Morgunblaðið - 09.08.1988, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988
45
Jackson og Thompson í Skyndikynnum.
Ástin á tímum eyðninnar
Skyndikynni („Casual Sex?“).
Sýnd í Laugarásbíói.
Bandarísk. Leikstjóri: Genevi-
eve Robert. Framleiðandi: Ivan
Reitman. Handrit: Wendy Gold-
man og Judy Toll. Helstu hlut-
verk: Lea Thompson og Victoria
Jackson.
Bandarísku gamanmyndirnar
Sofíð hjá og Skyndikynni („Casual
Sex?“), sem sýndar eru í Laugarás-
bíói, eru að líkindum fyrstu bíó-
myndimar hér sem fjalla nokkuð
um breytt kynlífsviðhorf á tímum
eyðni.
Lea Thompson og Victoria Jack-
son leika söguhetjurnar tvær í
Skyndikynnum og eru stundum
eins og 12 ára, líta út eins og tán-
ingar en eiga að vera komnar á
fertugsaldurinn og það eina sem
þær virðast hafa hugsað um alla
æfi er kynlíf. Thompson leikur þá
sem hefur jafnmikla reynslu af því
og morgunmat en Jackson á heldur
aum ástarævintýri að baki. Það var
í þá gömlu góðu daga. Þegar sagan
hefst eiga þær meira sameiginlegt,
þær verða báðar að stunda öruggt
kynlíf á þessum síðustu og víðsjálu
tímum.
Þetta hljómar kannski betur en
það sýnist. Myndin er næstum jafn
kjánaleg og unglingastjaman Lea
Thompson er þegar hún fæst við
hlutverk sem hentar 20 ára eldri
konu. Handritið gerir alls ekki ráð
fyrir lítilli sætri stelpu eins og
Thompson („Some Kind of Wond-
erful“) í þetta hlutverk og fyrir
bragðið verður myndin Skyndi-
kynni eins og nýr kafli í sögunni
um Heiðu litlu: „Heiða og strákarn-
ir.“
Það eina sem aðgreinir þessa
mynd frá öðrum grunnhyggnum,
bamalega húmorslegum strákar-
reyna-við-stelpur gamanmyndum,
er að hér fara stelpur með aðal-
hlutverkin en ekki strákar og um-
ræðan um eyðni er ný í þessu sam-
hengi. Því miður ristir umræðan
sú grunnt eins og allt annað í
myndinni og snýst að mestu leyti
um smokkabrandara.
Það eina virkilega hlægilega við
myndina er stöku aukapersóna og
hliðarsaga um íspinnasvalann stór-
borgartöffara sem gefur orðinu
„leiðinlegur" nýja og ógnvekjandi
merkingu. Viðreynslupólitík hans
snýst um óþolandi mannalæti og
árangurinn er slakur eftir því. En
meira að segja hann verður kröf-
unni um góðan endi að bráð.
Fjölskyldan og „samtökin“
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Húsið undir tijánum („La maison
sous les arbres“/„The Deadly
Trap“). Sýnd í Regnboganum.
Frönsk/bandarísk. Leikstjóri: Rerié
Clément. Handrit: Sidney Buchman
gert eftir sögunni „The Children
are Gone“ eftir Arthur Cavanaugh.
Framleiðandi: Robert Dorfmann.
Kvikmyndataka: Maurice Ronet.
Helstu hlutverk: Faye Dunaway,
Frank Langella, Michele Lourie og
Patrick Vincent.
Bílaeltingaleikir, skotbardagar,
endalaus röð æsispennandi há-
punkta, klippingar á sjö sekúndna
fresti, hraði, hraði, hraði. Láttu þér
ekki leiðast í eina sekúndu.
Að sjá bandarísk/franska saka-
málamynd eftir franska leikstjór-
ann René Clément frá árinu 1971
er að sjá ekkert af þessum þáttum
nútíma spennumynda en líklega er
maður farinn að venjast þeim of
mikið til að meta rólegheitin og
kyrrðina í Húsinu undir trjánum
(„La maison sous les arbres" á
frönsku en „The Deadly Trap“ á
ensku), sem sýnd er í Regnbogan-
um. Að horfa á hana með nútíma-
myndimar í huga er eins og að
fara úr fjörugum sirkus og horfa
á lambakjöt þiðna heima í eldhúsi.
En það er ekki öll sagan. Fyrri
helmingur Clément-myndarinnar
er með eindæmum líflaus og hrein-
lega leiðinlegur sama við hvað er
miðað og hjálpar þar ekki síst til
dáðlaus og daufur leikur Fay
Dunaway og sérstaklega Frank
Langella sem er einn risastór fylu-
púki myndina í gegn. Handritið er
líka óskaplega óskýrt í lýsingu á
firringunni í hjónabandi þeirra og
samtölin á milli þeirra verða lítt
áhugavert og mollulegt suð. Clé-
ment leikstýrir á svo flatneskjuleg-
um, hægum og hljóðlegum nótum
— stundum heyrist varla í leikurun-
um — og án þess að gefa nokkru
atriði vægi fram yfír annað
(skemmtilega útfærður bílaárekst-
ur sem Dunaway lendir í með böm-
unum sínum tveimur hefur jafn-
mikla tilfinningalega þýðingu og
venjuleg búðarferð) að þegar böm-
um hjónanna er rænt gerist það
án þess að vekja mann sérstaklega
til samúðar. Clément tekst með
hógværð sinni að láta manni standa
alveg á sama um hvað kemur fyrir
bömin og breytir einlægur kvíða-
svipur Dunaway litlu þar um.
