Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 Sjónvarpið: Sveinn Einarsson ráðinn dagskrárstjóri SVEINN Einarsson, rithöfund- ur og leikstjóri, hefur verið ráðinn dagskrárstjóri innlendr- ar dagskrárdeildar sjónvarps- ins til Qögurra ára frá næstu áramótum. Gengið var frá ráðningu Sveins eftir atkvæða- greiðslu í útvarpsráði í gær. Þar hlaut Sveinn 5 atkvæði og Bryndís Schram 1. Magdalena v Schram á sæti í útvarpsráði, en hún tók ekki þátt í atkvæða- greiðslunni. „Mér þykir vænt um traustið, sem mér er veitt með þessum hætti," sagði Sveinn Einarsson í samtali við Morgunblaðið. „Ég mun ganga glaðbeittur til verks, en ég hef nokkum tíma til að glöggva mig á verkefninu. Auðvit- að er ég með nokkrar hugmyndir, en mestu máli skiptir að innlend dagskrárgerð eflist. Þar er ekki um stefnubreytingu að ræða, heldur átak. Landsfeðumir hafa oft lýst þeirri nauðsyn að efla inn- ienda dagskrárgerð og nú þurfa menn að taka höndum saman til að svo megi verða. Annars vil ég spara yfirlýsingar og vil heldur sjá hvemig mér gengur að efna drauminn. Framkvæmdin er held- ur ekki eins manns verk, heldur samvinna margra og ég hugsa með ánægju til þess að vinna með fólkinu á sjónvarpinu," sagði Sveinn Einarsson. Sveinn mun gegna starfi dag- skrárstjóra í fjarveru Hrafns Gunnlaugssonar. Hann hefur fengið iaunalaust leyfi frá störfum í fjögur ár til að vinna að sameig- inlegum verkefnum norrænu sjón- varpsstöðvanna. Sveinn fæddist í Reykjavík 18. september 1934. Hann varð stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1954, stundaði fram- haldsnám við háskólann í Sor- Sveinn Einarsson bonne í París og lauk fil. lic. prófi í leikhúsfræðum frá Stokkhólms- háskóia 1964. Hann var leik- hússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1963 til 1972, Þjóðieikhússtjóri 1972 til 1983, ráðunautur í menn- ingarmálum í menntamálaráðu- neytinu frá 1983 og starfandi leik- stjóri frá árinu 1965. VEÐUR IDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR IDAG, 14. OKTÓBER YFIRLIT f GÆR: Yfir Grænlandi er kyrrstæð 980 mbl lægð. Um 1200 km suðvestur af Reykjanesi Qr vaxandi 985 mb lægð, sem hreyfist allhratt norðaustur. Hiti breytist fremur litið. SPÁ: Framan af degi verður hvöss sunnan- og suðaustanátt og rigning víða um land, en nálægt hádegi snýst vindur til suðvestan- áttar á vestanverðu landinu með skúrum eða slydduéljum. Undir kvöld léttir til austanlands. Hiti víðast 5—10 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG: Vestlæg átt og fremur svalt. Skúrir eða slydduél vestanlands, en annars þurrt. Víða léttskýjaö á austan- verðu landinu. HORFUR Á MÁNUDAG: Suöaustanátt og sæmilega hlýtt. Rigning á sunnanverðu landinu en þurrt fyrir norðan. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyrí 8 skýjað Reykjavfk 6 skúr Bergen 10 rígning Holsinki 9 súld Kaupmannah. 12 þokumóða Narssarssuaq +2 lóttskýjað Nuuk -r lóttskýjað Osló 9 þokumóða Stokkhólmur 11 þokumóða Þórshöfn 9 skýjað Algarve 21 léttskýjað Amsterdam 18 mistur Barcelona 21skýjað Chicago 8 heiðskírt Feneyjar 18 rigning Frankfurt 15 skýjað Glasgow 13 mistur Hamborg 13 þokumóöa Las Palmas 25 léttskýjað London 15 þokumóða Los Angeles 17 alskýjað Lúxemborg 14 skýjað Madríd 11 rigning Malaga vantar Mallorca 24 hélfskýjað Montreal 5 skúr NewYork 5 léttskýjað París 17 rígning Róm 25skýjað San Diego 17 skýjað Winnipeg 5 láttskýjað Þorskaflinn dregst saman um 25.000 tonn ÞORSKAFLI landsmanna um síðustu mánaðamót var 25.835 tonnum minni en á sama tíma siðasta ár. Heildarafli er hins vegar meiri og munar þar um 100.000 tonnum. Liggnr sá munur nær eingöngu í meiri loðnuafla nú. Ýsuafli hefur aukizt verulega milli áranna eða um nær 50%. Aflinn í september var alls 52.781 tonn, 2.000 tonnum minni en í fyrra og liggur munurinn þar einnig í loðnu. Heildaraflinn nú var 1.184.196 tonn. Af því var mest af loðnu, 612.053 tonn, af þorski 295.237, 69.154 af karfa, 53.647 af ufsa, 37.910 af ýsu og 23.037 af rækju. A sama tíma í fyrra var heildarafl- inn 1.086.545 tonn. 499.687 af loðnu, 321.062 af þorski, 64.267 af karfa, 66.886 af ufsa, 5.649 af ýsu og 28.869 af rækju. Mestu sveiflumar eru í loðnuafla, sem jókst um 111.000 tonn, ýsuafli jókst um 12.000 og karfaafli um tæp 5.000. Afli af ufsa dróst saman um 13.000 tonn og af rækju um 5.800. Grálúðu afli jókst um rúm 3.000 tonn. Afli togara jókst um 5.000 tonn rúm, báta um 91.500, en afli smábáta stóð í stað. Smábátum hefur fjölgað um fjórðung á einu ári og kemur því að meðaltali mun minna í hlut hvers og eins en árið áður. í september varð heildaraflinn nú 51.781 tonn. 18.591 tonn af þorski, 10.673 af karfa, 6.144 afa ufsa, 5.623 af loðnu, 3.112 af ýsu og 1.737 af rækju. í fyrra var afl- inn 53.717. 