Morgunblaðið - 09.08.1988, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
LjóniÖ í bernsku
í dag ætla ég að fjalla um
Ljónið (23. júlí—23. ágúst) í
bemsku.
KraftmikiÖ og
lifandi barn
Litla Ljónið er yfirleitt kraft-
mikið, bæði hvað varðar
líkamlega og andlega orku.
Það er lifandi og athafna-
samt, en getur verið frekt og
stjómsamt. Ljónið er fyrir-
ferðarmikið bam sem krefst
athygli og vinnu í uppeldi. Það
á t.d. til að vera hávaðasamt
og opið í tjáningu. Ef það er
ánægt er það fallegasta og
yndislegasta bam í heimi, en
ef það er óánægt þá öskrar
það og lætur öllum illum lát-
um. Ekki þýðir að segja Ljón-
inu að þegja eða læðast með
veggjum, því slíkt er andstætt
eðli þess og hefði það eitt upp
á sig að bijóta það niður. Vin-
gjamleg ákveðni er það sem
dugar best.
Tjáning og stjórnun
í eðli Ljónsins er fólgið að
þroska égið, skapandi sjálfs-
tjáningu og stjómunarhæfi-
leika. Ljónið er merki stjóm-
unar. Foreldrar þurfa því að
virða þörf þess fyrir persónu-
legt sjálfstæði og persónulega
ákvarðanatöku og hjálpa því
að styrkja égið. Það er því
mikilvægt að Ljóninu sé
snemma falin ábyrgð, það lát-
ið ráða yfir ákveðnum þáttum
lífs síns og smám saman falin
aukin stjóm á eigin lífi. Einn-
ig er æskilegt að gefa Ljóninu
kost á að leggja stund á leik-
ræna tjáningu o.þ.h., enda
þrífst það á athygli.
Tillitssemi
Samfara því sem Ljónið er
hvatt til að þroska eigið ég
er rétt að efla skilning þess á
þörfum annarra og kenna því
að taka tillit. Skuggahlðin á
því að efla égið er sú að leggja
of mikla áherslu á mig og
mitt, en taka ekki eftir öðram.
Ljónið þarf að læra að allir
eiga rétt á jafn stórri sneið
af kökunni. Það Ljón sem er
sjálfstætt en jafnframt tillits-
samt hefur náð þeim gullna
meðalvegi sem gerir því kleift
að stjóma af sanngimi með
samþykki annarra.
Bœlt Ljón
Ef Ljónið er bælt af foreldram
og ekki gefinn kostur á að tjá
sig og ráða einhveiju um líf
sitt, getur valdaþörf þess
fengið útrás eftir krókaleiðum,
í neikvæðri stjómun, eins og
t.d. í því að búa til veikindi
til að láta aðra snúast í kring-
um sig, taka reiðiköst sem
lama umhverfið eða bijóta lög
og reglur. Afskiptaleysi í
bemsku getur farið illa með
Ljónið, sem tekur slíku sem
persónulegri móðgun og lítils-
virðingu. Það þarf að vera
sérstakt og ef enginn tekur
eftir því eða það gagnrýnt er
hætt við að það fái minnimátt-
arkennd og fari að telja að
eitthvað sé að. Framar öðrum
merkjum þarf litla Ljónið á
jákvæðri hvatningu og hrósi
að halda. Það er hins vegar
rétt að hrósa því þegar það
hefur gert eitthvað jákvætt,
til að það fari ekki að leita
aðdáunar og virðingar fyrir
það eitt að vera til.
Heiðarleiki og
trygglyndi
í eðli sínu er Ljónið heíðarlegt
og trygglynt. Ef það hefur
verið rætt hvað sé rétt og
hvað rangt og Ljónið gefíð
loforð um góða hegðun má
alltaf höfða til þessa þáttar
Ljónsins. Það kann ekki að
Ijúga og á erfitt með að ganga
á bak orða sinna. Að því leyti
er auðvelt að eiga við litla
Ljónið. Það er einlægt og
grannt er á göfugleika í skap-
gerð þess.
GARPUR
^ D C 1 Tl D
uKt 1 1 IK
TA R/IRAI ICMRII
1 UIVIIVI1 Uu JclMIMI
UÓSKA
FERDINAND
SMÁFÓLK
Thií ísthestory of a free-spirited doq. Hucklebeagle Finn © 1988 Unlted Feature Syndlcate, Inc. -^yiiiijimiiiinw^
Þetta er sagan af frjáls- Stikilshunda Finni
huga hundi.
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Hindrun austurs er lykillinn
að vel heppnaðri slemmu NS,
bæði í sögnum og úrspili.
Norður gefur; enginn á hættu.
Norður
♦ ÁK93
¥K8542
♦ K5
♦ KD
Vestur
*D10742 iiiin
JD1096 llllll
♦ G862
Austur
♦ G8 '
¥7
♦ Á1087642
♦ 1072
Suður
♦ 65
♦ ÁG3
♦ DG93
♦ Á954
Vestur Norður Austur Suður
— 1 hjarta 3 tíglar 3 grönd
Pass 6 grönd Pass Pass
Pass
Útspil: spaðatvistur.
Þar eð hjartað liggur í hel eru
beinir slagir aðeins tíu: 2 á
spaða, 2 á hjarta, 3 á tígul og 3
á lauf. En á vestri hvílir sú
skylda að veija þijá liti og það
er meira en hann ræður við.
Fyrsti slagurinn er drepinn á
spaðaás og tígulkóng spilað.
Austur drepur og spilar laufi til
baka (ekki verra en hvað ann-
að). Sagnhafi tekur hinn lauf-
hákarlinn, svínar tígulníunni og
spilar tígli áfram. Þetta er stað-
an áður en síðasti tígullinn er
tekinn:
Norður
♦ Á93
♦ K854
♦ -
♦ -
Vestur Austur
♦ DG ♦ 8
VD109 II ¥7
♦ - ♦ 10876
♦ G8 Suður ♦ 10 ♦ ÁG3 ♦ G ♦ Á9 ♦ 10
Það er skásti kostur vesturs
að henda laufi í tígulgosann, en
laufnían endurtekur þá kvalir
hans skömmu síðar. Þreföld
kastþröng, eða þríþröng.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á alþjóðlega mótinu f Marseille
í Frakklandi í sumar kom þessi
staða upp f skák Frakkanna Laut-
iers, sem hafði hvítt og átti leik
gegn alþjóðameistaranum Andra-
et.
22. Rd5! - Dd8 (Eftir 22. -
exd5 23. Dxd5+ — Kh8 er 24.
Hf7! ennþá betra en 24. Dxa8)23.
Df4 — h6 24. Df7+ og svartur
gafst upp, þvf eftir að kóngurinn
víkur sér undan kemur 25. Re7.