Morgunblaðið - 15.10.1988, Side 20

Morgunblaðið - 15.10.1988, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 glasi.) I kiamtfifc mnrj^imciAu Knklhrcinsart Líxliretaöa kj;ini#As niorgumcrrtar Kaldhransaö ÞORSKAIVSI KaldJiraiisiiö ÞORSKAIÍSI UFSALYSI 70 ára: Rögnvaldur Sigurjónsson Rögnvaldur er sjötugur í dag. Helga nær þessum áfanga reyndar ekki fyrr en í nóvember. Rögn- valdur er semsagt nokkrum dögum fyrr í heiminn borinn, líkt og Adam forðum og Guð sá að ekki var gott fyrir manninn að vera einan og sendi honum Evu. Í reifum munu þau því ekki hafa legið á sömu fæðingardeild, né kynnst á sömu vöggustofu og held- ur ekki leikið saman á sama bama- leikvelli. Heilir Atlantsálar skildu þau að á þessum bemskuárum en heldur ekki mikið lengur. Ung að ámm hittust þau og hafa ekki skil- ið að neinu gagni síðan. Rögnvaldur hefur að vísu farið í tónleikaferðir án Helgu, en það er líka allt og sumt. Við kynni af þeim tveim fínnst manni að þau séu fædd fyrir hvort annað, að guðimir hafi orðið sammála um að þau næðu saman. A.m.k. á ég erfítt með að hugsa mér nokkra aðra konu við hlið Rögnvaldar og hefði Helga haldið út nokkum karlmann til lengdar annan en Rögnvald? Þrátt fyrir þetta væri hægt að halda því fram að þetta hjónaband væri ópraktískt, út frá nútíma sjónarmiði. Bæði em þau óforbetranlegir ídealistar, bæði em þau bóhemar í þjóðfélagi sem leyfír ekki slíkan munað, bæði em þau listamenn og svokallað pen- inga- og fjármálavit er vit sem þau eyða ekki tímanum í að glíma við. Maður spyr, hefðu guðimir ekki verið hagsýnni hefðu þeir valið forríka peningavitsmunavem handa Rögnvaldi og niðursoðinn milljóner fyrir Helgu? Vitanlega er spuming- in absúrd, forlögin ætluðu þeim annað hlutskipti. Sá sem þekkir hjörtun og nýmn hlýtur að hafa eitthvert pólitískt plan í gjörðum sínum, þótt ekki sé alltaf auðvelt að koma auga á það samdægurs, en það em harkaleg örlög fyrir hljóðfæraleikara, sem er á góðri leik að skapa sér alþjóðanafn sem listamaður, að verða fyrir því hand- armeini að draumamir verða að sámm verkjum, þegar sest er við hljóðfærið. Sú saga skal þó ekki rakin hér, en í stað píanóvirtúós sem gistir 365 nætur ársins á hótel- herbergjum eignuðumst við heima á íslandi uppfræðara í tónlist og frábæran kennara. Annar þáttur í fari Rögnvaldar er þekktur m.a. úr bókum tveim, en það er húmoristinn Rögnvaldur. Óborganlegastur er þó kannske þessi þáttur hans í kunn- ingjahópi en þar þýðir fáum að reyna að etja kappi við hann. En í dag hyllum við þau Helgu og Rögnvald. Sterkir stofnar tengdu þau saman fyrir 53 ámm, svo sterkir að ævintýrið dugði gegn- um vonir, sigra og vonbrigði 5 ára- tuga. Þetta allt e.t.v. ástæðan fyrir því að litla íbúðin þeirra á Þórs- götunni verður að höll þeim sem þorir að opna augun og draga að sér andann. Megum við njóta þeirra lengi enn. Ragnar Björnsson í meira en hálfa öld hefur sá hluti þjóðarinnar sem metur tónlist klassísku meistaranna dáð Rögn- vald Siguijónsson, sem í dag er 70 ára. Morgunblaðið/Ól.K.M. Hjónin Helga Egilson og Rögnvaldur Sigurjónsson. Hann er sjötugur í dag, en Helga 13. nóvember nk. heilsunnar vegna Á þeim fímmtíu ámm sem hann hefur starfað sem tónlistarmaður hafa umskipti frá fmmstæðri að- stöðu fyrirstríðsáranna verið stór- kostleg. Tónleikahús fundust ekki í borginni og var notast við bíóin og harla léleg hljóðfæri. Þessi fmm- stæða aðstaða mótaði ailt tónlist- arlíf og lamaði eðlilega þróun þess. Efnilegir tónlistarmenn vom að út- skrifast úrtónlistarskólum en fengu ekki notið sín af þessum sökum. Við þessar aðstæður lauk Rögn- valdur námi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík en þar vom valdir kenn- arar, þ. á m. Ámi Kristjánsson, Páll ísólfsson og Franz Mixa. Nú var ekki um annað að ræða en komast utan til frekara náms og að því stefndi Rögnvaldur. Varð Frakkland fyrir valinu af ýmsum ástæðum. Seinni heimsstyrjöldin setti þó strik í reikninginn og hlé varð á námi eða þar til hann fór til Bandaríkjanna 1942. Við heim- komuna eftir stríðið var