Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 í MNGHLÉI_____________________ Of margir, of smáir og of veikir stjómmálaflokkar Völd o g áhrif Framsóknarflokks langt umfram kjörfylgi Stefán Friðbjarnarson Glaðhlakkalegir formenn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags, eftir að tveir þeir fyrrne&du höfðu sett ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar stólinn fyrir dyrnar. Allar götur frá árinu 1971 hefur Framsóknarflokkurinn setið í ríkisstjórnum — öllum ríkisstjórnum þessa tímabils — ef undan er skilin tæplega Qög- urra mánaða minnihlutastjórn Benedikts Gröndal um áramótin 1979/1980. Þetta hefur enginn annar stjórnmálaflokkur leikið eftir. A þessum 17 árum hafa setið sex meirihlutastjórnir, bæði vinstri og hægri stjórnir, sem eiga aðeins eitt sameiginlegt: stjórnaraðild og stjórnarábyrgð Framsóknarflokksins. Stjórnar- ábyrgð Framsóknarflokksins spannar tímabilið allt! Fimmtungur atkvæða, sem er meðalkjörfylgi Framsóknar á þessu árabili, hefur dugað flokknurn til samfelldrar sautj- án ára stjórnaraðildar (til vinstri og hægri eftir atvikum) — og stjórnarforystu í þremur af sex ríkisstjórnum tímabilsins. I Samstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, viðreisnarstjómin, sat í tæp tólf ár (1959-1971). Þrennt er það sem heldur nafni hennar á lofti, öðm fremur: 1) Hún leysti íslenzkt atvinn- ulíf úr fjötrum hafta og skömmtun- ar og bjó því líkar aðstæður og bezt höfðu reynzt öðmm vestræn- um lýðræðisþjóðum. 2) Hún hélt árlegri verðbólgu í eins stafs tölu, að meðaltali, öll viðreisnarárin. Ekki hefur í annan tíma í sögu lýðveldisins ríkt jafn mikill stöðugíeiki eða eins gott jafnvægi í efnahagsbúskap þjóðar- innar. 3) Engin íslenzk ríkisstjóm á lýðveldistímanum hefur setið leng- un haldið þingmeirihluta í þjjú kjörtímabil. Tveggja flokka ríkis- stjómir hafa á heildina litið reynzt lífseigari og gagnsamari þjóðinni en fjölflokka-stjórnir. Árið 1971 sezt að völdum vinstri stjóm, samstjóm Framsóknar- flokks, Alþýðubandalags og Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna. Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, leiddi þá ríkisstjóm. Það var í tíð hennar sem verðbólgan náði tökum á íslenzku samfélagi. Hún hefur sett mark sitt á það síðan, í 17 ár, allt þetta langa stjómarábyrgðartíma- bil Framsóknarflokksins. II Frá og með árinu 1971 hafa íslendingar sex sinnum kosið til Alþingis. Kjörfylgi Framsóknar- flokksins var sem hér segir: 1971 25,3%, 1974 24,9%, 1978 16,9%, 1979 24,9%, 1983 18,5% og 1987 18,9%. Sem sagt frá um 17% til um 25% kjörfylgi. Flokki með aðeins fimmtung meðaltalsfylgis frá 1971 talið hef- ur tekizt að tryggja sér samfellda stjómarsetu þessi 17 ár — og stjómarforystu tæpa helft tíma- bilsins — eða með öðmm orðum völd og áhrif langt umfram kjör- fylgi. Flokkurinn hefur setið í ríkis- stjómum til hægri og vinstri, eftir því hvem \ -g kaup hafa gerzt á eyrinni. Slegið „eign sinni“ á það, sem sæmilega tókst til með, en þótzt hvergi hafa nærri öðru kom- ið. Stefnufesta er ekki einkenni Framsóknarflokksins, ef undan er skilin sú „stefnufesta", að halda völdum valdanna vegna, hvað sem líður kjörfylgi. Það má ef til vill orða það svo, eins og stundum er sagt um „ljöl- hæfa“ leikara, að þeir geti bmgðið sér í allra kvikinda líki. Þá list kann Framsóknarflokkurinn í pólitískum skilningi öðmm fremur, þegar ríkisstjómir, framkvæmda- valdið, er annarsvegar. Alþýðu- skilgreiningar á Framsóknar- flokknum, eins og „opinn í báða enda“ og Já, já og nei nei flokk- ur“ og fleiri af líku tagi segja sína sögu hér um. Það kann að vera stjórnlist, í sérstæðum skilningi að vísu, að vera stundum miðjuflokkur, stund- um vinstri flokkur, skipta um lit og andlit frá einni ríkisstjóm til annarrar. En eftir 17 ára samfellda stjómarsetu og stjómarábyrgð, sem skilað hafa þeim árangri sem raun ber vitni með ásigkomulagi þjóðmála á líðandi stundu sem og glundroða verðbólguáranna er sennilega kominn tími til að Fram- sóknarflokkurinn fái orlof frá stjómarsetu, ríflega útilátið. Hvort svo verður er ekki séð þegar þessi orð em sett á blað (miðvikudag). III Eftir 12 ár stjómartíma við- reisnar hafa sjö ríkisstjómir setið í landinu. Aðeins tvær (tveggja flokka stjómir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks) sátu út kjörtímabilið. Hinar