Morgunblaðið - 22.09.1988, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988
AF INNLENDUM
VETTVANGI
STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON
A NIDURLEIÐ l!R
STJÓRNARSAMSTARFl
EFTIR að upp úr stjómarsamstarfi Sjálfstæðis-
flokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks slitnaði
hefiir lítið verið rætt um hina svokölluðu niður-
færslu. í sljórnarmyndunarviðræðum milli Fram-
sóknarflokks, Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og
Kvennalista er öll áhersla lögð á millifærsluna
svonefiidu. Þetta vekur fiirðu ef haft er í huga
að forystumenn Framsóknarflokks og Alþýðu-
flokks hafa margítrekað á siðustu vikum að niður-
færslan sé þeirra stefiia i efiiahagsmálum og milii-
færslan hafi einungis komið til umræðu sem nokk-
urs konar varaskeifa eftir að Sjálfstæðisflokkur
hafiiaði niðurfærslunni. í viðtali við Dag á Akur-
eyri 13. september sl. sagði Steingrimur Hermanns-
son um tillögur forsætisráðherra: „Því miður er
þetta ekkert nema millifærsla sem ég hélt að menn
hefðu afskrifað í kringum 1960. Það er ekki sam-
staða um niðurfærsluna en ég er sannfærður um,
eftir að hafa lesið tillögurnar, að niðurfærsla sé
eina færa leiðin [leturbreyting Morgunblaðsins]
eða a.m.k. sú leið sem vert er að reyna. Sjálfstæðis-
fiokkurinn hefur nú hafiiað þeirri leið og mér
finnst satt að segja svo sorglegt að horfa á þessar
tillögur að ég á varla orð.“ í málgagni Framsóknar-
flokksins, Tímanum, er í leiðara 16. september
lögð rík áhersla á að niðurfærslan sé stefina Fram-
sóknarflokksins: „Forsætisráðherra á að vera það
Ijóst, að þær tillögur sem samstarfsflokkarnir hafa
lagt fram nú i vikunni koma í kjölfar hans eigin
hugmynda efitir að niðurfærsluleiðin var afskrifuð.
Þær tillögur er ekki hægt að kalla „óskatillögur",
heldur tilraun til þess að bæta úr ágöllum þeirra
tillagna, sem forsætisráðherra hefiir nýlega sent
frá sér.“ Nú er niðurfærslan hins vegar grafin og
gleymdí herbúðum Framsóknarflokks og Alþýðu-
flokks. í staðinn er rætt um umfangsmeiri milli-
færslu en Sjálfstæðisflokkurinn vildi í sínum tillög-
um. Tillögurnar sem áttu að „bæta úr ágöUum“
tíllagna forsætisráðherra eru orðnar að aðalstefnu
Framsóknarflokks og Alþýðuflokks.
Hermannsson að Framsóknarflokk-
ur og Alþýðuflokkur hefðu sam-
þykkt að fara niðurfærsluleiðina við
efnahagsaðgerðir. Sagði hann að
báðir flokkamir legðu áherslu á að
verðlækkun yrði tryggð með lögum.
í samtali við Morgunblaðið sagðist
hann bjartsýnn á að niðurfærslu-
leiðin gengi upp.
A miðstjómarfundi Sjálfstæðis-
flokksins þann sama dag var sam-
staða um að reyna niðurfærsluleið-
ina til þrautar. Fóru næstu dagar
í viðræður milli ríkisstjómarinnar
og verkalýðshrejrfingarinnar um
niðurfærslu.
Steingrímur á þingi SUF
Steingrímur Hermannsson flutti
ræðu við setningu þings Sambands
Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson: „Millifærslan, sem olli þvi, að niðurfærslufor-
ingjar, í Framsóknarflokki og Alþýðuflokki, gátu ekki sætt sig við tillögur forsætisráðherra, er orðinn
kjarninn í tillögum Steingríms og Jóns Baldvins."
að má segja að niðurfærslan
hafi fæðst mánudaginn 22.
ágúst þegar ráðgjafamefnd ríkis-
stjómarinnar kynnti hugmyndir
sínar um aðgerðir í efnahagsmálum
fyrir ráðhernim og forystumönnum
þingflokka. í tillögum nefndarinnar
var lagt til að könnuð yrði til þraut-
ar sú leið að færa niður laun og
verðlag. Tekið var fram að forsenda
árangurs væri að jafnvægi næðist
í ríkisbúskapnum.
Sjónarmið
F ramsóknarflokks og
Alþýðuflokks
Tveimur dögum eftir að „for-
stjóranefndin" skilaði tillögum
sínum, miðvikudaginn 24. ágúst,
ræðir Alþýðublaðið við þá Steingrím
Hermannsson og Jón Baldvin
Hannibalsson. Jón Baldvin var
spurður hvort hann teldi ekki að
niðurfærslan myndi bitna fyrst og
fremst á þeim sem vinna hjá ríkinu
eða em á „strípuðum töxtum".