20.376 af þorski, 10.674 áf karfa, 6.337 af ufsa, 7.616 af loðnu, 1.483 af ýsu og 3.298 af rækju. Rækjuaflinn er því nær tvöfalt minni, en ýsuaflinn rúmlega tvöfalt meiri. Hvað aðrar tegundir varðar er munurinn tæp- ast marktækur. Afli togara í september varð 27.791 tonn, 30.420 í fyrra, báta 20.553 tonn, 21.507 í fyrra og afli smábáta varð nú 3.437 tonn, en í fyrra 1.790 tonn. Atvinnuleysistryggingasjóður: Skerðingu íramlaga um 600 milljónir mótmælt Rddsvaldið rýfur samkomulag, segja ASÍ og VSÍ STJÓRN Atvinnuieysistryi ingasjóðs, Alþýðusamband Is- lands og Vinnuveitendasamband Islands hafa mótmælt ákvörðun ríkissljórnarinnar um að skerða framlög til sjóðsins um 600 miiy- ónir og segja að sjóðurinn geti orðið ófær til að gegna hlutverki sínu ef eitthvað bregði út af í atvinnumálum. Upphæðin á að renna í hinn nýstofiiaða Atvinnu- tryggringasjóð útflutningsveg- anna. í árslok 1987 voru skuldir og eigið fé Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs 1,8 milljónir króna og hann greiddi út 233 mil^ónir í atvinnuleysisbætur og 221 mil(j- ón I eftirlaun aldraðra. Daði Ólafsson, formaður stjómar Atvinnuleysistryggingasjóðs, sagði að 600 milljónir króna væri gífur- iegt fé miðað við eignarfjárstöðu sjóðsins. Stjóm sjóðsins legði áherslu á að staðið væri við gerða samninga og að sjóðurinn yrði vel í stakk búinn til að mæta þeim skyldum sem á hann væm lagðar. í sameiginlegri samþykkt Al- jjýðusambands Islands og Vinnu- veitendasambands íslands segir að með ákvörðun sinni hafí ríkisvaldið rofið einhliða áratuga samkomulag sitt við aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélögin um fjármögnun At- vinnuleysistryggingasjóðs. Með öllu óviðunandi sé að einn aðili þríhliða samnings, sem bundinn sé í lög, skuli leysa sig undan fjárhagslegum skuldbindingum sínum. I samþykkt stjómar Atvinnuleys- istryggingasjóðs segir að til greina komi að veita lán til hins nýja sjóðs, en ríkisstjómin er krafin um að greiða lögbundið framlag sitt I At- vinnuleysistryggingasjóð. Ríkis- valdið hafi lagt þungar aukaskyldur á sjóðinn, svo sem greiðslur eftirla- una og fæðingarorlofs, og vegna þessa hafi verðmæti sjóðsins stór- lega minnkað miðað við fjárhæð bóta. Bent er á að þrátt fyrir minna atvinnuleysi síðustu ár en um ára- bil áður hafi ráðstöfunarfé sjóðsins minnkað að verðgildi. Andri Már Ingólfs- son framkvæmda- stjóri Utsýnar ÁKVÖRÐUN um að Helgi Magn- ússon hætti forsfjórastarfi hjá Utsýn var tekin fyrir nokkru. Hann mun taka við ritstjóra- starfi Fijálsrar verslunar frá og með 15. þessa mánaðar. Við framkvæmdasfjórn í Útsýn hefiir tekið Andri Már Ingólfsson og heyrir allur daglegur rekstur undir hann, en stjórnarformaður er Ingólfur Guðbrandsson stofn- andi Utsýnar. Andri Már Ingólfsson er 25 ára gamall viðskiptafræðingur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum við Hamrahlíð 1982 og prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Islands 1987. Lokaritgerð hans fjallaði um ferðalög og ferðamál íslendinga, að undangenginni rannsókn. Árið 1983 dvaldist hann í Los Angeles við háskólanám og vann jafnframt á alþjóðlegri ferðaskrifstofu. Hann hlaut starfsreynslu sína í ýmsum störfum hjá Útsýn, meðal annars fararstjóm erlendis frá unglingsá- rum og er því þaulkunnugur rekstr- inum. Rekstur Útsýnar hefur gengið vel það sem af er þessu ári. Bæði er um að ræða aukningu í sölu hópferða og í farseðlasölu til ein- Andri Már Ingólfsson. staklinga frá árinu 1987 sem var metár. Fyrstu 8 mánuði ársins var fyrirtækið rekið með ágætum hagn- aði. Eins og kunnugt er flutti Útsýn í apríl síðastliðnum aðalskrifstofu sína úr Austurstræti að Álfabakka 16 í Mjóddinni. Hefur sú breyting mælst afar vel fyrir hjá viðskipta- vinum Útsýnar, enda er rúmt um starfsemina og bílastæði eru að- gengileg. (FréttatUkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.