Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 Í9 Frjálsræði í vaxtamálum eftirFriðrik Sophusson Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra hefur farið fyrir þeirri sveit íslenzkra stjórnmála- manna, sem vilja lækka vexti með beinum afskiptum ríkisvaldsins og afnema hvers kyns lánskjaravísi- tölu. Steingrímur hefur manna mest amast við frelsi banka til að ákveða vexti og telur frjálsræði í vaxtamálum vera frjálshyggjuóra. Aðrir stjórnmálamenn hafa margoft bent á, að vaxtaþróunin ráðist af lánsfjárþörf — ekki sízt ríkisins — og verðbólguvæntingum. Einn þeirra, Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra, ritar grein í Morg- unblaðið sl. sunnudag og ítrekar þessi sjónarmið rækilega. Jón hefur áður fjallað um þessi mál í Morgunblaðinu. Þar sem hann er viðskiptaráðherra í stjóm Steingríms er ekki úr vegi að leggja fyrir hann nokkrar spumingar. Svörin em fengin orðrétt úr blaða- grein Jóns fyrr á þessu ári. — A að stýra vöxtum með bein- um afskiptum stjómvalda? „Það er meðal biýnustu verkefna í efnahagsmálum að stuðla að því, að vextir lækki í framtíðinni. Hins vegar verður að leggja áherslu á það, að nauðsynlegt er, að raun- vextir haldist áfram nægilega já- kvæðir til þess, að nývakin spamað- arviðleitni fólks verði ekki slævð og ekki dragi úr aðhaldi að Q'árfest- ingu. En vextimir verða ekki hrópaðir niður með hástemmdum yfirlýsing- um á þingi eða í fjölmiðlum. Bein afskipti stjómvalda af ákvörðun vaxta kunna heldur ekki góðri lukku að stýra. íslendingar hafa af því langa reynslu, að skömmtun ijármagns í verðbólgu er forskrift að sóun Qármuna og misskiptingu auðs.“ — Hveijir stóðu að frelsi banka til að ákveða vexti? „Frelsi banka til að ákveða vexti Vitni vantar Slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reykjavík lýsir eftir vitn- um að tveimur umferðaróhöpp- um sem urðu síðastliðinn inánu- dag, 10. október. Um klukkan 16.30 lenti Honda- fólksbifreið í óhappi á Snorrabraut. Bílnum var ekið í vestur og yfir gijóthnullung sem lá á götunni miðri. Bíllinn er talsvert skemmdur. Talið er að gijótið hafí hmndið af palli vömbíls sem þama fór um skömmu áður. Milli klukkan 18 og 19 var ekið á hvíta Honda-fólksbifreið við Unn- arbraut 5 á Seltjamamesi. Tjón- valdur gerði ekki vart við sig. Friðrik Sophusson „Eg þakka viðskipta- ráðherra, sem fer með vaxtamálin í ríkis- stjórninni, lánið á text- anum. Skoðun hans er skýr og á erindi til for- sætisráðherrans.“ sína var leitt í lög í tíð síðustu ríkis- stjómar undir forsæti Steingríms Hermannssonar, þótt hann virðist ekki lengur vilja kannast við króg- ann. Með þeirri lagasetningu var beinlínis stefnt að því að takmarka eins og kostur væri afskipti stjórn- valda af vaxtaákvörðunum." — Er nauðsyn frjálsræðis í vaxtamálum? „Góðar og gildar ástæður vora og em fyrir því að auka fíjálsræði í vaxtamálum. Vextir em gjald fyr- ir afnot af fjármagni. Þeir hafa því afgerandi áhrif á sparaað fólks og gegna lykilhlutverki í því að beina íjármagni í arðbærar framkvæmdir. Þegar bein afskipti stjómvalda af vaxtaákvörðunum era mikil, er ævinlega hætta á því, að viðskipta- leg sjónarmið láti undan síga fyrir stjórnmálalegum hagsmunum. Þetta hefur sannast með