Hann svarar „Ef menn hafa til
þess einbeittan vilja og skirrast
ekki við að beita ströngum viðurlög-
um, þá er hægt að tryggja að menn
fái ekki neinn sjálfkröfurétt."
Alþýðublaðið heldur áfram: „Jón
Baldvin bendir á að stundum ræði
menn niðurfærsluna fyrst og fremst
varðandi launin, verðlagið og vext-
ina. „Þetta er að mínu viti misskiln-
ingur. Kjaminn í niðurfærsluleið-
inni er samdráttur í ijármálum
ríkissjóðs og í flárfestingum hins
opinbera og atvinnuveganna."
Steingrímur Hermannsson segir:
„Ég tel niðurfærsluna koma til
greina, enda verði hún útfærð í
gegnum allt kerfið."
Sjónarmið
Sjálfstæðisflokks
Morgunblaðið ræðir þennan
sama dag við þá Þorstein Pálsson
og Ólaf ísleifsson, efnahagsráðu-
naut ríkisstjómarinnar, um skýrslu
ráðgjafamefndarinnar. Þorsteinn
Pálsson segir m.a.: „Leið sem þessi
er þess eðlis að um hana þarf að
vera þjóðarsátt. Það er forsendan
fyrir því að hún heppnist í fram-
kvæmd."
Ólafur ísleifsson segir: „Ég hef
miklar efasemdir um niðurfærsluna
meðal annars vegna þess að ég
held að launalækkanimar myndu
koma afar misjafnlega niður á laun-
þegum. Hætta er á að slíkt myndi
hafa í för með sér launamisrétti sem
ekki yrði þolað."
Allir stjómarflokkamir héldu
þingflokksfiindi 24. ágúst. Fram-
sóknarmenn og Alþýðuflokksmenn
ákváðu að gefa ráðherrum sínum
fullt umboð til að reyna að ná sam-
stöðu um niðurfærsluleiðina í ríkis-
stjóminni. Sjálfstæðismenn töldu
hins vegar forsendu þess að niður-
færsluleiðin væri fær að samráð og
samstaða tækist við samtök laun-
þega um framkvæmd hennar. Vildu
þeir að Alþýðusamband íslands léti
í ljós álit á málinu og var því skot-
ið til þess.
Afstaða ASÍ
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ, brást strax mjög hart við hug-
myndum um niðurfærsluleið og
sagði að um hana gæti ekki orðið
þjóðarsátt. í samtali við Morgun-
blaðið 25. ágúst sagði hann m.a.:
„Ég er ósammála því að ganga eigi
í kjaraskerðingu og sú aðferð sem
þama er verið að tala um, er aug-
Ijóslega mjög óréttlát því það blasir
við að þeir sem eru á lægsta kaup-
inu myndu fyrst og fremst bera
byrðamar."
Jón Baldvin Hannibalsson var
inntur álits af Morgunblaðinu á
afstöðu Asmundar. Jón Baldvin
sagði að allir vildu samstöðu og
þjóðarsátt „en ef einhver segir nei,
á það að ráða úrslitum?"
Þann 26. ágúSt tók ríkisstjómin
ákvörðun um að fresta með bráða-
birgðalögum til loka september
þeim launahækkunum og hækkun
búvöruverðs sem átti að koma til
framkvæmda 1. september. Jafn-
framt ákvað ríkisstjómin almenna
verðstöðvun frá 27. ágúst til 30.
september. í yfírlýsingu ríkisstjóm-
arinnar um efnahagsaðgerðimar
sagði að með „þessum aðgerðum
er ætlað að skapa svigrúm til athug-
unar og undirbúnings aðgerða sem
miða að því að treysta rekstrar-
grundvöll útflutnings og samkeppn-
isgreina atvinnulífsins og hemja
verðbólgu. í því sambandi er nú
unnið að könnun á niðurfærslu
verðlags, vaxta og launa, m.a. með
viðræðum við aðila vinnumarkaðar-
ins.“
Eftir fund ríkisstjómarinnar
þann 26. ágúst sagði Steingrímur
ungra framsóknarmanna laugar-
daginn 3. september. Þar ítrekaði
Steingrímur stuðning Framsóknar-
flokksins við niðurfærsluna. Hann
sagði m.a.: „Teningunum hefur ver-
ið kastað. Með frestun aðgerða og
samþykki verkalýðshreyfingarinnar
verður ekki aftur snúið með niður-
færsluleiðina sem er eina færa
leiðin [leturbreyting Morgunblaðs-
ins] út úr þeim efnahagsþrenging-
um sem þjóðin er nú í. Því þarf
ríkisstjómin að taka fjölmargar
ákvarðanir á mörgum sviðum næstu
tvær til þijár vikumar."