tórðu frá fá- einum mánuðum upp í þrjú ár, þegar bezt lét. Þessar ríkisstjómir em: * Ráðuneyti Ólafs Jóhannesson- ar: 14. júlí 1971 - 28. ágúst 1974. Þriggja flokka vinstri stjóm. Lifði 3 ár. * Ráðuneyti Geirs Hallgríms- sonar 28. ágúst 1974 - 1. septem- ber 1978. Tveggja flokka stjórn. Lifði heilt kjörtímabil. * Ráðuneyti Ólafs Jóhannesson- ar 1. september 1978 - 15. októ- ber 1979. Þriggja flokka vinstri stjóm. Lifði 1 ár. * Ráðuneyti Benedikts Gröndai 15. október 1979 - 8. febrúar 1980. Minnihlutastjóm Alþýðuflokks. Lifði tæpa fjóra mánuði. * Ráðuneyti Gunnars Thorodd- sen 8. febrúar 1980 - 26. maí 1983. Ríkisstjóm Alþýðubanda- lags, Framsóknarflokks og nokk- urra sjálfstæðisþingmanna. Lifði 3 ár. * Ráðuneyti Steingríms Her- mannssonar 26. maí 1983 — 16. október 1987. Tveggja flokka stjóm. Lifði heilt kjörtímabil. Ráðuneyti Þorsteins Pálssonar 8. júlí 1987 — september 1988. Þriggja flokka stjóm. Lifði fjórtán mánuði. Engin flölflokka-ríkisstjóm hef- ur haldið út heilt kjörtímabil — allar götur frá stofnun lýðveldisins. IV Meginástæða þess, hve ríkis- stjómir hér á landi hafa verið veik- ar og ómarkvissar í störfum, er sú, að mínu mati, að stjómmála- flokkar em hér of margir, of smáir og þar af leiðandi of veik- ir. Staða mála á þingi er sú að engir tveir flokkar hafa þingstyrk til að mynda saman ríkisstjóm, hvað þá að einn flokkur hafl að- stöðu til þess að axla stjómar- ábyrgð, eins og víða gerist erlend- is. Eini kosturinn er ríkisstjóm þriggja eða fleiri flokka. í ljósi reynslunnar verður að telja fjöl- flokka ríkisstjómir veikar stjómir, sem gagnist þjóðinni ekki nægi- lega vel. Þetta er höfuðgalli hins íslenzka smáflokkakerfís. Það meginmarkmið lýðræðis og þingræðis, að landsmenn, kjósend- ur, hafl augljósa og markvissa kosti að velja um í kosningum, hefur allt að því glatazt í smá- flokkakerfí okkar. Kjósendur vita ekki, þegar þeir ganga að kjör- borði, hvers konar ríkisstjóm eða hverskonar stjómarstefnu þeir eru að kjósa yfir sig. Dæmi: Framsóknarflokkur, sem fékk 24,9% kjörfylgi 1974, hrapar niður í 16,9% fylgi 1978 (og miss- ir fímm þingmenn). Engu að síður myndar formaður hans ríkisstjóm að loknum kosningum (með stuðn- ingi Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags). Ekki er hægt að segja að vilji kjósenda — niðurstaða kosninganna — hafi speglast í þessari stjómarmyndun. Fremur hið gagnstæða. Það kemur ekki á óvart að „tveggja flokka kerfi" hefur stuðn- ing í nýlegri skoðanakönnun Skáíss. Færri og stærri flokkar gefa kjósendum skýrari valkosti í kosningum og tryggja betur að stjórnarmyndanir spegli meiri- hlutavilja í kosningum. Það er mikilvægt, ef þróa á mál til réttrar áttar að þessu leyti, m.a. setja í lög ákvæði um að fram- boðsflokkar þurfi að fá ákveðið lágmarksfylgi í kosningum til að fá fulltrúa kjörna á Alþingi. Þá er og ótvírætt að einmenningskjör- dæmi tryggja betur en stór hlut- fallskjördæmi þróun til stærri, sterkari og samhentari stjóm- málaflokka. Hinsvegar má það ekki gleym- ast, að kjósendur geta, jafnvel að óbreyttu kosningakerfi, þokað þessum málum til réttrar áttar — með atkvæði sín að vopni: með því að ýta smáflokkagerinu og ýmiss konar sérvizkuframboðum til hlið- ar og styrkja hina stærri flokkana. /M* RONNING •//"/ heimilistæki KRINGLUNNI 8-12/103 REYKJAVÍK/SÍMI (91)685868 j/r Pennavinir Fjórtán ára finnsk stúlka vill skrifast á við 15t17 ára íslenzka stráka: Elina Mutanen, Walliininkatu 8 B26, 00530 Helsinki, Finland. Sautján ára vestur-þýzk stúlka með áhuga á bókalestri, bréfaskrift- um, tónlist o.fl.: Caroline Jung, Westenwaldstrasse 30, D-6330 Wetzlar 21, West Germany. Frá Austur-Þýzkalandi skrifar stúlka, sem líklega er á táninga- aldri. Hefur áhuga á dýrum, tón- list, tungumálum o.fl.: Sabine Vogel, Schultstr. 13, Vollunaritz, 1251 G.D.R. Dönsk stúlka, hátt á tvítugs- aldri, hefur áhuga á að heim- sækja ísland og jafvel vinna hér. Vill komast í kynni við íslendinga áður: Anne Jacobsen, Sct. Mogensgade 30C, 8800 Viborg, Danmark. Nýtt námsefni í skyndihjálp Kynningarfundir fyrir starafandi leiðbeinendur í skyndihjálp verða haldnir á Akureyri og Egils- stöðum laugardaginn 15. okt. nk. kl. 13.00. Innritun og nánari uppl. eru veittar í síma 91-26722. IRaudi Krosslsiands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.