rækilegum hætti hér á landi á umliðnum ára- tugum. Á sjöunda og áttunda ára- tugnum gætti mikillar tregðu til að hækka nafnvexti til samræmis við verðbólgu. Lengst af átti almenn- ingur ekki kost á verðtryggingu fjárskuldbindinga, ef undan em skilin ríkisskuldabréf. Raunvextir af sparifé og lánum vora því iðulega neikvæðir svo um munaði. Á þess- um áram glataði sparifé verðgildi sínu í svo ríkum mæli að jafngilti eignaupptöku. Skömmtunarstjórar banka og lánasjóða höfðu það í reynd í hendi sér hveijir komust í álnir og hveijir ekki. Þetta tímabil einkenndist einnig af síminnkandi Veitingastaðurinn býður upp á veitingar frá kl. 11.30-17.30 Súpu og salat...........................kr. 350 12“ pizzur..........................kr. 550 Lasagne m/hvítlauksbrauði...............kr. 590 Chile m/hvítlauksbrauði........... kr. 590 P.S. Sérréttaseðill frá kl. 18.00-23.00. Ath.: Takið pizzu með ykkur heim. Fast verð kr. 550. Borðapantanir í síma 23433. peningalegum sparnaði í landinu, ákafri, en oft og tíðum afar misráð- inni fjárfestingu og mikilli erlendri skuldasöfnun. Þessu ástandi varð að linna." — Hvað gera önnur vestræn ríki? „Athyglisvert er, að ekkert vest- rænt ríki reynir lengur að stýra vöxtum með valdboði. Öll Norður- löndin fylgja nú eindreginni fijáls- ræðisstefnu í þessu efni.“ Ég þakka viðskiptaráðherra, sem fer með vaxtamálin í ríkisstjóm- inni, lánið á textanum. Skoðun hans er skýr og á erindi til forsætisráð- herrans. Auðvitað vilja allir lækka vexti. Til þess að það sé hægt til frambúð- ar án þess að grípa til skömmtunar á fjármagni þarf að draga úr þenslu, reka ríkisbúskapinn án halla, draga úr opinberam lántökum og eyða of mikilli lánsíjárþörf fyrirtækja með því að skapa þeim eðlilegan rekstr- argrandvöll. Með fyrstu efnahagsráðstöfun- um ríkisstjómarinnar er erlent láns- fé notað til að halda verðbólgunni og vöxtunum niðri um tímabundið skeið. Eftir það sækir allt í sama horf, nema gripið verði til almennra aðgerða til að laga rekstrarskilyrði atvinnulífsins. Því miður virðist ekkert benda til þess að ríkisstjómin hafí á pijón- unum aðgerðir, sem leiða til varan- legrar vaxtalækkunar. Þvert á móti má búast við vaxtahækkunum á nýjan leik, þegar launa- og verð- stöðvun linnir og stíflan brestur. Ein kollsteypan enn er í sjónmáli. Höfundur er varaformaður SjÁíf- stæðisflokksins. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða tii viðtals íValhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar eru velkomnir. Laugardaginn 15. október eru til viðtals Páll Gíslason, formaður bygginganefndar aldraðra, sjúkrastofn- ana og veitustofnana, og Hulda Vattýsdóttir, formaður menningarmálanefndar. %g %g %^> %^ %^ ^WSflÐWIÐ VAN Sýning laugardag kl. 10-16 sunnudag kl. 13-16. Innval býður mikið úrval vandaðra innréttinga við allra hœfi, auk tréstiga og viftuhatta í eldhús. Innval býður vandaða vöru d vœgu verði. Verið velkomin í sýningarsal okkar eða hringið eftir myndalista. SERVERSLUN MEÐINNRETTINGAR OG STIGA NYBYLAVEGI 12, SÍMI 44011 PÓSTHÓLF 167, 200 KÓPAVOGI bílasýning laugardag 13-17, árgerð 1989 HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, RVIK, SIMI 689900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.