Morgunblaðið - 15.10.1988, Page 24

Morgunblaðið - 15.10.1988, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 Perú: 30 verkalýðsleið- togar handteknir 'r“ IX ' Lima. Reuter. LÖGREGLAN I Lima handtók þrjátíu verkalýðsleiðtoga, meðal annars fjóra háttsetta forystu- menn stærstu verkalýðssamtaka Perú, og 300 verkamenn til við- bótar í gær þegar efiit var til alls- herjarverkfalLs í Iandinu til að Andrej Sakharov: Umbótunum stafer hættaaf flokksvélinni Moskvu. Reuter. ANDREJ Sakharov, sem hlotið hefiir friðarverðlaun Nóbels, sagði í viðtali sem birt var í sov- éska dagblaðinu Molocfjozh Est- onii á þriðjudag að umbótastefiiu Gorbatsjovs Sovétleiðtoga stafaði hætta af öfgasinnuðum aftur- haldsöflum í Sovétrflgunum. Umbótastefna Gorbatsjovs, per- estrojka, var að hluta til undirbúin af „því fólki sem hélt því fram að Sovétmenn væru á mjög mörgum sviðum á villigötum," sagði Sak- harov. „Nú er öllum þetta ljóst nema öfgasinnuðu afturhaldsöflunum, sem því miður hafa enn veruleg völd í landinu," bætti hann. Sakharov sagði að í Sovétríkjunum ríkti óstöðugleiki þrátt fyrir umbæ- tumar. „í raun hefur ekkert breyst enn. Þetta merkir að gamla flokks- vélin sem var við völd í áratugi berst gegn breytingum og ætlar ekki að gefa völd sín eftir. Það sem verra er, hún reynir að hefla gagnsókn," sagði Sakharov. Hann nefndi ekki nöfn þeirra embættismanna sem hann hafði í huga í viðtalinu. Sakharov var dæmdur í útlegð árið 1980, þegar Leoníd Brezhnev, fyrrum Sovétleiðtogi, var við völd, en Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi gekkst fyrir því að hann yrði leystur úr útlegðinni árið 1986. ögra rikissfjóminni. Lögreglan bauð blaðamönnum að skoða verkalýðsleiðtogana ' sem krupu þöglir við vegg í höfuðstöðvum eins verkalýðsfélagsins í Lima. Tals- menn lögreglunnar sögðu að sprengj- ur hefðu fundist í byggingunni. Juan Jose Gorritti, talsmaður stærstu verkalýðssamtaka landsins, CGTP, sem er með 1,8 milljónir félaga, hélt því fram í símasamtali við fréttarit- ara Reuters að lögreglan hefði sjálf komið sprengjunum fyrir. Innanríkisráðherra Perú sagði að 10.000 lögreglumenn, vopnaðir vél- byssum, færu eftirlitsferðir um Lima, bæði gangandi og í brynvörðum bílum, til að koma í veg fyrir óeirðir meðan á allsheijarverkfallinu stend- ur. Boðað var til verkfallsins þrátt fyrir að ríkisstjóm landsins hefði gefið út yfírlýsingu & fimmtudags- morgun um að það væri ólöglegt. Reuter Lögreglumenn fylgjast með verkamönnum sem voru handteknir á fundi eins verkalýðsfélagsins í Lima, höfuðborg Perú, eftir að boðað hafði verið til allsheijarverkfalls sem stjóm landsins telur ólöglegt. 30 verkalýðsleiðtogar og 300 verkamenn vom handteknir í Lima í gær. Júgóslavía: Gífurlegar öryggisráðstaf- anir vegna fínim flokksfunda Belgrað. Reuter. GRIPIÐ hefur verið til gífiir- legra öryggisráðstafana í Júgó- slavíu vegna funda sem komm- únistaflokkur landsins efiiir til í fimm hémðum landsins og hóf- ust í gær. Flokksdeildir í Svart- fjallalandi, Makedóníu, Króatíu, Kosovo og Vojvodinu boðuðu til fimdanna í því skyni að ræða pólitíska upplausn í landinu sem er hin mesta frá lyktum síðari heimsstyijaldaráinnar. Miðstjóm Kommúnistaflokks Júgóslaviu kemur saman til fiindar á mánu- dag. Er talið líklegt að þar verði þriðjungi af helstu oddvitum flokksins vikið til hliðar. „Við höfum ekki kynnst slíkum öryggisráðstöfunum frá því að Tító forseti andaðist árið 1980,“ sagði Belgraðbúi við fréttaritara Reuters. Lögregla hefur sett upp vegatál- manir og biður ökumenn um skilríki í Svartflallalandi, skammt frá landamærum Albaníu. Almanna- vamaliðar um land allt eru í við- bragðsstöðu og eftirlit með vegfar- Flugeldar yfír Masada Reuter Flugeldar leiftra yfir hinu foma virki á Qallinu Masada í lok tónleika sem