Morgunblaðið - 15.10.1988, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.10.1988, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 Hveijir urðu eftir í Noregi? Inn til vinstri. Þú verður að setjast aft- ur, sýningin er byijuð, segir einkennisklædd kona og horfír á mig með vanþóknun. Ég hníg niður á fyrsta auða sætið sem fyrir mér verður og lít í kringum mig. Það er haus við haus, hvert sæti skipað — og þó er mánudagur. Á leiksviðinu er mikið umleikis og ég beini skilningarvitunum þangað. Leikaramir tala og tala og þramma fram og aftur um sviðið af því að á þessum vettvangi eiga menn ekki bara að tjá sig í orði. Textinn gefur á hinn bóginn lítið til- efni til hreyfinga. Málin era skeggrædd og gaumgæfð og loks er komið hlé. Ég hraða mér fram á barinn og fæ mér hvítvínsglas. Fólkið umhvefis mig fær sér líka í glas og rabbar um leikritið. Menn eru á einu máli um að þetta sé góð sýning. Ég fer aftur inn, skoða mig um og horfí á salinn fyllast. Þetta leikhús minnir óneit- anlega á Þjóðleikhúsið við Hverfisgötu, vantar bara stuðlabergið. Og það er fleira fólk hér heldur en oftast nær í Þjóðleik- húsinu — þó það sé mánudagur. Tjaldið rennur upp og áfram þokast sýn- ingin. Spennan eykst jafnt og þétt og nær hámarki í lokin þegar Hedda Gabler skýtur sig í höfuðið. Hrifning áhorfenda er einlæg. Leikendur era kallaðir fram og aftur. Gaml- ar konur stijúka tár af hvarmi og aldraðir heiðursmenn hósta. Hinir yngri láta sér nægja að klappa. I þvögunni á leiðinni út fer ég að rífast við sjálfa mig. Annar helmingurinn segir að ég hafi farið dagavillt. Það sé laugardag- ur en ekki mánudagur. Það fari engin óvit- laus manneskja í leikhús á mánudegi, bara túristar. Hinn helmingurinn dregur fram vasabók- ina og bendir á það með ískaldri smámuna- semi að víst sé mánudagur og samt hafi Norðmenn fyllt Þjóðleikhúsið sitt. Hvað er að gerast? Þetta gengur ekki upp! Víst er Ibsen skrautfjöður á barmi norsku þjóðarinnar, en Hedda Gabler er ekki beinlínis nútímaverk. Og er ekki skáldjöfur- inn mikli, Matthías Jochumsson ein stærsta skrautfjöðrin okkar íslendinga. Ég minnist þess ekki að áhorfendur sprengdu Þjóðleik- húsið utan af sér þegar Skugga-Sveinn var sýndur síðast. Höfðatalan! Við eram svo fá, það er ekki við því að búast að við fyllum Þjóðleikhúsið eins og það er stórt. Auðvitað era um það bil átta sinnum færri íbúar á Stór- Reykjavíkursvæðinu en í Osló. Og trúlega rúmar íjóðleikhúsið okkar svipaðan fjölda áhorfenda og íjóðleikhúsið í Osló. Það er semsagt alltof stórt! Samt fylltum við það aftur og aftur í vetur sem leið þegar „Vesal- ingarnir" vora sýndir með söng og hljóð- færaslætti. Þá voram við ekki svo fá. Auk þess eram við bókaþjóðin. Afkomendur ofur- huganna sem yfirgáfu norsku meðal- mennskuna," ... fundu ey og urðu þjóð, úti í gullnum sænum...