enn sama aðstöðuleysið til tónleikahalds hér. Það var ekki fyrr en Austurbæj- arbíó og síðar Þjóðleikhúsið komu í gagnið að úr rættist. Síðan em liðin yfír fjörutíu ár! Eftir heimkomuna frá Ameríku stóð hugur Rögnvaldartil utanferða því velheppnaðir tónleikar hans vestra höfðu sýnt að honum var ekkert að vanbúnaði, heimskrítíkin sem er vægðarlaus hafðj líkt honum við stórsnillingana. Eg minnist margra ánægjustunda þegar hann lýsti þessum tónleikum og hvemig þeir stæltu hann og örvuðu til enn meiri átaka og nú hér í álfu. En það er hægara sagt en gert að halda út í heim auralaus. En ætlun Rögnvaldar var að fá að sýna öðmm þjóðum að hér á íslandi væri músík- menning. Um síðir tókst honum að komast út til tónleikahalds fyrst á Norðurlöndum og síðar um önnur Evrópulönd. Var hann sem vænta mátti sér og þjóð sinni til sóma. Það er ekki öllum gefínn sá innri styrkur að þora að ráðast í slíkt fyrirtæki sem konserthald er og það á erlendri gmnd. Stáltaugar og sjálfsagi er það sem sker úr um árangur. Ég hef fylgst lítið eitt með honum á erlendri gmnd og undrast ærðuleysið en jafnframt hörkuna í honum þegar ég skalf innvortis af stolti meðan hann brilleraði í ein- hverju verkinu. Já, svo sannarlega var maður stoltur af að vera landi hans á slíkum stundum. Fjölskylda mín þakkar þér og Helgu þinni elskulegri meira en hálfrar aldar vináttu og óskar ykk- ur allra heilla í framtíðinni. Runólfur Sæmundsson Það er ótrúlegt en satt, að hinn síungi og hressi listamaður Rögn- valdur Siguijónsson er sjötugur í dag. Þeir em ófáir innanlands og utan sem notið hafa listar Rögn- valdar á undanfömum áratugum og minnast snilldarlegs píanóleiks hans með mikilli ánægju. Þegar Rögnvaldur kom fram á sjónarsviðið í íslensku tónlistarlífí í lok seinni heimsstyijaldarinnar, að loknu námi í Bandaríkjunum, fór hressilegur gustur um sviðið. Rögn- valdur útskrifaðist úr Tónlistar- skólanum í Reykjavík vorið 1937, þar sem hann naut ömggrar hand- leiðslu Áma Kristjánssonar um nokkurra ára skeið. Var Rögnvald- ur einn af fyrstu nemendum skól- ans, sem Iauk þaðan burtfarar- prófí. Þá gerði Rögnvaldur nokkuð óvenjulegt miðað við þá venju sem verið hafði í tónlistarmenntun ís- lendinga fram að því. Hann fór í píanónám til Parísar. Fram að þeim tíma höfðu íslenskir píanóleikarar, (en þeir vom þá reyndar ekki marg- ir) sótt menntun sína til Danmerkur og Þýskálands. í París stundaði Rögnvaldur nám í einkatímum hjá frægum frönskum píanista þess tíma, Marcel Ciampi, sem lét hann leggja mikla áherslu á tæknilegar æfíngar. í París var einnig mikið tónlistariíf og gafst Rögnvaldi þar kostur á að heyra í ýmsum merkum píanóleikumm, svo sem Emil Sauer, Ignaz Friedmann, Walter Gieseking og síðast en ekki síst Vladimir Horowitz. Höfðu allir þessir menn varanleg áhrif á Rögn- vald með leik sínum og túlkun. En nú vom óveðursský seinni heims- styijaldarinnar farin að hrannast upp og ekki til setunnar boðið í Evrópu. Hélt Rögnvaldur því heim til íslands vorið 1939. Heima á íslandi var ekki mikið um að vera í tónlistarlífinu þá og Rögnvaldi fannst hann heldur ekki fullnuma á hljóðfæri sitt. Það varð því úr, sem betur fer, með aðstoð góðra manna og velunnara, að Rögnvaldur hélt vestur um haf til New York til frekara náms. Með honum fór hans ágæta kona, sem þá var orðin, Helga Egilson. í New York fór Rögnvaldur fyrst í tíma til Mieczyslaw Horzowski eftir ábendingu frá Rudolf Serkin. Horzowski var allþekktur píanóleik- ari á þeim ámm í Bandaríkjunum og fyrmm nemandi hins fræga Leschetizkys, (Horzowski er reynd- ar spilandi ennþá, 96 ára gamall!) en einhverra hluta vegna féll Rögn- valdi ekki við karlinn og aðferðir hans. Þá komst hann í kynni við Sascha Gorodnitzki, þekktan rússn- esk-bandarískan píanósnilling og kennara og ömgglega mesta áhrifa- valdinn á píanóstíl Rögnvaldar. Gorodnitzki hafði verið nemandi og skjólstæðingur hins fræga Josefs Lhevinne og spilaði þar af leiðandi í anda hins rússnesk-slavneska 3P •V

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.