haldnir vora á fimmtu- dagskvöld í tilefiii þess að hátíðahöldum vegna 40 ára afmælis Ísraelsríkis var að ijúka. Masada, tákn hetjulundar gyðinga, rís upp úr eyðimörk- inni við Dauðahafið þar sem 960 gyðingar sviptu sig lífi fremur en gefast upp fyrir rómversku umsátursliði áríð 73 efitir Krist. Meðal þeirra sem hlýddu á flutning Fílharmóníusveitar ísraels á Annarrí symfóníu Mahlers undir stjórn Zubins Mehtas vom Yitzhak Shamir forsætisráðherra, Gregory Peck skemmtanastjóri þetta kvöld og franski leikarinn Yves Montand. endum hefur verið aukið í helstu borgum landsins. í Títógrað, höfuð- borg Svartfjallalands, er miðstjóm flokksdeildarinnar þar að ræða saman í skjóli öflugs lögregluvarð- ar. í júgóslavneska hemurn hafa leyfi verið afturkölluð og fleiri vara- liðar en venjulega hafa verið kallað- ir til æfinga. Ný skilríki hafa verið gefin út fyrir þá, sem hafa aðgang að mikilvægum stjómarbyggingum. Almannavamanefndir í mörgum verksmiðjum hafa efnt til funda og hvatt verkamenn til að vera á verði gagnvart ofbeldi eða skemmdar- verkum og til að skipuleggja nám- skeið til endurþjálfunar í vopna- burði. Verði gripið til herlaga geta jrfirvöld sett verksmiðjur undir stjóm hersins. Lang'vinn spenna Mánuðum saman hafa verka- menn mótmælt versnandi lífskjör- um. Þá hafa Serbar mótmælt of- sóknum Albana á hendur Slövum í Kosovo-héraði í Suður-Júgóslavíu. Mótmælin leiddu til átaka síðastlið- inn laugardag, þegar herlögregla beitti kylfum og táragasi gegn mótmælendum í Títógrað, þar sem fólkið krafðist afsagnar flokksodd- vita. Mikil reiði varð vegna þessara átaka meðal almennings. Utan Serbíu var því haldið á loft að Serb- ar stæðu fyrir upplausn í því skyni að koma forystumönnum annarra héraða í vanda. Ibúar Júgóslavíu em 23 milljónir og þar af em 8 milljónir Serba. í sambandsríkinu Júgóslavíu em sex sjálfstjómarlýðveldi: Serbía, Kró- atía, Slóvenía, Bosnia-Hersegovina, Makedónía og Svartfyallaland. Ser- bar em að reyna að treysta yfirráð sín yfir tveimur sjálfsljómarhémð- um: Kosovo og Vojvodinu. Fregnir um frest- un útlagaþings- ins tilhæfulausar - segir framkvæmdaneíhdannaður í PLO ParLs. Reuter. ABDULLAH Hourani, einn af þremur mönnum í fram- kvæmdanefind Frelsissamtaka Palestínu, PLO, sem heimsóttu yfirvöld í Sovétríkjunum í vik- unni, segir fregnir um að fresta eigi því að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna tilhæfulausar. Franska dag- blaðið Le Monde hafði greint frá því að Sovétmenn hefðu sannfært sendinefnd PLO um að slík yfirlýsing myndi gefa harðlínumönnum til hægri í ísrael forskot á keppinauta sína í kosningunum 1. nóvember. Hourani sagði í samtali við Re- uters-fréttastofuna að Sovétmenn teldu ráðlegt að halda útlagaþing Þjóðarráðs Palestínu fyrir kosn- ingar ef öll skjöl þar að lútandi væm tilbúin. Talið er að leiðtogar PLO muni mæla með því við út- lagaþingið að lýst verði yfir stofn- un sjálfstæðs ríkis í anda ályktun- ar Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948. Þar var gert ráð fyrir að Palestínu yrði skipt í ríki gyðinga og Palestínumanna. Búist er við að framkvæmdanefnd PLO og miðstjóm Þjóðarráðsins verði falið að mynda útlagastjóm þegar það telst tímabært. Einnig er búist við ályktun frá PLO á þinginu um hvemig ná megi friðarsamningum í Mið-Austurlöndum. Hourani sagði að dagsetning útlagaþings Þjóðarráðsins yrði ákveðin þegar Yasser Arafat, formaður PLO, snýr aftur úr heim- sókn í Suður-Yemen. Chadli * Benjedid, forseti Alsírs, hefur boð- ist til sjá Þjóðarráðinu fyrir fund- arstað. Hann hefur nú um annað að hugsa vegna óeirðanna sem verið hafa í landinu. Hourani sagð- ist búast við að Arafat myndi heimsækja Alsír vegna þessa eða hafa samband við Benjedid á anri- an hátt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.