“, skráðu á bókfell fomar sagnir og varðveittu — að undan- skildum nokkram sem þeir bleyttu upp og snæddu í hungursneyð. Slík þjóð getur aldr- ei átt of stórt íjóðleikhús. Gagnrýnin! Gagnrýnin drepur alla aðsókn niður á íslandi! Árans vandræði að hafa ekki séð norsku gagnrýnina um Heddu Gabler. Annaðhvort hefur hún verið einstak- lega jákvæð eða almenningur hefur ekki haft fyrir því að lesa hana. Eða lætur hana ekki hafa nein áhrif á sig. Þijóskast bara við og fer að sjá Ibsen gamla hvað sem mannvitsbrekkumar segja. Eftir því sem ég velti þessu lengur fyrir mér gerist sú hugsun áleitnari hvort víking- amir sem yfirgáfu Noreg og byggðu Ísland á sínum tíma hafi verið menningarfjendur. Eftir hafi setið fólk sem kunni að meta list- ina. Þetta er ekki einleikið með leikhúsað- sóknina á mánudegi. Ég ákveð að afsanna málið með því að drífa mig aftur í leikhús á miðvikudag. Þá hlýt ég að sjá svart á hvítu að þetta hefur bara verið tilviljun, eitthvert ungmennafélag utan af landi verið statt í bænum og fyllt íjóðleikhúsið. eða bændaför eða kvenfélagsþing, eitthvað þvíumlíkt. Á miðvikudagskvöldið klukkan hálfátta rennur tjaldið fyrir fullu húsi í norska íjóð- leikhúsinu.. Þeir eru enn að sýna Ibsen. Nú era það Afturgöngumar. í þetta skipti var leiktjaldahönnuðurinn sniðugur. Hann hefur fyllt sviðið af stólum sem standa í prúðum röðum frá hægri til vinstri. Framundan er kristileg samkoma. Og nú geta leikaramir endalaust gengið á milli stólaraðanna. Þeir dreifa söngblöðum, taka þau aftur saman, færa stólana til og frá og hafa nóg að gera. En eins og í fyrri sýningunni er orðið í öndvegi. Þegar sýningunni lýkur era áhorf- endur jafnglaðir og á mánudagskvöldið. Ég fer dálítið fúl heim úr leikhúsinu og held áfram að leita skýringa. Aftur velta upp í hugann sömu rök og áður. Höfðatalan, gagnrýnin, skrautfjöðrin ... Jú, þama kom það! Sýningamar vora svo einstaklega vel heppnaðar. Leikurinn var afbragðsgóður og eins og Ieikstjóri annarrar tók fram í leikskrárbleðli þá snerast þær um erótík (þ.e.a.s. það sem Norðmenn kalla erótík) og það er ákaflega gott og nútíma- legt. Semsagt, þetta vora góðar sýningar. Það er skýringin. Sýning Ijóðleikhússins okkar á Marmara eftir Guðmund Kamban er líka góð sýning. Hún gefur þessum sýningum ekkert eftir, nema síður sé. Leikritið er samið tæpum þijátíu áram eftir að Ibsen skrifar Heddu Gabler. Það er orðsins verk eins og leikverk Ibsens. Skrifað löngu fyrir tíma hraða og tæknivæðingar. Skrifað handa áhorfendum sem höfðu tíma og þolin- mæði til að koma og hlusta á hið talaða orð. Norðmenn virðast enn hafa þolinmæði til að sitja í leikhúsi þó ekki sé verið að syngja og dansa á sviðinu. Þeir fjölmenna til að horfa á aldargömul leikverk meistara sinna þó að leikaramir geri ekkert nema halda ræður og labba pínulítið fram og aftur á milli stólana. Hvaða menn vora það eiginlega sem urðu eftir í Noregi þegar forfeður okkar fluttu til íslands? Ég get ekki svarað því frekar en svö mörgu öðra sem mig langar að frnna svör við. En þegar ég á sunnudagskvöldi geng út úr íjóðleikhúsinu okkar eftir að hafa horft á áttundu sýninguna á Marmara eftir Guð- mund Kamban, ásamt alltof fáum löndum mínum, þá fyllist ég gremju og hugsa: Af hveiju jjurftu endilega þessir Norðmenn að nema Island? Iðunn Steinsdóttir GETA ENINGAR VAXIÐ? Sparifé getur vaxið ef það er ávaxtad á arbbærcm og öruggan tiátt. VIB starf- rækir þrjá mismunandi verðbréfasjóði til að geta fullnægt óskum viðskiptavina sinna. Verðbréfasjóðir VIB eru settir saman *ur fé þeirra sem eiga "Sjóðsbréf VIB. Fyrir þetta fé eru keypt skuldabréf til ávöxtunar. VIB skiptir þess- um fjárfestingum í fernt: Bankabréf, spariskírteini ríkissjóðs, skuldabréf sveitar- félaga og traustra fyrirtækja. Traust fyrirtæki eru skil- greind á eftirfarandi hátt: Traust fyrirtœki. Þau þurfa að uppfylla tvö af eftirfarandi skilyrðum. 