En þetta er fyrri helmingurinn.
Þegar loksins myndin fer að rúlla
í seinni hálfleik gerist það með dug
og krafti sem a.m.k. þeldur manni
við efnið. Myndin er samsærisþrill-
er um fjölskyldu sem lendir í kúgun
aðila sem aldrei eru kallaðir annað
en „Samtökin", eins og eitt sinn
var mjög í tísku, og vilja að eigin-
maðurinn stundi fyrir sig iðnaðar-
njósnir. Hann er stærðfræðingur
en eiginkonan hans á greinilega
við mikla sálræna erfiðleika að etja
í upphafi (lýsir sér helst í minnis-
leysi), sem stefnir hjónabandi
þeirra í hættu, en þeir einhvem
veginn leysast uppí veður og vind
um miðbik myndarinnar. I einu
atriði veit hún ekki hvaða dagur er
í dag en í því næsta getur hún
grafið upp símanúmer sem hún
hafði einu sinni séð. Þegar „Sam-
tökin" ræna bömunum þeirra kem-
ur lögregluforingi til sögunnar
(leikinn frábærlega af Reymond
Gerome) sem gerir mikið fyrir
myndina. Þá verður myndatakan
líka athyglisverðari þegar hún losar
sig frá angistarfullum andlitum
persónanna og gefur víðari og
Frank Langella og Fay
Dunaway í Húsinu undir tiján-
um.
táknrænni mynd af nútímalegum
stál- og glerbyggingum sem eiga
að hýsa eitthvað eins og „Samtök-
in“.
Dunaway var að nálgast hátind
frægðar sinnar þegar hún lék í
Húsinu undir tijánum og Frank
Langella var í hópi ungra og efrli-
legra. Síðan em liðin mörg ár.
Dunaway var fyrir skömmunom-
í„Supérgirl“ og Langella var Beinií
„HeMan".
Bátur dreg-
inn í land
VÉL bátsins Vals Jónssonar,
sem er tíu tonna plastbátur,
stöðvaðist á laugardagskvöld.
Báturinn var þá staddur 40 mílur
norðvestur af Reykjavík og barst
Slysavarnafélagi Islands beiðni
um aðstoð kl. 22.30. Var báturinn
dreginn í land.
Að sögn Jóns Hauks Valssonar,
sem var einn um borð, varð hann
var við að bútar úr rækjutrolli væm
flæktir í skrúfu bátsins þegar hann
var staddur út af jökli. Það var
hins vegar ekki fyrr en á miðjum
Faxaflóa sem báturinn stöðvaðist.
Að sögn Karels Karelssonar hjá
Tilkynningaskyldunni lögðu þrír
menn Slysavarnafélagsins af stað á
björgunarbátnum Gísla J. Johnsen
rétt fyrir kl. 23.
Jón Haukur sagði að björgunar-
báturinn hefði lagt af stað með
bátinn í togi um kl. 5.30 aðfara-
nótt sunnudags. Veður hefði verið
gott framan af nóttu en á leiðinni
heim hefði veður versnað. Heim-
förin hefði því gengið hægar en
búist hefði verið við. „Ég var vel
haldinn en orðinn mjög þreyttur og
varð því feginn þegar við komum
í land kl. 15 á sunnudag. Ég vil
þakka Slysavarnamönnum óeigin-
gjarnt starf."
Ekki er enn vitað hvort skrúfan
hefur skemmst en það mun koma
í ljós þegar trollbútamir hafa verið
fjarlægðir úr henni. Jón Haukur
Valsson hefur atvinnu af hand-
færaveiðum og var á veiðum þegar
óhappið átti sér stað.
Einn þriggja manna frá Slysa-
vamafélaginu átti að vera svara-
maður við brúðkaup í Reykjavík kl.
14 á' sunnudag. Þar sem ferðin
heim gekk hægt var haft samband
við Björgunarsveitina Hjálp á Akra-
nesi og fór bátur á þeirra vegum
til móts við bátana. Var svaramað-
ur sóttur og komst hann til
Reykjavíkur í tæka tíð.
Skutlan er eins og sniöin fyrir nútímafólk. Hún er
sparneytin, 5 manna og sérlega létt og lipur í um-
feröinni. Skutlan er flutt inn af Bílaborg h/f. Það
tryggir 1. flokks þjónustu, sem er rómuö af öllum
sem til þekkja.
* LANCIA SKUTLA kostar kr. 356 þús.kr. stgr.
Útborgun kr. 89.000 eftirstöðvar greiðast á 30
mánuðum, kr. 11.251 pr. mánuð að viðbættum
verðbótum. Kostnaður vió ryðvörn og skráningu
er ekki innifalinn. (Gengisskr. 23.6.88)
Mátt þú sjá af
369 krónum
á dag?*
Ef svo er þá getur þú eignast
splunkunýja LANCIA SKUTLU!