félagi byltingarsinnaðra rithöfunda og einna af höfundum Rauðra penna. Ekki er mér kunnugt um hvort Ólafur Jóhann sat stofnfund Máls og menningar þann 17. júní 1937, en hann gerðist ömgglega félagi þar það sama ár og í félagsráði var haiin til æviloka. Allt frá því að „Fjallið og draum- urinn" kom út árið 1944 hafa öll hans helstu verk, að frátöldum tveimur ljóðabókum, komið út hjá Máli og menningu. Fyrir hönd Máls og menningar vil ég hér að leiðarlokum þakka Ólafi Jóhanni fyrir samfylgdina, tryggð hans við félagið og frjótt samstarf í hálfan fimmta áratug. Sjálfur þakka ég honum og konu hans, Önnu Jónsdóttur, einlæga og góða vináttu og mjög ánægjuleg kynni. Aðstandendum öllum votta ég innilega samúð mína. Þröstur Ólafsson STQR MnnivÉLM AMERICAN íninuw Úrval þvottavéla og þurrkara fyrir stór og smá verkefni. Kjörin fyrir fjölbýlishús, þvottahús, veitingahús, hótel, frystihús og víðar. VERSLUNARDEILD HOLTAGÖRÐUM • SÍMI 681266 Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Graegum Graeoum ÁTAKILANDGRÆÐSLU LAUGAVEG1120.105 REYKJAVlK SlMI: (91) 29711 Hlaupareikningur 251200 Búnaðarfaankinn Hellu DRATTARVELAR Mest seldar íV-Evrópu Globusi LÁGMÚLA 5. S. 681B55. f 1 ( M er stór- kostleg nýjung í íslenskri málningar- framleiðslu. _____ er fljótþornandi og auðunnin akrýlmálning ætluð á litað stál, þök og vegg- klæðningar, því allt litað stál þarf viðhald. T.d. er ekkert litaö stál varió gegn mengun úr andrúmsloftinu. Þótt stálið hafi ekki ryðgað eða yfirborð þess ekki byrjað að flagna, þarfnast þaö samt sem áður viðhalds. HJÖRV! er fáanlegur í 8 staöallitum og hægt aö fá hann í yfir 2000 sérlöguðum litum eftir litakerfi ALCRO. fJÖ! fæst í 1,4, og 10 lítra umbúðum. ||| '%“■ L r ÁK R Ý L M Á L N I ' AÞAK- OG VEGGKLÆÐNII -1) _ akrýlmáliI AþAK- OG VEGGKIÆÐN11*14 i Máfningarverk&miðja . Slip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.