1. Heildarniðurstaðaefna- hagsreiknings þarf að vera hærri en 500 milljónir króna. 2. Eiginfjárhlutfall má ekki vera lægra en 25%. 3. Hagnaður þarf að hafa verið undanfarin tvö ár. Tekjur af Sjódsbréfum 1. Ávöxtun yfir veröbólgu þann 1. október 1988 var sem hér segir: Tekjur af Sjódsbréfum 3. Sjóður 3 hóf starfsemi 6. júní sl. Ávöxtun yfir veröbólgu frá upphafi er 9,8%. Sl. 3 mán. Sl. 6 mán. Sl. 12 mán. 11,2% 10,9% 1.1,6% Tekjur af Sjoösbrefum 2. Ávöxtun yfir verðbólgu, þegar greitt var út þann 1. september 1988 var sem hér segir: Sl. 3 mán. 11,1% Sl. 6 mán. 12,9% Sl. 12 mán. 12,1% Einu gildir hvort þú vilt spara mikið eoa lítið: Við gelum sagl þér margt Jleira um verðbréfasjóði og verðbréfareikninga VIB. Hringdu til okkar eða komdu við ogþér er óhcelt að Ireysta að þú fcerð góð ráð um hvemig fé þitt geturborið aukinn ávöxl. LEYFUM SPARIFENU AÐ VAXA! VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF. Ármúta 7, 108 Reykjavik. Sími68 15 30 Prestsvígsla á morgrin BISKUP íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, vígir einn guð- fræðing til prestsþjónustu á morgun, sunnudaginn 16. októ- ber. Vígslan verður í Dómkirkj- unni í Reykjavík og hefst kl. 11.00. Vígsluþegi er Þórhildur Ólafs, sem verður prestur í Hafnarfjarðar- sókn í námsleyfi sóknarprestsins þar. Þórhildur fæddist 1950. Árið 1978 lauk hún guðfræðiprófi frá Háskóla íslands. Eiginmaður henn- ar er Gunnþór Ingason, sóknar- prestur í Hafnarfirði. Þórhildur verður fimmtánda konan til að taka prestsvígslu. Vígsluvottar á morgun verða þau sr. Gunnþór Ingason, sr. Myiako Þórðarson, sr. Heimir Steinsson og sr. Bragi Friðriksson prófastur. (Fréttatilkynning) Ungir Sjálf- stæðismenn þinga um helgina Saudárkróki. Kjördæmissamtök ungra sjálf- stæðismanna á Norðurlandi vestra halda þing á Sauðárkróki í dag, laugardag og á morgun. Þingið hefst kl. 15.30 í dag með ávörpum gesta og skýrslu stjórn- ar. Kjördæmissamtökin vora form- lega stofnuð í Borgarvirki í Húna- vatnssýslu í fyrrasumar og fyrsta þingið haldið þá um haustið á Siglu- firði. Gestir þessa þings verða Pálmi Jónsson alþingismaður, Vilhjálmur Egilsson, frarnkvæmdastjóri Versl- unarráðs, og Sigurbjörn Magnússon framkvæmdastjóri þingflokks sjálf- stæðismanna, og munu þeir ávarpa fundarmenn. í nefndum verður fjallað um at- vinnu- og byggðamál svo og um stefnu og þróun í landsmálunum. Núverandi formaður samtakanna er Þorgrímur Daníelsson á Tanna- stöðum í Vestur-Húnavatnssýslu og varaformaður er Ari Jóhann Sig- urðsson frá Holtsmúla í Skagafirði. Félag ungra sjálfstæðismanna á Sauðárkróki, Víkingur, sér um und- irbúning og framkvæmd þingsins. - BB.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.