Fundur ASÍ og
ríkisstjórnarinnar
Mánudaginn 5. september var
haldinn fyrsti formlegi samráðs-
fundur ríkisstjómarinnar og ASÍ.
Menn urðu fyrir nokkram vonbrigð-
um með fundinn og sagði Þorsteinn
Pálsson að honum loknum að hann
hefði vonast eftir meiri árangri og
að hann gæti ekki sagt að líkumar
á víðtækri samstöðu um niður-
færslu verðlags og launa hefðu
aukist. Ásmundur Stefánsson
kvaðst einnig svartsýnn á niður-
færsluleiðin gæti gengið upp.
„Fundurinn olli mér miklum von-
brigðum," sagði Ásmundur.
Daginn eftir var haldinn mið-
stjómarfundur ASÍ og setti mið-
stjómin það sem skilyrði fyrir
áframhaldandi viðræðum að þær
snérast ekki um lækkun launa.
Þegar Morgunblaðið bar þessa af-
stöðu ASl undir Þorstein Pálsson
svaraði hann: „Ég get ekki séð að
niðurfærslan sé fær við þær að-
stæður sem nú era komnar upp.
Það er ekki raunhæft að reyna
hana eftir svo afdráttarlaust svar
sem felst í ályktun ASÍ.“
Steingrímur Hermannsson taldi
hins vegar að niðurfærsluleiðin
væri ekki að fullu útfærð. „Af hálfu
ríkisstjómarinnar liggja ekki enn
fyrir þær hliðarráðstafanir sem
gera átti samhliða launalækkuninni
eins og lækkun raunvaxta eða af-
nám lánskjaravísitölunnar." Hann
sagði að aldrei hefði verið hægt að
búast við öðra vísi viðbrögðum frá
ASÍ og vildu framsóknarmenn að
niðurfærslan yrði „útfærð af fullum
þunga og réttlæti yfír alla línuna".
Jón Baldvin Hannibalsson sagði
enn vera svigrúm til að ræða niður-
færsluna ef ASÍ vildi ræða lækkun
verðlags og vaxta með lögum sam-
hliða niðurfærslu launa. Hann sagði
ekki hægt að framkvæma niður-
færslu án kjaraskerðingar en sú
kjaraskerðing yrði minni og létt-
bærari fyrir þá verst settu en kjara-
skerðing sem hlytist af gengisfell-
ingu. „Það er mikið talað nú um
millileið sem er í því fólgin að fram-
lengja verðstöðvun og frystingu
launa fram að áramótum og jafnvel
lengur. Það er ekki hægt að fram-
fylgja verðstöðvun svo lengi nema
með lögþvingunum, sem yrði fram-
fylgt með viðurlögum. Vandi út-
flutningsgreinanna, sem þýðir fjár-
vöntun upp á 1,5-2 milljarða, myndi
kalla á millifærslu, sem er vond
leið í sjálfu sér, en stundum brýtur
nauðsyn lög. Það er spuming hvort
mönnum yrði eitthvað ágengt í
framhaldi af þessu og það fer eftir
því hvort mönnum verði eitthvað
ágengt í að slá á orsakir þenslunn-
ar. Því svara stjómarflokkamir
þegar þeir taka afstöðu til fjárlaga-
framvarpsins."
Niðurfærsla úr myndinni
vegna „yfirlýsinga
Þorsteins“
Alþýðublaðið segir í forsíðufrétt
miðvikudaginn 7. september: „Eftir
fund miðstjómar Alþýðusambands-
ins í gær og yfirlýsingar Þorsteins
Pálssonar forsætisráðherra virðist
ljóst að niðurfærsluleiðin er út úr
myndinni...Jón Baldvin sagði vand-
ann hafa legið í því að af hálfu
Sjálfstæðisflokksins hafi aldrei ver-
ið fallist á forsendu niðurfærslunn-
ar, þ.e. lögbindingu á lækkun verð-
lags og vaxta ásamt nýjum laga-
heimildum til að beita viðurlögum
til að fylgja þeirri stefnu eftir í
framkvæmd. Hann segir að þess
hafi aldrei verið að vænta að for-
ystumenn verkalýðshreyfingarinn-
ar yrðu tilbúnir til að samþykkja
lögbindingu á lækkun launa eina
og sér. „Ástæðan fyrir því að þess-
ar viðræður hlupu í hnút vora því
þær að ríkisstjómin lýsti því aldrei
yfir einum rómi að hún væri tilbúin